Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 12
12____________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992_
Pabbi er að horfa á fréttirnar!
eftir Þorstein
Antonsson
Yfirvaldið
Hvers vegna eru stjómvaldsað-
gerðir á íslandi oft svo fráleitar sem
raun ber vitni sama hvar í flokk
valdsmennirnir hafa skipað sér? í
fyrsta lagi vegna þess að við íslend-
ingar kunnum ekki að fara málefna-
lega að forystumönnum yfirleitt sem
lýðræði krefur þó hvem mann um.
I öðm lagi vegna þess að á íslandi
eru æðstu ráðamenn enn í dag kon-
ungskjömir þegar þeir á annað borð
em komnir í valdastólana þótt búið
sé að strika út allar klásúlur um
slík embætti úr lagasafninu fyrir
löngu.
Það þykir ekki tiltökumál á ís-
landi þótt æviráðnum embættis-
mönnum sé ekki vikið úr starfí þrátt
fyrir stórfelld embættisafglöp. Sjálf-
sagt þykir að embættismenn fari í
mál ef þeim er sagt upp. Þótt hver
ríkisstjómin af annarri steli úr sjóð-
um þjóðarbókhlöðunnar fyrir al-
menningssjónum er það ekki virt
þeim herrum til vansa. Þótt stjóm-
völd áskilji sér rétt tii að nýta sér
löggilda sjóði sem samanstanda af
sjálfsaflafé lögráða manna, lífeyris-
sjóðina, er ekki látið reyna á rétt-
mæti þvílíks háttalags fyrir dómstól-
um. Né heldur þótt ráðherrar og
þingmenn hygli umbjóðendum sínum
með einokunaraðstöðu. Ekki fyrr en
áratugum eftir að hermang komst í
hendur slíkra hagsmunaaðila var
farið að öfundast opinberlega út af
arðinum. Við hverju býstu? Þetta eru
stjómvöld.
Kannast ekki einhver við mærð-
arfullar útlistanir verkalýðsforingja
á bágindum lægst launaðra án þess
að nokkur jöfnuður náist, loforð
frambjóðenda um bætt kjör sömu
hagsmunaaðila og yfírgengilega
ósvífnina þeirra manna í valdastólum
þegar þeir svipta lágstéttina aðrétt-
unni með hinni hendinni. Um langt
skeið fólust úrræðin í að hækka öll
laun um sama hundraðshlut sem
auðvitað jók launamisræmið en
minnkaði það ekki. Ágengni stjóma-
raðila við hagsmuni hinna verst settu
núorðið er ekki lengur aðeins við
efnahag þeirra beinlínis heldur við
líf þeirra og heilsu með stórfelldri
skerðingu á allri heilbrigðisþjónustu
sem hlýtur að koma verst við þá sem
minnst hafa milli handanna. Ellilíf-
eyrir er rýrður, eign þess aldraða
og viðurkenning í lok starfsævinnar.
Samningar eru hunsaðir ef yfírvald-
ið sér sér hag í því, svo sem um
kaup ríkisins á Landakotsspítala á
sínum tíma og samningur um launa-
kjör ríkisstarfsmanna. Það er undar-
legt þetta háttalag valdhafa allra
flokka og illskiljanlegt.
Syndaregistrið er langt og ekki
bundið einni ríkisstjórn fremur en
annarri, það nær aftur fyrir tíð lýð-
veldisins, aftur í aldir. Það skiptir
nefnilega í tvö horn með mannfólkið
í landinu og hefur alltaf gert. Á ís-
landi hefur lengst af hjarað sæmileg-
asta alþýðufólk við misbág kjör,
sjálfmenntað og starfsamt fálætis-
fólk. Og öllu lakari yfírstétt. Milli
þorrans og þorparans er samgöngu-
tregða sem lítið hefur verið gert til
að leysa fram á síðustu daga. Nær-
tækt dæmi er fréttaflutningur sjón-
varps í vetur, einræður ráðherra eru
taldar hafa fréttagildi án athuga-
semda. Einræður sem ekki ætti
fremur að flytja ótextaðar en erlent
sjónvarpsefni svo fjarri eru þær
málfari almennings. Fréttaskýringa-
þættir eru uppfullir af málflutningi
þessara sömu manna, að því sinni
hverjum frammi fyrir öðrum og
umluktir spumingakófí sem telst
halda ráðherrum og öðrum stofnana-
kólfum við efnið en gerir fram-
kvæmdastjórunum enn auðveldar
um vik að snjðganga hugmynda-
grundvöll gerða sinna. Það þykir við
hæfí. Þorri landsmanna hveiju sinni
heldur uppi tvískinnugu viðhorfí til
yfirvalda hvaða nöfnum sem nefnast
og hefur tekið þetta háttalag í arf.
Fréttahaukarnir framfylgja
mynstrinu ekkert síður þegar þeir
trúa því um sjálfa sig að þeir séu
að spyija beinskeytt. Troða þeim
sem fyrir svömm situr ofan í lægðir
hversdagslífsins hvenær sem hann
reynir að rétta úr sér. Yfirvaldið var
erlent lengst af og ekki ástæða til
að ætla annað en réttlæti þess væri
verra en ranglætið ef einhveiju
munaði. Landsmenn höfðu engin tök
á að ræða við yfírvaldið öðru vísi
en með bænaskrám eða ámóta, ein-
hveijum slíkum órökstuddum tilfínn-
ingasamsetningi. Og bíða svo vetrar-
langt í Kaupmannahöfn eftir að fá
að skjótast inn fyrir dyr í Kansellíinu
til að fylgja máli sínu eftir. Fínofnar
rökræður um réttlætismál áttu ekki
upp á pallborðið hjá þjóð okkar í tíð
einveldis né þingbundins konungs-
veldis enda verið til lítils gagns. Lítil-
lætið kom sér ekki verr meðan yfír-
stéttina í landinu skipuðu erlendir
nýlenduherrar eða innlendir karlar
sem stjórnuðu í krafti auðs síns og
ættardrambs. Nú er breytt viðhorf
til yfirvalda í landinu orðið nauðsyn.
Enn þann dag í dag álíta íslend-
ingar stjórnvaldsaðgerðir boð og
bönn, ekkert annað: Kröfur um
skynsamlegt vit eða réttlæti á þeim
vettvangi styðjast ekki við hefðir.
Frá sjónarmiði landans helgar til-
gangurinn meðalið þegar um valds-
menn er að ræða, ekki meðalið til-
ganginn sem er hið lýðræðislega við-
horf. Hvort sem hagsmunaárekstrar
eru meiri eða minni fer ekki fyrr eða
síðar sögum af deilum manna í milli
hérlendis um lög og rétt þar sem
deiluaðilar vænti réttlætis til handa
sjálfum sér og mótaðilanum. Þvert
á móti einkennir ágreiningsmál að
deiluaðilar ætlast til þess að klókindi
og ráðríki skeri úr um ágreininginn.
Hversu ipjög sem menn hafa birgt
sig upp af tilvitnunum og öðrum
heimildum hefur jafnan vakað fyrir
báðum að láta hinn kenna aflsmunar
hvernig svo sem átti að koma því
til leiðar.
Siðvenjan býður að menn fram-
fylgi málefnum sínum með ágangi.
Og sá sem mest hefur völdin hefur
einnig áunnið sér rétt til mestrar
yfírgangssemi. Þessi siðvenja kemur
verst niður á samskiptum ríkis-
stjórna og þegnanna. Það er hlut-
skipti stjórnmálaforystunnar að
framfylgja þjóðarviljanum um allar
siðvenjur. Af þessu leiðir að jafnvel
þokkalegasta alþýðufólk og borgar-
ar umturnast oft og tíðum í valdgír-
uga drottnunarseggi þegar þeir
komast í valdastólana. Sjálfstæðið
er ekki meira en það. Enda stóð aldr-
ei til að það væri það.
Almenningnr
Stjórnvöld geta verið af mörgu
tagi á ýmsum stöðum og tímum.
Þjóðarsaga okkar greinir frá nokkr-
um tegundum stjómskipunar sem
þjóðin hefur lotið, nú síðast lýðræði
sem í hálfa öld hefur talist okkar
eigið þótt við höfum engar hefðir í
þjóðlífínu til að byggja á slíka stjórn-
skipun. Lýðræðið er rökstudd niður-
staða hefðar í heimspekilegri hugsun
Englendinga og Frakka sem okkur
er framandi. En við erum ekki skyni
skroppnari en svo að við skiljum að
Þorsteinn Antonsson
„Siðvenjan býður að
menn framfylgi mál-
efnum sínum með
ágangi. Og sá sem mest
hefur völdin hefur
einnigáunnið sér rétt
til mestrar yfirgangs-
semi. Þessi siðvenja
kemur verst niður á
samskiptum ríkis-
stjórna og þegnanna.“
einhverskonar stjórnsemi verður
hver og einn að virða í fjölmenni, —
þakka skyldi eða hvað? Við tókum
upp lýðræði þegar við losnuðum
undan oki Dana og höfum stundum
orð á því að við séum elsta lýðræðis-
þjóð í heimi. Að við höfum ekki seilst
lengra en endurreisa forna siði okk-
ar sjálfra. Þá er höfð hliðsjón af
stjórnskipun landsmanna á þjóðveld-
isöld. Fullyrðing stenst ekki nánari
athugun, þjóðveldið forna var höfð-
ingjaveldi en ekki lýðræði í neinum
skilningi.
Fyrri tíðar landsstjórnir hérlendis
kann að hafa varðað lítið um rök
og réttlætiskröfur og helst verið við
hæfi að leita stuðnings þeirra með
öðrum hætti. Hitt er víst að án rök-
studds aðhalds verða aðgerðir Iýð-
ræðislegra valdhafa að embættis-
mannaveldi í anda fortíðarinnar,
rökstutt aðhald getur almenningur
ekki veitt án efnislega réttra upplýs-
inga og siðferðislegrar leiðsagnar.
Hvorugs er að vænta af stjórnmála-
mönnum meðan hlutverk þeirra eru
ekki betur skilgreind en þau eru.
Lýðræði samkvæmt bókinni er nið-
urstaða menntastefnu og þar með
menningarlegrar umræðu um rétt-
læti. Við hæfí er að skóla almenning
í aðferðinni, og jafnframt í dirfsku
og einstaklingshyggju til að halda
óskertri dómgreind undir pólitískum
þrýstingi. Lýðræðinu er ællað að
halda við svigrúmi fyrir rökbundna
gagniýni. Tilgangur þess er að sem
flestir njóti sín sem best. Gagnrýn-
andi á stjórnvaldsaðgerðir verður að
uppfylla skilyrði til að gagnrýni hans
nýtist sem virkt samfélagsafl, hún
verður að vera afdráttarlaus og ein-
staklingsbundin, ekki gagnrýni í
nafni hóps eða stofnunar eins og svo
algengt er. Skilyrðið til að lýðræði
fái þrifíst er að almenningur með
réttlætisskyn veiti lýðkjörnum
stjórnvöldum aðhald af þessu tagi.
Þroskað réttlætisskyn almennings
og lýðræði eru tvær hliðar á sömu
mynt.
Slíkt samræmi látum við íslend-
ingar okkur engu varða, af söguleg-
um ástæðum. Ekki það að þjóðin
hafí orðið fyrir meiriháttar áfalli,
misst trú á mannkynið fyrir hræði-
lega yfírgangsemi herraþjóðar eða
viðlíka mótlæti, auðvitað er tilhugs-
unin ein um slíkt fráleit, heldur ein-
faldlega vegna þess að íslendingar
eins og allir aðrir menn fæðast bæði
óréttlátir og samviskulausir en lær-
ist hvort tveggja um síðir, ef að
þeim er haldið, að gera upp ágrein-
ingsmál sín réttlátlega og lifa af
' samviskusemi. Síðasttalið lærist
helst til auðveldlega, samviskusem-
in, en að lifa réttlátlega lærist ekki
fyrr en kemur fram á árin. Réttlæt-
iskennd og víðsýni verða að fylgjast
að. Slíkar hugmyndir þrífast helst í
þéttbýli, við allgóðar samgöngur og
þar sem skólamenntun er komin á
þróað stig, en ekkert af þessu getur
Islendingum talist hafa staðið til
boða fyrr en kom fram á 20. öld.
Af tilgreindum ástæðum tengja
íslendingar stjórnvaldaaðgerðir ekki
réttlætishugmyndum en sárnar slík-
ar aðgerðir stundum og reiðast þá
sjálfum sér fyrir veiklyndið, ijúka
upp og slá um sig með órökstuddum
fullyrðingum. Hitta á auman blett
og vekja samskonar viðbrögð. Þetta
köllum við pólitík. í tíð lýðræðisins
í landinu er algengt að íslenskir
STÖÐVUM SVIKARANA!
Styðjum neytendafélögin
eftir Sólveigu
Adamsdóttur
Þar sem mér er svokallað „Ingi-
bjargarmál" skylt og ég er svo lengi
búin að vera undrandi og fokreið
yfír úrræðaleysi þeirra sem lenda í
viðskiptum við svikamenn get ég
ekki orða bundist lengur, ekki bara
um hennar mál heldur ástandið yfir-
leitt.
Haft er samband við ólöglærðan
mann hjá Neytendafélagi Akur-
eyrar, Vilhjálm Inga. Hann fer af
stað með málið af stórkostlegum
krafti og áhuga. Þetta gerir hann
án nokkurrar vonar um peninga,
sem virðist vera forsenda margra
vel og líka illa unninna verka. Hann
hefur skapað umræðu í allflestum
blöðum, sjónvarpi og ekki síst með-
al okkar borgaranna í þessu landi,
sem stendur enn og sér ekki fyrir
endann á.
Eitt er víst að fram að þessu
hefðum við öll, þ.e. ólöglærð, full-
yrt að svona langað gæti ekki gerst,
íslensk lög sæu til þess. Við vitum
nú að svo er ekki og er það þjóðfé-
laginu ekki til sóma. Fjárglæfra-
menn vaða uppi, allir vita það og
lögin veija þá.
Dýrir og duglitlir
lögfræðingar
Þeir lögfróðu menn sem spurðir
„Værum við kannski
betur sett með færri
lögfræðinga en fleiri og
stærri neytendafélög? I
dag bendir margt til
þess.“
voru álits í „Ingibjargarmáli“ sáu
aðeins eina leið færa, borgaðu. Eft-
ir það má jafnvel reyna að sækja
rukkarana til saka, með lögfræðiað-
stoð að sjálfsögðu. Þeir viður-
kenndu samt að á pappírunum
a.m.k. væri líklega um eignalausa
einstaklinga að ræða. Aðrir ættu
kröfurnar í raun og þeir nytu sinna
illa fengnu peninga. Allir heilvita
menn sjá að það að leita sér lög-
fræðiaðstoðar er alger afarkostur.
Viðbótarkostnaður til lögfræðings
hefði getað skipt tugþúsundum. I
töpuðu máli lendir kostnaður á
stefnanda, nóg var komið af ósóm-
anum.
Verður þú rukkaður næst?
Hefur þú hugsað út í það, les-
andi góður, að þarna snerist glæfra-
innheimtan um upphæð sem hægt
var að greiða. Hún hefði alveg eins
getað verið .hundruð þúsunda sem
ekki hefði verið mögulegt að út-
vega. Viðkomandi hefði þá lent í
uppboði með eigur sínar og afkomu
vegna greiddrar skuldar, að vísu
löglega. Það hefði alveg eins getað
verið þú. Lögfræðingamir vinda
hendur sínar í fullkomnu ráðaleysi.
Það er eitthvað mikið að, a.m.k. í
lögbókunum þeirra, svo mikið er
víst. Allir þeir lengdarmetrar sem
til em af íslenskum lögbókum duga
ekki til að vernda almenna neytend-
ur sem lenda í neti glæframanna.
Hverjir eru verstir?
Hvort þeir eru vestir hjá Inn-
heimtum og ráðgjöf hf. er ósannað
enn. Þeir voru bara svo ótrúlega
óheppnir með viðskiptavin. Eldri
kona sem á bíl og ætti samkvæmt
venju að vera gullnáma að sækja
í. Hún leitar til neytendafélags, og
það verður til þess að það hriktir
ekki aðeins í innheimtufyrirtækinu
þeirra, heldur allri löglegri inn-
heimtustarfsemi í landinu. Þvílíkt
ólán, það mætti segja mér að þeir
hafí reitt hár sitt þessir menn fyrir
að hafa ekki staðið við loforðin um
niðurfellinguna á málinu. Og það
sem þögðu þó svo margir og greiddu
sem yngri voru.
Löglegt en siðlaust
Allt sem gert og innheimt hefur
verið í „Ingibjargarmáli" er senni-
lega löglegt. Það er líka ekki við
því að búast að þeir sem hafa at-
vinnu af því að féfletta fólk kynni
sér ekki lögin og þekki ekki þær
keldur sem má fella ólöglærðan al-
menning í. Innheimtan gæti rýrnað
óþarflega annars. Tökum tvö ljót
dæmi:
Einn maður mætti í sautján
fjámám sama daginn. Hlutur Ingi-
bjargar í ferðakostnaði var 14.828
kr. Ef allir hafa verið rukkaðir um
sömu upphæð er hún samtals
252.076 kr. (Mikið var talað í dag
um ferðakostnað ráðherranna okk-
ar sem þykir hár, en miðað við
þetta er hann smáaurar.)
Fulltrúi fógeta á Akureyri benti
á að reyna mætti að kæra svona
reikningsgerð til LMFÍ. Upphæðin
væri óviðeigandi há.
Það er löglegt að rukka fyrir
vörslusviptingu, vörslusviptingar-
beiðni og afturköllun samtals
11.252 kr., þótt aldrei hafí átt sér
stað vörslusvipting. Sami fulltrúi á
Akureyri upplýsti að sú upphæð
væri frekar í lægri kantinum. Gjald-
skrá LMFÍ leyfði hærri upphæðir
og þar af leiðandi þessi upphæð
ekki kæruverð.
Sumir fógetar þekkja til
mannúðar
Hér fínnst mér ástæða til að
benda á að til Sauðárkróks bárust
14 mál. Þar sá fulltrúi ástæðu til
að skipa lögfræðing fyrir hópinn.
Tekið var til vama í málunum og
þeim öllum frestað. Búist er við að
þar verði Innheimtur og ráðgjöf hf.
dæmt til skaðabóta. í Keflavík,
Reykjavík, ísafírði, Akranesi,
Rangárvalla- og Dalasýslu var ein-
hveijum málum frestað vegna bréfs
frá Þjóðlífi, með beiðni þar um. Hjá
bæjarfógetanum á Akureyri kom
aldrei til greina að fresta uppboði
á bíl Ingibjargar 29. febrúar 1992.
Hann fékk samt sem áður umrætt
bréf í hendur í septemberlok 1991.
Skyldi hann hafa ávinning af stuðn-
ingi við innheimtuaðila?
Vandræðabörn LMFÍ
Okkur landsmönnum berast nú
slæm tíðindi frá formanni LMFÍ.
Þar segir að óheiðarlegir lögfræð-
ingar séu að þurrka upp ábyrgðar-
sjóði félagsins vegna krafna frá
fólki sem þeir hafa féflett í formi
slysabóta og annarrar peninga- eða
eignaumsýslunar. Mitt í öllum fjár-
drættinum fara þeir á hausinn og
ekkert er af þeim að hafa. Á hvaða
nöfn skyldu þeir skrá þessar millj-
ónir, eða á hvaða hátt skyldu þeir
njóta þess að eyða þessari oft á tíð-
um aleigu saklauss fólks? Formað-
urinn segir líka að það sé mjög flók-
ið og seinlegt að stöðva þessa menn.
Allt ber þetta að sama brunni. Lög-
in virðast veija svikamenn vel, en
þolendur þeirra mjög illa. Annað
sem sami maður talar um er hvað
erfitt er að fá reynda lögmenn í
fógetaembætti landsins vegna lé-
legra launakjara. Hvern undrar
þegar í ljós hefur komið að það
þarf ekki nema t.d. þrjár tímarita-
innheimtur á mánuði til að sjá sér
fyrir launum fulltrúa fógetanna?
Hvað dvelur þingmenn og
ráðherra?
Ég held að það sé kominn tími
til að Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra og reyndar þingmenn allir