Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 Króatar sakað- ir um að vilja sneið úr Bosníu MÚSLIMAR í Bosníu-Herzegovínu hafa sakað Króata um að semja leynilega um skiptingu landsins við Serba, en Króatar og múslimar hafa yfirleitt barist saman gegn Serbum. Króatar hafa lýst yfir sjálfstjórnarsvæði í Herzegovínu og múslimar óttast að það og önn- ur svæði verði sameinuð Króatíu, þrátt fyrir yfirlýsingar um að aðeins sé um bráðabirgðafyrirkomulag að ræða. Króatar gætu vel við unað ef Bosníu-Herzegovínu væri skipt upp eftir núverandi vígl- ínum — sem kynnu að festast í sessi ef vopnahléð sem boðað er á sunnudag helst — því þeir ráða aðeins 17 prósent af íbúunum. Serbar, sem eru um þriðjungur íbúa ráða yfír nærri tveimur þriðja hluta landsins. Sveitir múslima ráða hins vegar aðeins yfír um ein- um tuttugasta af landinu þó að þeir séu fjölmennasti hópurinn, um 44 prósent íbúa Bosníu-Herzego- vínu. Ríkisstjóm landsins er að stærstum hluta skipuð múslimum, en hún ræður ekki yfír miklu meiru en hluta höfuðborgarinnar Sarajevo. Það er því afar mikilvægt fyrir múslima að núverandi víglínur á milli þjóðabrotanna festist ekki í sessi og þeir hafa ákafast barist fyrir því að erlend ríki grípi í taum- ana í Bosníu. í byijun mánaðarins lýstu Króat'- ar yfír stofnun sjálfstjómarlýðveld- isins Herzeg-Bosna eftir að sveitir nærri þriðjungi landsins, en eru þeirra unnu hemaðarsigra á Serb- um í grennd við borgina Mostar. Leiðtogi Serba í Bosníu, Radovan Karadzic, fagnaði stofnun þess og stakk upp á að í framtíðinni gæti Herzeg-Bosna gengið í laustengt bandalag við yfirlýst lýðveldi Serba í Bosníu. Ráðherrar í ríkisstjórn Bosníu sögðu stofnun Herzeg- Bosna ólöglega, þó að forseti lands- ins segði að Króatar myndu þrátt fyrir allt lúta stjórn hans. Forseti Króatíu, Franjo Tudj- man, hefur legið undir ásökunum um að reyna að notfæra sér upp- lausnina í Bosníu til að búa til „stór-Króatíu“ eins og leiðtogi Serbíu, Slobodan Milosevic, hefur ljóst og leynt reynt að sölsa undir sig landsvæði í Króatíu og Bosníu Reuter Flóttamenn frá Bosníu bíða á járnbrautarstöð eftir að komast í búðir í Slóveníu. til að mynda „stór-Serbíu“. Banda- ríska dagblaðið The New York Times sakaði Tudjman nýlega um að senda hersveitir til Bosníu í þeim tilgangi að sölsa undir sig land og sagði að ef Milosevic væri „slátrari Bosníu væri Tudjman hinn blóðstokkni lærisveinn hi.ns.“ Tudjman hefur neitað „tilhæfu- lausum ásökunum" um að Serbar og Króatar séu með samsæri gegn múslimum og í opinberri tilkynn- ingu Króatíu-stjómar segir að Herzeg-Bosna sé eingöngu tíma- bundin stjórnunareining, sem á engan hátt bijóti í bága við sjálf- stæði Bosníu. Það er líka ljóst að þó að múslimar kunni sums staðar að vera óánægðir undir stjórn Kró- ata er þar ólíku saman að jafna við hlutskipti þeirra á yfirráða- svæðum Serba. Serbar hafa ítrekað verið sakaðir um fjöldamorð og stríðsglæpi; þegar þeir taki þorp skjóti þeir á heimili múslima og drepi síðan þá sem ekki flýja burt af yfirráðasvæði þeirra. Forystumenn Herzeg-Bosna segja að framtíðarskipan Bosníu kunni að verða svipuð og í Sviss, með sjálfstæðum kantónum innan sama ríkisins. Vandamálið er hins vegar að múslimar eiga nú nærri ekkert landsvæði, sem gæti orðið þeirra „kantóna" og líklegt er að sjálfstjórnarsvæði Serba og Króata myndu hafa meiri tengsl við stjórn- irnar í Belgrad og Zagreb en ríkis- stjómin Bosníu í Sarajevo. Byggt á The Economist og Reuter. Viðskiptabann Rússa á Eistland: „Stefna harðlínumanna orð- in opinber stefna Rússa“ „RÚSSAR hafa hótað að undan- förnu að grípa til einhvers konar aðgerða gegn Eistlendingum, en það kom mjög á óvart hversu harkalegar aðgerðir rússneska þingsins eru,“ sagði Tarmu Tam- merk, ritstjóri blaðsins Baltic In- dependent í Tallinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Stefna harð- linumanna og kommúnista virtist nú vera orðin opinber stefna Rússlandsstjórnar og ástandið í Umsátri Isra- elshers um háskóla hætt Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn hættu umsátri um Al-Najah háskólann í gær eftir að samkomulag náðist um friðsamlega lausn á deilu hersins við nemendur. Herinn settist um skólalóðina á þriðju- dag til þess að ná til eftirlýstra Palestinumanna, sem talið var að hefðust við í skólanum. AI-Najah er stærsti háskóli araba á vesturbakka Jórdanar. Sveit ísra- elskra hermanna kom að skólanum í því skyni að leita að eftirlýstum Palestínumönnum. Um 3.000 nem- endur og kennarar neituðu hins vegar að verða við tilmælum hers- ins og lokuðu sig inni í skólabygg- ingunni. Talið var að herinn myndi ef til viil ráðist til inngöngu og óttast að slíkt gæti leitt til blóðbaðs. í gær var síðan samið um það, að herinn hætti umsátri um háskólalóðina gegn því að sex hinna eftirlýstu, sem voru í skólanum, færu í þriggja ára útlegð til Jórdaníu. Umsátur hersins hófst sama dag og Yitzhak Rabin tók við forsetaembætti í ísra- el og var þetta fyrsta prófraun hans sem forsætisráðherra. Eistlandi væri að mörgu leyti að líkjast því sem var fyrir valda- ránstilraunina í Moskvu í ágúst í fyrra, áður en Eystrasaltslöndin fengu sjálfstæði. Tammerk sagði ljóst að viðskipta- bann myndi hafa mikil áhrif, þar sem Rússland væri helsta viðskiptaland Eistlands, þó svo að viðskipti land- anna hefðu minnkað frá því í tíð Sovétríkjanna. Hann sagði að lögin um ríkisborgararétt, sem rússneska þingið var að mótmæla, gæfu öllum rétt til éistnesks ríkisfangs sem hefðu búið í landinu áður en það var innlimað í Sovétríkin árið 1940, svo og afkomendum þeirra. Rússar í Eistlandi gætu orðið ríkisborgarar samkvæmt svokallaðri „2+1 reglu“, þ.e. þeir geta sótt um ríkisborgara- rétt eftir tveggja ára dvöl í landinu og fá hann þá að ári liðnu. Tammerk sagði að ennþá hefðu rússneskumælandi íbúar, sem eru 40 prósent landsmanna, ekki krafist sjálfstjórnar eða aðskilnaðar. Þó hefðu stjórnvöld í bænum Narva í norðausturhluta Eistlands, þar sem Rússar eru í miklum meirihluta, boðað til atkvæðagreiðslu um fram- tíðarskipan bæjarins, en ekki hefði verið gefið upp hvenær íbúarnir eiga að ganga til atkvæða eða hvernig orðalag spurningarinnar á atkvæða- seðlinum yrði. Irak: Gæsluliði SÞmyrtur London. The Daily Telegraph. ROLF Ekeus, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, kom i gær til Bagdad til að reyna að finna lausn á deilu samtakanna við ír- aksstjórn. Saddam Hussein, leið- togi Iraks, hefur hins vegar ekk- ert gefið eftir í deilunni og gæsluliði SÞ frá Fyi-eyj_um hefur verið myrtur í norður-írak. Eftirlitsmenn frá SÞ hafa nú beðið í nærri tvær vikur fyrir utan landbúnaðarráðuneytið í Bagdad, þar sem þeir telja að geymd séu skjöl um eldflaugaáætlun íraka. Talsmenn íraksstjómar hafa hins vegar sagt að eftirlitsmennirnir fái alls ekki aðgang að ráðuneytinu og írakar hafa brotið vopnahlésskil- mála öryggisráðs SÞ á margvísleg- an hátt að undanfömu og ógnað starfsmönnum alþjóðastofnana. Saddam sagði í ræðu í gær að múslimar ættu að sameinast í heil- ögu stríði gegn Bandaríkjunum. í Washington hafa ráðamenn rætt um að grípa hugsanlega til loft- árása á Irak á ný, haldi þeir áfram að bijóta vopnahlésskilmála. Rcuter Fimmtán létust í Líma Öflug bílsprengja skók hverfí efnamanna í Líma í fyrrinótt og varð að minnsta kosti fimmtán manns að bana en særði um hundrað. Þetta er versta sprengjutilræði í höfuðborg Perú þau tólf ár sem skæruliðar úr röðum maóista, sem kenna sig við Skínandi stíg, hafa látið að sér kveða. Á myndinni sést er slösuðum manni er hjálpað eftir sprenginguna. Ríkisút- gjöld auk- ast í Rúss- landi RÚSSNESKA þingið raskaði efnahagsáætlunum stjórnarinn- ar í gær með því að fella fjár- lagatillögur Jegors Gajdar starf- andi forsætisráðherra og bæta 44 milljörðum við útgjöld ríkis- ins. Helstu andstæðingar Gajd- ors sögðu stjórnina hafa van- metið tekjur ríkisins verulega. Áætlaður tekjuhalli ríkissjóðs vex við þetta úr 360 í um 420 milljarða ÍSK. Jegor Gajdar sætir miklum þrýstingi frá Vest- urlöndum að minnka tekjuhall- ann og bæta jafnvægi í fjárhag Rússlands. Hann þarf að sýna fram á að úrbætur verði til að 144 milljarða alþjóðleg peninga- aðstoð taki að berast. Lithái sekur um stríðs- glæpi Skoskur dómstóll kvað í gær upp úrskurð um að Lithái sem kom til Skotlands í lok síðari heimsstyijaldar væri sekur um stríðsglæpi. Dómurinn var kveð- inn upp í meiðyrðamáli sem hinn 76 ára gamli Antanas Gecas höfðaði á hendur STV-sjón- varpsstöðinni. Gecas var kallað- ur stríðsglæpamaður í fímm ára gömlum heimildarþætti stöðvar- innar og sagður hafa tekið þátt í fjöldamorðum íbúa í Litháen og Hvíta Rússlandi þegar hann var liðsmaður pólsku lögregl- unnar. í dóminum segir að Gec- as hafi átt hlut að fjölda að- gerða, meðal annars drápi sak- lausra Sovétborgara, einkum gyðinga. • Átök í Alsír ÍSLAMSKIR bókstafstrúar- menn flykktust út á götur helstu borga í Alsír eftir bænir í gær til að mótmæla fangelsun for- ystumanna íslömsku frelsis- hreyfíngarinnar, FIS. Útvarp í Algeirsborg sagði að þar hefði einn látist og fjórir slasast í átökum við sérsveitir lögreglu. Skothríð heyrðist frá sex íslömskum vígstöðvum í Al- geirsborg og opinberar fréttir hermdu að komið hefði til átaka í fjórum öðrum borgum. Markið styrk- ist áfram í KJÖLFAR ákvörðunar þýska seðlabankans um hækkun for- vaxta á útlánum reis mark enn í verði í gær gagnvart banda- ríkjadal, franka og japönsku jeni. Verð á gulli, silfri og plat- ínu hækkaði eins og jafnan þeg- ar dollari fellur, en gullverð færðist aftur niður í verðbréfa- höll Lundúna. Ró virtist færast yfír stöðu dollara í gær, en verð- bréfasalar töldu að þetta gæti verið logn á undan stormi í næstu viku, verðið kynni að hrynja á mánudag. Nýtt spendýr finnst í Víet- nam í AFSKEKKTUM skógum Víet- nam lifir stórt spendýr sem ekki hefur áður þekkst. Vísindamenn hyggjast koma fyrir sjálfvirkum myndavélum og freista þess að festa dýrið á filmu á Vu Quang verndarsvæðinu, en þegar hafa fundist þijár hauskúpur og horn af nýdauðum dýrum. Vísinda- menn segja þetta merkilega uppgötvun því aðeins örfá áður óþekkt spendýr hafi komið fram í dagsljósið á síðustu hundrað árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.