Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 36
ttrgmitribrittfr MICROSOFT. einarj. WlNDOWS. SKÚLASONHF MORG VNBLADID, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK SÍMI 691100, SlMBRÉF !F 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 18. JULI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Fiskveiðisamningur íslands og EB: Ráðherra greinir á um kröfur á hendur Evrópubandalaginu RÁÐGERT er að halda samningafund í Brussel nú á mánudag um gagnkvæma fiskveiðisamninga við Evrópubandalagið. Ekki verða frekari fundir að sinni, þar sem samninganefndarmenn EB eru að fara í sumarleyfi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ágreiningur um það hversu langt beri að ganga í kröfum á hendur EB, á milli þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Heimildir Morgunblaðsins herma að ólíklegt sé að niðurstaða fáist í málinu á fundinum i Brussel á mánudag, sem hefði það í för með sér að samningar lægju niðri til haustsins og þvi væri ekki hægt að bera slíkan samning undir Alþingi sem kemur saman þann 17. ágúst næstkomandi. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að síðustu samninga- fundimir hefðu gengið bæði vel og illa. Um mörg atriðanna væri nú endanlegt samkomulag, eða útlit fyrir að hægt yrði að ná góðu sam- komulagi. „Það hefur hins vegar strandað á einu þýðingarmiklu atr- iði sem er gagnkvæmni í fram- kvæmd. Við höfum lagt á það áherslu að fyrsta viðmiðun verði loðnuvertíð og það fari eftir veiði- árangri hennar hvort EB fái fullan kvóta af karfa,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að Evrópubandalagið hefði hins vegar sagt að þeir vildu Kaupstaður í Mjódd: Sígarettum fyrir millj- ón kr. stolið STÓRÞJÓFNAÐUR var framinn í versluninni Kaupstað í Mjódd í fyrrinótt og þaðan stolið sígar- ettum að verðmæti ein milljón króna. Farið var inn á vörulager verslunarinnar og sígaretturnar teknar þaðan. Málið er í rann- sókn hjá RLR. Samkvæmt upplýsingum frá RLR uppgvötvaðist þjófnaðurinn er starfsfólk verslunarinnar mætti til vinnu um klukkan 8 í gærmorgun. Voru þá horfin af lagemum 450 karton af sígarettum eða 9 stórir pappakassar með 50 kartonum hver. Talið er að innbrotsþjófamir hafi notað sendiferðabifreið til að koma góssinu undan. Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að hafa samband hafi það orðið vart mannaferða við verslun- ina í fyrrinótt, eða því boðið mikið magn af sígarettum til sölu. einungis bera saiúan útgefnar veiði- heimildir. Eftir því sem næst verður komist er hinn gagnkvæmi fiskveiðisamn- ingur nánast frágenginn, að undan- skildum skilyrðunum fyrir gagn- kvæmninni { veiðiheimildunum. Samninganefnd EB hefur haldið því sjónarmiði til streitu að hér sé um samning að ræða, sem fjalli um veiðiheimildir, en ekki afla upp úr sjó. Því segja þeir að áhættan um hvort aflinn næst eða næst ekki, hljóti að vera áhætta þess sem afl- ann á að fá. Þeir hafa því hafnað þeirri kröfu, sem íslendingar munu hafa borið fram, að undirlagi Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra, að trygging verði í samningn- um um að tiltekið aflamark náist upp úr sjó. Ríkisstjómin mun ræða þetta mál á fundi sínum í dag og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins í gær var talið líklegt að þeir þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra reyndu að nota helgina til þess að ræðast við og komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrir fund- inn á mánudag. Morgunblaðið/Þorkell Heimsókn í Ráðhúsið Opinberri heimsókn Richard von Weizsácker forseta Þýskalands er lokið. í gær hélt Markús Öm Antonsson borgarstjóri mótttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir Þýskalandsforseta og var það fýrsta opin- bera mótttakan í Ráðhúsinu fyrir þjóðhöfðingja. Á myndinni sjást borgarstjóri og Þýskalandsforseti ganga úr Ráðhúsinu. Sjá nánar bls. 14-15. Tvö þyrlu- útköll á sama tíma vegna slysa TVÖ þyrluútköll urðu á svo til sama tíma í gærkvöldi. í bæði skiptin var um slasaða Þjóð- verja að ræða i tveimur lands- hlutum. Var annar Þjóðverjinn sóttur af þyrlu Landhelgisgæsl- unnar að Skaftafelii en hinn sótti þyrla frá varnarliðinu að Búrfelli. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni komu hjálparbeiðnirnar til stjómstöðvar Landhelgisgæslunnar með fímm mínútna millibili um kvöldmatar- leytið. Ákveðið var að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar strax í Skaftafell því í fyrstu var talið að þýski ferðamaðurinn þar væri al- varlega slasaður. Þjóðveijinn mun hafa verið að klifra í Svarthömrum norður af Skaftafelli er hann hrapaði niður í gljúfur. Allar aðstæður voru mjög erfiðar fyrir þyrluflugmennina en þeim tókst að lokum að ná honum upp og fljúga með hann á Borgar- spítalann. Meiðsli hans reyndust síðan ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið. Þjóðveijinn sem sóttur var af þyrlu varnarliðsins að Búrfelli mun hafa slasað sig í Landmannalaug- um er hann hrasaði þar af vél- hjóli sem hann var á. Lögreglan á Hvolsvelli sendi sjúkrabifreið í Landmannalaugar og með henni var hann fluttur að Búrfelli þar sem honum var komið um borð í þyrluna sem einnig flaug með hann á Borgarspítalann. Hann mun vera alvarlega slasaður eftir vélhjólaslys þetta. Breskur sérfræðingur mælir með 40% niðurskurði á þorskkvóta á næsta ári: Tillögur uin veiðikvóta verða byggðar á vísindaþekkingu - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra JOHN Pope, breski sérfræðingur- heimilaðar veiðar á 150 þúsund inn sem unnið hefur tölfræðilega tonnum. Skýrsla Pope barst Þor- úttekt fyrir Þorstein Pálsson sjáv- arútvegsráðherra, mælir með því að þorskveiðikvóti næsta árs verði skorinn niður um 40% og einungis Mokveiði á Kögurgrunni: Skip fá 301 í hali MOKVEIÐI var hjá togurum vest- ast á Kögurgrunni nú seinnipart vikunnar og algengt að menn væru að fá þetta 30 tonn í hali af stórum þorski en nokkuð horuð- um. Ásgeir Guðbjartsson skip- stjóri á hinu kunna aflaskipi Guð- björgu ÍS segir í samtali við Morg- unblaðið að eftir mjög góða veiði á fimmtudag hafi nokkuð dregið úr þessu og menn að fá 2-8 tonn i hali á föstudeginum. Guðbjörg IS kom á miðin á þriðju- dag og er Morgunblaðið ræddi við Asgeir á föstudag voru þeir komnir með 70 tonn, að mestu veidd á fimmtudeginum. „Það var mjög góð veiði hér í gærdag en þetta er orðið rólegra núna,“ segir Ásgeir. „ En þótt þorskurinn sem við höfum feng- ið sé stór er hann grindhoraður og greinilegt að hann skortir æti.“ Þessi mikli afli sem kom á fimmtu- dag fékkst vestast á Kögurgrunninu en Ásgeir segir að fiskurinn hafi greinilega leitað þangað undan haf- ísnum sem var í aðeins 3-4 mílna fjarlægð frá veiðisvæðinu. steini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra í gær og sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið að til- lögur þær um veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári, sem hann myndi leggja fram i ríkisstjórn yrðu byggðar á vísindalegri þekk- ingu. „Það liggur skýrt fyrir hvernig staðið verður að ákvarðanatöku { þessum efnum. I fyrra lagði ég mín- ar tillögur fyrir ríkisstjórnina og hún fjallaði um þær. Hún komst að sam- eiginlegri niðurstöðu og ákvað að styðja mínar tillögur og að því búnu gaf ég út reglugerðina,“ sagði sjávar- útvegsráðherra. „Þetta er í fullu samræmi við ákvæði laganna um verksvið og ábyrgð sjávarútvegsráð- herra og þann pólitíska veruleika að allar meiriháttar ákvarðanir ræða menn í ríkisstjóm." Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er ágreiningur um það á milli Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra og Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra hvort fara beri að ítrustu tillögum Hafrannsóknastofn- unar eða ekki. Þorsteinn var spurður hvernig hann hygðist leggja málið fyrir í ríkisstjórn: „Eg mun gera það með þeim hætti að ríkisstjómin taki afstöðu til þess hvaða leið á að fara - hvaða markmið við eigum að setja okkur. Við gerum okkur fulla grein fyrir þvi' að fiskifræðin er ekki ná- kvæmnivísindi og vísindamenn gera mistök, en þeir láta okkur í té bestu þekkingu sem völ er á. Ákvörðunin sem verður tekin verður byggð á vísindalegri þekkingu og engu öðru. Ef við ætluðum okkur að gera eitt- hvað annað værum við að stíga ára- tugi aftur í tímann og ég vil ekki standa að ákvörðun á þeim grund- velli,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Þorsteinn sagði jafnframt að það væri stjórnmálamanna en ekki fiski- fræðinga að ákveða hvaða markmið sett væru. Hvort stefnt skyldi að því að byggja þorskstofninn upp, eða hvort jafnstaða væri ásættanleg. „Við stöndum nú frammi fyrir því að meta hvað er okkur pólitískt fært að gera, hvaða efnahagslegu mark- mið viijum við setja til lengri tíma og komast að niðurstöðu með um- fjöllun um þessi efnahagslegu og pólitísku markmið," sagði Þorsteinn. Hann sagði að leiðirnar byggðu vita- skuld á þeirri vísindalegu þekkingu og þeim vísindalegu niðurstöðum sem stjórnvöld hefðu nú í höndum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun forsætisráðherra telja að leyfa beri a.m.k. 230 þúsund tonna þorskveiðikvóta. Hann hefur sagt að ríkisstjórnin í heild ætti að taka ákvörðun um heildarafla, en ekki sjávarútvegsráðherra einn. „Að lögum er þetta ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra. Þetta er hinsvegar stórpólitísk ákvörðun, sem varðar afkomu allra landsmanna og afkomu þjóðarbús," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. „Þess vegna er eðlilegt að tillögur sjávarútvegsráðherra séu lagðar fyr- ir í ríkisstjórn, eins og hann hefur boðað að gert verði, og ríkisstjómin í heild taki síðan afstöðu til þessara tillagna." Sjá niðurstöður Johns Popes á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.