Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 21 Ungir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum: Akvörðun um heild- arafla byggi ekki á tillögum fískifræðinga KJÖRDÆMISSAMTÖK ungra sjálfstæðismanna á Vestfjörðum sam- þykktu um helgina ályktun, þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að taka ekki einvörðungu tillit til tillagna Hafrannsóknastofnunar þeg- ar hann tekur ákvörðun um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Sagt er að óveijandi sé, að stofnunin verði á landsbyggðinni eða ekki. Fundur Kjördæmissamtakanna var haldinn á ísafírði á sunnudaginn. Þar fluttu ávörp Einar K. Guðfínns- son alþingismaður og Einar Oddur Kristjánsson framkyæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri. í lok fundarins var samþykkt ályktun, þar sem skor- að var á Þorstein Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, að „taka fullt tillit til þjóðarhagsmuna, þegar ákvörðun um heildarafla verður tekin." Þá segir í ályktuninni: „Kjör- dæmissamtökin vilja benda á fyrri reynslu okkar íslendinga af útgerð togara á djúpslóð og minna í því sambandi á það tímabil, þegar rekstrargrundvöllur nýsköpunartog- aranna hrundi á árunum 1959 til 1960 og þeir sem eftir yrðu þurftu að leita til Nýfundnalands og Græn- einráð um það hvort byggð haldist lands í leit að verkefnum. Frá þeim tímatil 1970 sá bátafloti landsmanna um alla öflun físks.“ Einnig segir í ályktuninni, að sam- tökin telji að dómur sögunnar hafi farið ómjúkum höndum um ráðlegg- ingar og tillögur Hafrannsóknastofn- unar og sé þá skemmst að minnast tillagna hennar um stöðvun loðnu- veiða í fyrra. Þá segir: „Það er óveij- andi að stofnun, sem hefur slíkan feril sé einráð um það hvort byggð helst á landsbyggðinni eða ekki. Þeg- ar slík ákvörðun er tekin, er það hreint ábyrgðarleysi að byggja ein- vörðungu á ófullkomnu líkani Haf- rannsóknastofnunar af lífríki sjávar hér við land, sem eingöngu byggir á aflabrögðum í botnvörpu, en tekur ekkert tillit til veiða á grunnslóð." 1886-1991 1989 1990 1991 útkailsbeiðna 1991 1986 1987 1988 Leitap- og bjöpgunar- 1991 Arsskýrsla þyrluvaktar lækna 1991: Þyrlusveit Landhelgisgæslunn- ar kölluð út 109 sinnum á árinu ÞYRLUVAKT lækna gaf fyrir skömmu út samantekt á starfsemi sinni árið 1991. Það var sjötta starfsár vaktarinnar en síðan 1986 hefur þyrlusveit Landhelgisgæslunnar verið kölluð út í samtals 508 skipti. A síðasta ári var álagið mest en þá var 109 sinnum leitað aðstoðar sveitarinnar. í skýrslunni eru tíundaðar ýmsar tölulegar upplýsingar um ferðir sveitarinnar. Þar er einnig yfirlit yfir búnað hennar en brýnt er samkvæmt skýrslunni að bæta hann. Fjöldi útkallsbeiðna hefur aukist jafnt og þétt þessi sex ár ef undan er talið árið 1987. Fyrst voru út- köllin aðeins 36 en á síðasta ári urðu þau 109. í 33 skipti var hætt við beiðnir um aðstoð en ástæður þess eru margvíslegar. í flestum tilvikum voru það breyttar aðstæð- ur eftir að lagt var af stað sem ollu því að hætt var við. Átta sinn- um var það hins vegar mat læknis á vakt að læknisaðstoð væri ekki nauðsynleg. Þau flug sem farin voru skiptast í tvo flokka. Annars vegar voru flogin 56 sjúkraflug en leitar- og björgunarflug voru aftur á móti tuttugu. Fram kemur einnig í ársritinu að ríflegur meirihluti útkalla eða 70% er utan dagvinnutíma. Því er það ályktun skýrslunnar að þjón- usta Þyrlusveitarinnar er nauðsyn- leg allan sólarhringinn. Álagið er og áberandi mest um helgar. At- hygli vekur einnig að í júlí er sveit- in oftast kölluð út eða 18 sinnum. Slys á landi eru oftar orsök út- kalls en slys á sjó. Flugóhöpp eru Pianó og flauta á Húsavík: Cordula Hacke og Cornelia Thorspecken. Húsavík: Tónleikar á sunnudag TÓNLEIKAR verða í Safna- húsinu á Húsavík á sunnudags- kvöld. Leikið verður á flautu og píanó. Það eru þýsku listakonurnar Cornelia Thorspecken, sem er flautuleikari við óperuna í Wies- baden, og Cordula Hacke, píanó- leikari, sem koma fram á þessum tónleikum á Húsavík og leika fjölbreytta efnisskrá þar sem meðal annars eru verk eftir Schu- bert og Prokofjev. Tónleikarnir hefjast í Safnahúsinu klukkan 20.30. Þær stöllur munu síðan leika á tónleikum í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í Reykjavík á þriðjudag. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar að störfum. orsök aðeins þriggja útkalla á þessu ári í stað tólf árið áður. Það eru læknar og skipstjórar sem í flestum tilvikum óska aðstoðar. í öðrum tilvikum eru það lögreglu- menn, björgunarsveitarmenn og flugumferðarstjórar sem kalla til aðstoð. Meðalaldur fluttra einstaklinga er einungis 30.5 ár en var 36 ár á síðasta ári. Kynjamunur er mik- ill og eru karlar 76% fluttra. Fjöldi útlendinga sem sinnt var er nokkuð meiri en undanfarin ár en hlutfall þeirra er 19% af heildinni. í skýrslunni er reynt að meta gagnsemi þyrlu og læknis í þeim ferðum sem farnar voru. Með til- liti til allra útkallsbeiðna var þyrlan talin nauðsynleg eða þýðingarmikil í 70% tilvika, óþörf í 21% þeirra og ónothæf í 9% tilvika. í ársritinu er svo komist að þeirri niðurstöðu að Þyrlusveit Landhelgisgæslunn- ar hafi svo óyggjandi sé bjargað 10 mannslífum á árinu 1991. Með- alviðbragðtími er loks talinn hafa verið 32 mínútur þegar sérstaks flýtis hafi verið óskað. í lok skýrslunnar er tekið saman stutt yfirlit yfír búnað sveitarinnn- ar. Þar kemur fram að búnaðurinn er almennt þokkalega góður. Þó er þess sérstaklega getið að brýnt sé nú orðið að eignast hjartarafsjá með stuðtæki og ytri gangráði. Önnur ný tæki mætti einnig kaupa að mati skýrsluhöfunda og búa þannig þyrlur gæslunnar fullkomn- ustu tækjum. Höfundamir hvetja að lokum til þess að keypt verði ný og stærri þyrla þar sem það muni augsýnilega auðvelda starf Þyrlusveitarinnar til muna. Stjörnubíó sýnir mynd- ina Hnefaleikakappinn STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni Hnefaleikakappinn. Með aðalhlutverk fara James Marshall og Robert Loggia. Leikstjóri er Rowdy Herrington. Myndin segir frá Tommy Riley skuggahverfum Chicago-borgar sem lendir í klóm skúrka sem skipu- þar sem aðeins ein regla er í gildi, leggja ólöglega hnefaleikakeppni í en hún er að sigra. Eitt atriði úr myndinni Hnefaleikakappinn. Doktorsrit- gerð um notk- un námsefnis í grunnskóla INGVAR Sigurgeirsson varði fyr- ir nokkru doktorsritgerðsína „The Role, Use and Impact of Curriculum Materials in Interme- diate Level Icelandic Classrooms" við menntadeild Sussex-háskólans í Englandi. Andmælendur voru dr. James Calderhead prófessor við Háskólann í Bath og dr. Vivi- enne Griffiths frá Sussex-háskóla. Leiðbeinandi var dr. Micael R. Eraut prófessor við Sussex- háskóla. í ritgerðinni er gerð grein fyrir rannsókn á notkun námsefnis í grunn- skólum og á við- horfum kennara og nemenda til þess. Fjölmörgum að- ferðum ar beitt við gagnaöflun, m.a. vettvangsathugun Sigurgeirsson í 20 bekkjardeildum í 12 skólum þar sem fylgst var með kennslu í hálfan mánuð samfellt í hverri deild. Alls var fylgst með kennslu hjá 120 kenn- urum. Tekin voru fomleg viðtöl við úrtak kennara og nemenda og einn- ig var ítarlegur spurningarlisti send- ur úrtaki 100 kennara í 80 öðrum skólum þar sem aflað var upplýsinga um notkun námsefnis og skoðanir á því. Rannsóknin leiðir í ljós að það er afar mismunandi eftir kennurum að hvaða marki þeir styðjast við útgef- ið námsefni í kennslu en flestir treysta þó mjög á það. Mest reynd- ist notkun útgefins námsefnis í enskukennslu en minnst í tónmennt og landafræði (rannsóknin tók ekki » til íþrótta, mynd- og handmennta). Auk námsbóka reyndist algengt að kennarar notuðu ýmis heimatilbúin námsgögn en þetta var einnig afar mismunandi eftir kennurum, skólum og námsgreinum. Önnur kennslu- gögn (t.d. kvikmyndir, líkön, glærur) reyndust lítið notuð og hið sama gilti um kennsluleiðbeiningar. Ingvar Sigurgeirsson er dósent í kennslufræði við Kennaraháskóla íslands. Foreldrar hans eru Bergljót Ingvarsdóttir og Sigurgeir Friðjóns- son. Ingvar er kvæntur Lilju M. Jónsdóttur æfingakennara. Ein Ijósmynda Valgeirs Sigurðs- sonar. ■ UNGUR áhugaljósmynd&ri Valgeir Sigurðsson opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu á laugar- dag, 18. júlí. Sýningin verður í Café Sautján í versluninni Sautján á Laugavegi. Á sýningunni verða 17 myndir sem allar eru teknar á þessu ári og flestar á eyjunni SIMI sem er grísk eyja skammt undan ströndum Tyrklands. Sýningin stendur í þijár vikur og er opin á verslunartíma. ■ Á PÚLSINUM í kvöld, laugar- daginn 18. júlí, spilar hljómsveitin Sirkus Babalú, sem er 12 manna hljómsveit. Hljómsveitin kemur fram sem ein heild en ýmsir ein- staklingar innan sveitarinnar munu koma fram sem einstaklingar og í formi smærri sveita. Þar má nefna m.a. eldgleypi, töframann og trúbador sem flytur sitt eigið efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.