Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 11 STOFNAÐ 1913 163. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. JULI 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins _ * Yitzhak Rabin forsætisráðherra Israels: Egyptar hafi milligöngu um friðarviðræður Jerúsalcm, Kairó, Damaskus. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætísráðherra Israels, er væntanlegur til Kaíró í dag og mun eiga viðræður við Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands. Þetta verður fyrsti fundur leiðtoga rikjanna i sex ár, en Egypt- ar, eina arabaþjóðin sem samið hefur frið við Israel, hafa neitað að koma á vinsamlegri tengslum og viðskiptum fyrr en lausn finnst á ágreiningi ísraela við önnur nágrannaríki og Palestínumenn. Ja- mes Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í skyn í gær að friðarhorfur hefðu vænkast. Rabin vill að Egyptar hafí milli- göngu um frekari undirbúningsvið- ræður milli ísraela og nágrannaríkj- anna, en næsti fundur deiluaðila Reuter. Hermenn standa vörð fyrir utan Uccardione-virki í Palermo, öflugasta fangelsi borgarinnar. Tilræði áSikiley Palermo. Reuter. ÍTALIR eru slegnir óhug í kjölfar þess að saksóknarinn Paolo Bors- ellino fórst ásamt fimm lífvörðum í sprengjutilræði sem talið er full- víst að mafian hafi staðið fyrir. Aðeins tveir mánuðir eru síðan annar saksóknari sem einnig einbeitti sér gegn mafíunni, var myrtur. Rætt er um að mafían hafi sagt stjórnvöldum stríð á hendur. Sjá nánar á bls. 23. er fyrirhugaður í Róm. Ljóst er að það eru stjórnarskiptin í Israel sem breytt hafa stöðu mála og aukið friðarlíkur. James Baker hélt á sunnudag til Miðausturlanda til að kanna friðarhorfur og ræddi hann við Rabin og talsmenn Palestínu- manna í ísrael í gær. Stjórn Rabins hefur ákveðið að stöðva frekara landnám gyðinga á hemumdu svæðunum og herlið hindraði í gær öfgahópinn Kach í að stofnsetja nýja gyðingabyggð sem átti að tákna mótmæli gegn komu Bakers til landsins. Bandaríkin hafa mótmælt land- náminu og Baker hefur sagt að gyðingabyggðirnar, sem arabar hafa fordæmt ákaflega, séu erfíð- asti þröskuldurinn í vegi friðar- samninga. A leið sinni austur um haf útilokaði Baker ekki að stjórn- völd í Washington myndu ef til vill veita ísrael lánsábyrgð er nemur um 550 milljörðum ISK. Bandaríkin frestuðu að veita ábyrgðina í mót- mælaskyni við nýbyggðastefnu for- vera Rabins, Yitzhaks Shamirs. Málgagn sýrlenskra stjórnvalda, Tishreen, hvatti um helgina Banda- ríkjamenn til að veita ekki ábyrgð- ina fyrr en Rabin bannaði allt land- nám, einnig á stöðum þar sem for- sætisráðherrann segir nauðsynlegt að treysta hemaðarstöðu ísraels. Tishreen sagði að Evrópuríkin og Sameinuðu þjóðimar ættu að taka virkari þátt í að koma á friðarvið- ræðum ásamt Bandaríkjamönnum. Eftir fund með Rabin í gær sagð- ist Baker myndu tjá aröbum að forsætisráðherrann væri staðráðinn í takmarka landnámið. Baker hyggst einnig ræða við forystu- menn í Jórdaníu, Sýrlandi, Saudi- Arabíu og Egyptalandi. Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon Forsetar á Vatnajökli Richard von Weizsácker, forseti Þýskalands, og eiginkona hans, Mari- anne von Weizsácker, héldu frá íslandi í gærmorgun, en þau dvöldust á íslandi yfír helgina í einkaerindum. Ferðuðust þýsku forsetahjónin um Norðurland og Austurland í fylgd Vigdísar Finnbogadóttur, for- seta íslands, og komu víða við, m.a. í Dimmuborgum, við Goðafoss og á Akureyri. A sunnudag var haldið á Vatnajökul, þar sem farið var í vélsleðaferð. A myndinni má sjá forseta Islands og forseta Þýska- lands tilbúna í slaginn á Vatnajökli. Verulegt forskot Clintons Washington. Reuter. BILL Ciinton, forsetaefni banda- ríska Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á George Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var af dagblaðinu USA Today, CNN og Gallup-stofnuninni. Sögðust 56% aðspurðra i könnuninni, sem birt var í gær, ætla að kjósa Clinton en einungis 34% Bush í forseta- kosningunum í nóvember. Skekkjumörk í könnuninni eru sögð um þrjú prósent. Sú ákvörðun Ross Perots að hætta við að bjóða sig fram virðist fyrst og fremst hafa komið frambjóðanda Demókrataflokksins til góða en 43% þeirra sem studdu Clinton í könnun- inni sögðust hafa tekið þá ákvörðun eftir að Perot hætti við. Mest mæld- ist fylgi Clintons í norðausturhluta Bandaríkjanna. George Bush gagnrýndi Clinton í gær fyrir að stela frá sér slagorðum. Vísaði hann til ræðu sem Clinton hélt á flokksþingi Demókrataflokks- ins í síðustu viku en þá sagði hann við mikinn fögnuð viðstaddra að „nú þegar búið er að breyta heiminum er kominn tími til að breyta Banda- ríkjunum". Bush sagði þetta vera setningu sem hann hefði margsinnis notað og hefði honum þótt skondið að heyra Clinton herma hana eftir sér. Hörð átök í Bosníu þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé: EB vill „Júgóslavíu“ úr alþjóðasamtökum Rm««pl Rputpr Brussel. Reuter. Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins (EB) samþykktu á fundi í gær yfirlýsingu þar sem farið er fram á að „Júgóslavíu" (Serbíu og Svartfjallalandi) verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðlegnm samtökum. Var þetta gert í kjölfar þess að átök hófust á ný í Bosníu þrátt fyrir að samkomulag hefði náðst um vopnahlé siðastliðinn föstu- dag. Ráðherrarnir sögðust viður- kenna rétt þessara tveggja lýð- velda til að mynda nýja, minni Júgóslaviu, en aftur á móti væri ekki hægt að samþykkja það ríki sem hinn eina réttmæta arftaka fyrrum Júgóslavíu. A fundinum var einnig ákveðið að verja þegar í stað 170 milljónum dollara í neyðaraðstoð handa flótta- mönnum frá fyrrum Júgóslavíu. Lýstu utanríkisráðherramir yfír full- um stuðningi við ráðstefnu um flótta- Ríkissaksóknari Tékkóslóvakíu um ábyrgð á innrás Sovétmanna; Gögn talin sanna sekt Bilaks Prag. Reuter. TÉKKNESK stjórnvöld ætla að taka upp að nýju rannsókn á máli Vasils Bilaks, sem lengi átti sæti í stjórnmálaráði kommúnista- flokksins, fyrir að hafa farið fram á það við Sovétmenn að þeir gerðu innrás í Tékkóslóvakíu árið 1968. Rannsókn á mál- inu var frestað í febrúar sl. vegna skorts á sönnunargögnum. Vladimir Nechanicky, ríkissaksóknari Tékkóslóvakíu, sagði í viðtali við tékkneska útvarpið í gær að nú lægju fyrir nægileg gögn til að sýna fram á að glæpurinn hefði verið framinn af tilteknum manni, í þessu tilviki Vasil Bilak. Bilak, sem er 74 ára gamall, er sá eini hinna fímm harðlínumanna er sátu í stjórnmálaráð- inu, er innrásin var gerð, sem enn er á lífí. Grunur hefur lengi leikið á um að til væri bréf þar sem Sovétmönnum hefði verið „boðið“ að gera innrás, en það var ekki fyrr en í síð- ustu viku að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sendi hinum tékkneska starfsbróður sínum, Vaclav Havel, afrit af skjali þess efnis. Skjalið er á rússnesku og undirritað af stjórnmálaráðs- mönnunum Antonin Kapek, Alois Ihdra, Drah- omir Kolder, Oldrich Svestka og Vasil Bilak. Jeltsín sagði að skjalið hefði fundist í möppu er merkt hefði verið „má aldrei opnast“. Bilak, sem þegar hefur verið kærður fyrir að hafa látið gjaldeyrissjóði renna til Sovétríkj- anna á árunum 1969-1988, býr nú í Brat- islava, höfuðborg Slóvakíu. Hann hefur látið hafa það eftir sér að skjalið sem Jeltsín sendi Havel sé „hugsanlega falsað". mannavandann á vegum Flótta- mannanefndar Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Genf þann 29. þessa mánaðar. Vopnahléið, sem samkomulag náðist um milli hinni stríðandi fylk- inga á föstudag, átti að taka gildi síðdegis á sunnudag. Ekkert lát varð hins vegar á átökum og rigndi sprengjum yfír Sarajevo i gær. Urðu sveitir Sameinuðu þjóðanna að stöðva alla loftflutninga til borgar- innar af þeim sökum en til stóð að tuttugu flugvélar, hlaðnar hjálpar- gögnum, kæmu þangað í gær. Joseph Snyder, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að Bandaríkjastjóm teldi Serba bera mesta ábyrgð á því að vopna- hléið hefði ekki verið virt. Hann sagði að' öryggisráð SÞ yrði að ræða hina nýju stöðu og reyna að fínna sem allra fyrst einhveija leið til að hefja sendingu hjálpargagna til Bosníu. Carrington lávarður, sem hefur umsjón með friðarumleitunum EB, mun í dag eiga fundi í Belgrad með Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og Dobrica Cosic, forseta „Júgóslav- íu“. Viðræðumar munu fyrst og fremst snúast um málefni Kosovo- héraðs, þar sem meirihluti Albana sækist nú eftir sjálfstjórn. í gær ræddi Carrington við Ibrahim Rugova, leiðtoga Albana í Kosovo, i London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.