Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 Heysala til Svíþjóðar: Líklegt að takist að semja um verð Morgunblaðið/Eiríkur Sungið í sumarblíðunni Þau voru á leið í Lystigarðinn til að skoða blómin og borða nestið sitt, bömin á barnaheimilinu Hlíðar- bóli. Þau komu í halarófu með fóstrunum sínum og settust í grasið á meðan beðið var eftir strætó. Þar sungu þau hástöfum „Vertu til er vorið kallar á þig...“ þegar ljósmyndarinn tók þessa mynd. HEYSALAN til Svíþjóðar er enn í athugun hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Ekki hefur verið samið um verð en borist hefur tilboð frá Svíum sem er á þeim nótum að telja má að samningar náist. Nóg er til af heyi í Eyjafirði. ur vegna þess hve hey væri fyrir- ferðarmikið. Um verð á heyi sagði Guðmund- ur að framleiðsluverðið væri talið 15-16 krónur á kílóið. Hins vegar væri spurning hvort menn vildu sætta sig við eitthvað minna ef þeir gætu selt eitthvað umtalsvert, nóg væri til af heyi, bæði frá fyrra ári og þetta ár gæfi ekki síður mjög mikið og gott hey, þannig að trú- lega mætti segja að framleiðslu- kostnaður væri í reynd eitthvað minni en í meðalári. Guðmundur sagði að Búnaðarfé- lagi íslands hefðu borist fleiri fyrir- spurnir um heykaup hér á landi og þeim erindum væri þeint tii búnað- arsambandanna. Þannig væru Ey- firðingar nú í beinu sambandi við Kalmar í Svíþjóð. Ekki sagðist Guðmundur telja að íslenska heyið væri sambærilegt því heyi sem notað væri jafnan á þeim slóðum sem heyskortur er mestur af þurrkasökum í Skandinavíu..Þar væri jafnan notað mun grófara hey, frekar sem fyllifóður ásamt alls kyns öðru fóðri. íslenska heyið væri því mun næringarefnaríkara en hey í sunnanverðum Noregi og Svíþjóð. Það væri ekki fyrr en norð- ar drægi í löndunum sem hey tæki að líkjast því sem hér er. Ekki kvaðst Guðmundur vita hvenær búast mætti við að gengið yrði frá samingum um heysöluna, þetta væri ekki mál sem unnið væri í neinu hasti, ekki væri gert ráð fyrir að heyið yrði afhent fyrr en í september eða október. ■ FÉLAGIÐ Augnablik gengst fyrir sumarskemmtun í Samkorau- húsinu á Akureyri sunnudaginn 19. júlí. Þar verður boðið upp á gítarleik, söng, leiklist og pönnu- kökur í hléi. Einar Kristján Ein- arsson leikur á gítar tónverkið Hvaðan kemur lognið? eftir Karól- ínu Eiríksdóttur, Gyrðir Elíasson les úr bók sinni Heykvísl og Gúmmí- skór og fluttur verður Einleikur fyrir Hörpu í himnaríki eftir Sjón, Harpa Arnadóttir leikur, og Asta Arnardóttir leikur á harmoniku. Sumarskemmtunin hefst kl. 21.00. ■ SEGLBRETTASAMBAND ís- lands stendur fyrir seglbrettamóti á Pollinum á Akureyri um helg- ina. Um er að ræða Egilsmótið á seglbrettum og búist við að þátttak- endur verði 15- 20 talsins, flestir af höfuðborgarsvæðinu. Seglbretta- mótið stendur á laugardag og sunnudag og hefst klukkan 11.00 báða dagana. N ■ ROKKTÓNLEIKAR verða haldnir í Dynheimum á Akureyri í kvöld klukkan 21. Fram koma á tónleikunum hljómsveitir frá Akur- eyri, Húsavík og Reykjavík. Þær eru: Kvensaxið, Hún andar, In memoriam og S.S.K. Tónlistin sem leikin verður er undantekningar- laust kraftmikið rokk. ■ Á SUNNUDAG verður athöfn við Kjarnalund, byggingu Nátt- úrulækningaféiagsins í Kjarnaskógi við Akureyri, þar sem minnst verð- ur mikilsverðs starfs Árna Bjarn- arsonar, sem lést fyrir skömmu, að náttúrulækningarmálum og ekki síður samskiptum íslendinga og Vestur-íslendinga. Þar verða gróð- ursett tré til minningar um Árna. GA Ekki hefur enn verið gengið frá samningum um heysölu til Svíþjóð- ar. Að sögn Guðmundar Steinþórs- sonar, ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, hafa farið fram nokkrar viðræður milli Búnaðar- sambandsins og sænskra aðila í Kalmar. Dálítið hefði verið rætt um verð en ekki væri komin niðurstaða í þeim efnum, ennþá stæðu yfir þreifingar. Þó sagði hann að segja mætti að tilboð sem borist hefði frá Svíum væri ekki lakara en svo að mönnum þætti ástæða til að athuga nánar hvort samningar næðust. Að auki þyrfti að semja um flutning á heyinu ef til sölu kæmi, en hann væri vandasamur og kostnaðarsam- Skjaldborg kaupir Bóka- forlag Odds Bjömssonar UPPLÝST var í gær að ákveðið hefði verið að Landsbanki ís- lands seldi bókaútgáfunni Skjaldborg i Reykjavík Bókafor- lag Odds Björnssonar, sem starf- að hefur á Akureyri í 105 ár. Bókaforlagið flyst nú til Reykja- víkur, en Skjaldborg hefur að undanförnu fest kaup á fjórum öðrum bókaútgáfum. Skjaldborg var áður starfandi á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Fyrirtækið hyggst áfram freista þess að gefa út bækur norðlenskra höf- unda, að sögn Björns Eiríksson- ' ar, forsfjóra, og Heima er best verður áfram gefið út. Samkvæmt upplýsingum Eiríks Jóhannssonar, fulltrúa Landsbanka íslands, síðdegis í gær, var þá geng- ið frá því að Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri yrði selt bókaútgáfunni Skjaldborg í Reykja- vík. Ekki fengust upplýsingar um kaupverð. Bókaforlagið hefur starfað á Akureyri frá því 1887 og er því 105 ára þegar það er selt til Reykjavík- ur og sameinast þar bókaútgáfunni Skjaldborg, sem um langt skeið starfaði á Akureyri en flutti til Reykjavíkur fyrir rúmum hálfum ,,áratug. Björn Eiríksson, forstjóri Skjaldborgar sagði að Bókaforlagið yrði við þessi eigendaskipti flutt suður. Skjaldborg myndi starfa þar áfram með útibúi á Akureyri eins og verið hefði. „En ég held áfram að gefa út eftir Norðlendinga, eins og ég hef gert,“ sagði Bjöm, „það má segja að við höfum verið þeir einu til að þjóna þeim því þeir hafa gefið svo lítið út hjá POB að undan- fömu. Ég er líka ákveðinn í að halda áfram með Heima er best, ætla að reyna að hysja upp um það.“ Björn Éiríksson sagði að Bóka- forlag Odds Björnssonar væri fímmta bókaútgáfan sem hann hefði keypt að undanförnu. Hin væm Ægisútgáfan, Bókhlaðan, Tákn og Ljóðhús. „Ég held ég megi segja að ég sé allavega einn af þremur stærstu útgefendum á land- inu í dag,“ sagði Bjöm. „Það er allt í lagi að það komi fram. Reykvík- ingar líta að vísu alltaf á mig sem landsbyggðarmann og sveitamann og það er allt í lagi með það, ég skammast mín ekkert fyrir það, enda hef ég alltaf reynt að gefa út bækur eftir landbyggðarmenn, ekki síst Norðlendinga." Bjöm sagði að Bókaforlaginu fylgdi mikill lager, þar væru um það bil 70 þúsund eintök af bókum af ýmsu tagi. Hann sagðist hafa haft lag á að nýta gamla lagera þeirra forlaga sem hann hefði eign- ast, hann kæmí alltaf árlega með bókamarkað til Akureyrar og hefði stöðugt bókamarkað hjá Skjaldborg í Reykjavík. í sambandi við Bóka- Akureyrarprestakall Messa verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag 19. júlí kl. í 1 fyrir hádegi. Sálmar: 504, 359, 182, 258 og 44. Fermdur verður í athöfninni Stefán Ómarsson, Grenilundi 9, Akureyri. Þ.H. Messa verður í Minjasafnskirkjunni nk. sunnudag 19. júlí kl. 14. Séra Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur, prédikar. Sálmar: 350, 359, 285, 351 og 56. Eftir athöfnina verða Zontakonur með kaffiveitingar í Zontahúsinu, Aðaistræti 54. Þ.H. Munið sumartónleikana í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kl. 17. forlag Odds Bjömssonar sagðist hann hafa í hyggju að endurútgefa ýmsar bækur sem forlagið gaf út áður, sagðist þekkja vel til þeirra, enda vera alinn þar upp, hafa lært þar prentun á sínum tíma. Bjöm sagði um það bil 6 ár síðan Skjaldborg hefði flust að fullu til Reykjavíkur. Þar hefði hann ámm saman haft útibú og eignir. Aldrei hefði verið ætlun sín að flytja en ekki hefði verið hjá því komist þeg- ar um það bil 70% af veltu fyrirtæk- isins hefði verið þar syðra. Að sögn Bjöms er ætlunin að ganga frá kaupunum og skrifa und- ir samninga nú strax upp úr helg- inni. Fimm af aðstandendum „Sumar“ sýningarinnar Tvær myndlistarsýn- ingar opnaðar í Gilinu í dag verða opnaðar tvær myndlistarsýningar í Gilinu á Akureyri. í Myndlistaskólanum verður opnuð sýningin SUMAR, en að henni standa sex listamenn. I Listaskálanum, vinnustofu Guðmundar Ár- manns að baki skólanum, verður opnuð sýning á pennateikningum. Sumar í Myndlistaskólanum Á samsýningunni Sumri í Mynd- listaskólanum sýna sex listamenn verk sín. Þar sýna olíumálverk Kristinn G. Jóhannsson, Guðmund- ur Ármann og Sigurbjöm Jónsson. Helgi Vilberg sýnir akrílmálverk, Jón Laxdal klippimyndir og verk Rósu Kristínar Júlíusdóttur eru vattteppi, máluð með akríllitum. Alls em á sýningunni 47 lista- verk og má segja að viðfangsefnin séu fjölbreytileg, spanni allt frá skeljum fjömnnar til skýja himins- ins. Verkin em til sölu. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 14.00 en hún verður jafnan opin klukkan 14.00 til 18.00 næstu þijár vikur. Teikningar í Listaskálanum í Listaskálanum að baki Mynd- listaskólans verður klukkan 16.00 í dag opnuð sýning á teikningum þýskrar listakonu, Tita Heydecker, sem starfað hefur á Akureyri um nokkurra mánaða skeið. Tita Heydecker er fædd í Þýskalandi en átti um tólf ára skeið heima í Brasil- íu. List sína nam hún í Miinchen og hefur sýnt verk sín víða í heima- landi sínu svo og í Reykjavík. Sýningin á teikningum Tita Heydecker verður opin klukkan 14.00 til 19.00 til 25. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.