Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
Guðrún Guðjónsdóttir: Lína, 1992. Olía á striga.
Guðrún
Guðjónsdóttir
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Ekki verða allir þeir sem hafa
lagt stund á listnám til þess að
helga sig listinni sem ævistarfi, en
þó fjölgar alltaf í þeim hóp sem
hefur ánægju af að sinna listsköp-
un og vill leyfa öðrum að njóta
verka sinna. Það er alltaf gaman
að fylgjast með fyrstu skrefunum
hjá þeim sem eru tilbúnir til að
leggja nokkuð undir á listabraut-
inni; hjá sumum líður nokkur tími
frá því listnáminu lýkur þar til
fyrsta einkasýningin er haldin, á
meðan öðrum liggur meira á við
að koma upp sýningu, og flýta sér
mikinn, þó efni standi ekki alltaf
til stórræða. Þannig er listheimur-
inn í raun spegilmynd tilverunnar,
því að sömu sögu má segja á flest-
um sviðum mannlífsins.
Nú stendur yfir í FÍM-salnum
við Garðastræti fyrsta einkasýning
ungrar myndlistarkonu, Guðrúnar
Guðjónsdóttur. Hún er ein þeirra
sem hefur farið sér hægt; hún
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1977-79 og
síðan við List- og handíðaháskóla
Kaliforníu í Oakland, Bandaríkjun-
um, en þaðan útskrifaðist hún
1981. Hún tók síðan þátt í hinn
miklu sýningu UM-83 á Kjarvals-
stöðum, en er nú fyrst að koma
fram með sína fyrstu einkasýn-
ingu.
A sýningunni getur að líta tutt-
ugu og fjögur olíumálverk, sem öll
eru unnin á síðustu tveimur árum.
í hverju þeirra fer fram ákveðið
línuspil; lárettar línur, lóðréttar,
bogar, tíglar eða hringiður í fletin-
um skapa ákveðinn öxul, sem lit-
imir síðan ganga út frá. Mörg
verkanna eru tengd upplifun lista-
konunnar á landinu eða náttúr-
unni, og litasamsetningarnar bera
þá með sér þau tilbrigði, sem nöfn
verkanna vitna til.
Það er algengt að á fyrstu sýn-
ingum ungs listafólks beri mikið á
rannsóknum á gildum lita og
forma, og má segja að svo sé einn-
ig hér. Guðrún setur fram nokkuð
agað myndmál, þar sem línan og
liturinn leika stærstu hlutverkin.
Litirnir eru hreinir í myndunum
hér, og ákveðin dýpt myndast fyr-
ir þá undirbyggingu sem er að
fínna í hveijum fleti. Sum verkin
koma þannig vel til skila þeim
veðrabrigðum og árstímum sem
þau tengjast, t.d. „Vetur“ (nr. 24)
á meðan önnur beina athyglinni
að því línulega spili sem fer fram,
eins og í „Lína“ (nr. 1).
Á sýningunni getur að líta nokk-
urn hóp verka, sem listakonan
nefnir öll „í fjallinu. Þarna er um
að ræða myndir þar sem hinar lóð-
réttu línur ráða ríkjum; hvort sem
áhorfendur túlka þetta sem kletta-
sýnir, steypiregn í fjallshlíð eða á
annan hátt er áhugavert að skoða
þessi verk í samhengi, því að þann-
ig fæst góð mynd af vinnubrögðum
Guðrúnar og einkum af því á hvern
hátt hún vinnur með litina; hér er
að finna skemmtilegustu verkin á
sýningunni.
Sú myndlist sem birtist okkur í
verkum þessarar ungu listakonu
er ekki ímynd átaka og spennu,
heldur fer fram í þeim athugun
og úrvinnsla á einföldum viðfangs-
efnum. Slíkt er eðlilegt í fyrstu
skrefum á listabrautinni, því fólk
þarf að kynnast eigin gildum sem
best áður en tekið er til við stærri
verkefni. Þessi fyrsta einkasýning
Guðrúnar er góð byrjun á slíku
ferli.
Sýning Guðrúnar Guðjónsdóttur
í FÍM-salnum við Garðastræti
stendur til mánudagsins 27. júlí.
SÆNSK SAMSÝNING
Brita Wimnell-Macke: Hnísa (steypa).
Það hafa ýmsir viljað halda því
fram, að sumarið sé í listinni að
nokkru tími farand-Iistamanna; á
þeim árstíma sé talsvert um að
haldnar séu sýningar á verkum er-
Iendra listamanna, sem hingað hafa
komið til að kynnast landinu, öðlast
innblástur og vinna að list sinni.
Þeir vilji síðan sýna afraksturinn
hér, áður en þeir hverfa á brott og
reyna að sýna eigin landsmönnum
hverju þeir hafa fengið áorkað.
í þessu er sannleikskom, því víst
er hlutfall sýninga erlendra lista-
manna hærra á sumrin en öðmm
árstímum. En um leið gefst lands-
mönnum gott tækifæri til að kynn-
ast eigin landi í gegnum þá, sem
ekki hafa það fýrir augunum dag-
lega, því að glöggt mun gest augað.
Nú í júlímánuði hefur staðið yfir
í Hafnarborg menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar, samsýning
þriggja ungra listamanna frá Sví-
þjóð. Það kann að vera óvenjulegt
við þessa sýningu, hver þessi hópur
á margt sameiginlegt; hér eru á
ferðinni skólasystkin frá Valands
Konsthögskola í Gautaborg, þar
sem þau Mona Göpfert, Brita
Wimnell-Macke og Dick Anderson
voru öll við nám í kringum 1980.
Auk þess hafa Mona og Brita báð-
ar dvalið um hríð og unnið í gesta-
vinnustofum Hafnarborgar, þannig
að það er ýmislegt sem tengir
þrenninguna saman í listinni.
Á sýningunni eru rúmlega fimm-
tíu listaverk. I uppsetningunni er
verkum þeirra blandað saman,
þrátt fyrir að þau séu nokkuð ólík
að stíl og efnistökum. Þetta heppn-
ast ágætlega, þar sem framlög
þeirra þriggja eru mismikil á sýn-
ingunni; þannig sýnir Dick Ander-
son aðeins sjö verk, en þær stöllur
eiga álíka mörg verk hvor.
Dick Anderson sýnir hér stór
málverk, að mestu unnin með
akryllitum. Hér eru það hinir grófu
drættir sem ráða ríkjum í dökkum
flötunum, og minna verkin óneitan-
lega á þann þunga expressionisma
sem réð víða ríkjum í listheiminum
á síðasta áratug; „Baby Blake (nr.
10) hefur þó einhverja kímni til
að bera, og „African piano (nr. 30)
næstum geislar af fjöri í saman-
burði við önnur verk hans hér.
Mona Göpfert sýnir einnig akryl-
myndir, en þær eru smærri og íjöl-
breyttari í litum og formum. Nokk-
uð af verkum hennar ber með sér
að hið íslenska landslag hefur orð-
ið henni hugstætt, og þá fremur
sem myndrænar ímyndir en sem
staðarlýsingar. Sporöskjulaga
form eru oft áberandi í myndunum,
og þær eru vel unnar og sýna góða
tilfinningu fyrir litnum. Þetta eru
oft fínleg verk, þar sem formið og
liturinn vinna vel saman, og má
einkum benda á myndir eins og
„Kajakar (nr 15), „Sigalda (nr. 18)
og „Speglun í því sambandi; hin
næma myndsýn listakonunnar nýt-
Magnús Th. Magnússon
Tréð er sennilega fyrsta efnið,
sem maðurinn tók að móta myndir
sínar í, og þó önnur efni hafi bæst
við og tekið öndvegissætið í högg-
myndalistinni fyrir árþúsundum,
hefur þetta lífræna, sveigjanlega
efni ætíð átt sinn vísa sess í hug-
skoti listamanna. Einkum hefur
tréð verið áberandi vinsæll efniviður
í höndum þeirra sem hafa valið að
eyða frístundum sínum í skapandi
starfi við myndgerð, fremur en að
sitja með hendur í skauti og fylgj-
ast með verkum annarra, oft í gegn-
um ferhyrndan skerm sjónvarpsins.
Magnús Th. Magnússon er einn
slíkra manna, en hann hefur nú
fengist við að vinna höggmyndir í
um tvo áratugi. Um þessar mundir
stendur yfir í Perlunni á Öskjuhlíð
sýning á nær áttatíu verkum, sem
hann hefur unnið á undanförnum
árum. Honum finnst greinilega eiga
best við sig að vinna í tré, og hefur
safnað að sér efni úr ýmsum heims-
hornum, sem hann hefur síðan tálg-
að út, skorið, pússað og brennt,
allt eftir því sem myndefnin hafa
gefið tilefni til. Hinar mismunandi
viðartegundir bjóða upp á misjafnar
myndir, og tengjast þær í höndum
Magnúsar oftar en ekki ferðum
hans um heiminn eða þeim stöðum,
sem viðurinn er fenginn frá.
Verk Magnúsar fylla jarðhæð
Perlunnar og eru þar ýmist á stöll-
um eða veggjum, innan um veit-
ingaborð og hitabeltisplöntur, eins
og aðrar sýningar á þessum stað.
Eins og oft vill verða um myndverk
sjálfmenntaðra listamanna, má víða
kenna áhrif þekktra listamanna í
þeim formum og myndunum, sem
birtast í verkunum; við skoðun
þeirra koma nöfn Henry Moore,
Brancusi og jafnvel Naum Gabo
fljótt upp í huga þeirra sem kynnst
hafa verkum þeirra listamanna að
einhveiju ráði.
Þetta er stór sýning og fjölbreytt,
en einnig misjöfn að gæðum. Lista-
manninum tekst einna best upp í
þeim verkum, þar sem myndrænn
einfaldleiki og formrænir eiginleikar
efnisins eru nýttir til að skapa heild-
armyndina. Einföld verk eins og
„Systir Egyptans" (nr. 73), „Bark-
fugl“ (nr. 57), „Sköpun (nr. 67) og
Magnús Th. Magnússon mynd-
höggvari.
„Nílarbátur" (nr. 24) eru góð dæmi
um einfaldar höggmyndir, þar sem
formin eru sterk og heildarmyndin
verður því éinkar trúverðug. „Aust-
Sögnr af konum
Bókmenntlr
Skafti Þ. Halldórsson
Ragnhildur Ólafsdóttir:
— Den stumme — Melkorka. Smá-
sögur á íslensku og dönsku.
Forlaget Stokken. 1991.
Á Vestur-Sjálandi í Danmörku
starfar Bókaútgáfan Stokken. Hún
er í eigu íslenskrar konu, Ingu Birnu
Jónsdóttur. Nýlega kom út á vegum
þessa útgáfufyrirtækis smásagna-
safn eftir Ragnhildi Ólafsdóttur —
Den stumme — Melkorka sem í senn
er á dönsku og íslensku. Ragnhildur
er fædd árið 1918 á Tálknafirði en
fluttist til Danmerkur árið 1938 og
hefur búið þar síðan. Sögur Ragn-
hildar eru samdar á dönsku en í
bókinni eru þær einnig í íslenskri
þýðingu. Norræni þýðingarsjóðurinn
styrkir þessa útgáfu.
Smásögur Ragnhildar eru aiþýð-
legar. Reynsluheimur þeirra er feng-
inn úr hversdagslífi alþýðukvenna
og stíll þeirra er raunsæislegur án
þess þó að þeim sé ætlað að taka
fyrir þjóðfélagsleg vandamál. Vandi
persónanna er að jafnaði einstakl-
ingsbundinn og ekki tengdur þjóðfé-
lagsgagnrýni sérstaklega þó að
segja megi að í gegnum sögurnar
megi lesa gagnrýni á karlaveldi.
Frásagnarhátturinn er hefðbundinn
og sögurnar byggðar upp í kringum
klassísk hvörf. Söguefninu er safnað
í kringum mikilvægan atburð í ævi
aðalpersónunnar og reynt að veita
lesendum sýn inn í eðli hennar, ævi
og kjör. Oftar en ekki breytast lífs-
hættir og lífsviðhorf persónanna við
þessa atburði og þær sjá líf sitt í
nýju Ijósi.
Dauðsföll koma gjarnan við sögu.
í einni sögunni missir ung stúlka
foreldra sína og afa í bílslysi, önnur
segir frá konu sem missir son sinn
í mótorhjólaslysi og sú þriðja segir
frá hjúkrunarkonu sem verður fyrir
því að á sjúkradeildina sem hún
starfar við kemur fyrrverandi eigin-
maður hennnar dauðvona. Meginvið-
fangsefni sagnanna eru viðbrögð við
atburðunum og í sumum þeirra að-
dragandi þeirra.
Konur eru í öllum aðalhlutverkum
sagnanna og sögumiðjan og sögu-
Ragnhildur Ólafsdóttir
samúðin tengist alltaf kvenlegum
reynsluheimi þeirra. Konurnar tak-
ast á við erfiðleika sem oftar en
ekki eru einhvers konar tilfinninga-
leg togstreita sem vakin er upp af
ytri veruleika oft með harkalegum
hætti. Fyrir utan dauðsföllin á karla-
veldið og misbeiting valds mestan
þátt í erfiðleikunum. Ragnhildur
málar það nokkuð sterkum litum
eins og sést á því að í þeim fámenna
karlahópi sem kemur við sögu eru
nauðgari, flagari og maður sem tek-
ur ambátt frillutaki. Hitt er svo aft-
ur athyglisvert að sögur Ragnhildar
enda undantekningarlaust á því að
aðalpersónan sigrast á vandanum,
sigrast á sjálfri sér.
Gott dæmi um þessa framvindu
er fyrsta og ef til vill besta saga
bókarinnar, Stúlkan og ég, sem seg-
ir frá ungri stúlku sem hyggst fyrir-
fara sér með því að kasta sér fram
af bjargi. Sjálfstortímingarhugleið-
ingar stúlkunnar eru bersýnilega
andsvar við því að hún finnur til
vanmáttar gagnvart einhveiju valdi,
hvort sem það er karlaveldi eða vald
náttúrunnar:
„Hugsanir hennar nokkurs konar
myndir. Greinilegar og ógreinilegar
í senn. Stórar myndir. Þjakandi
myndir... Myndirnar eru tengdar
við vald. Vald og vanmátt“(10).
En stúlkan sigrast á sjálfri sér
þrátt fyrir vanmáttinn og hættir við
á seinustu stundu.
Sögur Ragnhildar höfða nokkuð
misjafnlega til mín. Sem fyrr getur
eru þær samdar á dönsku og flestar
túlka þær danskan veruleika, nokk-
uð framandlegan borgarveruleika.
Nöfnin á persónum eru dönsk og
enda þótt aðstæðurnar geti talist
sammannlegar gerast þær á danskri
grund og í dönskum veruleika. Tvær
sögur skera sig nokkuð úr hvað þetta
varðar, Stúlkan og ég og lengsta
saga bókarinnar, Melkorka, sem er
endursögn og túlkun höfundar á
þeim þætti Laxdælu þar sem Mel-
korka Mýrkjartansdóttir kemur við
sögu út frá kvenlegu stjónarhorni.
Þessar tvær sögur gerast í íslenskum
veruleika og einhvern veginn höfða
þær meir til mín en hinar.
Það setur dálítið mark sitt á text-
ann að hann er saminn á dönsku.
Enda þótt þýðingin sé oft nokkuð
þokkaleg bregður þó fyrir orðalagi
sem ekki samræmist minni málvit-
und að öllu leyti. Ég á því t.a.m.
ekki að venjast að tár séu nefnd
vökvi sem þýðing á væske.
Bókin er gefin út í kiljuformi og
bókarkápa lætur lítið yfir sér. Prent-
villur sá ég nokkrar en ekki þó til
neinna verulegra lýta. Sá háttur að
prenta texta öðrum megin opnu á
íslensku og hinum megin á dönsku
getur að minni hyggju gert það að
verkum að bókin henti til dönsku-
kennslu á Islandi og íslenskukennslu
í Danmörku. En um gildi hins danska
máls í bókinni læt ég öðrum eftir
að dæma.