Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
5
Félag áhugamaima um nýja sjávarútvegsstefnu:
vísi en maður hugði. Ég var alveg
bláeygur í upphafi og hélt að þetta
væri lækning alls meins en það hef-
ur ekki orðið og mér þykir miður
að kvótinn er að færast yfir á fáar
en stórar hendur.“
St| óraarformaður
SIF gengur í félagið
DAGBJARTUR Einarsson forstjóri Fiskaness hf. í Grindavík og stjórn-
arformaður SÍF hefur gengið til liðs við Félag áhugamanna um nýja
sjávarútvegsstefnu. Sagðist hann lengi hafa verið ósáttur við hvernig
kvótakerfið hafi þróast.
„Það er svo margt búið að fara
öðruvísi en maður ætlaði," sagði
Dagbjartur. „Þó að þeir séu kannski
ekki með þær lausnir sem maður
vildi sjá og reyndar er ekki svo gott
að finna þær enda hef ég ekki kafað
ofaní þetta hjá þeim. Eg er búinn
að vera ósáttur við kvótakerfið eins
og það hefur þróast og er ekki einn
um það. Það hefur farið allt öðru-
Útgáfa deb-
etkorta
undirbúin
VERIÐ er að undirbúa útgáfu svo-
kallaðra debetkorta sem í framtíð-
inni munu leysa tékkareikninga
af hólnii hérlendis, að sögn Jó-
hanns Ágústssonar, stjórnarfor-
manns Visa íslands. Sérstök nefnd
banka, sparisjóða og kortafyrir-
tækja vinnur að málinu. Búist er
við að hún skili áliti fljótlega.
Á næstunni er fyrirhugað að taka
um svokallaða Cirrus hraðbanka-
þjónustu fyrir námsmenn í íslands-
banka og Búnaðarbanka. Með náms-
mannakorti í tengslum við Mennta-
braut íslandsbanka og Námsmanna-
línu Búnaðarbankans munu náms-
menn geta tekið beint út af tékka-
og gjaldeyrisreikningum sínum í
95.000 hraðbönkum víða um heim.
Notkun Cirrus kortanna verður svip-
uð og notkun debetkorta, að því
undanskildu að kortin verður einung-
is hægt að nota í hraðbönkum en
ekki beint í verslunum.
Jóhann _ Ágústsson segir að
ákvörðun íslands- og Búnaðarbanka
um að taka upp þessa þjónustu hafi
komið nokkuð á óvart þar sem talað
hafi verið um að debetkort yrðu tek-
in upp sameiginlega af bönkum og
sparisjóðum. Hann segir að Lands-
bankinn hafi ekki ákveðið hvort boð-
ið verði upp á Cirrus hraðbankaþjón-
ustu en möguleikarnir séu fyrir
hendi. „Það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um þetta af því að við lögð-
um þann skilning í samstarf banka
og sparisjóða að nefndin ætti að skila
niðurstöðum áður en slíkt kerfi yrði
sett á laggirnar," segir Jóhann.
Risamarglytta
flæðir upp
Grundafirði.
Nokkrir drengir gengu fram á
mjög stóra marglyttu í fjörunni
austan undir Kirkjufelli við
Grundarfjörð. Mældist hún 110
cm í þvermál þar sem hún lá í
sandinum. Á myndinni eru þær
systur Sylvía (t.h.) og Hildur
Margrét Ríkharðsdætur að
skoða dýrið.
Hallgrímur
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
kiarskogi
um verslunarmannahelgina
tlÖUKYlDUHÁTmí
-4-.
Peninga-
skáp stolið
BROTIST var inn í heildversl-
un Páls H. Pálssonar á Skúla-
götu 63 í fyrrinótt og þaðan
stolið peningaskáp. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Rann-
sóknarlögreglunni Iá ekki ljóst
fyrir í gær hversu mikil verð-
mæti voru í skápnum.
Heildverslunin er á annarri
hæð hússins en innbrotsþjófur-
inn eða -þjófarnir fóru inn í hús-
ið með því að spenna upp hurð
á bakdyrainngangi. Ekki var
brotist inn á öðrum stöðum í
húsinu. Málið er í rannsókn.
Bændaskólinn Hvanneyri:
Ein umsókn
barst um stöðu
skólastjóra
Hvannatúni, Andakíl.
UMSÓKNARFRESTUR um stöðu
skólastjóra Bændaskólans á
Hvanneyri rann út 15. júlí sl. Að-
eins ein umsókn barst, frá Magn-
úsi B. Jónssyni forstöðumanni
Hagþjónustu landbúnaðarins.
Magnús var skólastjóri Bænda-
skólans frá 1972 og fram til 1984,
er núverandi skólastjóri hóf störf.
- D.J.
Hóðflokkurmn
Roddbondið
mmm
RADDBANDIÐ
émmmmmm
SVERRIR STORMSKER
BARNALEIKHÚS
PÁLMI MATTHÍASSON
RISA KANÍNUR
GIS • ROMAI
ISLUR • SKE
LEIKIR • SKEMI
TUN ÁN ÁF
Stormsker
hLlKGAULJCktHYttVUl
HJÓLREIÐAKEPPNI • TÍVOLÍ
DANSSÝNING ÖKULEIKNI
VARÐELDUR • SÖNGUR
FLUGELDASÝNING
OG MARGT, MARGT FLEIRA...
... m 'fj
í GALTAIÆKJARSKÓGI
Upplýsingasímar: 91-21