Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992.
33
Sveinn G. Eiríks-
son — Minning
Fæddur 4. desember 1955
Dáinn 11. júlí 1992
Því það er annað að óska
að eiga sér líf og vor
en hitt að geta gengið
glaður og heill sín spor.
(J.G.S.)
Þessar ljóðlínur, ortar í byrjun
aldarinnar, birta trega ungs manns
sem veit að hann á skammt eftir
ólifað. Þær minna okkur á að líf
og vor er ekki öllum sjálfgefið. Um
það erum við enn og aftur áminnt
nú þegar Svenni vinur okkar er
allur aðeins 36 ára gamall. Aleitnar
hugsanir sækja að og brjótast fram
í orðunum hjóm, hugrekki, tóm.
Hjómið einkennir líf okkar
margra, sem búúm við heilbrigði
og velmegun, án þess þó að veita
því eftirtekt á endalausum hrað-
brautum nútímans. Hugrekkið var
Svenna, sem þrátt fyrir erfiðan og
ólæknandi sjúkdóm, hélt ætíð lífs-
löngun, jákvæðni og heillyndi. Tóm-
ið er okkar sem horfum á eftir
hæfileikaríkum og vænum dreng
langt fyrir aldur fram.
Við verðum að trúa því og treysta
að Svenni sé nú fijáls, laus frá veik-
indum og þjáningum, með brosið
góða og glaða hugann tilbúinn að
takast á við það sem hans er nú.
Þannig viljum við minnast hans.
Astvinum Svenna sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Hvíli hann í friði.
Anna og Ægir.
I
(
I
(
i
Á sólbjörtum sumardegi barst sú
fregn að Sveinn Gísii væri allur,
36 ára að aldri. í raun átti það
ekki að koma okkur á óvart eftir
áralangt sjúkdómsstríð, en á slíkum
stundum finnur maður það á svipáð-
an hátt og Egill Skallagrímsson
forðum, þegar sá sem deyr er snar
þáttur af manni sjálfum.
Sveinn Gísli Eiríksson var fæddur
þann 4. desember 1955 í Reykjavík
yngstur fjögurra barna hjónanna
Eiríks Stefánssonar og Unu Guð-
laugar Sveinsdóttur, sem lifa son
sinn. Þau hjón eru bæði ættuð af
Austurlandi. Eiríkur er fæddur árið
1901 á Laugavöllum á Jökuldal,
sonur Stefáns Andréssonar bónda
þar og konu hans Guðrúnar Hálf-
dánardóttur sem var af skaftfellsk-
um ættum. Una er fædd 1914 á
Borgarfirði eystra dóttir Sveins
Gíslasonar frá Hofströnd og
Magneu Stefánsdóttur frá Sæ-
nautaseli í Jökuldalsheiði.
Una og Eiríkur voru bæði kenn-
arar, lengst af við Laugarnesskól-
ann þar sem Eiríkur kenndi sund
áratugum saman en Una einkum
yngstu börnunum. Bæði voru þau
farsælir kennarar og kom ekki á
óvart, að tvö af börnum þeirra þau
Sveinn Gísli og Guðrún Halldóra
fetuðu í fótspor þeirra og yrðu
kennarar.
Lífshlaup Sveins frænda míns
var ekki langt og markaðist af þeim
sjúkdómi sem fyrst varð vart fýrir
þrettán árum og ágerðist smám
saman þannig að frá árinu 1986
til æviloka dvaldi hann á Landspít-
alanum.
Eftir stúdentspróf kenndi Sveinn
einn vetur á Suðureyri við Súganda-
fjörð og í framhaldi af þeirri reynslu
ákvað hann að afla sér kennara:
menntunar og útskrifaðist úr KHÍ
árið 1981. Sama ár kvæntist Sveinn
Svanhvíti Magnúsdóttur skólasyst-
ur sinni úr Kennaraháskólanum og
eignuðust þau tvö börn, Daða fædd-
an 3. apríl 1981 og Unu Guðlaugu
fædda 8. maí 1985.
Það var svo, að hér á Kambsvegi
* 13 mynduðu tvö heimili þeirra
systra Unu og Sesselju Sveinsdætra
. og eiginmanna þeirra eins konar
1 stórfjölskyldu þar sem tveir og
framan af þrír ættliðir bjuggu und-
ir sama þaki. í þessari stóru fjöl-
skyldu var Sveinn Gísli yngsta
barnið á bænum og ólst upp við ást
og þess konar umhyggju, sem ég
held að hafi fallið vel að eðliskostum
hans. Þar á ég við þá einstöku skap-
gerð sem einkenndi hann sem barn
og síðar í baráttu hans við þau
þungu örlög að geta ekki verið í
eðlilegum samvistum við sína nán-
ustu, en vera þess í stað lamaður,
bundinn við hjólastól og geta lítt
tjáð sig nema með aðstoð tölvu.
í Sveini fléttaðist saman mikið
næmi, ljúf lund og kímnigáfa sem
ég hygg að hafi verið forsenda þess
æðruleysis, sem gerði honum kleift
að lifa og starfa að nokkru þrátt
fyrir sjúkdóm sinn. Starf hans við
þýðingar fyrir Stöð 2 var honum
mikils virði og sýnir ljóslega hvað
gott tæknin getur leitt af sér í þágu
samfélagsins alls þegar vilji er fyrir
hendi.
Meðal síðustu funda okkar
Sveins var í október sl. þegar hann
kom í síðasta sinn til okkar á
Kambsveginn með konu sinni, for-
eldrum og systkinum. Ég held að
okkur hafi öllum verið sú dagstund
mikils virði og þar rifjuðum við
frændur upp liðna tíð í Kleppsholt-
unum. Þá var það mitt að rifja upp
en Sveins að muna og leiðrétta það
sem sagt var. Þótt minningin um
litla ljúfa frændann sé dýrmæt í
ijársjóði minninganna vil ég muna
hann jafn vel þennan dag þar sem
hann sat, hugsunin skýr svo sem
best má verða og kímnin glampaði
í augum.
Það er svo þegar faðir fellur frá
fyrir aldur fram að fá orð eru til
huggunar eiginkonu og ungum
börnum. En ég vil fyrir hönd minnar
fjölskyldu, systkina minna og móð-
ur, votta Svanhvíti, Daða og Unu
litlu okkar dýpstu samúð og vona
að mannkostir Sveins og dýrmætar
minningar þeirra um hann verði
þeim í senn leiðsögn og hvatning á
ókomnum tímum. Oldruðum for-
eldrum og fjölskyldunni allri óskum
við þess sama.
Magnús Ingólfsson.
Hann Svenni vinur okkar er dá-
inn. Það er undarlegt að finna til
gleðiblandinnar sorgar þegar 36 ára
gamall maður deyr. En fyrir Svenna
var dauðinn vissulega lausn. Árum
saman hafði hann barist við þann
sjúkdóm sem að lokum varð hon-
unm að falli og úr því sem komið
var, var ekki um annað að ræða.
Ekki svo að skilja að nokkur hafí
óskað honum dauða, auðvitað hefð-
um við öll óskað þess að hann fengi
bata og yrði aftur sami snaggara-
legi náunginn og þegar við kynnt-
umst fyrst. Við Svenni fórum að
kenna saman í Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði haustið 1981, könnuð-
umst þá hvor við annan og með
okkur tókst brátt góð vinátta. Þá
þegar var Svenni farinn að finna
fyrir sjúkdómi sínum sem hægt og
hægt ágerðist. Það var ómögulegt
annað en að heillast af síglöðu lund-
arfari Svenna. Hann hafði kímni-
gáfu öðrum meiri, var sífellt að
■ segja skemmtilegar sögur, var
stríðinn og stundum allt að því
andstyggilegur í spaugilegri sýn
sinni á annað fólk. Þessum eigin-
leikum hélt hann til dauðadags og
það var stundum allt að því óraun-
verulegt að sjá hann og heyra síð-
ustu misserin, visinn og máttlaus
líkami í hjólastól, röddin nánast
óskiljanleg en húmorinn og kátínan
engu minni. Fyrir nokkru þegar við
heimsóttum Svenna þurfti hann
óður og uppvægur að segja okkur
sögu. Hann var lengi að, var marg-
orðum og varð að endurtaka sum
orðin oft en sagan komst þó að lok-
um til skila. A meðan hann sagði
frá sauð.-niðri í honum hláturinn
en sagan var grátbrosleg, fjallaði
um mann sem veiktist og lenti í
hjólastól við spaugilegar aðstæður.
Þarna var honum rétt lýst. Svenni
var engum líkur. Eftir því sem sjúk-
dómurinn ágerðist, þess sterkari
varð hann andlega. Hann tók sjúk-
dómnum og dauðanum með æðru-
leysi, sýndi þroska sem aðrir.mættu
taka sér til fyrirmyndar ef þeir
gætu. Auðvitað kom fyrir að Sveini
mislíkaði eitthvað í erfiðleikum sín-
um en gagnrýni hans beindist þá
fyrst og fremst að réttindum og
aðbúnaði sjúkra og fatlaðra. Hann
kvartaði ekki yfir sjálfum sér. Það
bjó með honum ótrúlegur kraftur,
einhvers konar blanda af sterkum
lífsvilja og kæruleysislegri en
skemmtilegri kímnigáfu sem hélt
honum gangandi öll þess ár og
gerði hann að þeim góða dreng, sem
Nhann var. Svenni hefði átt skilið,
öðrum fremur, að fá að njóta lífsins
heilbrigður en fyrst honum bauðst
það ekki nýtti hann möguleika sína
eins og hann gat, naut þess sem
kostur var, á skynsamlegan hátt.
Svenni hafði mikið yndi af tónlist
og kvikmyndum og saman nutum
við þess hvors tveggja. Oft hringdi
hann til okkar á umliðnum árum
til að fá okkur í bíó, á einhvern
bar, ball eða hljómleika, hann var
alltaf á ferðinni, í hjólastólnum, til
í eitthvert skrall eða þá að hann
kom í heimsókn til okkar. Það var
alltaf gaman að hitta hann þó sjúk-
dómurinn takmarkaði vissulega öll
samskipti. En Svenni kenndi okkur
að meta það líf sem við eigum,
skildi eftir reynslu handa okkur sem
eftir lifum, lærdóm sem við getum
nýtt okkur í framtíðinni og það er
gott að hafa átt hann að vini. Farn-
ist honum vel, á guðs vegum.
Svanhvíti, Daða, Unu og öðrum
aðstandendum, vottum við okkar
dýpstu samúð.
Símon Jón og Halla.
Þegar við Svenni kynntumst var
lífsgleðin einna mest áberandi þátt-
ur í fari hans. Við höfðum verið
bekkjarfélagar í nokkur ár án þess
að með okkur tækist vinskapur. En
þær aðstæður sköpuðust síðar að
við fundum farveg vináttu sem
ætíð hélst. Svenni var með ólíkind-
um glaðvær og uppátækjasamur.
Það leið ekki sá dagur að hann
gæti ekki komið okkur bekkjarfé-
lögunum til að hlæja með hnyttnum
tilsvörum sínum eða skondinni
sögu. Það var eins og alvaran ætti
sér ekki verustað í huga hans. Ef
eitthvað það kom til sem skyggði
á gleði lífsins leysti hann það mál
með hraði. Annað hvort upp á eigin
spýtur eða hann leitaði ráða til að
leysa þau fljótt og örugglega. Hann
vildi ekki eyða dýrmætum tíma við
einhverjar flækjur. Lífið var of
skemmtilegt til þess.
Um það leyti sem Sveinn lauk
kennaraprófi frá Háskóla íslands
vorið 1981, þá nýkvæntur og þau
Svanhvít, kona hans búin að eign-
ast sitt fyrsta barn, fór Sveinn að
kenna sjúkdóms sem á nokkrum
árum lamaði hann nær algerlega.
En aldrei bilaði hugur hans. Sveinn
hafði oftlega sýnt að hann hafði
skýra hugsun og ríkulega kímni-
gáfu. En í honum bjó líka fleira.
Þegar allar dyr virtust vera að lok-
ast honum sýndi hann þvílíka þraut-
seigju og viljastyrk að vakti aðdáun
og virðingu þeirra sem hann um-
gengust. Hver hefði trúað því að
jafn líkamlega ijötraður maður og
Sveinn var gæti séð þúsundum
kvikmyndahúsagesta fyrir vandaðri
þýðingu á kvikmyndum, aflað sér
tekna sem nægðu honum til viður- hann hjá okkur hjónunum á sumrin
væris og sinnt föðurhlutverki sínu þegar við vorum að byggja Hýru-
gagnvart börnum sínum af mann- mel. Þá komu kraftur og dugnaður
legri reisn. Liklega fáir nema þeir hans vel í ljós og tókst honum að
sem þekktu Svein. Hann vildi og gera öll störf að skemmtilegum leik.
ætlaði sér að lifa sem eðlilegustu Svenni tók stúdentspróf frá
lífi þrátt fyrir fötlun sína. Hann Menntaskólanum við Tjörnina og
sýndi einnig okkur hinum sem bú- lauk síðan kennaraprófi frá KI.
um við óskerta orku að lífið er til Svenni kvæntist eftirlifandi eigin-
þess að lifa því hvort sem menn konu sinni, Svanhvíti Magnúsdótt-
ganga heilir til skógar eða ekki. ur, og eignuðust þau tvö börn,
Hann Svenni kenndi mér meira Daða sem er ellefu ára og Unu sem
um lífið og manneskjuna en nokk- er sjö ára. Voru þau hjónin ákaflega
urn grunar. Það á eftir að verða samrýnd og áttu mörg sameiginleg
mér veganesti sem ég vildi ekki áhugamál, svo sem ljósmyndun og
vera án. Minningin um lífsglaðan unnu þar til verðlauna. Kvik-
Svein á eft.ir að lifa um ókomin ár. myndaáhugi Svenna var mikill og
Megi hann hvíla í sátt og friði. sá hann flestar myndir sem sýndar
Svanhvíti, Daða, Unu, foreldrum voru. Svenni vann við þýðingar á
og öðrum aðstandendum votta ég myndum fyrir Stöð 2 og komu þá
mína dýpstu samúð. kennaramenntun hans og ensku-
Smári. kunnátta að góðum notum. Svenni
var hrókur alls fagnaðar hvar sem
hann kom. Vorkunnsemi þoldi hann
Fallinn er nú frá, langt fyrir ald- ekki og sagði: „Ég er ekki sjúkling-
ur fram, æskufélagi minn Sveinn ur> ég er fatlaður.“ Aldrei fór mað-
Gísli Eiríksson eða „Svenni á 13“ ur frá Sveini án þess að fá einn
eins og við krakkarnir í hverfinu brandara í nesti. Kæru foreldrar
kölluðum hann. Hann var ekki hár og systkini, elsku Svanhvít, Daði
í loftinu þessi ljóshærði hnokki þeg- 0g Una, Guð styrki ykkur í sorginni.
ar hann fór að vera mjög áberandi Þórný systir.
I leikjum okkar krakkanna, alltaf
kátur og brosandi og til í prakkara-
strik og ævintýri. Það duldist eng-
um að Sveinn fékk gott veganesti
út í lífið frá foreldrum sínum, þeim
Eiríki Stefánssyni, sundkennara, og
Unu Guðlaugu Sveinsdóttur, kenn-
ara, en hann var yngstu fjögurra
barna þeirra hjóna.
Sveinn ákvað snemma að feta í
fótspor foreldra sinna og systkina
og ganga menntaveginn. Hann lauk
kennaraprófi frá Kennaraskóla Is-
lands og hóf síðan að kenna við
Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en auk
þess kenndi hann við Námsflokka
Reykjavíkur.
Á námsárum sínum kynntist
hann Svanhvíti Magnúsdóttur sem
síðar varð eiginkona hans og eign-
uðust þau tvö mannvænleg börn,
Daða og Unu Guðlaugu.
Þegar lífið virtist brosa við og
Sveinn að ljúka kennaraskólanum
tók hann að finna fyrir þeim tauga-
sjúkdómi sem nú hefur lagt hann
að velli. Sveinn sýndi óbilandi kjark
og dug og gaf sig ekki fyrr en í
fulla hnefana. Þar var stuðningur
Svanhvítar, foreldra, systkina og
vina honum ómetanlegur.
Eftir að Sveinn þurfti að hætta
kennslu vegna veikinda sinna hóf
hann störf sem þýðandi hjá Stöð 2
og þar naut hans frábæra ensku-
kunnátta sín til fulls.
Ég tel mig mikinn gæfumann að
hafa fengi að kynnast Sveini Gísla
Eiríkssyni og fjölskyldu hans og
sendi öllum hans aðstandendum
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Stefán Ásgeirsson.
Laugardaginn 11. júlí lést á
Landspítalnum í Reykjavík hann
Svenni bróðir minn. Ekki óraði mig
fyrir því þennan fagra sumarmorg-
un að nokkrum klukkustundum síð-
ar sæti ég við dánarbeð hans. Þar
með lauk baráttu hans við sjúkdóm
sem staðið hafði í 13 ár. Svenni
bróðir var yngstur okkar systkin-
anna, fæddur 4. des. 1955 og var
því aðeins 36 ára þegar hann lést.
Ég man Svein sem óvenjulega glað-
vært barn, síhlæjandi með mjalla-
hvítt hár. Hann fannst alltaf fyrstur
í feluleik því hárið kom alltaf upp
um hann. Snemma kom áhugi hans
á bókum fram. Hann las næstum
allt sem hann komst yfir og fór
létt með að lesa fjórar bækur á
kvöldi. Á unglingsárum sínum vann
Kveðja frá þýðendum og
starfsfólki Stöðvar 2
Ég minnist þín í vorsins bláa veldi,
er vonir okkar stefndu að sama marki,
þær týndust ei í heimsins glaum og harki,
og hugann glöddu á björtu sumarkveldi.
(Steinn Steinarr)
Grískir spekingar skröfuðu
margt um það endur fyrir löngu,
hvórt sálin væri á einhvern hátt
yfir líkamann hafin og jafnvel
ódauðleg. Sveinn G. Eiríksson færði
flestum þeim sem hann þekktu,
heim sanninn um að gömlu vitring-
arnir hafí haft nokkuð til síns máls.
Ég kynntist Sveini fyrst sumarið
1979, þegar við störfuðum saman
hjá Grétari Ólafssyni við hitaveitu-
framkvæmdir á Akureyri. Það var
gott sumar. Blessuð sólin skein og
unga fólkið lék við hvurn sin fing-
ur, ofan í skurðum og úti í görðum
Oddeyrinnar. Svenni var á loft-
pressunni, hraustur og hress strák-
ur.
Leiðir okkar lágu aftur saman
átta árum síðar, þegar við hófum
báðir að þýða fyrir Stöð 2. Þá hafði
mikið vatn runnið til sjávar. Misk-
unnarlaus sjúkdómur hafði lagst á
Svein í blóma lífsins og honum voru
búin örlög sem flestum hefði verið
um megn að horfast í augu við.
En Svenni lét ekki bugast.
Hann mætti á flesta fundi í Fé-
lagi þýðenda við Stöð 2, þótt það
kostaði hann ómælt erfiði. Menn
urðu orðlausir af aðdáun og undr-
un, þegar þeir sáu hver bjó bak við
nafnið Sveinn G. Eiríksson, sem
birtist af og til á skjánum. Og þau
okkar sem heimsóttu hann á Land-
spítalann, fengu að sjá hvernig
hann vann þýðingar sínar, staf fyr-
ir staf, með sérstökum pinna sem
var festur á hjólastólinn og tengdur
við tölvuna.
Með störfum sínum sýndi Sveinn
aðdáunarverða seiglu og natni.
Hver þýðing sem hann skilaði frá
sér var í sjálfu sér þrekvirki. Störf
Sveins voru honum sjálfum og
starfsfélögum hans til sóma. And-
inn var frjáls og óheftur, en likam-
inn vanmáttugur.
Fyrir hönd þýðenda og starfs-
fólks Stöðvar 2, votta ég aðstand-
endum hans mína dýpstu samúð og
kveð góðan dreng.
Ragnar Hólm Ragnarsson.