Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VlDSKIPn/AlVINNUllF ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 29 Stjórnun Starfsfólk ífyrirrúmi '92 eftir Marinó G. Njálsson Það hljómar kannski undarlega, að setja starfsfólk í öndvegið og viðskiptavina þar fyrir aftan. Fyr- ir mörg fyrirtæki hefur þetta ein- mitt reynst lykillinn að velgengni. Hugmyndin er einföld: Ef starfsfólkinu líður vel veitir það betri þjónustu. Það skilar sinni líð- an til viðskiptavinanna og þeir verða ánægðari. Niðurstaðan er betri viðskipti, meiri velta, meiri hagnaður og fyrirtækjunum helst betur á starfsfólki. Það var a.m.k. reynsla Hal Ros- enbluth, aðaleiganda og forstjóra Rosenbluth Travel. Árið 1978 velti fyrirtækið 20 til 30 milljónum USD og vegnaði vel. Hann sá að starfsfólkið var að keyra sig út fyrir fyrirtækið og uppgötvaði að það væri í hans verkahring að sjá til þess að því liði vel. Þ.e. að skapa rétt vinnuumhverfi, réttan tækja- búnað og rétta yfirstjórn. Þar með þurfti að eyða ótta, gremju, skriff- innsku og gerræðishætti. Rosenbl- uth fannst það sjálfgefíð að þetta þýddi ívilnanir og kaupauka til starfsfólks þegar vel gekk, en ekki síður að hjálpa fólki til að þroska sjálft sig. Árið 1990 var veltan komin upp í 1,3 milljarða USD og þakkaði Rosenbluth það fyrst og fremst þeirri ákvörðun hans að setja starfsfólkið í fyrirrúmið, ekki viðskiptavinina. Það er ekki þar með sagt að viðskiptavinurinn skipti ekki máli. Langt frá því. Það er enginn vandi að flagga því, að viðskiptavinurinn sé í fyrirrúmi, en ef starfsfólkið er á sama tíma óánægt verður viðskiptavinurinn ekki í fyrirrúmi hjá því. Óánægður starfsmaður hugsar meira um eigin gremju en að sinna viðskiptavininum. Sálfræði Rosenbluth var að setja starfsfólkið í öndvegið og þannig gæti það sett viðskiptavin- inn í öndvegið. Þetta er sama sál- Tækni Hefur oft reynst lykillinn að velgengni fræði og jógarnir kenna: Gefðu öðrum og þá munu þeir gefa. Niðurstaðan hjá Rosenbluth var fyrirtæki, sem lagði áherslur á fólk, þjónustu og hagnað. Yfír- mennirnir einbeittu sér að því að hugsa um starfsfólkið, starfsfólkið einbeitti sér að þjónustunni og niðurstaðan varð hagnaður. Rétt hugarfar skiptir máli Hver kannast ekki við að vera þreyttur og slappur og að drepast úr leiðindum í vinnunni? Allt fer í taugarnar á manni og ekkert virðist ganga upp. Helst óskar maður þess að vera kominn í eitt- hvert miklu skemmtilegra starf. Viku seinna er varla til skemmti- legra og áhugaverðara starf. Hvað er það sem breyttist? Starfið? Kannski að hluta, en að mestu var það viðhorfíð til starfs- ins, sem breyttist. Það var orkan, sem lögð var í það, sem breyttist. Hugarfarið. Það er nefnilega stað- reynd að við mótum afstöðu okkar til starfsins, en ekki starfið sem mótar okkur. Tilfínningar eru hlutir, sem við ein getum breytt, en aðrir geta í mesta lagi breytt umhverfinu, sem tilfinningarnar mótast af. Þetta er það, sem Hal Rosen- bluth gerði. Hann hjálpaði starfs- mönnum sínum að móta jákvæða afstöðu til starfs síns með því að taka frá þeim ástæðu til ótta, gremju, leiðinda og öfundar. Hann gerði starfsumhverfið aðlaðandi og þægilegt. Og starfsfólkið, sem hann raunar kallaði samstarfs- menn, gerði það besta úr þessari jákvæðu breytingu. Vissulega getur verið að eitt- hvert starf henti ekki ákveðnum einstaklingi og það er ekkert at- hugavert við það að skipta um umhverfi. En að starf sé leiðinlegt er manns eigin afstaða til þess (og það jafnvel til starfs, sem maður mótaði sjálfur). Oftast er ástæðan fyrir því að starf er leiðinlegt sú að maður hefur ekki áhuga á því eða er ekki með hugann við það. Kannski er maður að hugsa um sumarfríið, sem er í vændum, eða nýlega bíómynd. Sem sagt, maður er ekki á staðnum, nema líkaminn. Þannig eru leiðindi í starfí oftast afleiðingar eigin gjörða, ekki ann- arra. Getur maðu’r breytt þessu? Já, ef maður hefur vilja til þess. Mikil- vægast er að vera heill í starfinu, vera á staðnum og hætta að erga sig út í það hvernig aðrir vinna sitt starf. Hafi starfsaðferðir ann- arra skaðleg áhrif á manns eigin starf getur maður gert kröfu til annarra, að þau bæti starfshætti sína þannig, að það skaði mann ekki. En fyrst verður maður að gera þessa kröfu til sjálfs sín og uppfylla hana. Skynsamur yfírmaður sér starfsfólki sínu fyrir starfsum- hverfi, sem auðveldar því að fínna ánægju í starfí og verðlaunar þá sem standa sig vel. Hjá Rosenbl- uth Travel var niðurstaðan krafta- verki líkust. Höfundur er með verkfræðigráðu í aðgerðarannsóknum frá Stan- ford-háskóla. Verð frá: 969.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 SJ O' Gódcmdagirm! 17,1% Aisávöxl mi unilram veröbölgu s.l. (i mán. SJOÐSBREF 7 Eignir sjóðsins eru ávaxtaðar í þýskum hlutabréfum. Góð áhættudreifing fyrir þá sem eiga nokkurt sparifé. VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Danberg með nýjan símbréfa- sendi DANBERG-heildverslun hefur hafið innflutning á símbréfa- sendi sem nefnist ET-FAX-7 og er allt í senn; myndsendir, skanner, prentari og ljósritun- arvél. Einnig er möguleiki á tölvutengingu. í fréttatilkynningu segir að ET FAX-7 sé fyrsta sjálfstæða tele- fax-tækið sem unnið getur með PC-tölvum sem fax, skanner og prentari. Tækið er einnig hægt að nota sem fax án tölvu. Ennfremur segir að tölvutengingin bjóði upp á áður óþekkta möguleika því með tækinu er hægt að fá forrit sem gerir það auðvelt í notkun hvort sem er í netkerfum, Windows umhverfi eða samskiptum við for- rit. Þá er hægt að flytja myndir og skrifað efni yfir á tölvu, stækka þar og minnka og nota við skýrslu- gerð ofl. Tækið er á svipuðu verði og ódýrustu símbréfasendar á markaðnum. Aðeins á MANUDAG OG ÞRIÐJUDAG 3.640 ~ ~ íjý'1' É ly 2.730.- SKVNDISRLH! / / AS0LHUSG0GNUM STÓLAR - B0RÐ - BEKKIR - SESSUR o.fl. HLLT flfl 40/. HFSLHTTUR! SEGLAGERÐIN ÆGIR EVJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • S. 91 - 621780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.