Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 25 Þá langar mig að víkja að öðru hugðarefni hans, en það var lífs- verndarmálið, þ.e. varðstaðan um líf og réttindi ófæddra barna. Það get ég fullyrt, að liðsstyrkur hans í stjórn Lífsvonar, samtaka til vemdar ófæddum bömum, var ómetanlegur, eftir að hann var kominn þar í stjórn á síðasta ári, en áður var hann lengi annar endur- skoðenda félagsins. Að baki starfi hans í Lífsvon var löng saga. Svo snemma sem 1975 vorum við farn- ir að skipuleggja stofnun slíkra samtaka, en þá lá fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á fóst- ureyðingalöggjöfinni. Okkur ofbauð það sinnuleysi, sem þá virtist ríkj- andi gagnvart yfirvofandi lagasetn- ingu fyrir fmmkvæði vinstri manna og ráðvilltra fijálshyggjumanna. Þá höfðum við samband við leiðandi menn í trúfélögum og öðrum sam- tökum, kölluðum saman fund með þeim í Hallgrímskirkju og ræddum málin, en tókst ekki að fá alla með á okkar band um nauðsyn þess að stofna slík samtök, og áform okkar mnnu út í sandinn. En tíu ámm seinna varð Lífsvon að veruleika, og Sigurgeir tók virkan þátt í starfi þess frá byijun. Samstaða hans með hinum ófæddu var aðeins einn anginn af samúð hans með þeim, sem minnst mega sín, en þá samúð og innsýn í hlutskipti þeirra hafði hann í ríkara mæli en aðrir, sem ég þekkti, og tengdist það jafnframt hlutskipti hans sjálfs í lífínu. Ég minntist áðan á helti Sigur- geirs, en vegna fæðingargalla var hann með annan fótinn styttri en hinn. Þessi fötlun virtist ekki stór- vægileg, en var í raun e.k. örlaga- valdur í lífi hans — án hennar hefði hann líklega aldrei orðið það, sem hann var: þessi sívirki félagsmála- maður með vökult auga yfír öllu því, sem betur mátti fara í kjömm þeirra, sem afskiptir vom í þjóðfé- laginu. Það kom oft fram í sam- tölum okkar að hann tók það nán- ast sem skyldu sína að gera hvers manns bón — þetta var hans eigin útgáfa af kristinni fórnarlund og kærleiksþjónustu. Honum var ákaf- lega umhugað um að bæta kjör og aðstæður hinna minnst megandi í samfélaginu og að vera öðrum fé- lagi og vinur í raun. Hann gaf sig heilan og óskiptan í sjálfboðavinnu fyrir góð málefni, t.a.m. í Góðtempl- arahreyfingunni og íþróttafélagi fatlaðra. Hann var hugsjónamaður umfram flesta, sem ég hef kynnzt um ævina, ósérhlífinn eldhugi, sem kom ótrúlega víða við. En öll þessi eljusemi hlaut að taka á hann, ekki sízt eftir að hann var kominn í fullt starf á DV, enda vann hann þar í raun margfaldan vinnudag framan af, fram á rauða nótt og um allar helgar, unz hann var nánast að þrotum kominn. Hér ber líka að hafa í huga, að hann var ekki sterk- byggður fyrir, og svo fór að lokum, að heilsa hans tók að bila. Þegar hann var kominn um fer- tugt, var hann orðinn allvel í holdum af kyrrsetum og góðu viðurværi í mat og drykk. Þá er það, sem hann leitar til læknis vegna heilsu sinnar og fær þá viðvörun, að hann verði að snúa við blaðinu og taka upp líkamsæfíngar, ef ekki ætti illa að fara. Og þá gerist það nánast eins og hendi 'sé veifað, að hann tekur upp stíft æfíngaprógramm, sérstak- lega með sundæfingum langtímum saman, og nær af sér tugum punda á örskömmum tima, svo að manni fannst jafnvel nóg um, en ólíkt gerði það honum léttara fyrir um allan gang. Skömmu síðar sér mað- ur svo frétt í Morgunblaðinu með mynd af honum og nokkrum félög- um hans úr íþróttafélagi fatlaðra, þar sem þeir hendast á kajak niður sjálfa Hvítá í Borgarfirði í straumi og boðaföllum. Sigurgeir var þá orðinn formaður félagsins og ferðin farin í fjáröflunarskyni, þar sem menn hétu á þessa fullhuga. En það þori ég að fullyrða, að enginn, sem þekkt hafði þennan fræðimann, sem um áratuga skeið hafði stundað innisetur á söfnum, hefði búizt við slíkum svaðilferðum af honum. Þetta með öðru lýsir vel hæfileika hans til að koma mönnum á óvart. En þessi líkamsþjálfun dugði þó ekki til að bjarga honum frá því að fá krabbamein fyrir hartnær Pálína R. Rögnvalds dóttir - Minning tveimur árum, og var hann skorinn upp snemma á sl. ári. Samt sem áður náði hann sér svo vel um tíma, að um þetta leyti í fyrra var hann hlaupandi sjö kílómetra í víðavangs- hlaupi, og geri margir fullfrískir og óhaltir menn betur. Sigurgeir var fyrst og fremst þjóðlegur fræðimaður, en hann var samt opinn fyrir margs konar straumum, andlegum og veraldleg- um. Þótt hann lifði í óvenjulegri sjálfsafneitun í daglegu lífemi, fór hann á seinni árum í miklar ferðir víða um lönd, alltaf sólginn í að fræðast og afla sér þekkingar á menningu og siðum annarra þjóða. Meðan ég var við nám í Eng- landi, heimsótti hann mig, og þar var kominn maður, sem fann sig heima í þeirri gömlu fræðiborg Cambridge, innan um bókasöfn, fombókaverzlanir og aldagamlar háskólastofnanir í fögm og friðsælu umhverfi. Ég fór með honum í ferð til Lundúna, þar sem hann þræddi fornbókaverzlanir, háskóladeildir og ættfræðistofnanir og fýllti tösk- ur sínar af áhugaverðum bókum um ættfræði og sögu. Við áttum um margra ára skeið mikil bréfaskipti, en bréf hans vom full af fréttum af athafnasemi hans auk andlegra hugleiðinga og bless- unaróska. Trúmaður var hann svo einlægur, að ég hef þekkt fáa slíka, og enginn hefur verið mér þvílíkur andlegur bróðir og trúnaðarvinur sem hann. Hann skrifaði dagbók um áratuga skeið, og þar birtist sú andlega hugsun, sem var á bak við allt hans líf. Sigurgeiri má lýsa svo, að hann hafi veríð maður lágvaxinn, nokkuð álútur vegna fötlunarinnar, með beint nef, skarpleit og greindarleg augu, sem horfðu til manns hvasst en vingjamlega, dökkhærður og fallega hærður, unz hann fór að missa hár í sjúkdómi sínum á síð- ustu ámm, og með dökka skegg- rót. Hendur hans voru sérkennilega fíngerðar og fingurnir grannir. Með Sigurgeiri er genginn ein- stakur maður, sem markaði djúp spor í samtíð sinni. Það hef ég fund- ið við fráfall hans, að margir fínna sárt til þess að hafa misst í honum hollan vin og góðan dreng. En verk hans eiga eftir að fylgja okkur um ókomna tíð. Ég minnist hans með djúpu þakklæti fyrir allt, sem hann hefur verið mér, og fyrir allt það fordæmi sem hann hefur sýnt í baráttu fyrir réttlæti og fyrir út- breiðslu þekkingar og frseða. Ég geymi í hjarta mínu minninguna um einlægni hans og fórnarlund, um fyrirbænir hans, bróðurþel og vináttu alla. Fyrir mína hönd og minnar fjölskyldu segi ég þetta eitt að lokum: Megi blessun Guðs fylgja honum og öllu hans fólki. Jón Valur Jensson. Fædd 18. maí 1918 Dáin 10. júlí 1992 Pálína Ragnhildur (Ragna) var fædd í Hnausakoti í Miðfírði 18. maí 1918. Foreldrar hennar voru Rögnvaldur H. Líndal og seinni kona hans, Þorbjörg Guðmunds- dóttir. Rögnvaldur andaðist 27. des. 1920. Vorið eftir hætti ekkjan búskap. Börnin voru þá þrjú og einn sonur fæddist sumarið eftir lát föð- ur síns. Hjörtur Líndal, föðurafí systkinanna, kom þeim í fóstur og valdi þeim ágæt heimili. Ragna fór í fóstur að Haugi til Guðrúnar Jónasdóttur og Halldórs Jóhanssonar og kom hún til þeirra á afmælisdaginn sinn, er hún varð þriggja ára. Hjá þeim hjónum bjó Ragna við mikið ástríki, sem væri hún dóttir þeirra, hún varð þeim líka mikill gleðigjafí. Guðrún og Halldór voru barnlaus, en ólu upp, auk Rögnu, þá Ingvar Agnarsson og Halldór Gunnar Steinsson. A Haugi var mikið menningarheimili og snyrtimennska, bæði innan húss og utan, eins og best getur orðið. Er Ragna óx varð hún fríð og glæsileg og hafði mikla persónu- töfra, sem gerðu hana alstaðar vin- sæla, frjálsleg og ágætlega gefín og hafði fagra söngrödd. Vetuma 1936 og 1937 var hún við nám í Reykjaskóla í Hrútafirði. Eftir það vann hún í Reykjavík á vetrum en vann að búi fósturforeidra sinna aðra hluta ársins. Ragna giftist 24. maí 1941 Sig- urði Brynjólfssyni, f. í Vatnahjá- leigu í Landeyjum 20. febrúar 1912. Fyrstu þijú árin bjuggu þau á Sauð- árkróki, þar sem Sigurður var lög- regluþjónn. Fluttu síðan til Kefla- víkur, þar sem Sigurður býr enn. Þau hjón eignuðust 7 böm og eru 5 þeirra á lífi. Þau em: Dóra Guðrún, f. 1945, Hafdís, f. 1947, Brynjólfur, f. 1949, Reynir, f. 1951, og Ómar, f. 1955. Látin em: stúlka, f. 1944, dó í fæðingu, og Þráinn, f. 1942. Hann lést af slysi á heim- ili foreldra sinna 11. maí 1970. Á besta aldri brast heilsa Rögnu og mörg undanfarin ár hefur hún þurft að dvelja á sjúkrastofnunum fjarri heimili sínu og var oft mikið veik. Hún naut alltaf mikillar um- hyggju fjölskyldu sinnar og gat stundum notið samverastunda með þeim en nú síðast um páskana er dóttursonur hennar, Sigurður Öm, var fermdur var hún viðstödd þá athöfn sér og öðmm til gleði. Við Ragna þekktumst alla okkar æfí sem við mundum til. Milli heim- ila okkar var stutt bæjarleið og hitt- umst við oft, bæði var að oft þurfti að senda okkur ýmissa erinda og svo heimsóttum við hvor aðra. Þurftum þá margt að ræða, fram- tíðin var óráðin en forvitnileg, þó víst væri líf fólks einfaldara þá en nú er. Bæjarleiðin milli Haugs og Torfastaða var stundum gengin fram og aftur, Flatlækur, Torfdalir, Gerðishóll, Merkjalaut, Húsgangs- varða og Bæjarhoit em allt kærir og ógleymanlegir staðir frá ferðum okkar milli bæjanna. Margar ferðir fómm við líka á hestum, reiðhestur Rögnu var dökkjarpur, 'fallegur og viljugur, hann hét Hnokki og var henni kær vinur, sem hún minntist oft. Þó Ragna flyttist á annað lands- hom héldust kynni okkar, ég kom á heimili þeirra Sigurðar og naut gestrisni þeirra. Halldór og Guðrún fluttu frá Haugi til Hvammstanga vorið 1974. Þau ólu upp að mestu leyti nöfnu sína, Dóm Guðrúnu. Ragna dvaldi oft hjá þeim með böm sín á sumrin og kom hún þá ævin- lega til okkar hjóna og dvaldi þá stundum nokkra daga, var hún okkar alltaf kær gestur. Ragna var bundin átthögum sín- um órofaböndum, það fer því vel á að hún fær hinstu hvílu í miðfírskri mold, nálægt fósturforeldrum sín- um, er hún unni mjög og þau henni. Ég kveð hana með þökk fyrir ógleymanleg kynni og sendi fjöl- skyldu hennar allri samúðarkveðj- ur. Asdís Magnúsdóttir, Staðarbakka. Er sorgin sækir þig heim í sefa þínum þú hrópan Hví drapst þú á dyr hjá mér? Er gæfan gistir þitt hús þú gleymir oftast að spyrjæ Hvers vegna komst þú við hér? („Skiptir það máli“, höf. Á.G.F.) Okkur langar f fáeinum orðum að kveðja Rögnu tengdamóður okk- ar, sem lést í Borgarspítalanum 10. júlí sl. Þó að kynni okkar hafí ekki ver- ið löng í ámm talið og við ekki þekkt hana í blóma lífsins, þá skynj- uðum við mjög sterkt styrk hennar og þol í gegnum áralöng veikindi hennar. Ragna var mjög glaðlynd og trú- lega hefur það oft hjálpað henni á þeim stundum þegar dimmdi yfír í lífí hennar. Oli Kr. Sigurðs- son - Minning Með fáum orðum langar okkur að kveðja tryggan vin og góðan dreng. Óli Kr. Sigurðsson kom hing- að til okkar í sumardvöl 12 ára fyrir 34 ámm. Frá upphafi tók hann tryggð við sveitina og var hann hjá okkur í fjögur sumur. Allt okkar skyldfólk sem hann kynntist varð vinir hans. Þegar yngri sonur hans Sigurður Óli stækkaði kom hann til okkar. Börnum okkar og þeirra fjöl- skyldum reyndist Óli sem bróðir og vinur. Hjálpsemi hans og greiðvikni voru einstök. Á sinni starfsævi hafði Óli af- kastað miklu og starfsdagur hans var oft langur. Hann vildi fylgjast með öllu, láta vinna samviskusam- lega og sjálfur var hann ósérhlífinn. Óla fylgdi ævinlega hress andblær þegar hann heimsótti okkur, margt var spjallað og mikið hlegið. Hann var sveitamaður í eðli sínu og kunni vel við sig í rólegu umhverfi. Óli stóð ekki einn í lífsbarátt- unni, hann átti elskulega og dug- lega konu, Gunnþórunni Jónsdótt- ur, sem studdi hann með ráðum og dáð. Börnum hennar Jóni og Gabríelu reyndist han sem besti faðir eins og sonum sínum Janusi og Sigurði Óla af fyrra hjónabandi. Barna- börnunum litlu unni hann og vildi geta gefið þeim meiri tíma. Það er erfítt að skilja almættið þegar ung- ur maður er burt kallaður. En drott- inn gaf og drottinn tók. Nú er Oli horfinn okkur en minn- ing um góðan dreng geymist í hug- um okkar allra. Elsku Gunnþórunn, missir þinn er mikill og foreldranna Ragnhildar og Sigurðar, ykkur börnunum og systkinum hans sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Anna og Kalli, Efstu-Grund. Skyndilegt fráfall Óla Kr. Sig- urðssonar forstjóra var okkur mikil hramafregn. Það er erfítt að trúa því er svo ungir menn í blóma lífs- ins em kallaðir á brott svo skyndi- lega. Óli hafði, þótt ungur væri, vakið þjóðarathygii fyrir dugnað sinn og atorku. Dugnaði hans og krafti fengum við, hjá Útgerðarfélaginu Eldey hf., að kynnast. Hann var einn besti stuðningsmaður fyrir- tækisins frá stofnun þess árið 1987. Á aðalfundi Eldeyjar hf. í maí sl. tók Óli sæti í stjórn fyrirtækisins. Kynni okkar vom ekki löng en þó að sama skapi góð, bjartsýni hans og hvatning vom ómetanleg. Við minnumst Óla Kr. Sigurðs- sonar með virðingu og söknuði. Eiginkonu, bömum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. Eldeyjar hf., Jón Norðfjörð, Örn Traustason. Við skyndilegt fráfall Óla Kr. Sigurðssonar hefur Ferðaklúbbur- inn 4x4 misst góðan félaga og vel- gerðarmann. Viljum við þakka honum sam- fylgdina og veittan stuðning á und- anförnum ámm. Vottum við fjölskyldu hans og öðrum aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Ferðaklúbburinn 4x4. Við viljum á þessari kveðjustund þakka henni samverastundimar og allt það sem hún gaf okkur með nálægð sinni. Þrátt fyrir að hún sé ekki með okkur lengur mun minn- ing hennar lifa sterkt meðal íjöl- skyldunnar. Svo dreymdi okkur drauminn um Ijósið eina nótt, þegar myrkrið var þyngra og svartara en nokkurt sinn áður. Það var eitthvað, sem streymdi og rann með sælutitrandi sársauka gegn um sál okkar. Og einn okkar spurði í feiminni ákefð: Hvað er það? Og annar svaraði fagnandi rómi: Ljósið, ljósið (Höf. Steinn Steinarr.) Sólrún og Gulla. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aður þá aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (K. Gibran) Okkur iangar til að minnast elsku ömmu okkar, Ragnhildar Rögn- valdsdóttur (Rögnu ömmu), sem sofnaði svefninum Ianga 10. júlí sl., og er nú höggvið stórt skarð í fjölskyldu okkar. Amma hefur átt við mikil veik- indi að stríða undanfarin ár, en ávallt þegar við heimsóttum hana laumaði hún til okkar fallegu og kröftugu brosi sem yljaði okkur um hjartarætur. Þegar við fóram til Keflavíkur til afa og ömmu var oft til eitthvað góðgæti sem við áttum ekki venjast heima hjá okkur, t.d. coco-puffs, og rifum við okkur upp fyrir allar aldir til að komast í þennan góða morgunmat. Ekki vildum við heldur missa af mjólkurferð í Nonna og Bubba með ömmu. Amma las oft fyrir okkur sögur og ævintýri sem við hlustuðum hug- fangin á, enda var hún sérstaklega góður upplesari og.sjálf hafði hún miklar mætur á ljóðum. Að eðlisfari var amma afskap- lega glaðlynd kona og hún var mik- ill dýravinur. Á sínum yngri ámm hafði hún mjög gaman af hestum og hét fyrsti hestinn hennar Hnokki. Við eigum eftir að minnast ömmu með mikilli virðingu. Elsku afí, Guð gefi þér og fjölskyldu þinni __styrk. Þráinn og Ragnhildur Ösp. Sérfræðingar í blómaskreytingum vió öll tækifæri »blómaverkstæói INNAafe Skólavörðustíg 12 á horni Bérgstaðastrætis sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.