Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 Heimsmeistaramót undir 21 árs í snóker: Islendingar komnir á sigurbraut í Brunei Frá Guðjóni Guðmundssyni, blaðamanni Morgunblaðsins í Brunei. ÍSLENDINGAR sigruðu í öllum viðureignum sínum að einni undanskil- inni í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í snóker, sem haldið er í Brunei, höfuðborg Brunei Darussalam, Iitlu soldánsdæmi á eyjunni Borneo. Mótið hófst síðastliðinn sunnudag og lýkur því 1. ágúst nk. Átta íslendingar taka þátt í mót- og Jóhannes B. Jóhannesson vann inu og eru með flölmennustu sveit Young Ann frá Brunei 4—0. í gær mótsins, að gestgjöfunum undan- skildum. Opnunarleikur mótsins sl. sunnudag var viðureign Jóhannesar B. Jóhannessonar og Patricks Del- semmes frá Belgíu, sem er stiga- hæsti maður mótsins og lenti í öðru sæti á síðasta heimsmeistaramóti á Indlandi á síðasta ári. Jóhannes tap- aði, vann einn ramma en tapaði fjór- um. Jóhannes, sem er 8. stigahæsti maður mótsins, vann Filippseyinginn Manolo 4—3. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingur kemst á lista yfir stigahæstu menn á heimsmeistara- móti. í fyrstu umferð sigraði Ásgeir Ásgeirsson Dossa fra Indlandi 4—1, Hjalti Þorsteinsson tapaði óvænt fyr- ir indverskum keppanda, Þorbjöm Sveinsson vann Tuah frá Brunei 4—0 Löglærðir fulltrúar: sigruðu íslendingar með yfirburðum í öllum sínum viðureignum. Kristján Helgason vann Yap Fu frá Brunei 4—0, Halldór Sverrisson vann Yes Sir 4—1 og Gunnar Adam Ingvarsson vann Jamal frá Pakistan 4—1. Nú þegar hafa verið gerð tvö „break“ á mótinu, sem merkir að spilarar hafa skorað meira 100 stig í einni lotu. Á fundi stjórnar Prestafélagsins í gær varð niðurstaðan sú að formaðurinn stefndi ríkisstjóminni fyrir dóm. Hér em þrír stjórnarmenn að fundi loknum með úrskurð kjaradóms fyrir framan sig. Frá vinstri: Sr. Guðni Þór Olafsson á Melstað í Miðfirði, sr. Geir Waage og sr. Baldur Kristjánsson á Höfn í Hornafirði. Látið reyna á gildi bráðabirgðalaganna fyrir dómstólum: Siðferðileg rök að baki máls- höfðun á hendur sljóminni - segir sr. Geir Waage, formaður Prestafélagsins SR. Geir Waage, formaður Prestafélags íslands, segir að siðferðileg rök liggi að baki þeirri ákvörðun sinni að stefna ríkisstjórninni fyr- ir dóm og krefjast ógildingar bráðabirgðalaganna um kjaradóm. Með nýjum úrskurði kjaradóms, sem kveðinn var upp í samræmi við bráðabirgðalögin, var horfið frá því að hækka laun presta um- talsvert með tilliti til afbrigðilegs vinnutíma presta, stöðugra bak- vakta og útkalla, og laun þeirra þess í stað hækkuð um 1,7%. Prest- ar telja bráðabirgðalögin bijóta stjórnarskrána. Samkomuiag er um nýja skilgreiningu LÖGLÆRÐIR starfsmenn hjá hér- aðsdómum og sýslumannsembætt- um og viðsemjendur þeirra undir- rituðu samning sl. föstudag. Að sögn Völu Valtýsdóttur, formanns Stéttarfélags lögfræðinga í ríkis- þjónustu, náðist samkomulag um röðun starfa í launaflokka á grundvelli gildandi kjarasamn- ings milli félagsins og fjármála- ráðherra. „Það var ekki verið að undirrita raunverulegan kjarasamning heldur var verið að skilgreina ný störf lög- lærðra starfsmanna hjá héraðsdóm- um og sýslumannsembættura, eftir aðskilnað dóms- og umboðsvalds," segir Vala. Samningurinn nær til þessara starfsmanna í embættum alls staðar á landinu. Kjarasamningur lögfræðinga í rík- isþjónustu var laus 1. september á síðasta ári. , Fyrst ber að nefna svokallað Námsmannalínukort sem er debet- kort til notkunar í hraðbönkum er- lendis. Við notkun þess munu út- tektir erlendis skuldfærast jafnóð- um af tékkareikningi eða gjaldeyr- isreikningi í Búnaðarbankanum. Eiga SINE-félagar þannig kost á að lækka verulega allan kostnað við gjaldeyrismillifærslur auk þess sem millifærslan er gerð auðveldari „Þegar ríkisstjórnin tók fram fyrir hendurnar á úrskurðaraðilan- um, kjaradómi, er þess að gæta að kjaradómurinn er löglega skipað stjómvald, sem tók efnislega af- stöðu á grundvelli laga, sem um hann gilda,“ sagði Geir Waage í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þótt ríkisstjórninni hafi af ein- hveijum ástæðum ekki fallið við þá niðurstöðu eða hún verið ósammála henni, þá getur það varla verið brýn nauðsyn, að skilningi stjómarskrár- innar, fyrir beitingu neyðarvald- boðs, sem bráðabirgðalögin eru í sjálfum sér.“ Geir sagði að nógur tími virtist hafa verið fyrir hendi til að kalla en áður. Af öðrum nýjungum má nefna framfærslulán sem nemur allt að 100% af lánsloforði frá LÍN - méð lægri vöxtum en almennt tíðkast. Þeir sem eru á fyrstu önn geta fengið lánað allt að 90%. Auk þess fá SÍNE-félagar þijá námsstyrki, Ián vegna búslóðaflutn- inga, námslokalán og ýmislegt fleira. (Fréttatilkynning.) Alþingi saman. í forskrift ríkis- stjórnarinnar fyrir seinni úrskurði kjaradóms hefði dóminum verið gefinn frestur til 31. júlí að kveða upþ endanlegan úrskurð. „Hvar er þá þörfin eða orsökin fyrir flýtinum? Það var auðvelt að kalla Alþingi saman til að fjalla um málið innan þessara tímamarka ef ekki mátti bíða til 17. ágúst, þegar fyrir lá að Alþingi kæmi saman. Þannig hefur ríkisstjórnin sjálf fellt fyrir sér allt, sem snýr að tímamörkunum," sagði Geir. Hann sagði að siðferðileg rök lægju einkum að baki ákvörðun sinni. „Prestafélagið er algjörlega vopnlaus aðili. Við höfum hvergi nokkurs staðar möguleika á að beita okkur í málinu. Við getum ekki áfrýjað máli okkar til neins og við höfum heldur ekki tök á neins konar valdbeitingu eða ígildi hennar eins og verkfalli eða ein- hveiju slíku. Það eina, sem við get- um gert, er því að mótmæla," sagði Geir. „Venjuleg mótmæli, borin fram við þennan aðila, sem er tví- vegis búinn að beita neyðarákvæði gagnvart okkur, er harla lítils virði. Það er eins og að skvetta vatni á gæs.“ Geir sagði að kjarabætur presta væru afar brýnar og ekki væri hægt að kalla ástandið hjá mörgum prestum annað en fátækt. „Þó að kjarabæturnar séu þess vegna brýnar, eru þær eðli málsins sam- kvæmt léttvægari en þetta stóra meginatriði; að það er ekki hægt að líða neinum, og allra sízt fram- kvæmdavaldinu í landinu, þá hegð- un sem framkvæmdavaldið hefur sýnt í þessu máli. Ef eitthvað er tekur hún fram frekjunni, sem þeir sýndu gagnvart BHMR á sínum tíma,“ sagði hann. Formaður Prestafélagsins sagði að með því að stefna ríkisstjórninni væri hann að grípa til þeirrar einu vamar, sem prestar ættu. „Þetta era einu mótmælin, sem ekki verður fleygt samstundis eins og fölnuðu grasi. Með því að fara þessa leið þykjumst við vera að tryggja mót- mælum prestastéttarinnar vandaða meðferð. Þessi mótmæli eru viðvar- andi á meðan dómstólarnir fjalla um þau,“ sagði sr. Geir. Hann gagnrýndi ríkisvaldið fyrir að ganga fyrst á samninga, sem það hefði sjálft gert við BHMR og ijúfa nú grið þeirra, sem væra sett- ir undir kjaradóm. „Við lítum svo á að menn eigi að njóta friðar und- ir kjaradómi og fá óvilhalla meðferð sinna mála. Á móti hafa menn fram- selt réttindi, sem engan veginn geta talizt léttvæg; verkfalls- og samn- ingsrétt," sagði Geir. Hann sagðist telja að stjórnvöld hefðu rýrt álit íslands sem lýðræðis- ríkis með því að beita forneskjuleg- um neyðarúrræðum hvað eftir ann- að í dægurmálum. „Það hlýtur að vera athugandi fyrir þá menn, sem veita málum okkar forystu, hvort þetta er sú auglýsing, sem er okkur gagnlegust við þær aðstæður, sem þeir sjálfir telja okkur trú um að við séum í núna,“ sagði Geir. Hann sagði að í meðferð málsins hlyti að skýrast hver væri ríkis- stjórnaraðild verkalýðsforystunnar á hveijum tíma. „Það virðist vera um það samkomulag, þótt um það finnist hvergi stafur á bók, að verkalýðsforingjamir þurfi ekki annað en að láta hvína dálítið í sér, og þá hlaupi stjórnvöldin til og geri nákvæmlega eins og þeir mæla fyrir,“ sagði hann. Sr. Geir Waage segist hafa tekið þá ákvörðun að höfða mál gegn ríkisstjórninni í eigin nafni. For- maður Prestafélagsins sé kjörinn á aðalfundi beinni kosningu og hafi því beint umboð félagsins. Prestafé- lagið er því ekki formlegur aðili að málinu. Merkur fornleifafundur á Grænlandi: Bæjarrústir reistar af Islendingnm finnast FUNDIST hafa á Grænlandi einstaklega vel varðveitar bæjarrústir frá miðöldum. Samkvæmt heimildum er talið að íslendingar hafi reist þetta bæjarþorp. í sumar hóf hópur frá Þjóðminjasöfnum Grænlands og Danmerkur að rannsaka þennan fund og var einum íslenskum fornleifafræðingi, Guðmundi Ólafssyni, boðið að taka þátt í rannsókninni. Guðmundur Olafsson sagði að bæjarrústimar væra frá miðöldum, aldursgreiningar bentu til þess að bærinn hefði verið reistur um 1000 og verið yfirgefin á seinni hluta 14. aldar. Guðmundur sagði að þessar bæjarrústir hefðu fundist fyrir tilviljun. Þær hefðu verið huldar sandi, sem líklega væri afleyðing uppblásturs, og hefði fundist þegar straumhörð jökulá sem rennur um dalinn, þar sem rústirnar væru, hefði farið að bijóta bakkana. Hann sagði að menn hefðu þá tekið eftir því að húsaviðir hefðu staðið út úr ár- bakkanum. Að sögn Guðmundar er bærinn í mikilli hættu frá ánni sem hefur grafið sig inn í árbakk- ann. Guðmundur sagði að það ein- kenndi þennan bæ hve allt væri vel varðveitt. Hlutir eins og timb- ur, lífrænar leifar, og fatnaður litu út eins og þeir hefðu verið skildar eftir fyrir ári síðan. Það væru sand- urinn og sífreri í jörðu sem hefðu geymt allt svona vel. Guðmundur sagði að veggir í húsinu væra al- veg uppistandandi og burðargrind húsins væri einnig varðveitt. Hann sagði að nauðsynlegt væri að flytja stórvirkar vinnuvélar á staðinn til þess að skafa sandinn ofan af svæðinu þar sem bærinn væri. En í sumar hefði 500 tonnum af sandi verið mokað af svæðinu. Guðmundur sagði að samkvæmt heimildum væri talið að íslending- ar hefðu búið þarna en enginn merki eins og rúnaristur hefðu fundist til þess að staðfesta þetta. Aðalbyggðin hefði verið í næsta dal, Austmannadal, og engar heimildir væru til um byggð í þess- um hliðardal, þar sem rústirnar væru. Hann sagði að rannsóknar- menn álíti að þetta væri einn af stærstu bæjum eða bæjarþorpum sem hefðu fundist. Bærinn væri um 20-30 metra breiður og bygg- ingarleifar væru á 100 metra löngu svæði en óvíst væri hvort þær væru samhangandi. Þessi bær hefði þróast í nokkur hundruð ár og hefði þess vegna ekki allur ver- ið notaður í einu. Guðmundur telur þennan fund þvi einstakt tækifæri til þess að rannsaka bæjarþróun. Guðmundur sagði að Þjóðminja- safn Grænlands stæði að þessari rannsókn í samvinnu við Þjóð- minjasafn Danmerkur en sér hefði verið boðið að taka þátt fyrir hönd íslands. í sumar hefði verið þarna 10 manna hópur í einn mánuð. Nú væri verið að afla styrkja til þess að halda áfram en það væri ákaflega dýrt að stunda rannsókn- ir í afdölum á Grænlandi t.d. þyrfti að flytja öll aðföng að með þyrlum. Við undirritun samnings. Frá vinstri: Edda Svavarsdóttir og Jón Adólf Guðjónsson frá Búnaðarbanka, Ólafur Briem og Ingibjörg Jónsdóttir frá SÍNE. Njr fjármálasamningur SINE og Búnaðarbankans SAMBAND íslenskra námsmanna erlendis og Búnaðarbanki íslands endurnýjuðu samning sinn um fjármálaþjónustu 17. júlí sl. Þar er að finna ýmsar nýjungar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.