Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
43
ÞRIÐJUDA GS-
TILBOÐ
MIÐA VERÐ KR. 300Á
ALLAR MYNDIR.
SYLVESTER STALLONE • ESTELLE GETTY
ÓBORGANLEGT GRÍN OG SPENNA
Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11.
TÖFRALÆKNIRINN
★ ★★★ Pressan.
Leikur Sean Connery gerir
þessa mynd ógleymaniega.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
NÆSTUMÓLÉTT
Eldfjörug gamanmynd.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
MITT EIGIÐIDAHO
Erábær verðlaunamynd.
★ ★★ Mbl.
Sýnd kl. 11.
Bönnuð innan 16 ára.
REGNBOGINN SÍMi: 19000
Lögreglan:
Vitni vantar
að árekstri
LÖGREGLAN í Reykjavík vant-
ar vitni að árekstri sem varð á
gatnaljósunum á Vesturlands-
vegi við Höfðabakka um klukk-
an 14.15 á sunnudag. Tveir bílar
skullu þar saman, blár Nissan
Sunny og rauðbrúnn bíll af
bandarískri gerð.
Nissan Sunny bílnum var ekið
vestur í átt til Reykjavíkur en sá
bandaríski beygði í veg fyrir hann
norður Höfðabakkann í átt að
Grafarvogi. Þeir sem urðu vitni
að árekstri þessum eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við
Reykjavíkurlögregluna.
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
Gijóthrun stórskemmdi
bifreið í Búlandshöfða
Grundarfirði.
GRÍÐARSTÓR grjóthnullungur
hrundi á bíl i Búlandshöfðanum
nýlega. Sverrir Karlsson, eigandi
Vinny leysir vandann
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóhöllin
Vinny frændi - „My Cousin
Vinny“
Leiksljóri Jonathan Lynn. Að-
alleikendur Joe Pesci, Marisa
Tomei, Ralph Macchio, Fred
Gwynne. Bandarísk. 20th Cent-
ury Fox 1992.
Á hverju ári skjóta upp koll-
inum myndir sem koma á óvart í
miðasöluni. Oftar en ekki valda
þær framleiðendum sínum og
dreifingaraðilum höfuðverk en svo
eru það hinar sem aldrei var ætl-
ast til mikilis af en taka uppá því
að „rusla inn“ (svo maður noti
orðalag auglýsingarinnar) nokkr-
um milljörðum. Svona nánast upp-
úr þurru, sér og sínum til ómældr-
ar gleði og ánægju.
Vinny frændi tilheyrir einmitt
síðarnefnda hópnum. Þetta er
lauflétt gamanmynd sem á gott
með að koma fólki í gott skap og
hresst andrúmsloft í salnum. Pesci
leikur nýútskrifaðan, ekkert of
kláran en kjaftaglaðann lögfræð-
ing frá Brooklyn sem tekur að sér
að veija frænda sinn (Macchio)
sem lent hefur í afleitum málum
niðurí Alabama ásamt félaga sín-
um. Þetta er fýrsta dómsmál lög-
mannsins, sem féll fimm sinnum
á lokaprófum og er ekki beint lík-
legur til afreka lengst af. En þá
fær hann stuðning úr óvæntustu
átt.
Efnið verður seint talið trúverð-
ugt og í þynnri kantinum en tils-
vörin eru mörg lunkin og Pesci
tekst mætavel að halda fjörinu
gangandi með aðstoð hinnar ít-
urvöxnu og bráðskemmtilegu
gamanleikkonu Tomei. Áhorfend-
ur verða þó að horfa framhjá
álappalegum aldursmun parsins
en Pesci er greinilega mikið í mun
að halda ímynd sinni unglegri.
Aukaleikararnir eru upp til hópa
vel valdir (ef Karatestrákurinn er
undanskilinn) og standa sig með
sóma. Einkum er Gwynne karlinn
ábúðamikill svo og saksóknari
fylkisins. En það er Pesci sem ber
myndina uppi og tekst með ágæt-
um að koma til skila hinum ólík-
lega boðbera réttlætisins þarna
langt niðurí í suðrinu, lögfræð-
ingnum sem sleppur fyrir horn á
visku götunnar frekar en bókar-
innar. Tomei er bráðefnileg leik-
kona sem lífgar mikið uppá mynd-
ina með hispurslausri framkomu
og að maður tali ekki um litríkan
klæðnaðinn.
bílsins sá hrunið í tæka tið og
náði að stöðva bílinn þannig að
grjótið lenti ofan á frambrettið
og framrúðu vinstra megin og
munaði því hársbreidd að steinn-
inn Ienti á bílstjóranum. Hnull-
ungurinn er u.þ.b. einn og hálfur
metri á hæð og breiddin er rúm-
lega einn metri.
Milli Grundafjarðar og Ólafsvík-
ur liggur vegurinn utan í Búlands-
höfða. Er höfði þessi talsverður
vegartálmi á vetrum vegna snjó-
flóðahættu og á öllum árstímum
hrynur talsvert gijót úr fjallinu.
Flestir sem um þennan veg fara
verða varir við smásteina á veginum
og einstaka sinnum má á leið sinni
sjá gijót hrynja úr fjallinu fyrir
framan eða aftan bflinn. Þó eru slys
eða eignartjón vegna hruns sjald-
gæf á þessum stað. Bíll Sverris er
stórskemmdur og tjónið tilfinnan-
legt því tryggingar bæta ekki tjón
sem þetta. „ .. .
r - Hallgnmur.
UR DAGBÓK
LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK:
9. til 11. maí 1992
Helgin var tiltölulega róleg í
heild sinni. Um 80 ölvunarútköll
voru bókfærð í stjórnstöð, 20
árekstrar, 3 umferðaróhöpp, þar
sem minniháttarslys urðu á fólki,
28 kvartanir vegna hávaða af völd-
um gleðskapar í heimahúsum og
eða í nágrenni heimila. Rúðubrot
voru tilkynnt 7 til lögreglu þessa
helgi og í fimm tilfellum náðist í
þá sem ollu rúðubrotunum.
5 innbrot og 9 þjófnaðarmál
voru tilkynnt en ekkert þeirra stór-
vægilegt. Vert er að vekja athygli
á að nokkuð hefur verið um að
farið er inn í íbúðir um glugga sem
skildir eru eftir opnir á kvöldin og
að næturlagi. Þannig er peningum
stolið, sjónvörpum, videótækjum
og öðrum samskonar verðmætum
stolið. Það er því rétt að fólk gangi
tiyggilega frá opnanlegum glugg-
um á jarðhæðum húsa, áður en
gengið er til náða, eða farið að
heiman.
Mikið var um útköll vegna
hávaða í heimahúsum og í mörgum
tilfellum höfðu foreldrar og eða
húsráðendur farið út úr borginni
og skilið unglinga eftir heima, sem
buðu síðan í samkvæmi. Átti lög-
reglan í miklum önnum vegna
þessa aðfaranótt laugardagsins og
langt fram á morgun. í sumum til-
fellum var kvartað oftar en þrisvar
frá sama staðnum, þar sem fólk
fór ekki að tilmælum lögreglu.
Á laugardagskvöld var tilkynnt
um að hundur hefði bitið ellefu ára
dreng, þar sem hann var í Elliðaár-
dal við Sprengisand. Hundurinn var
stór og hvítur að lit, en hann fannst
ekki þrátt fyrir leit. Elliðaárdalur-
inn er meðal þeirra úivistarsvæða
sem óleyfilegt er að vera með
hunda á og er vert í þessu sam-
bandi að brýna hundaeigendur á
að kynna sér betur þær gildandi
reglur um hundahald og virða þær.
Þá var árrisull kokkur fyrir
óskemmtilegri reynslu er hann
laust eftir kl.03:00, aðfaranótt
sunnudags hugðist kæla skírnart-
ertu, sem hann hafði bakað, en
tertuna átti að nota þann sama
dag. Er hann hafði látið tertuna
út fyrir dyr veitingastaðarins, bar
að tvo pilta sem gerðu sér lítið
fyrir og stálu tertunni og fundust
ekki þrátt fyrir leit lögreglu. Við
þetta bökuðust vandræði, en kokk-
urinn leysti úr þeim með því að
baka aðra tertu.
Þá átti það sér stað snemma á
sunnudagsmorgun að ökumönnum
tveggja bifreiða rann í skap. Upp-
hafið var að annar ökumanna taldi
hin hafa svínað á sér og fékk sá
senda kókdós í framrúðu bifreiðar-
innar. Við það brást sá hinn versti
við og upphófst nú eltingaleikur
um götur borgarinnar. Reyndi sá
sem kókdósina fékk, að keyra ít-
rekað á hinn og tókst það í eitt
skipti, en lenti einnig á umferðar-
merki. Sá sem eltur var reyndi að
komast undan og ákvað að komast
á lögreglustöðina. Á Hverfisgötu
fyrir framan lögreglustöðina stopp-
aði hann, en sá sem elti kom þá
hlaupandi út úr bifreið sinni og tók
til við að beija bíl hins að utan og
sparka í hann. Þá bar að lögreglu-
menn sem skökkuðu leikinn. Sá
sem elti, sparkaði og barði reyndist
vera ölvaður og var því færður í
fangageymsluna þar til af honum
rann reiðin og. ölvunin. Hann var
síðan sviptur ökuskírteininu til
bráðabirgða, en það var um mánað-
ar gamalt frá útgáfu.
Styttan af Nonna enn ófundin:
Lýsi eftir flutningamönnunum
-segir Anna Snorradóttir
LEITIN að styttu Nínu Sæ-
mundsson af Nonna hefur enn
ekki borið neinn árangur. Stað-
fest er að höggmyndin var borin
út úr lestrarsal Borgarbóka-
safnsins í Þingholtsstræti
snemma á síðasta áratug en eng-
ar upplýsingar eru um hvert
myndin var flutt.
„Það er talið að minnst 6 til 8
menn hafi þurft til þess að bera
styttuna út og koma henni fyrir á
bíl“, segir Anna Snorradóttir. Hún
kveðst hafa rætt við marga starfs-
menn Borgarbókasafnsins um
þennan atburð en enginn þeirra
getur staðfest hvaða ár styttan af
Nonna var flutt úr lestrarsal safns-
ins. Fullvíst er þó að það var fyrir
árið 1985, þegar Þórdís Þorvalds-
dóttir tók við starfi borgarbóka-
varðar. „Nú er það þrautalending
mín hvort einhver þeirra manna
sem tók þátt í því að flytja styttuna
man ekki hvert var haldið með
hana“, segir Anna. „Ég sé ekki
annað ráð en snúa mér til þessara
flutningamanna og lýsa eftir upp-
lýsingum frá þeim því að engin
opinber plögg virðast finnast um
flutninginn."