Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
Morgunblaðið/KGA
Fjölmenni í afmæli Grímsbæjar
Mikið jgölmenni heimsótti verzlunarmiðstöðina Grímsbæ við
Bústaðaveg í gær í tilefni 20 ára afmælis hennar. Margt var gert
til hátíðarbrigða og gestum var boðið upp á kaffiveitingar og af-
mælistertu.
Lífleg sala í farsímum undanfarið:
Farsímanotendur orðnir
14 þúsund á landinu öllu
ÁHUGI landsmanna á farsímum fer hvergi nærri minnkandi sam-
kvæmt upplýsingum fjarskiptadeildar Póst- og símamálastofnunar.
Nú eru farsímanotendur orðnir 14 þúsund talsins á landinu öllu og
móðurstöðvar 82. Til þess að anna þörfínni og tryggja að hægt sé
að nota farsímana alls staðar fer nú fram uppsetning nýrra móður-
stöðva. Samhliða þvi er unnið að endurskipulagningu núverandi
kerfis svo að nýting verði meiri.
Haraldur Sigurðsson aðstoðar-
framkvæmdastjóri fjarskiptadeild-
arinnar staðfesti það í samtali við
Morgunblaðið að sala farsíma væri
afar Iífleg um þessar mundir. Hjá
þeim hefði farið fram auglýsinga-
herferð og nú væri hún að skila
sér. Verð fer einnig lækkandi að
hans mati en hann tók það skýrt
fram að þróunin væri sú að betri
og betri tæki fengjust fyrir sama
verð.
Til að mæta aukinni farsímaeign
verður að Ijölga móðurstöðvum og
VEÐUR
/ DAG kl. 12.00
Heimild: Veðuretola ielands
(Byggt á veðurspá W. 16-15 í gaar)
VEÐURHORFUR I DAG, 21. JULI
YFIRLIT: Um 250 km suðaustur af Hornafirði er víðáttumikil 995 mb
lægð semþokast norð-norðaustur og grynnist. Vaxandi 1022 mb hæð
er vfir Græniandi.
SPA: Norðaustlæg átt, gola eða kaldi sunnaniands en víða stinnings-
kaldi fyrir norðan. Súld eða rigning með köflum norðaustanlands, skúrir
norðvestanlands en víða léttskýjað sunnanlands. Heldur kólnandi, hiti
8-15 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðlæg átt. Skúrir eða
rigning norðanlands en víða léttskýjað sunnan og vestan til. Svalt í veðri
norðanlands en hiti 10-14 stig að deginum sunnanlands.
Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
&
Léttskýjað
Heiðskírt
r r r * / *
f f * f
f f f f * /
Rigning Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
*
Skýjað Alskýjað
V ^ v
Skúrír Stydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og flaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
v súld
= Þoka
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær)
Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fært er nú fjallabílum um
mestalit hálendið. Þó er Hlöðuvallavegur ennþá ófær. Uxahryggir og
Kaldidalur eru opnir allri umferð. Að gefnu tilefni skal bent á að klæðinga-
flokkar eru nú að störfum víða um landið og eru ökumenn beðnir um
að virða sérstakar hraðatakmarkanir til þess að forðast tjón af völdum
steinkasts. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-
631500 og i grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 8 alskýjað Reykjavík 13 hálfskýjað
Bergen 16 skýjað
Helsinki 21 léttskýjað
Kaupmannahöfn 23 skýjað
Narssarssuaq 11 léttskýjað
Nuuk 2 þoka
Osló 23 hálfskýjað
Stokkhólmur 21 skýjað
Þórshöfn 12 alskýjað
Algarve 33 léttskýjað
Amsterdam 26 léttskýjað
Barcelona 26 heiðskírt
Berlín 31 léttskýjað
Chlcago 20 alskýjað
Feneyjar 28 téttskýjað
Frankfurt 31 skýjað
Glasgow vantar
Hamborg 26 skýjað
London 22 skýjað
Los Angeles 21 heiðskírt
Lúxemborg 28 skýjað
Madrid 34 léttskýjað
Malaga 33 léttskýjað
Mallorca 34 heiðskírt
Montreal 20 alskýjað
NewYork 26 mistur
Orlando 24 léttskýjað
Parls 31 léttskýjað
Madeira 23 léttskýjað
Róm 29 heiðskfrt
Vín 27 heiðskírt
Washington 26 léttskýjað
Winnipeg 9 iéttskýjað
er þeim komið fyrir um land allt.
Þess er gætt að þær nýtist vel og
þeim er því komið fyrir á hagkvæm-
um stöðum. Fjarskiptanetið sem
farsímanotkun fer í gegnum er orð-
ið mjög víðtækt. Því er hægt að
nota farsímana nær hvar sem er
við þjóðvegi landsins en með nokkr-
um undantekingum þó. Nýverið er
lokið uppsetningu stöðvar á Öxna-
dalsheiði. Þá er og lögð á það mik-
il áhersla að hægt sé að ná sam-
bandi við notendur á hafi úti.
Reyndin er sú að víðast hvar úti
fyrir landið má ná sambandi. Til
að bæta það enn frekar er nú með-
al annars unnið að uppsetningu
stöðvar á Fellsöxl til að sinna haf-
svæðinu úti fyrir Húnaflóa.
Á Reykjavíkursvæðinu er álag á
farsímakerfinu geysilega mikið.
Sérstaklega er álagið á föstudögum
mikið. Allar rásimar 130 eru upp-
teknar og þess vegna er nú unnið
að endumýtingu rásanna.
Það kom fram í máli Haraldar
að þjónusta við farsímaeigendur
hefur aukist. Nú er hægt að nota
símana á Norðurlöndum og í
Eystrasaltsríkjunum og á það við
bæði hringingar úr símunum og í
þá. Í bígerð er einnig uppsetning
kerfis sem gerir það að verkum að
hægt verður að nota símana hvar
sem er í heiminum. Þetta kerfi,
Global System Mobile (GSM), verð-
ur að öllum líkindum sett upp hér
á landi í lok 1993 en í síðasta lagi
fyrri hluta árs 1994.
Evrópumót yngri spilara í brids;
íslendingar í 13. sæti
ÍSLENSKA sveitin á evrópumóti yngri spilara í brids er nú í 13.
sæti eftir 8. umferðir af 22. Sveitin hóf mótið illa og tapaði stórt í
fyrsta leik sínum gegn Portúgal, eða 2:25. Síðan hefur hún sótt í
sig veðrið og í áttundu umferðinni unnu íslendingamir belgísku
sveitina með 19 gegn 11.
Alls taka 23 sveitir þátt í mót-
inu sem haldið er í París. Að lokn-
um 8 umferðum eru Pólveijar í
efsta sæti með 161 stig, Norðmenn
í öðru sæti með 151 stig og írar
í þriðja sæti með 141 stig. Islend-
ingar eru sem fyrr segir í 13.
sæti með 117 stig.
Þess má geta að í 7. umferðinni
spilaði íslenska sveitin við þá
bresku og vann þann leik 22:8. í
einu spilinu keyrðu íslendingarnir
í 7 grönd á öðru borðinu þótt lauf-
ásinn vantaði.
Bretamir hittu ekki á rétt út-
spil og alslemman stóð með þving-
un. Þetta spil kærðu Bretamir þar
sem þeir töldu sagnirnar hafa ver-
ið villandi. í fyrstu var úrskurðað
að slemman hefði farið einn niður
en Sævar Þorbjömsson fyrirliði
áfrýjaði þeim úrskurði og fékk
honum hnekkt.
-----»—» ♦-----
Leiðrétting
Slæm villa komst inn í frétt
Morgunblaðsins á sunnudag, þar
sem sagt var frá komu togarans
Klakks til Grundarfjarðar. Þar var
sagt að togarinn kæmi í stað Kross-
ness, „sem sökkt var nú í vetur“,
en þar átti að sjálfsögðu að standa
„sem sökk nú í vetur".
Morgunblaðið biður fréttaritara
blaðsins og Grundfirðinga alla af-
sökunar á þessum slæmu mistökum
í vinnslu blaðsins.
Þá bættist núll aftan við óveiddan
kvóta Klakks, en nú á eftir að veiða
8-900 tonn, sem jafngildir rúmlega
600 tonnum í þorskígildum.
Dr. Gísli Fr. Petersen
fv. yfirlæknir látinn
LÁTINN er í Reykjavík dr. Gísli
Friðrik Petersen, fyrrum yfír-
læknir á Röntgendeild Landspít-
alans og prófessor í geislalækn-
ingum við Háskóla íslands.
Hann var fæddur 21. febrúar
1906, sonur Guðbjargar Gísladóttur
frá Vestmanneyjum og Áge Lauritz
Petersen, verkfræðings. Dr. Gísli
Friðrik Iauk kandidatsprófi í lækn-
isfræði 1930, stundaði framhalds-
nám í geisíalækningum í Svíþjóð,
Þýskalandi og Englandi og varð
doktor í sérgrein sinni 1942. Hann
varð yfirlæknir á Röntgendeild
Landspítalans 1948, kennari við
Læknadeild HÍ 1959 og prófessor
1967. Hann gengdi báðum þessum
stöðum þar til hann lét af störfum
fyrir aldurssakir 1974.
Dr. Gísli Friðrik átti sæti í stjóm
Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá
stofnun þess 1949. Þá átti hann sæti
í stjórn Kjarnfræðinefndar, einnig frá
stofnun hennar og hann átti lengi
sæti í stjóm Samtaka norrænna rönt-
genlækna. 1979 var hann gerður
heiðursfélagi í Félagi röntgenlækna
og Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
Eftirlifandi eiginkona Gísla er Sig-
ríður Guðlaug Brynjólfsdóttir. Þau
eignuðust tvo syni og er annar þeirra
á lifi.