Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 11 Ljóðatónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Sólrún Bragadóttir, sópransöng- kona og Þórarinn Stefánsson píanó- leikari héldu tónleika í Hafnarborg sl. fímmtudag. Á efnisskránni voru eingöngu Norræn söngverk. Tónleik- arnir hófust á þremur lögum eftir Sigffús Einarsson, Draumalandið, Sofnar lóa og Gígjan. Eftir Árna Thorsteinsson var sunginn Kirkju- hvoll og Betlikerlingin eftir Sigvalda Kaldalóns. Þrátt fyrir að það vantaði eins og punktinn yfír „i-ið“ í út- færslu sumra íslensku laganna, er ljóst af söng hennar, að Sólrún er stórkostleg söngkona, sem kom hvað best fram í Sofnar lóa, sem var frá- bærlega vel flutt og einnig í Gígj- unni. I texta Gígjunnar er verið að fjalla um draumsýn, er á sér tilvist í litheimi næturinnar og hefst á orð- unum „Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðar- glaum“ og lýkur vísunni á „og norð- urljósið hylur helga sali, þar hnígur máninn aldrei niðr í sæ“. Margir söngvarar syngja „þar hnígur sólin“ og það gerði Sólrún og er þetta í raun meinleg villa, sem með einhverj- um hætti hefur slæðst inn í ýmsar útgáfu af verkinu. Þessi athugsemd fylgir hér með svona til áréttingar, í von um að þessi villa megi smám saman verða leiðrétt. Þrjú lög eftir Carl Nielsen, Senk kun dit hoved du blomst, Æble- blomst og Underelige aftanlufte, voru mjög fallega sungin en þessi einföldu lög þarf að syngja af nær- færni, svo sem Sólrún gerði. Sænsku tónskáldin voru þijú, Stenhammar, Peterson-Berger og Rangström. Svlar eiga sér langa hefð í gerð söngverka og af þeim lögum sem hér voru flutt, voru lögin eftir Peter- son-Berger og Rangström „bragðb- est“, bæði hvað snertir gerð og stemmningar t.d. lögin eftir Peter- son-Berger, Lángtan heter min arvedel og Aspákers-polska, voru frábærlega vel flutt. Þijú lögin eftir Rangström, Villemo, Bön til natten og Parasisets timma, eru öll ágætar tónsmíðar. Þar mátti heyra að Sólrún er mikill túlkandi, ekki aðeins þar sem hún getur beitt sinni frábæru rödd að fullu, heldur ekki síður þar sem leikið er með fínleg atriði. Grieg var fulltrúi Norðmanna og bar þar hæst vögguvísan og „söngur“ Sól- veigar úr Pétri Gaut en tónleikunum lauk með fjórum meistaraverkum eftir Sibelius, Sáf, sáf, susa, Flickan, Drömmen og Svarta rosor og þar reis söngur Sólrúnar hæst og þá sér- staklega í meistaraverkinu Flickan kom infrán sin álsklings möte. Sólrún Bragadóttir er frábær söngkona, þar sem saman fer glæsi- leg rödd, kunnátta og listfengi, sem naut sín best í sænsku og fínnsku lögunum. Undirritaður getur ekki neitað því, að hann hefði óskað eftir því að Sólrún „tæki“ eins og eina aríu, því í söng hennar mátti heyra, að þar ættihún eitt og annað „galdra- kyns“ fram að færa. Samleikari Sólr- únar, Þórarinn Stefánsson, skilaði sínu nokkuð vel, og þó heyra mætti á stundum smá óvissu í hryn og að leikur hans var á köflum leitandi, var samleikurinn í heild góður. Hvell enduróman salarins í Hafnarborg olli því að píanóið var á köflum of sterkt, sem eingöngu skyggði þó á í veikum söng. Knut Berg, nýr svæðisstjóri Flugleiða í Skandinavíu (t.v.), og Símon Pálsson, nýr svæðisstjóri Flugleiða á Bretlandseyjum (t.h.). Svæðissljóraskipti hjá Flugleiðum UM þessar mundir verða svæðis- stjóraskipti hjá Flugleiðum í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Símon Pálsson, sem hefur verið svæðisstjóri Flugleiða í Skandin- avíu frá 1988, flytur um set og tekur við svæðissljórastarfi fé- lagsins í Bretlandseyjum af Steini Lárussyni. Steinn kemur heim og tekur við forstöðu innanlands- deildar félagsins sem sér um sam- skipti við stöðvar félagsins erlend- is og undirbýr íslandssölu þeirra á markaðinum ytra. Knut Berg, yfirmaður Flugleiða í Svíþjóð, tekur við svæðisstjórastöðu í Skandinaviu af Símoni Pálssyni. Um leið flytjast höfuðstöðvar félags- ins í Skandinavíu frá Ósló til Stokk- hólms. Jafnframt þessu hefur Hans Indriðason verið skipaður yfírmaður Flugleiða í Noregi. Hann var áður hótelstjóri á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Sólrún Bragadóttir Helgi Hálfdanarson: „Mannleg mistök“ Ari Páll Kristinsson málfræð- ingur gat þess í einum af prýðileg- um útvarpsþáttum sínum um dag- legt mál, að hlustandi hefði rætt við sig um orðasambandið „mann- leg mistök" og kallað það óeðli- legt; þarflaust væri að taka fram að mistök væru mannleg, því það væru mistök ævinlega. Sjálfur tók Ari Páll ekki afstöðu til þessarar athugasemdar, en varpaði henni fram til íhugunar. Ekki er ég viss um að rétt sé að fordæma þetta orðasamband með rökum þessa hlustanda; enda mun það til komið fyrir þörf á réttmætri afsökun. Þama mun átt við vítalaus mistök, sem jafnvel vandvirkir menn og nærgætnir hljóta að eiga á hættu vegna mannlegs ófullkomleika, en ekki mistök sem verða fyrir hroðvirkni eða ámælisverða vangá. Með öðr- um orðum: vegna þess að við erum ekki guðir heldur aðeins menn, geta okkur orðið á mistök þrátt fyrir alla þá varúð sem mennskum mönnum er ætlandi. Þá segjum við að um „mannleg mistök“ sé að ræða. Má ég svo nota tækifærið og þakka Ara Páli Kristinssyni fyrir afbragðsgóða þætti um daglegt mál. FLUG OG BILL ODYRT OG GOTTISÓL OG SUMARYL Sértilboð: Amsterdam Baltimore .. Hamborg .. Kaupmannahöfn ....28.600,-* 23.600,- ** Frankfurt...................33.000,-* 42.700,-* Vínarborg...................36.600,-* 33.000,-* Muncen .....................33.000,-* *Verðið er staðgreiðsluverð og miðast við 2 I bil IA flokki I 1 viku. Innifalinn ótakmarkaður akstur og kaskótrygging. **Miðað við brottför á þriðjudegi. Flugvallagjöld og forfallagjald eru ekki innifalin. Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 651160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.