Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JULI 1992 17 FORSETAKOSNINGARNAR í BANDARÍKJUNUM Ciinton fer í kosningaferða- lag með 23% forskot á Bush Reuter Albert Gore og Bill Clinton veifa til stuðningsmanna sinna ásamt eiginkonum sínum áður en þeir leggja upp í þriggja daga rútuferðalag um Bandaríkin. Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. BILL Clinton, forsetaframbjóð- andi Demókrataflokksins, lagði í gær upp í sex daga kosninga- ferðalag tiL átta ríkja ásamt A1 Gore, varaforsetaefni sínu, í því skyni að viðhalda þeim skrið- þunga, sem fjögurra daga flokks- þing demókrata í New York hefur veitt framboði þeirra. „Stöndum saman að því að endurheimta arf- leifð lands okkar,“ sagði Clinton þegar hann ávarpaði stuðnings- menn sína áður en lagt var stað síðdegis í gær. Við það tækifæri gat hann státað af fyrsta sigrinum í baráttunni um stuðningsmenn auðkýfingsins Ross Perots þegar formaður kosningaherferðar Pe- rots í New York lýsti yfir stuðn- ingi við Clinton og skoraði á aðra stuðningsmcnn hans að fylgja sér. Clinton og Gore munu leggja áherslu á að bera víurnar í stuðn- ingsmenn Perots á ferðalagi sínu, en einnig er ljóst að þeir ætla ekki að gera sömu mistök og Michael Dukakis fyrir fjórum árum. Dukakis hélt heim til Massachusetts með vænt forskot í skoðanakönnun eftir að demókratar útnefndu hann í Atl- anta fyrir fjórum árum og tók sér frí. Þegar hann kom úr fríinu voru repúblikanar búnir að gera út um framboð hans. Clinton ætlar greini- lega ekki að leyfa repúblikönum að einoka sviðsljósið á sinn kostnað. Clinton fékk á flokksþingi demó- krata umbun fyrir að hafa staðið af sér þann hreinsunareld, sem hann gekk í gegnum í forkosningunum. Flokksbræður hans útnefndu hann formlega forsetaframbjóðanda flokksins og á fimmtudagskvöld þáði hann útnefninguna í ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni, talaði um sjálfan sig, fór hörðum orðum um Bush og skoraði á stuðn- ingsmenn milljónamæringsins Ress Perots, sem fyrr um daginn lýsti yfir því að hann hygðist ekki bjóða sig fram til forseta, að sameinast undir sínum merkjum. meðan á flokksþingi demókrata stóð. Quayle óskaði Clinton og Gore til hamingju og sakaði demókrata um leið um að nota hugmyndir repúblik- ana til að breyta ímynd sinni. „Eg gleðst yfir því að þeir sjá að þeir höfðu rangt fyrir sér, en við rétt,“ sagði Quayle. 23% forskot Clintons Ekki er seinna vænna fyrir repú- blikana að taka við sér. Samkvæmt skoðanakönnun, sem sjónvarpsstöð- in CNN lét gera á fimmtudag og gerði ráð fyrir því að auðkýfingurinn Ross Perot frá Texas væri hættur við framboð, hefur Clinton _nú 23 prósenta forskot á Bush. 56 prósent aðspurðra lýstu yfir fylgi sínu við Clinton, en aðeins 33 prósent fylgdu Bush. Flokksþing demókrata virðist einnig hafa eflt traust kjósenda á Clinton. 59 prósent væntu þess að hann myndi standa sig vel í emb- ætti, en 29 prósent voru á öndverð- um meiði. Aðeins 37 prósent að- spurðra kváðust bera svipað traust til Bush, en 56 prósent töldu hann myndu standa sig illa. Önnur niðurstaða könnunarinnar ætti að gleða demókrata og hrella repúblikana að sama skapi. Fylgi fyrrum stuðningsmanna Perots reyndist skiptast þannig að Clinton fékk 56 prósent, en Bush 35 prósent. Ógerningur er að segja hversu lengi demókratar muni njóta þessar- ar velvildar kjósenda, en óhætt er að segja að flokksþing demókrata hefur gefið bæði flokknum og Clint- on nýja ímynd í augum almennings. Clinton var markaður örum eftir hildarleik forkosninganna. Hann var vændur um framhjáhald, tilraunir til að komast hjá því að gegna her- þjónustu í Víetnam og varð sér til athlægis þegar hann játti því að hafa prófað marijúana, án þess þó að hafa tekið reykinn niður í lungu. Almenningur átti erfítt með að sjá þennan mann fyrir sér í embætti forseta og efaðist um að hægt væri að treysta honum. En skyndilega er þessi mynd horf- in og í stað hennar birtist ungur maður, sem átti erfiða æsku, barðist til mennta, hefur staðið sig vel í hlutverki ríkisstjóra éins fátækasta ríkis Bandaríkjanna og ætlar nú að leiða þjóðina út úr yfirstandandi kreppu. Demókratar beittu öllum tiltæk- um brellum á flokksþinginu til að kúvenda almenningsálitinu. Sérstak- lega áhrifamikil þótti stutt mynd um Clinton, sem sýnd var áður en hann flutti útnefningarræðu sína. Einnig fór ýmislegt fram að tjaldabaki til þess“ að skapa ímynd einingar út á við. Ron Brown, formaður Demó- krataflokksins, þykir eiga sérstakan heiður skilinn fyrir að knýja flokks- bræður sína til að snúa bökum sam- an á þinginu, koma í veg fyrir að ágreiningur brytist út og sundrung, sem oft hefur sett svip sinn á slíkar samkundur flokksins og veikt traust almennings. Brown kom í veg fyrir að hagsmunahópar héldu þinginu í gíslingu með sérkröfum og hótunum um að ganga út, honum tókst að hemja Jesse Jackson og tryggja að Jerry Brown tækist ekki að veikja ímynd einingar. Clinton stóð í sviðsljósinu með pálmann í höndunum, en sigurvegar- inn bak við tjöldin var Ron Brown. Án hans hefði Clinton og stuðnings- mönnum hans aldrei tekist að færa flokkinn inn á miðju bandarískra stjórnmála og knýja fram stefnu- skrá, sem höfðar til 'bandarískrar millistéttar, án þess að valda klofn- ingi innan hans. Nú eru 'demókratar búnir að leggja grundvöll að því að höfða til millistéttarinnar, sem hing- að til hefur litið þá hornauga, talið þá málsvara skattpíningar og eyðslusemi og látið tortryggni leiða sig á vit repúblikana. Bush og félag- ar munu hins vegar halda því fram að fyrir aftan forgrunn fagurra orða leynist sami Demókrataflokkurinn og áður með megináherslu á alltum- lykjandi ríkisumsvif, sem lykti með stöðnun og velferðarkerfí, sem þrífst á sjálfu sér. Enn eru ijórir mánuðir í kosningar og í næsta mánuði halda repúblikanar flokksþing og þar verð- ur án efa haldin ámóta áferðarfalleg sýning og demókratar héldu í New York í þessari viku. „Nýr sáttmáli“ Rætt hafði verið um að þetta væri mikilvægasta ræða Clintons á ferli hans. Hann yrði að sannfæra kjósendur um eigið ágæti. Hinum nýkrýnda frambjóðanda tókst ekki að tendra bál í hugum áheyrenda sinna. Til þess talaði hann of lengi, tæpa klukkustund, og ræða hans var sundurleit, eins og hún ætti sér nokkra höfunda, sem hver hefði skrifað sinn kafla. En ræðan var alls ekki slæm og Clinton geislaði af sjálfsöryggi. Clin- ton gekk harðar að forsetanum en venja er til í útnefningarræðum áskoranda. „Bush getur látið móðan mása,“ sagði Clinton. „En hann hef- ur enga áætlun til að keppa og sigra í heimsviðskiptum. Það geri ég ... Hann sór að tryggja 15 milljónum manna nýja atvinnu fyrir þennan tíma. Upp á vantar atvinnu handa 14 milljónum manna. Við getum gert betur.“ Clinton skoraði á þá sem eru lang- þreyttir á óvirkri stjórn að vinna með sér að því að knýja fram breyt- ingar. Margt í ræðunni minnti á John F. Kennedy, sem fyrir 32 árum var kjörinn forseti. Clinton boðaði nokkurs konar þjóðarsátt, sem hann kallaði „nýjan sáttmála", hét á menn að hjálpa sér að „reisa ríki, sem á ný upphefur þjóð sína og verður heiminum innblástur". Varaforsetaefnið hélt einnig ræðu og sagði Bush hafa brugðist banda- rísku þjóðinni. Gore leit því næst á úr sitt og sagði að það væri „kominn tími til" að repúblikanar færu frá. Nú er kosningabaráttan að hefj- ast fyrir alvöru og Dan Quayle vara- forseti hleypti í gær af fyrsta skot- inu eftir að repúblikanar höfðu að gömlum sið haldið að sér höndum Réði hug'hvarf Perots nið- urlögum „þriðja aflsins“? ^ Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓYFIRLÝST framboð auðkýfingsins Ross Perots til forseta Bandaríkj- anna gaf fyrirheit um gagngerar breytingar í bandarískum stjórnmál- um. Perot tókst að virkja fólk, sem hafði snúið baki við sljórnmálum, fullt andúðar. Rúmlega tíu milljónir manna skrifuðu undir stuðnings- lista til að tryggja framboð hans og koma nafni hans á kjörseðla. A fimmtudag kaus Perot að hryggbijóta þetta fólk. Nú er spurt hvert það muni leita og hvort sú hreyfing, sem stóð að baki Perot hafi logn- ast út af og demókrötum og repúblikönum hafi enn á ný tekist að tryggja viðhald tveggja flokks kerfisins og kæfa þriðja aflið í fæðingu. Þegar kosningabaráttan hófst fyr- ir forkosningarnar í New Hampshire um áramótin var Ijóst að kjósendur voru í vígahug. Ekkert bólaði á efna- hagsuppsveiflunni sem George Bush Bandaríkjaforseti hafi lofað. Al- menningur gerði sér grein fyrir því fyrir alvöru að undanfarna áratugi hefur stöðugt verið grafið undan bandarískri millistétt og bilið milli hennar og hinna ríku breyst í gjá. Almenningur sá að auki fyrir sér gjaldþrot lýðræðisins þar sem helm- ingur kjósenda sér ekki ástæðu til að neyta atkvæðisréttar síns og fjár- framlög fyrirtækja og þrýstingur hagsmunahópa ræður meiru um ákvarðanir stjórnmálamanna en vilji umbjóðenda þeirra. I febrúar birtist Perot í viðtals- þætti í sjónvarpi og höfðaði með orðum sínum til þessara tilfinninga. Þegar á hann var gengið kvaðst hann myndu bjóða sig fram ef nafn hans yrði á kjörseðlum í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Fólk flykktist til stuðnings við litla, snögghærða milljónamæringinn frá Texas, sem lýsti yfir vanþóknun sinni á öng- þveitinu í Washington og boðaði ein- faldar lausnir kúrekans. Perot fór fram úr bæði Bush og Bill Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum og í júní var því meira að segja spáð að hann gæti sigrað. Þá tók hins vegar að halla undan fæti. Repúblik- anar hófu linnulausar árásir. Dan Quayle varaforseti kallaði Perot „duttlungafullan auðjöfur", sem vanvirti stjórnarskrána. Brátt höfðu Quayle og Bush stillt honum upp við vegg og Perot var neyddur til að afsaka fyrra framferði sitt, þar á meðal að hafa leigt einkaspæjara til að grafa upp ósóma um andstæð- inga sína. Perot skilur eftir sig fjölda manna, sem nú vita ekkert hvert þeir eiga að snúa sér. Margir þeirra, sem bundu trúss sitt við Perot, fórnuðu starfi sínu og eigin fé til að beijast Ross Perot. fyrir hann. Þetta fólk átti bágt með að trúa eigin eyrum þegar hann kvaðst hættur viðf Mörgum þótti sem hann hafði stungið rýtingi í bak sér. Margir þeirra munu líklega ekki kjósa, en demókratar og repúblikan- ar keppast nú um að laða að sér hina. Þykir fagurgali repúblikana í garð Perots jaðra við ósmekklegheit eftir þær persónuárásir, sem þeir stóðu fyrir á meðan þeim stóð ógn af honum. Demókratar höfðu hins vegar reynt að segja sem minnst um Perot í trausti þess að framboði hans myndi endast líf fram á haust og veikja Bush. Samkvæmt fyrstu vísbendingum virðast stuðingsmenn Perots ætla að ganga til liðs við demókrata. Stuðningsmenn Perots vilja breyt- ingar og Clinton boðar breytingar, en Bush er holdtekja ríkjandi ástands. Demókratar geta hins veg- ar ekki svarið af sér ábyrgð á ástandinu því að þeir eru með meiri- hluta á þingi. Clinton er tæplega boðberi þeirra breytinga, sem fólk á borð við stuðn- ingsmenn Perots sækist eftir. Clin- ton hefur fært demókrata nær stefnu Bush, fremur en hitt, þótt hann hafi um leið opnað millistétt- inni leið inn í flokkinn. Hin nýja stefnuskrá demókrata sýnir hins vegar að þeir þurfa að virkja aðgerð- arlausa kjósendur án þess þó að ganga svo langt að láta undan kröf- um Jerrys Browns, fyrrum ríkis- stjóra í Kalifomíu, um að gera að engu úrslitaáhrif peninga í banda- rískum kosningum ætli flokkurinn að koma sínum manni í Hvíta húsið eftir 12 ára fjarveru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.