Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 Svartfugl á frönsku Lofsamlegir dómar um skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar SVARTFUGL, skáldsaga Gunn- ars Gunnarssonar, kom nýlega út hjá Arléa-útgáfufyrirtækinu í Frakklandi. Er hún þar í flokki bóka sem kallaður er L’Etranger, en meðal annarra höfunda sem eiga bækur i flokknum má nefna Mark Twa- in, Evelyn Waugh og Norman Mailer. Svartfugl, sem nefnist L’Oiseau Noir í frönsku útgáf- unni, kom fyrst út í franski þýðingu J. Dorende árið 1947, en Gérald Lemarguis og María Gunnarsdóttir endurskoðuðu þýðinguna fyrir þessa nýju út- gáfu. Að sögn útgefandans, Jacquel- ine Delia, njóta norrænar bók- menntir þó nokkurra vinsælda í Frakklandi. Það erfiðasta við að gefa erlendar bókmenntir út er að fínna eitthvað sem er mjög ólíkt frönskum bókmenntum, en getur engu að síður vakið áhuga franskra lesanda. Svartfugl virð- ist uppfylla þessar kröfur, segir Delia. Gagnrýnendur hafa farið lofsamlegum orðum um söguna, eins og sjá má í skrifum eins þeirra, Michel Grisolia, í L’Ex- press 5. júní síðastliðinn: Ógnir íslands Norður við Dumbshaf gerist sá atburður að karl og kona, sem djöfullinn hefur tekið sér bólfestu í (Les Diaboliques), ráða mökum sínum bana. Stórskáld, sem hlotið hefur minni viðurkenningu en skyldi, notar heimildir um sannan atburð frá 19. öld sem efnivið í margslungna skáldsögu. Djöfullinn er vísast nálægur þegar á hann er minnst. í skáld- sögunni er kapeláninn — aðstoð- arpresturinn — jafnframt sögu- maður. Hann óttast að sjálfur djö- fullinn hafi náð tökum á tveim manneskjum, bónda og nábýlis- konu hans, en tvenn hjón sitja sömu jörð við sjávarsíðuna. Þrátt fyrir bág kjör kafa þessi tvenn hjón dregið fram lífið með heiðar- legu móti, við hrynjandi sjávargn- ýs og snjóstorma. Á ögurstundu dynur þó ógæfan yfir, ástríður sem hafa blossað upp ná yfirhönd- inni, og hinar ólánssömu mann- eskjur drepa maka sína. Morðin tvö vöktu óhug lands- homa á milli þegar þau voru fram- in í upphafi 19. aldar. Úr þessu efni hefur Gunnar Gunnarsson, höfundur um 40 verka sem okkur þyrstir í að kynn- ast, samið stórbrotna skáldsögu. „Svartfugl" ber ógæfu með sér, ótta, kvíða og loks skelfingn, þegar hann steypir sér yfir litla sveitabyggð, þar sem bændurnir búa í sárustu fátækt, eins og forf- eður þeirra hafa gert mann fram af manni, og virðist arfgeng eins og holdsveiki. Gunnar Gunnarsson Þetta skáldverk á sér nokkra hliðstæðu í magnaðri skáldsögu, „Pescheur(s) d’Islande“. (Hún er eftir Pierre Loti og í þýðingu Páls Sveinssonar nefnist hún Á ís- landsmiðum.) Þar er tæpitungu- laust sagt frá skelfilegum óhugn- aði undir augliti guðs (þessi óhugnaður voru drukknaðir sjó- menn, franskir, sem birtust franskri skútu; fyrirboði feigðar). Formælingar illra anda verða að áhrínsorðum. Þó að bók Gunnars sé spenn- andi sakamálasaga, er það ekki glæpurinn eða refsingin — sak- borningur er dæmdur til að þola pyntingar og tekinn af lífi — sem er innsti kjami verksins, heldur leitast höfundur við að draga fram í dagsljósið það sem liggur að baki glæpnum, hina sameiginlegu ábyrgð samfélagsins á báðum morðunum. Hvemig stóð á því að það var látið afskiptalaust, áður en nokkur hórdómur var kominn til sögunnar, að deilur, sem upp- haflega voru aðeins nágranna- krytur, fengu að magnast og verða að slíku hatursbáli að af hlutust voðaverk? Endurskin af kvikmyndum Dreyers stafar á firði og blóð- rauða fjörusanda þessa eyðilega umhverfis. Og í gegnum þögn sorgarleiks- ins, þar sem blindar ástríður taka völdin, hljóma í sífellu framandi nöfn og fornöfn — Guðrún, Bjami, Eyjólfur — eins og bænaþula á hrikalegri dauðastund. Hildigunnur Hjálmarsdóttir þýddi 1 V Garðabær - Sunnuflöt Þetta glæsil. einbhús á einum eftirsóttasta stað í Garðabæ er til sölu. Húsið er samtals 245 fm og skipt- ist þannig: Á efri hæð eru saml. stofur með arni, 4 svefnherb., eldhús, þvhús og baðherb. Á neðri hæð er 2ja herb. íb. með sérinng. Tvöf. bílsk. og fl. Miklir nýtingarmögul. Frábært útsýni. Fallegur gróinn garður. Ákv. sala. Getur afh. strax. Vönduð og góð eign. Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. 01 Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSOM FRAMKVÆMDASTJORI L\ I VV*tlO/U KRISTINNSIGURJÓNSSOW,HRL.loggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Stór og góð - langtímalán - laus strax 2ja herb. nýl. íb. við Næturás 68,8 fm nettó. Parket. Sérþvottah. Sól- svalir. Útsýni. 40 ára húsnæðislán kr. 2,4 millj. Laus strax. Öll nýendurbyggð í gamla góða vesturbænum 3ja herb. neðri hæð, 99,3 fm nettó. Þríbýl- ishús. Geymslu- og föndurherb. í kj. Eignarlóð. Langtímalán kr. 5,0 millj. Eign í sérflokki. Skammt frá Landspítalanum Öll nýlega endurbyggð 4ra herb. neðri hæð i þríbýlishúsi, tæpir 100 fm. Ræktuð lóð. Ágæt sameign. Langtímalán kr. 2,1 millj. Úrvalsíbúð í nýja miðbænum 4ra herb. endaíb. 104 fm. 3 góð svefnh. Sérþvottah. Tvennar svalir. Góður bílskúr með geymslurisi. Langtimalán kr. 5,9 millj. Kleppsvegur 132-134 Sólrík 2ja herb. íb. á 6. hæð í lyftuhúsi. 51,1 fm nettó. Vel umgengin. Sólsvalir. Mikíð útsýni. Húsnæðislán um kr. 2,0 millj. Gott verð. Skammt frá Háskólanum 2ja og 3ja herb. íbúðir við Hringbraut og Ásvallagötu. Henta m.a. námsfólki. Glæsilegt endaraðhús - gott verð Að mestu endurnýjað steinhús um 160 fm. Innréttingar og taeki af bestu gerð. Kjallari er undir öllu húsinu. Sérbyggður bílsk. Bióma- og trjágarður. Húsið er í syðstu röð á útsýnisstað í Fellahverti. Ýmiskon- ar eignaskipti möguleg. • • • Opið í dag kl. 10-13 Óvenju margir fjársterkir kaupendur. ___________________________ Margskonar eignaskipti. LAUGAVEGI18 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA FASTEI6NASALAN ________________________faMM aiáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 649. þáttur Kristján Jónsson í Reykjavík skrifar mér um þá málvenju, sem honum virðist ráðandi hérlendis, þá að nefna sjálfan sig fyrstan í frásögn. Hann segir orðrétt: „Dæmi: „Ég og konan mín fór- um út að borða í gær.“ „Ég, Guðmundur og Sigurður flugum norður...” I þeim erlendu málum, sem ég þekki, er þessu öfugt farið, en í þeim er t.d. almennt sagt: „Konan mín og ég.. .“ o.s.frv. í þýzku er til máisháttur, sem gjarnan er beitt í uppeldi barna: „Der Esel nennt sich immer zu- erst“ eða „Asninn nefnir sjálfan sig alltaf fyrst“. Kannt þú skýringu á þessari sérstæðu málvenju í íslenzku? Er hér e.t.v. komið enn eitt dæmið um minnimáttarkennd landans? Með beztu þökkum fyrir fróð- lega og skemmtilega pistla þína, sem ég les alltaf með athygli. Með beztu kveðju.“ Umsjónarmaður þakkar þetta vinsamlega og greinargóða bréf. En spurningunni getur hann ekki svarað beint. Kannski eru íslendingar svona sjálfhverfir (egósentrískir)? Gaman væri að fá fleiri raddir um þetta efni. ★ Hann Guðbrandur hér við sand heppinn vandar formanns stand, ósigrandi um lýsu land leggur band á Jörmungand. (Frá 19. öld; áttþættingur). ★ Tíningur 1) Osköp þykir mér orðið barnabarnabarn ósnoturt. Veit ég vel að dánartilkynningar eru viðkvæm og vandmeðfarin einkamál, en samt langar mig til að varpa fram spurningum: Má ekki hugsa sér að losna við Iangar upptalningar sem enda gjama á orðinu sem er feitletrað hérna að framan? Má ekki hafa í staðinn t.d.: afkomendur (og venslamenn eða tengdafólk)? 2) Úr fréttum útvarps: „Á morgun verður undirritaður samning" o.s.frv. Barnið kom heim úr skólanum og sagði: Það var barið mig. 3) Góð frétt: í sjónvarpinu sagði þula: „Myndin byggist á...“ Svei mér þá, skýrt og skilmerkilega byggist á, en ekki „byggir á“ upp á dönsku. Og þetta var um helgi! 4) Önnur góð frétt: í sjón- varpinu sagði frá bát með bil- aða vél. En Adam var ekki lengi í Paradís. Rétt hjá var „vélar- vana“ vélbátur. Vita menn virki- lega ekki að hjálparvana er hjálparlaus og vélarvana er vél- arlaus, eins og reyndar árabátar geta verið. 5) Maður kann að koma við sögu, þegar hann lætur til sín taka. Til er og ópersónulega orðasambandið (þegar hér var) komið sögu = þegar atburða- rásin var orðin þessi. Hitt er auðvitað ambaga, þegar ítrekað er sagt í íþróttafréttum sjón- varpsins: „Þegar hér var komið við sögu“. 6) „ . .. frá vél sem spúir frá sér reyk“, sagði ungur maður í fréttum sjónvarps á sunnudags- kvöldi. Ljót held ég Jóhanni Sig- uijónssyni hefði þótt nútíðin „spúir“, og í gamalli hómilíubók stendur: „Sá er líkur hundi þeim, er spýr, og etur síðan spýju sína eigna.“ 7) Til viðbótar snautlegum sögnum eins og funda, skiða og skauta, er nú komin sögnin að „barlóma“. Ekki sakar að geta þess að nafnorðið barlóm- ur er dregið af orðasambandinu að beija lóminn. Einna helst hafa menn talið að líkingin í þessu „sé dregin af fuglinum lóm, sem kveini og beiji vængj- um í jörðina, þegar egg hans séu tekin frá honum“. Sjá nánar um þetta í bók dr. Halldórs Halldórs- sonar um íslensk orðtök. 8) Burðarliðurinn færist í aukana. Seladrápssena var orð- inn helsti „burðarliður" í til- teknum málflutningi, skv. frétt- um frá Noregi. Mig grunar að maðurinn hafi ætlað að segja burðarás. 9) Sögnin að skaka beygist eins og taka: skaka-skók- skókum-skekinn (6. hljóð- skiptaröð). En heyra mátti á einni útvarpsstöð: „Jarðskjálft- arnir sem „skuku Los Angel- es...“ Þegar frá dauðum Dassa rís, drottinn kemur í massavís. (Óvíst um höfund). ★ „Hefur hann [Eggert Ólafs- son] þá strax komið öðrum fyrr auga á þá staðreynd, að mann- dómur og skapfesta er fljótlega horfið þeirri þjóð, sem glatar virðingu heilbrigðs manns fyrir tungu sinni.“ (Tómas Guðmundsson: Með vorskipum, bls. 246.) ★ Nöfn fólks verða til á ýmsan hátt. Selma, en svo hétu 194 í þjóðskrá íslendinga 1989, er að vissu leyti orðið til fyrir misskiln- ing. í hinum frægu Ossians- kvæðum Skotans James Macp- hersons er Shelma ekki kven- heiti, heldur ömefni eða kastala- nafn. En bæði hjá þýskum og sænskum skáldum breyttist þetta í kvenmannsnafn og varð ekki síst vinsælt í Svíþjóð. Ekki spillti þar fyrir skáldið Selma Lagerlöf. I Sovétríkjunum voru Marx, Engels, Lenín og Stalín í háveg- um hafðir. Þar varð til karl- mannsnafnið Mels með því að taka fyrstu stafina úr nöfnum áðurnefndra manna. Þýska skáldið Eric Maria Kramer var ekki ánægður með nafn sitt og þjóðerni, þegar þjóð- ernisjafnaðarstefnan var sem hæst metin í ættlandi hans. Hann fór úr landi og umsneri ættarnafni sínu úr Kramer í Remarque, skrifað að frönskum hætti. Þetta minnir ofurlítið á þá snjöllu lausn hér á landi, að hafa Ríkey til að skíra eftir Eiríki og Eyþór eftir Þóreyju, • eða þegar Jón (Ión) varð Nói í nafnagátum og dulnefnavísum. ★ Auk þess legg ég til að óyrð- inu „sjónmengun" verði eytt, en lýti eða óprýði kann að bera fyrir sjónir okkar. ★ Úr fréttabréfi frá Vilfríði vestan: Að lafa á lánuðum fjöðrum og liggja sem mest uppá öðrum var bjargföst lífspeki og björgunarfleki hans Betúels gamla á Jöðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.