Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JULI 1992
fólk í
fréttum
ísleikhús Samanna, þar sem leikið var í 30 stiga gaddi. Haukur Gunnarsson leikshússtjóri uppi á palli
til hægTÍ.
LEIKHÚS
Með Sama-
leikhúsið í Síberíu
Haukur Gunnarsson leikstjóri
var nýkominn úr leikför með
Samaleikflokk sinn frá Jakusk í
Síberíu, þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann, en hann hefur
undanfarið hálft annað ár verið
ráðinn fyrsti leikstjóri Samaleik-
hússins í Kauloheino. Er þar verið
að byggja upp fyrsta atvinnuleikhús
Sama, sem hefur það markmið að
varðveita og auka notkun sama-
málsins og efla samíska menningu,
jafnframt því að kynna samíska
leiklist erlendis og Sömum alþjóða-
leiklist. Haukur er ráðinn til þriggja
ára á launum frá norska ríkinu.
Kvaðst hann ákaflega ánægður
þama og viðfangsefnið spennandi.
Samaleikhúsið sé nýtt og áhuginn
sé gífurlegur, enda flestir leikaram-
ir úr fyrri áhugaleikhópum.
Kauloheino er skammt frá Alta
í Finnmörku, norður undir 70.
breiddargráðu. Þetta er stærsta
sveitarfélag Noregs, 9.687 ferkm
að flatarmáli, og 85% hinna 30-40
þúsund íbúa talar samísku. Menn-
ingarsvæði Sama er þó miklu
stærra. 50-70 þúsund Samar dreif-
ast um flæmi, sem teygir sig yfír
norsku, sænsku, finnsku og rússn-
esku landamærin. Til þessa svæðis
alls nær þetta eina leikhús Sama,
Beaiwás. Leikhús er aiveg nýtt til-
legg í samíska menningu, þar sem
fyrir er söng- og frásagnarlist með
rætur langt aftur. Leiksýningar eru
í Menningarhúsi frá 1987. Haukur
Gunnarsson, sem hefur búið í Nor-
egi um árabil og sett m.a. upp leik-
sýningar i Pinnlandi, Danmörku og
Noregi, var ráðinn þar fyrsti leik-
hússtjórinn.
Haukur Gunnarsson leikhús-
stjóri í Kaulokeino
í samræmi við markmiðið að
vera samtímis sendiherrar samískar
menningar úti í heimi og að flytja
Sömum leikverk með rætur í öðrum
jarðvegi, má í leikskrá sl. árs sjá
að þar eru jöfr.um höndum færð
upp sígild ltíikrit eins og eftir
Tsjekov og leikrit sem Haukur og
samstarfsmenn hans hafa sett sam-
an úr samískum kveðskap og
sagnalist eða blandað. Til dæmis
fékk Narukaumi hlýjar móttökur
heima og víðar, m.a. fyrir gestaleik
hjá Dramaten í Stokkhólmi, þar sem
áheyrendur stóðu upp og hrópuðu.
Það samdi Haukur upp úr japönsk-
um leik frá byijun 17. aldar, en
hann er sem kunnugt er menntaður
í Japan. Hann kvaðst hafa lagt
drög að því að koma með þetta leik-
rit til íslands eftir áramótin. Það
yrði sýnt í Þjóðleikhúsinu og samísk
dagskrá í Norræna húsinu. Það
yrði þá tengt leikför til Færeyja,
þar sem Norræna húsið hefur mik-
inn áhuga á að fá leikflokkinn til
sín.
Leiksýningar sl. árs urðu 94.
Leikið er á samamáli, en Haukur
sagði það ekki virðast valda erfið-
leikum, t.d. í nýafstaðinni leikför í
Síberíu. Bæði sé sagan sögð í leik-
skrá og auk þess leikstíll þannig,
notaðar hreyfíngar og músik að
hætti Sama. Til dæmis vakti gesta-
leikur í Baskalandi fögnuð, þar sem
2.000 áhorfendur ,joikuðu“ fullum
hálsi með leikurunum á sviðinu.
Mesta athygli vakti kannski sýn-
ingin Sezuan í mars á sl ári, en það
er ævintýri í ís og snjó, sem leikið
var úti í 30 stiga gaddi. í þessum
kyrru froshörkum er hægt að setja
upp ísleikhús. í hléinu var áhorfend-
um boðið upp á heitt hreindýra-
kjötsseyði til að hlýja sér.
Haukur Gunnarsson hefur víða
hlotið mikið lof fyrir Samaleikhúsið.
Kínveijar fengu hann til að koma
í vor til ráðgjafar, þar sem þeir
hafa hug á að setja upp svona ísleik-
hús í Norðaustur-Kína. Og samísk-
ur málfræðingur, sem hér var á
ferð, sagði að Haukur væri að gera
stórkostlega hluti. Hann hefur náð
góðu sambandi við fólkið og farinn
að tala samísku, enda mikill mála-
maður.
E.Pa.
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Hluti langrar bílalestar Toyotabifreiða við félagsheimilið í Ólafsvík.
FERÐALOG
Yfir sjö
kílómetra löng
lest af Toyotabílum
Borgarnesi.
Nýverið efndi Toyotaumboðið
hérlendis til fjölskylduferðar
eiganda Toyotabifreiða. Þátttakan
varð mun meiri en gert hafði verið
ráð fyrir. Alls mættu 325 bílar í
ferðina og lestin mældist yfir sjö
kílómetrar á lengd. Talið var að um
tólfhundruð manns hafí vejið í þess-
ari fjölskylduferð.
Eigendur Toyotabifreiðanna söfn-
uðust saman í Borgarnesi og var
lagt af stað frá Seleyrinni, sem er
sunnan Borgarfjarðarbrúar. Fremst
fór útvarpsbíll með útvarp Toyota,
en því stjómuðu útvarpsmennirnir
Þorgeir Ástvaldsson og Helgi Pét-
ursson, þeim til aðstoðar voru þeir
Ari Trausti Guðmundsson og Einar
Guðjohnsen sem sáu um jarðfræði-
og söguskýringar. Aftasti bíllinn var
viðgerðarbíll ef eitthvað færi nú úr-
skeiðis. Frá Borgarnesi var haldið
vestur á Snæfellsnes, yfir Fróðár-
heiði og stoppað í Ólafsvík. Segja
má að íbúafjöldinn þar hafi tvöfald-
ast við komu bílalestarinnar. Eftir
kaffiveitingar í félagsheimilinu í Ól-
afsvík var haldið fyrir jökul og síðan
áð á Amarstapa. Þar vom grillaðar
pylsur ofan í mannskapinn og þeim
renndi fólk niður við söng og undir-
leik Bjartmars Guðlaugssonar
hljómlistarmanns.
Að sögn forsvarsmanna Toyota-
umboðsins tókst þessi fjölskylduferð
í alla staði mjög vel. Reyndar hafí
það valdið töfum að mun fleiri mættu
til leiks en gert hafði verið ráðlfyrir
en allt hafi þó gengið vel og ánægju-
lega fyrir sig.
Bílalestin langa vakti alls staðar
mikla athygli þar sem hún fór um,
jafnt hjá mönnum og málleysingjum.
Erlendir reiðhjólamenn störðu úr sér
augun og hross og kindur tóku á
rás meðfram girðingum í forundran.
Mikil tillitssemi einkenndi ökumenn
í þessari bílalest og aðrir ökumenn
sýndu mikla þolinmæði þegar lestin
fór framhjá. Að sögn forsvarsmanna
Toyotaumboðsins er þetta í fjórða
skiptið sem efnt er til fjölskylduferð-
ar eigenda Toyotabifreiða og er
þetta langfjölmennasta ferðin sem
farin hefur verið.
Fyllsta öryggis var gætt í öllum
málum, meðal annars sveimaði þyrla
yfir til ljósmyndatöku og eftirlits
með bílalestinni. En fleira var í há-
loftunum. Á Mýrunum sást haförn
sem hringaði tígulega dágóða stund
yfír bílalestinni þar sem hún liðaðist
áleiðis vestur á Snæfellsnes.
TKÞ.
Áð var á Arnarstapa og slegið upp heljarinnar grillveislu.
KYNNING
Ferðavak-
inn kynntur
FYRIR SKÖMMU voru sett upp
tæki víða um land sem nefnast
Ferðavakinn eftir samnefndu fyr-
irtæki.
í þeim er hægt að kalla fram
ýmsar upplýsingar fyrir ferðamenn
á nokkrum tungumálum s.s. um
veður, ástand vega, gististaði, helstu
flugferðir, rútuferðir o.fl. Ferðavak-
inn býður einnig upp á það að þær
upplýsingar sem gefnar eru séu
prentaðar út og líka er hægt að sjá
lifandi myndir af helstu náttúruperl-
um landsins. — S.G.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Guðrún Gunnarsdóttir forstjóri
var að kynna möguleika tækisins
í Skaftafelli nýlega.