Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 45, Vínið hlær í opnum sárum Frá Árna Helgasyni: Það voru heldur leiðinlegar fréttir utan af víðavangi sem út- varpið flutti landsmönnum eftir seinustu helgi. Ölvun svo mikil að ekki réðst við neitt og svo kom skýrsla í Morgunblaðinu frá lög- reglunni, ekki mjög frýnileg, þar sem sagt var frá umferðarslysum, heimsóknir í hús o.fl. og auðviðta allt tengt áfenginu. Margir öku- menn stöðvaðir fyrir ógætilegan akstur, og hraði við að komast framúr endaði með slysum utan vegar og þar var einnig víman við stýrið, sem sagt að staðir, íslend- ingum heilagir eins og Þingvellir, Þórsmörk og fleiri slíkir fengu ekki frið fyrir ólátum og sukki. Hvílík menning. Og hvernig stend- ur á nútíma fólki uppfræddu og menntuðu að haga sér verr en villi- dýr? Það er alltaf talað um mennt og menningu, en lítið um hversu hún getur lagst lágt jafnvel á frið- helgum stundum og ef til vill kom- ið svo að heilbrigt fólk sem vill njóta unaðar náttúrunnar á góðum helgum, hefir ekki frið fyrir alls- konar ólátum, slagsmálum og því- umlíku. Lögregla aldrei nógu fjöl- menn til að ráða við þá sem láta dólgslegast og verst. Já það er ekki ofsögum sagt af þeim sem velja Bakkus með sér í för um land- ið. Ég hélt sannast að segja að reynslan væri búin að kenna fólki svo mikið um hin villidýrslegu áhrif áfengis og annarra vímugjafa, að menn væru farnir að blygðast sín fyrir að láta sjá sig á almannafæri undir áhrifum þeirrar fylgdar og ekkert upp úr að hafa nema skömmina. Margir þeir sem hafa áttað sig og minnst þeirra stunda sem þeir eyddu í þessa vímu og volæði hafa sagt sín sögu til varn- aðar öðrum. Haraldur Hjálmarsson á Kambi var einn þeirra sem sáu of seint hversu grimmt og sorg- fullt það var að eyða góðri æfi á gresjum vínsins. Hann kvað m.a. að leiðarlokum: Nú velkist ég á vonarbárum vínið hlær í opnum sárum. Nú rita ég með rauðum tárum raunasögu drykkjumanns. Hrapaðu lengra, hikaðu meira hljóma í mínu dofna eyra. En það eru árar andskotans... Ef tek ég glasið, titra fingur í taugasiitrum nárödd syngur. Það hefði enginn Islendingur átt að drekka brennivin. VELVAKANDI KETTLINGAR Fimm kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 20267. Heimili vantar fyrir gulbrönd- óttan kassavandan fresskettling, sex vikna. Upplýsingar í síma 73097. AFKOMENDUR RÓSU OG HANS BENEDIKTS Erlend kona, Donna Hichs, sem stödd er hér á landi vill gjaman komast í samband við afkomendur Rósu Guðmunds- dóttur og Hans Benedikts Jó- hannessonar. Rósa Guðmunds- dóttir fæddist 24. júlí 1880 í Vallnakoti í Reykjadal. Hans Benedikt, sem var póstur um tíma, fæddist 16. júní 1853 í Naustavík. Foreldrar hans vom Jón Þorsteinsson og Sigurbjörg Sveinsdóttir. Vinsamlegast hafíð samband við Hótel Loftleiðir, sími 22322, og spyrjið eftir Donnu Hichs. HJÓL Rautt Muddy Fox fjallahjól hvarf frá Jakaseli la Reykjavík sunnudaginn 12. júlí. Ef einhver getur veitt upplýsingar vinsam- v legast hringið í síma 73229 eða 686879. BARNAJAKKI í júnílok fannst nýr barnajakki í Hellisgerði í Hafnarfirði. Jakk- ' inn er nr. 12, svartur með hvítum ermum. Upplýsingar í síma 46555. KETTIR í ÓSKILUM Falleg þrílit læða, gul, hvít og svört, er í óskilum í Birkihvammi 14 í Kópavogi. Upplýsingar í síma 42891. Svartur og hvítur köttur hefur verið að flækjast í Skjólanum síðan í vor. Hann er greinilega heimilisköttur, sérstakur í útliti með tvo svarta bletti fyrir ofan nasir. Upplýsingar í síma 21805. Svartur högni með örlítið brúnlitum blæ hefur verið á flæk- ingi í Fossvogsdalnum síðastlið- inn mánuð. Hann heitir Rambó og kemur úr Hæðargarði en hef- ur týnt spjaldinu með heimilis- fanginu. Eigandinn er beðinn um að hringja í síma 812181. SLÆÐA Silkislæða tapaðist á skemmtistaðnum Ömmu Lú 10. júlí. Hún er sérunnin, röndin blá og slæðan með gulum blómum, merkt „Erla G“. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 17092. TÝNDUR KÖTTUR Lúsífer er geltur fress, svartur með hvítar loppur, háls og maga. Hann er einnig með hvíta kampa, neðri kjálki svartur, og hvítan rófubrodd. Hann fór að heiman frá Vatnsendabletti 27 við Ell- iðavatn sunnudaginn 21. júní og hefur ekkert spurst til Hans síð- an. Þegar hann fór að heiman var hann með bláa hálsól með tveimur bjöllum á þannig að það heyrist vel í honum. Ef einhver getur gefið upplýsingar um af- drif hans þá vinsamlegast hafið samband við Hallveigu í heima- síma 673621, vinnusíma 19200 eða látið vita í Kattholti í síma 672909. En það sem kom mér til að rita þessar línur eru þessi orð úr skýrslu lögreglunnar: Þá þurfti lögreglan 95 sinnum að hafa af- skipti af fólki vegna ölvunar á al- mannafæri, en það er leiðinlegt til þess að vita að ungt námsfólk sem nú var að fá útborgað í fyrsta skifti í sumar, skuli nota þá pen- inga á svo óskynsamlegan hátt eins og raun ber vitni. Já, það fer ekki allt til námsins. Sorglegt. ÁRNI HELGASON Neskinn 2, Stykkishólmi Símakort Þannig er að ég á marga penna- vini sem óska eftir notuðum síma- kortum (pone cards) frá íslandi. Vinsamlegast sendið mér því not- uðu símakortin ykkar í staðinn fyr- ir að henda þeim. LÍNEY LAXDAL Túnsberg 601 Akureyri Bréf til blaðsins Morgunblaðið hvetur les- endur til að skrifa bréf til blaðsins um hvaðeina, sém hugur þeirra stendur til. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og skoðanaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa að vera vélrituð, og nöfn, nafnnúmer og heimilisföng að fylgja. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðs- ins utan höfuðborgarsvæðis- ins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Velvakandi Velvakandi svarar eftir sem áður í síma frá mánudegi til föstudags. Hvað er að gerast hjá þér? Nýja FRAMTÍÐARKORTIÐ er 'persónuleg veðurlýsing' sem fjallar um komandi ár, m.a. lífsstíl, vinnu og samskipti, fyrir þig persónulega. Bent er á eðli hvers mánaðar, möguleg vandkvæði og æskilegar athafnir. Framtíðarkortið hjálpar þér að finna rétta tímann til athafna. Núm, í júlí 1992, eftir sjö ára vinnu er ég búinn aöpróa framtiöarkort sem er aögengilegt og skýrt og pú getur notaö pér til gagns. Gunnlaugur Guömundsson. Stjömukort er skemmtileg og gagnleg gjöf! STJÖRNUSPEKISTÖÐIN Kjörgarði 2.hæð, Laugavegi 59, Sími 10377 BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Rafviðgerðir • Ljósastillingar • Díselverkstæði á Pennavinir Frá Frakklandi skrifar miðaldara maður sem hefur áhuga á líkams- rækt, ljósmyndun, tónlist og frí- merkjum: Frucot Claude 1 Rue Beauselour SU260 Longuyon France Frá Svíþjóð skrifar 15 ára gömul stúlka sem hefur áhuga á að fræð- ast um ísland: Cecilia Karlsson Hemmansgata 12 S- 57338 Tranás Sweden Þú svalar lestraiÞörf dagsins SUMARSALA FYRIRIÐNADARMANNINN AUSTUROMEC SPRAUTUKÖNNUR OG SANDBLÁSTURSTÆKI M/25% STGR.AFSL. CEM RAFSUD UVELAR, HLEÐ SLUTÆKI OG STARTTÆKI M/ 15% STGR.AFSL. SHINANO LOFTVERKFÆRI KAWASAKIM/15% STGR.AFSL. HERMES SLÍPIVÖRUR, SANDPAPPÍR. BELTIOG FLEIRA M/15% STGR.AFSL. CRAFTSMAN HANDVERKFÆRI M/15% STGR.AFSL. 5-HAFNARHRDI 650120 Mikið úrval tækja og verkfæra á tilboði frá 13. - 31. júlí! SEM DÆMI Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.