Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÍJLÍ 1992
17
Guðshús á Víghólasvæði
eftír Sigfús
Halldórsson
Mikið hefur verið skráð og
skrafað um kirkjubyggingu Digra-
nessóknar og kemur það varla
mörgum á óvart eins og rifist er
um margar nýbyggingar á íslandi
og jafnvel þær sprengdar í loft upp
sem reistar hafa verið.
Þar sem neikvæð viðbrögð hafa
farið í vöxt í blöðum upp á síðkast-
ið, finnst mér einhvern veginn, að
þar sem ég er í þessum söfnuði,
megi ég einnig leggja orð í belg.
Ég vil að söfnuðurinn fái að byggja
sína kirkju í friði. En af ýmsum
skrifum má ráða að það er ekki
kirkjubyggingin sjálf sem verið er
að fetta fingur út í heldur staðsetn-
ing Guðshússins. Ég tel mig þekkja
talsvert til þessa staðar, hvernig
þar er umhorfs og hvert útsýnið
þaðan er. Ég kom þar tíðum áður
en nokkur kirkjubygging var þama
fyrirhuguð. Þarna var ég að mála
og teikna í væntanlega málverka-
sýningu er ég svo hélt í Kópavogi
fyrir nokkrum árum. Var ég þar
oft við sólarupprás og einnig við
sólarlag og auðvitað tímum saman
þess á milli. Aldrei sá ég nokkurt
mannsbam vera þarna í þeim til-
gangi að njóta útsýnisins. Síðan
þetta var, hefur útsýnið breyst
talsvert í þess orðs merkingu. Að-
eins toppar Hengils og Vífilsfells
sjást nú, annað ekki fyrir húsum
og trjágróðri.
Meðfram húsum að norðanverðu
og sunnanverðu sér fólk mjög tak-
markað fyrir trágróðri. Einhver
hefur fengið að byggja nokkurs-
konar útsýnistum sem skyggir á
suðurfjöll og í suðurátt og suðvest-
RKÍ:
Námskeið í
skyndihjálp
REYKJAVÍKURDEILD Rauða-
kross Islands gefur almenningi
að venju kost á námskeiði í
skyndihjálp fyrir verslunar-
mannahelgina.
Að þessu sinni verður námskeið-
ið haldið dagana 22., 23., 27. og
28. júlí. Það hefst sem fyrr segir
22. júlí kl. 20 og verður í Fákafeni
11, 2. hæð. Kennt verður til kl.
23. Námskeiðið telst vera 16
kennslustundir og er opið öllum
eldri en 15 ára. Þeir sem hafa
áhuga á að komast á þetta nám-
skeið geta skráð sig í síma Reykja-
víkurdeildar RKÍ.
Allt það helsta sem venja er að
kenna á námskeiðum í skyndihjálp
verður meðal námsefnis á þessu
námskeiði svo sem blásturmeðferð-
in, hjartahnoð, hjálp við bruna,
blæðingum úr sámm og margt
fleira. Einnig verður fjallað um það
hvernig má koma í veg fyrir slys.
Að námskeiðinu loknu fá nemend-
ur skírteini sem hægt er að fá
metið í ýmsum framhaldsskólum.
TILBOÐ
'ÖNDUÐ TEPPI
MIKIÐ ÚRVAL
BETRAVERÐ
TEPPAVERSLUN
FRIÐRIKS BERTELSEN
FÁKAFENI 9 SÍMI: 68 62 66
„Var ég þar oft við sól-
arupprás og einnig við
sólarlag og auðvitað
tímum saman þess á
milli. Aldrei sá ég nokk-
urt mannsbarn vera
þarna í þeim tilgangi
að njóta útsýnisins.“
ur átt hafa verið byggð hús, sem
í raun og veru draga úr útsýni,
vegna þess að þau taka augu
manns fyrst, þó svo að það komi
ekki að sök. Af miðju Víghóla-
svæðinu er ekkert sérstakt útsýni.
Utsýni er fyrst og fremst, þegar
veður leyfir, frá þeim stað, sem
útsýnisskífan er staðsett á, en þar
á kirkjan ekki að rísa. Þarna eru
engin náttúruverndarsjónarmið og
kemur náttúruvernd ekkert við.
Hitt er svo annað mál, að friðað
hefur verið vestan í Víghólnum.
Varasamt væri að gróðursetja tré
þarna, því þá væri ekki útsýni
þaðan í vestur- og norðurátt.
Á sunnudaginn 12. júlí lagði ég
leið mína í blíðskaparveðri á Víg-
hól. Enginn var að skoða utsýnið,
Sigfús Halldórsson
klukkan var 10.30 f.h. Ég hugs-
aði, hvar er nú allt þetta blessaða
fólk, sem alltaf er að vitna í útsýn-
ið? Maður líttu þér nær. Ég dvaldi
þama á annan klukkutíma og
margt kom upp í hugann. „Heyr
himna smiður.“ Jú, tónskáldið, er
samdi við þennan sálm eitt hið
fegursta sálmalag seinni tíma, býr
einmitt á þessum slóðum.
Mér var hugsað, skyldi hann
ekki vera ánægður með að fá Guðs-
hús við hliðina á sér, þar sem
mörg fögur verk hans yrðu jafnvel
frumflutt? Ekki veit ég hvað hann
vill í þessu máli, en ég skynjaði
þarna við útsýnisskífuna að fyrir
löngu, löngu sá ég Guðshús á þess-
um stað.
Höfundur er tónskáld og
listmálari.
Mest selda fartölvan í Evrópu, Macintosh
PowerBook, hefur löngu sannað yfirburði sína
varðandi afköst, notendaviðmót og vinnslugetu
við hefðbundna tölvuvinnslu.
Hún vegur aðeins 2,3 kg, tekur svipað pláss og
A4-blað og er með einstakan gæðaskjá.
Evrópumeistarinn.
Vegna hagstæðra samninga getum við nú boðið
þessa vinsæiu fartölvu á aðeins 127.553,- kr. eða
119.900, - stgr. (með VSK). Grunnverð var áður:
196.900, -
PowerBook 100 er meðfæriieg og er einstaklega
þægileg fyrir þá sem vilja vera á ferð og flugi og
geta unnið á fullkomna Macintosh-tölvu hvar sem
þéir eru staddir. Við tölvuna má tengja mótald sem
gerir mögulegt að tengjast við tölvur á íslandi þótt
notandinn sé í öðrum heimshluta auk þess að
senda fax beint úr tölvunni.
Hún er með alíslenskan kerfishugbúnað og hægt er
að nota öll helstu Macintosh-forritin í henni. Sé
hún tengd við aðra Macintosh-tölvu ræsist hún sem
harðdiskur á þeirri tölvu, tilbúin til gagnaflutnings
eða frekari vinnslu.
Macintosh PowerBook 100:
4 Mb vinnsluminni, 40 Mb innbyggður harðdiskur,
1,4 Mb diskadrif, 9" baklýstur Supertwist-fljótandi
krystalsskjár, íslenskur kerfishugbúnaður, innbyggt
net-tengi, innbyggður hátalari og tengiil íyrir
magnara, möguleiki á minnisstækkun og
innbyggðu faxmótaldi. Þyngd: 2,3 kg.
Apple-umboðið
Skipholti 21, Rvk. Sími: 91-624800