Morgunblaðið - 31.07.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 31.07.1992, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 3 T Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hjörleifur Brynjólfsson fram- kvæmdastjóri Humarvinnslunn- ar hf. við frystiklefann sem brot- ist var inn í. Innbrot í Þorlákshöfn: 700-800 kg af humri stolið frá Humarvinnslunni hf. Sjálfstæðisfélag Tálknafjarðar: Alyktun til stuðnings Matthíasi STJÓRN Sjálfstæðisfélags Tálkna- fjarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er fullum og ein- dregnum stuðningi við Matthías Bjarnason 1. þingmann Vestfirð- inga í baráttu hans fyrir hagsmun- um Vestfirðinga. í ályktuninni varar stjórn Sjálf- stæðisfélags Tálknafjarðar stjórnvöld við að reka flein ójöfnuðar dýpra milli þéttbýlis og landsbyggðar. Eng- inn geti til lengdar liðið yfirgang og ójöfnuð varðandi afkomu sína. bíla að láta vita. Humarinn er í merktum umbúðum og er fólk einnig beðið um að gefa því gaum ef það verður vart við slík- ar umbúðir á óeðlilegum stöðum. Líklegt er talið að flutningabíll hafi verið notaður við innbrotið og flutn- ing þýfisins, en humarinn þolir um 5 tíma flutning. Um síðustu mánaðamót var ámóta mágni af humri stolið frá Hraðfrystihúsi Árness hf. á Stokks- eyri. Sá þjófnaður er enn óupplýstur. Sig. Jóns. Selfossi. BROTIST var inn í vinnslusal og frystigeymslu Humarvinnslunnar hf. í Þorlákshöfn aðfaranótt fimmtudags, og þaðan stolið 700-800 kílóum af unnum humri í 60 kössum. Verðmæti humarsins sem stol- ið var er um ein milljón króna. Þjófarnir brutu upp dyr Humar- Lögreglan gerði strax ráðstafanir vinnslunnar í-porti að húsabaki. Þar og kannaði umferð bíla á leið til fyrir innan var bifreið sem ýtt var Reykjavíkur. Reiknað er með að inn- inn í húsið, greinilega í þeim til- brotið hafi verið framið milli klukkan gangi að koma þar inn bíl til að flytja 1.00 og 3.00 um nóttina. Lögreglan humarinn í burtu. Lás á og forsvarsmenn fyrirtækisins biðja frystiklefanum var brotinn upp og alla þá sem hafa orðið varir við bíla kassarnir 60 teknir þaðan. Eingöngu eða mannaferðir í nágrenni Humar- var tekinn unninn humar. vinnslunnar eða umferð flutninga- Mikil vinna var í Humarvinnslunn: í gær og menn komu snemma tii vinnu, þeir fyrstu um 3.30 um nótt- ina og gerðu þeir lögreglunni þá viðvart um innbrotið og þjófnaðinn. NM í skák: Jón L. með 3 vinninga JÓN L. Árnason er enn efstur ásamt Svíanum Ferdinand Hellers á Norðurlandameist- aramótinu í skák í Ostersund í Svíþjóð. Báðir hafa þrjá vinninga eftir fjórar umferð- ir, en í dag gerði Jón jafn- tefli á svart við Jóhann Hjart- arson, sem hefur 2Vi vinn- ing. Alls verða tefldar 9 umferðir, og taka 18 skák- menn þátt í mótinu. Skák Margeirs Péturssonar við norska stórmeistarann Sim- en Agdestein fór í bið, en Mar- geir stýrir hvítu mönnunum. Fjórði íslenski stórmeistarinn, Helgi Ólafsson, gerði jafntefli á svart við Danann Lars Bo Han- sen. Röð efstu manna er því sú, að á eftir Jóni og Hellers koma Jóhann Hjartarson, Thomas Ernst, Bent Larsen, Lars Bo Hansen, Helgi Ólafsson og Lars Karlsson, allir með 2‘A vinning. Jonathan Tisdall og Pia Craml- ing hafa 2 vinninga, en Margeir og Agdestein hafa báðir D/2 vinning og biðskák hvor við annan. Tadzhíkístan: Ferð fjall- göngumanna gengur vel FERÐ tveggja ungra íslenskra fjallgöngumanna um Sovétlýð- veldið Tadzhíkístan gengur vel, en þeir hafa í hyggju að klífa nokkur hæstu fjöll fyrrum Sovét- ríkja. Þeir lögðu af stað fyrir tveimur vikum og þegar til höf- uðborgar Tadzhíkístan, Dush- anbe, kom beið þeirra 10 daga ganga upp í búðir á fjallasvæðinu. Þeir gengu hana aftur á móti á mettíma eða 4 dögum. Fjallgöngumennirnir tveir, Björn Ólafsson og Einar Stefánsson, eru báðir þaulvanir fjallgöngumenn. Takmark þeirra í þessari ferð er meðal annars að klífa hinn geysiháa Kommúnistatind, en hann er 7.945 metra hár. Þeir munu þó leggja tvo aðra tinda að velli áður en báðir eru þeir um sjö þúsund metra háir. Göngumennirnir tveir hafa átt til- tölulega auðvelt með að koma boðum um ferðalag heim til íslands hingað til en þar sem þeir eru nú á fjalla- svæðinu er ekki að vænta frétta fyrr en þeir snúa aftur í byggðir. Björn pg Einar eru væntanlegir heim til íslands um miðjan ágúst. mmm ...viljum viö benda á aö þegar þú skilar tómum ölflöskum frá Ölgerðinni færöu hvorki meira né minna en 15 kr. skilagjald fyrir hverja flösku, 90 kr. fyrir hverja kippu eöa 360 kr. fyrir hvern kassa. - Það munar um minna! Verum umhverffsvæn og spörum gjaldeyri ...að sjálfsögðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.