Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 T—H'.!" T ••') ' 'L.-IM—‘ U.'-U'lV:SV ir Þorbjörg Hannes dóttír - Mínning Fædd 27. nóvember 1927 Dáin 12. júlí 1992 „Sá sem engan krossinn ber mun ekki eignast neina kórónu.“ (Quarles) Árið 1927 þann 21. nóvember fæddist hjónunum Hólmfríði Jóns- dóttur og Hannesi Jónssyni kaupfé- lagsstjóra á Hvammstanga lítil ljós- hærð telpuhnáta. Hún var þriðja bam foreldra sinna en systkinin urðu sex. Litla stúlkan var vatni ausin og hlaut nafnið Þorbjörg í höfuðið á fóstru móður sinnar. Þorbjörg varð mesti íjörkálfur þegar fram liðu stundir og það var aldrei nein lognmolla í kring um hana. Þorbjargamafnið festist ekki við hana því að hún var jafnan kölluð Bíbí af vinum og vandamönn- um. Heimili okkar stóðu á ijörukamb- inum og við urðum leikfélagar um leið og fætumir gátu borið okkur milli húsa. Hvammstangi var þá óskastaður lítilla bama með at- hafnaþrá. Fjaran og sjórinn höfðu gífurlegt aðdráttarafl, eins áin sem liðaðist lygn og tær gegnum þorpið. Þar var alltaf eitthvað nýtt að fínna, sjá og skoða. Fijálsræði var mikið, en þær reglur, sem settar vora varð að halda. Þegar við kveðjum Bíbí, okkar góðu vinkonu, þyrlast upp minning- ar frá bemskuárunum. í einum fjömleiknum okkar gerð- ist það, að Bíbí stakk fingri upp í einn leikfélagann, sem auðvitað beit í þennan aðskotahlut. Þá kom heldur hljóð úr homi. Bíbí bæði hijóðaði og grét svo hátt að móðir hennar opnaði stofugluggann og spurði, hvað um væri að vera. Bíbí hrópaði hátt og snjallt þrátt fyrir grátinn. „Hann Raggi beit mig“. Þá spurði Hólmfríður: „Hvaða er- indi áttir þú upp í Ragnar?“ Mæð- umar á Hvammstanga hlustuðu Iít- ið á klögumál bama sinna og síst af öllu Hólmfríður. Bíbí hætti hljóð- unum, en hefur örugglega hefnt harma sinna við næsta tækifæri. Einu sinni sem oftar fómm við nokkrar vinkonumar í beijamó upp fyrir þorpið. Aldrei þessu vant var Bíbí áhugalítil um tínsluna og svo þreytt að hún varð að styðja sig við okkur á leiðinni heim, læknir var sóttur. Sjúkdómsgreiningin var lömunarveiki. Allar vinkonumar sátu hnípnar á tröppunum heima hjá henni. Við máttum ekki heimsækja hana. Lömunarveiki — það var eitthvað hræðilegt, sem við skyldum þó ekki til fulls. Bíbí var flutt á sjúkrahús til Reykjavíkur. Tíminn leið og loks- ins kom hún til baka. Gleðin og eftirvæntingin var mikil, en nú var hún hölt og gekk við staf. Við vin- konumar urðum ósköp beygðar og feimnar við þessa framandi stúlku — en það fór af. Bíbí lét engan vorkenna sér og lífskrafturinn geisl- að af henni sem fyrr. Skólagangan hófst og hún tók þátt í öllum okkar leikjum og dró ekki af sér. Þá kom líka fyrir í hita leiksins að hún brá stafnum sínum fyrir óvinina svo þeir hrösuðu. Það verður að segjast að á slíkum stundum, litum við öf- undaraugum til stafsins. Bíbí eignaðist fljótlega reiðhjól og var með fyrstu krökkunum á Hvammstanga, sem eignuðust slíkt tæki, þá var það stolt þeirra sem ekki áttu hjól að fá að halda í hnakkinn hjá henni og hlaupa með. Eftir nám í unglingaskóla í Húsa- vík fór Bíbí í héraðsskólann í Reyk- holti. Þar var ungt og skemmtilegt fólk og Bíbí var sem fyrr hrókur alls fagnaðar og laðaði alla að sér með sínum bjarta brosi og skemmti- legu framkomu. Örlögin em stundum grimm. Fyrir jól greindist Bíbí með berkla og var flutt á berklahælið á Vífils- stöðum, þá 15 ára. Þennan vetur fengu fimm nem- endur Reykholtsskóla berklasmit. Á Vífílsstöðum vom þá eingöngu berklasjúklingar og allflestir á unga aldri. Felstum var það sameiginlegt að geta glaðst yfir litlu og sjá spaugilegu hliðina á lífinu og tilver- unni. Á Víflisstöðum störfuðu frábærir læknar og hjúkmnarfólk sem gerði allt sem í þess valdi stóð til að létta sjúklingunum lífið. Margir góðir gestir komu til að skemmta og á sumrin seldi Haukur pressari kaffí í tjaldi út í hrauni en GIsli bóndi sá um útvarp Vífilsstaðir. Bíbí fór í margskonar aðgerðir en allt kom fyrir ekki — ekkert dugði. Hún var full bjartsýni og lýsti at- burðum og aðgerðum sem hún gekk I gegnum á grábroslegan, hressandi en örlítið kaldhæðnislegan hátt. Bíbí var send í höggningu norðu á Akureyrarspítala en fór síðan til skammrar dvalar á Kristnesshæli. Þar hittum við hana hressa og káta og hún sagði okkur frá aðgerðinni og óráðinu þegar henni fannst ótal púkar dansa á sænginni og tilraun- um sínum við að koma þeim fyrir kattarnefn. Þetta var svo fyndin og skemmtieg frásögn að við grétum af hlátri, þó ekki væri okkur hlátur í huga þegar við komum. Bíbí fór aftur á Vífilsstaði, en batinn lét á sér standa. Ekki gafst hún upp, enda fannst orðið uppgjöf ekki í hennar orðaforða. Foreldrar hennar vom nú fluttir til Reykjavíkur að Lönguhlíð 17. Það var mikill munur fyrir Bíbí enda Lönguhlíðarheimilið ekkert venjulegt heimili. Þar bjuggu — auk t Ástkser eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN SIGURJÓNSSON vélstjóri, Logafold 46, lést í Landspítalanum, laugardaginn 18. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, ELÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Bárugötu 21, lést í Landspítalanum laugardaginn 18. júlí. Líney Pálsdóttir, Kristjana Pálsdóttir, Hannes Flosason. + Eiginmaður minn, FRIÐGEIR ÞÓRARINSSON húsasmfðameistari, Skólabraut S, Seltjarnarnesi, lést í Borgarspftalanum 17. júlí sl. Rósbjörg Jónatansdóttir. + Faðir okkar, GUÐNI ÁGÚST GUÐJÓNSSON, Víkurbraut 2, Sandgerði, lést í Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 19. júlí. Börn hins látna. + Ástkaer móðir mín, JENSINA MAGNÚSSON, Viðiteigi 8, Mosfellsbæ, áðurtil heimilis f Vejle, Danmörku, lést í Landspítalnum þann 18. júlí. Bjarki Jónsson. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, DR. GÍSLI FRIÐRIK PETERSEN læknir, Oddagötu 16, Re^kjavík, lést laugardaginn 18. júlí. Sigrfður Guðlaug Brynjólfsdóttir, Þórir Gíslasson, Helga Sigurjónsdóttir. + HREFNA MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR, sem lést 17. júlí á heimili sínu, Skúlagötu 80, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 15.00. Héðinn Hjartarson, Sfmon Jóhann Jónsson, Björk Erlendsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Reynir T raustason, Margrét Héðinsdóttir, Einar Sigurðsson, Ásrún Guðríður Héðinsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, HAUKUR STEFÁNSSON, Víðigrund13, Sauðárkróki, andaðist þann 17. júlí sl. Fyrir mína hönd, systkina hins látna og annarra vandamanna, Minný Leósdóttir. + + MAGNÚS ELÍASSON Elskuleg móðir okkar, frá Bolungarvfk SIGURJÓNA JAKOBSDÓTTIR verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. júlí frá Akureyri, kl. 10.30. er látin. Fyrir hönd aðstandenda, Börnin. Lilja Þorbergsdóttir. foreldra hennar, tvær yndislegar ömmur, öll systkinin og þar áttu vinir og kunningjar athvarf. Vorið 1954 fór Bíbí til Danmerk- ur á Vejle sanatorium og þaðan útskrifaðist hún í ágúst. Tíu ára sjúkrahúsvist var lokið. Nú voru bjartir tímar framundan fyrir þessa kjarkmiklu og lífsglöðu konu. Stef- án Jónsson unnusti hennar kom til Danmerkur. Þau giftu sig I Ráðhús- inu í Kaupmannahöfn og fóru síðan í brúðkaupsferð. Við heimkomuna fengu þau íbúð í Lönghlíð 17. Þar var oft margt um manninn, sungið, spilað og glaðst. Bíbí hafði alltaf ætlað sér að eignast tvö börn og í fyllingu tímans eignaðist hún dótturina Stellu, þrátt fyrir vamarorð lækna sem töldu að slík framkvæmdasemi mætti bíða. En Bíbí beið.ekki með neitt. Seinna fæddist svo sonurin Jón. Þá var hún búin að fá sín óska- börn og gleðin yfír að sjá þau dafna og þroskast var ómæld. Á þessum áram vora margar skemmtilegar ferðir farnar í veiðiár, útilegur og norður til æskustöðvanna. Eftir að móðir hennar féll frá fluttu þau Stefán til Hannesar föð- ur hennar og þar hefur heimili þeirra verið síðan, þótt Hannes félli frá . Heimili sínu stjómaði Bíbí af rausn og myndarskap, þótt hún ynni úti eftir að börnin komust á legg, og það gerði hún eins lengi og kraftar entust. Síðustu árin voru erfið, þrekið fór dvínandi og 12. júlí sl. tæmdist stundaglas þessara lífsglöðu bar- áttukonu. Að leiðarlokum er margt að þakka. Þegar sorg hijáði fjölskyldu okkar eða erfíðleikar steðjuðu að var Bíbí ætíð fyrsta manneskjan sem hringdi eða kom. Hún sýndi hugarþrek sitt í verki og veitti öðr- um af þeim lífskrafti sem einkenndi hana fram á síðustu ár. Það eru forréttindi að hafa þekkt og notið vináttu slíkrar kjarnakonu. Elsku Stefán, Stella, Jón, bama- börn og aðrir ástvinir. Við og fjöl- skyldur okkar vottum ykkur dýpstu samúð. Benny og* Sigrún. HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SfMI 671010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.