Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 SPECTBw. MCORDtfJG 16 500 SIMI nni DOLBYSTEREO im í A og B sal HNEFALEIKAKAPPINN Tommy Riley er nýfluttur í hverfið og er neyddur til þess að keppa í hnefaleik- um í undirheimum Chicago-borgar. Hér fara saman gamlir refir og ungir og upprennandi leikarar í frábærri og hörkuspennandi hnefaleikamynd. Aðalhlutverk: Brian Dennehy, Robert Loggia, Ossie Davis, Cuba Gooding jr. (Boyz'n the Hood) og James Marshall (Tvídrangar). Leikstjóri er Rowdy Herrington (Road House). Óhætt er að mæla með tónlistinni í myndinni en flytjendur eru m.a. Seal, 3RD Bass, Warrant, Hammer, P.M. Dawn, Clivilles & Cole og L.L. Cool J. Sýnd kl. 5,9 og 11. - Bönnuð innan 16 ára. OÐURTIL HAFSINS Sýndkl. 11.15. B.i.16 Synd kl. 4.45 Sýnd kl. 9. Bönnuð i. 14 ára. Sýnd kl. 7.05. ENGLISH SUBTITLE BORNNATTURUHAR- Synd kl. 71 A-sal. STÚDEHT ALEIKHÖSIB sýnir liEDIÐ EFTIR GODOT eftirSamuel Beckett Sýning í kvöld lau 18/7, 7. sýn. fös. 24/7. Sýningar hefjast kl. 20.30. Sýnt er á Galdraloftinu, Hafn- arstraeti 9. Ekki er unnt aö hleypa gestum inní salinn eft- ir að sýningin er byrjuð. Miða- sala í s. 24650 og á staönum eftirkl. 19.30. Laxveiði í Stóralóni Borgarnesi. NÚ ER VÍÐAR hægt að veiðaiax á stöng en í borgf- irsku veiðiánum. Sleppt hef- ur verið töluvert af laxi í Stóralón sem er veiðisvæði í Straumfirði á Mýrum, um 30 km. leið frá Borgarnesi Fyrir þessu stendur veiði- bóndinn Steinar Ingimundar- son. Hann hefur útbúið sjáv- arlón þar sem hann hefur und- anfarin ár sleppt silungi og laxi. Veiðitíminn hófst í júlí- mánuði og sagði Steinar að hann vildi ekki byrja veiðina fyrr vegna tillitssemi við fjöl- skrúðugt fuglalífið í Staum- firði. Morgunblaðið/Theodór Myndin var tekin við Stór- álón í Staumfirði á Mýrum þegar veiðibóndinn Stein- ar Ingimundar var að Ferðakönnunin Góðir íslendingar ’92: jþ Þekking á ferðavenjum Islendinga FERÐAMÁLAKÖNNUNIN Góðir íslendingar ’92 verður fram haldið í dag, laugardag, og á mánudag. Könnunin er unnin fyrir Ferðamálaráð íslands af Rögnvaldi Guð- mundssyni markarðsfræðingi ferðamála. Auk þess styðja Flugleiðir, Byggðastofnun og Félag íslenskra ferðaskrif- stofa verkefnið. Könnunin var fyrst framkvæmd 21. og 24. júní sl. og tókst vel. Um 600 svör fengust þrátt fyrir léleg veðurskilyrði. Könnuninni verður einnig dreift föstudaginn 7. og þriðjudaginn 11. ágúst og að lokum sunnudaginn 6. og fimmtudaginn 10. september. Könnunin fer þannig fram Markmið könnunarinnar er að henni er dreift á 14 stöð- að afla aukinnar þekkingar um umhverfís landið tvo á ferðavenjum Islendinga á daga í mánuði frá júní og íslandi, ástæðum fyrir ferða- fram í september í 8 daga lögum, hve miklu landinn alls. Markmiðið er að fá eyðir í ferðalögum sínum inn- minnst 3.000 svarendur. anlands o.s.frv. Jafnframt eru svarendur hvattir til að koma með ábendingar til ferðamálayfirvalda um það sem þeir telja að betur mætti fara í íslenskri ferðaþjónustu. Niðurstaða úr könnuninni er að vænta í lok þessa árs eða í byijun árs 1993. Dreifíngarstaðir verða eft- irfarandi: Borgarnes, Stykk- ishólmur, Búðardalur, Flóka- lundur, ísafjörður, Staðar- skáii, Varmahlíð, Akureyri, Reykjahlíð, Egilsstaðir, Jök- ulsárlón, Skaftafell, Hvol- svöllur, Selfoss og Þingvellir. l'AVmj R, <I..,WATCH, &lhcvcryj IRómantísk {gamanmynd .utan, STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS GRÍNMYNDSUMARSIIMS rDC|niNIVI IIDinnr ucdöi n\n/Avi\icQ GRElÐINN, URIÐ OQ VEROLDWAYNES STÓRFISKURINN 1 ~r- HASKOLABIO SIMI22140 Holi .li-rtOoMWum Kic\, .~l Mn lwl Mmw venjulegrar i| reynslu. I k 1 .tl k Greiðasemi borgar sig ekki alltaf, og sennilega huað síst í þeim málum er tengjast hinu Ijúfa lífi. Louis kynnist Sybil, Sybil kynnist ástinni, ástsjúkur píanisti tryllist. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. - Bönnuð i. 12 ára ★ ★ ★ ★TVÍMÆLALAUST GAMAIMMYIUD SUMARSINS F.l. Bíólínan. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. LUKKU LAKI Margrét Magnúsdóttur við uppsetningu verka sinna. Verk eftir Margréti Magnúsdóttur í Ófeig MARGRÉT Magnús- dóttir hefur opnað myndlistarsýningu í nýjum sýningarsal við Skólavörðustíg 5 er nefnist Gullsmíða- og listmunahúsið Ófeig- ur. Er það rekið af þeim hjónum Ófeigi Björnssyni gullsmið og myndhöggvara og Hildi Bolladóttur fatahönnuði. Margrét fæddist í Reykjavík 1962, lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, útskrifaðist frá myndhöggvaradeild Myndlista- og handíða- skólans 1987 og stund- aði eftir það nám í Hochschule Der Kunste í Berlín 1988-1992 í myndhöggvaradeild. Þetta er fyrsta einka- sýning Margrétar en hún hefur tvisvar sýnt á tvímenningssýning- um, í Hafnargalleríi 1987 og í Berlín í Produzenten Galerie Broschwitz 1991, auk útskriftarsýningar í Hochschule Der Kunste í Berlín 1992. Sýningin stendur yfir til 1. ágúst og verður opin daglega frá kl. 10-18 og um helgar kl. 12-18. Jöklahlaup á Höfn í ágúst Almenningshlaup verð- ur á Höfn í Hornafirði laugardaginn 8. ágúst og hefst kl. 14 við Sindravelli. Hlaupið nefnist Jökla- hlaup og geta þátttak- endur valið um tvær vegalengdir, 3 km og 10 km. Skipt verður í tvo flokka, 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Verð- launapeningar verða veittir fyrir 1.-3. sæti, en auk. þess verða fyrstu verðlaun í öllum flokkum ferð fyrir tvo á Skálafell- sjökul og Jökulsárlón með Jöklaferðum hf. ásamt málsverði, en Jöklaferðir sjá um undirbúning og framkvæmd hlaupsins. Skráning í hlaupið er í Orkuveri á Höfn frá kl. 13-20 alla virka daga. Þátttökugjald er kr. 300 í yngri flokki og 500 kr. Yfirlýsíng Betri-Kaupa Morgunblaðinu hefur borist yfirlýsing þar, sem segir, að vegna blaðaskrifa og frétta um húsgagnaverslunina Betri-Kaup vilji forráðamenn fyrirtækisins taka fram eftirfarandi: „Fyrirtækið fékk verzlunarleyfí hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík hinn 20.2 1989 þar sem getið er um, að tilgangur fyrirtæk- isins sé verzlun með ný og notuð húsgögn. í fréttum blaða var hins vegar sagt, að fyrirtækið hefði engin tilskilin leyfi til reksturs. Betri-Kaup hófu rekstur sinn með því að selja ný húsgögn en reksturinn þróaðist upp í, að notuð húsgögn voru einnig tekin til sölu og jafnvel upp í ný til að liðka fyrir viðskiptum. Sl. ár jókst sala á notuðum húsgögnum og auk þess að taka notuð húsgögn í umboðssölu keyptum við þau einn- ig. Við gerðum þau mistök að halda ekki umboðsvöru frá öðrum vörum, sem við seldum, þar sem ekki verð- ur hjá því komist í húsgagnavið- skiptum að Iána stóran hluta söl- unnar og því miður gekk oft illa að fá þau lánsviðskipti greidd og er stór hluti vanda okkar sprottinn af þeim viðskiptum. Otímabær blaðaskrif og yfirlýs- ingar frá Neytendasamtökunum hafa skemmt fyrir okkur, þar sem réttu máli var hallað. Fyrirtækið Betri-Kaup var ekki sett á stofn til að hafa peninga af fólki eins og gefið var í skyn í fréttum og hörmum við þann málflutning. Því miður er fyrirtækið Betri- Kaup ekki eina fyrirtækið, sem lent hefir í greiðsluerfíðleikum sl. ár og orðið að hætta rekstri, en við höfum fullan hug á að vinna okkur út úr þeim vanda, sem við erum í og það eitt er víst, að þeir, sem eiga inni greiðslur fyrir um- boðsvörur, fá allt sitt á næstu vik- um, en stór orð og rangar fullyrð- ingar flýta ekki fyrir lausn mála.“ F.h. Betri-Kaupa Guðmundur Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.