Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992
Mál og menning:
Styrkurinn jafn
kostnaðinum við
sovésku bækurnar
ÚTGÁFA Máls og menningar á fimm sovéskum bókum árið 1970
kostaði rúmlega eina milljón og tvö hundruð þúsund krónur.
Þetta voru þrjár bækur eftir V. I. Lenín og tvö síðustu bindin
af ævisögu Konstantíns Pástovskís. Sé kostnaður við útgáfu
tveggja fyrri bindanna af ævisögu Pástovskís reiknaður með
nemur samanlögð upphæðin sem útgáfa þessara sovésku bóka
kostaði 1.632,665 krónum en styrkurinn sem Kristinn E. Andrés-
son veitti viðtöku frá sovéska kommmúnistaflokknum nam 1.760
þúsund krónum. Sovéski styrkurinn og kostnaður við útgáfu sové-
skra bóka hjá forlaginu standast því næstum á endum.
í upplýsingum frá Máli og
menningu kemur fram að velta
bókaforlagsins á árinu 1970 var
9.777,787 krónur og nam sovéski
styrkurinn því 16 prósentum af
þeim. Sama ár voru skuldir félags-
ins samkvæmt efnahagsreikningi
13.640,073 krónur og jafngilti
styrkurinn 13 prósentum af skuld-
um. Núverandi forsvarsmenn Máls
og menningar telja að þótt skuld-
irnar hafí verið miklar á þessum
tíma hafí gjaldþrot ekki verið yfír-
vofandi, því að fyrirtækið hafí átt
eignir umfram skuldir.
Morgunblaðið/Sig. Jðns.
Vínandinn sem lögreglan lagði hald á í Hveragerði er í plastbrús-
unum á myndinni.
Bruggarar
handteknir í
Hveragerði
Selfossi.
LÖGREGLAN á Selfossi lagði
hald á um 21 lítra af tilbúnum
vínanda við húsleit í Hvera-
gerði, aðfaranótt fimmtudags.
Þrír menn voru handteknir og
yfirheyrðir vegna þessa og við-
urkenndu þeir sölu á 40 lítrum
af vínánda.
Tveir mannanna viðurkenndu að
hafa staðið í ’sölu á vínandanum
en sá þriðji mun hafa keypt af
þeim og selt öðrum. Vínandinn sem
lögreglah lagði hald á var í „neyt-
endaumbúðum“, eins og lögreglan
orðaði það, og var um 40% að styrk-
leika. Bruggtaékin voru ekki á
staðnum en lögreglan hefur vitn-
eskju um hvar þau muni niðurkom-
in en það er á höfuðborgarsvæðinu.
Yfirheyrslur lögreglunnar yfír
mönnunum þremur stóðu til klukk-
an fjögur aðfaranótt fímmtudags.
Staðfestur grunur leiddi til þessara
aðgerða, svo og það að í hönd fer
mikil skemmtanahelgi og þá um
leið líklegur sölutími á vínanda.
Sig. Jóns.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 31. JULI
YFIRLIT: Við Jan Mayen er 997 mb lægð sem hreyfist ANA. Um 700
km SSA af Hvarfi er heldur vaxandi 990 mb lægð á leið ANA.
SPÁ: Fremur hæg breytileg átt og víða bjart veður í fyrstu, en þykknar
upp með SA-ströndinni með golu eða kalda er líður á daginn, og hætt
við síðdegisskúrum SV-lands. Hiti á bilinu 8 til 16 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg SA-læg átt. Súld með S- og SA-strönd-
inni, hætt við síðdegisskúrum V-lands, en þurrt og víða bjart veður um
norðanvert landið. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast um landið vestanvert.
HORFUR Á SUNNUDAG: SA-átt. Strekkingur og rigning eða súld með
suðurströndinni, en hægari og úrkomulítið annars staðar. Hiti á bilinu 8
til 18 stig, hlýjast um landið vestanvert.
Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
▼
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað Hálfskýjað
* r * * * *
* / * *
r * r * * *
Slydda Snjókoma
Skýjað Alskýjað
v v ý
Skúrír Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
v súld
= Þoka
5tig-.
FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30ígeer)
Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fært er nú fjallabílum um
mestallt hálendið nema Hlöðuvallavegur er ennþá ófær. Uxahryggir og
Kaldidalur eru opnir allri umferð. Vegageröin og verktakar hennar hafa
lagt allt kapp á að undirbúa vegi landsins fyrir Verslunarmannahelgina.
Allir fjölfarnir maiarvegir eru nýlega heflaðir og viða hefur verið rykbund-
ið. Ferðalangar eru hvattir til þess að leita upplýsinga um færð áður
en lagt er af stað í langferð. Vegaeftirlit verður um allt land um helgina
í samráði við Umferöarráð í þeim tilgangi að fylgjast með ástandi vega
og laga þá kafta sem gætu farið illa. Upplýsingar um færð eru veittar
hjá Vegaeftirliti í síma 91 -631500 og í grænni linu 99-6315.
Vegagerðín.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veftur
Akureyri 10 akýjað
Reykjevík 10 skýjað
Bergen 14 þrumuveður
Helsinki 22 skýjað
Kaupmannahöfn 21 skýjað
Narssarssuaq 10 Iétt8kýjað
Nuuk 6 þoka á afð.ktst.
Osló 20 akýjað
Stokkhólmur 21 skýjað
Þórshöfn 12 akýjað
Algarve 25 léttakýjað
Amsterdam 25 skýjað
Barcelona 27 mistur
Berlín 20 hálfskýjað
Chlcago 18 alskýjað
Feneyjar 29 þokumóða
Frankfurt 31 heiðskirt
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 24 skýjað
London 24 skýjað
LosAngeles 18 þokumóða
Lúxemborg 30 heiðskfrt
Madrid 30 léttakýjað
Maiaga 29 skýjað
Mallorca 30 lóttskýjað
Montréal 15 skýjað
NewYork 23 skýjað
Orlando varrtar
Parfe 33 hálfskýjað
Madelra 23 skýjað
Róm 32 heiðskírt
Vfn 29 léttskýjað
Washington vantar
Winnlpeg 10 léttskýjað
Innflutningur á notuðum Mercedes
Benz-bifreiðum frá Þýskalandi;
116 Benzar flutt-
ir hingað 1989-91
60 keyptir beint frá verksmiðjunum
ALLS voru 116 notaðar Mercedes Benz-bifreiðar fluttar hingað til
lands á árunum 1989 tií 1991. Það sem af er þessu ári hafa 17 slík-
ar bifreiðar komið hingað til lands. Af þessum fjölda komu a.m.k.
60 bifreiðar beint frá verksmiðjunum ytra. Samkvæmt upplýsingum
frá Jónasi Þórí Steinarssyni, framkvæmdastjóra Bílgreinasambands-
ins, voru 50 notaðir Benzar fluttir inn árið 1989 en rúmlega 30 á
ári 1990 og 1991. Björn Hermannsson tollstjóri segir að flestar bif-
reiðarnar séu um þriggja ára gamlar þar sem sá aldur sé hagstæð-
astur hvað varðar þær afskriftareglur sem gilda þjá embættinu.
Verð á þessum bifreiðum komn-
um á götuna hérlendis er nokkuð
'mismunandi en Björn Hermannsson
segir að yfirleitt sé ekki farið eftir
reikningum um kaupverð þeirra
ytra. Tollstjóraembættið styðst við
ákveðið matsverð á bílunum og síð-
an eru reiknaðar afskriftir af því
verði. Sem dæmi um verðmyndun
og síðan tolla og álögð gjöld má
taka þriggja ára gamlan Mercedes
Benz 230. Uppgefíð verð á þessum
bíl nýjum í Þýskalandi er 40.700
þýsk mörk. Afskriftir af bílnum á
þremur árum nema 42% þannig að
hingað til lands, með flutnings-
kostnaði, er verð bílsins metið
950.000 krónur. Á þetta verð leggj-
ast svo tollur og álögð gjöld, sam-
tals 1.120.000 krónur þannig að á
götuna kostar bíll þessi um tvær
milljónir króna.
Björn segir að afskriftareglur
þær sem tollstjóraembættið notar
við þennan innflutning séu að á
fyrsta árinu nemur afskrifin 18%,
næsta ár 12% og þriðja árið 12%.
Sé bíllinn eldri en þriggja ára nem-
ur afskrift fyrir hvert ár umfram
það 6%. Sökum þessara reglna sé
algengast að fluttir séu inn þriggja
ára gamlir bílar þar sem það komi
hagstæðast út fyrir kaupanda.
Rannsóknarlögreglan vinnur nú
að rannsókn á stolnum Mercedes
Benz-bifreiðum sem fluttar hafa
verið hingað til lands og vitað er
um fjórar slíkar bifreiðar. Jafnframt
er talið að þær séu fleiri á götunni
hérlendis. Stærsti aðilinn í innflutn-
ingi á notuðum Mercedes Benz-bif-
reiðum hérlendis flytur inn bílana
beint frá verksmiðjunum í Þýska-
landi. Þetta er Þröstur Kristinsson
hjá Bílastúdíó sem segir að hann
hafi orðið fyrir töluverðu ónæði í
framhaldi af frétt Morgunblaðsins
í gærdag um málið. „Á undawnf-
örnu hálfu öðru ári hef ég flutt inn
um 60 notaða Mercedes Benz-bíla
beint frá verksmiðjunum ytra en
þetta eru bílar sem verksmiðjunar
hafa tekið upp í kaupverð á nýjum
bílurn," ségir Þröstur. „Ég veit að
upp hafa komið tilvik þar sem kaup-
endum hér voru seldir stolnir bílar
en ég kaupi beint frá verksmiðjun-
um til að tryggja öryggi minna við-
skiptavina því oftast eru töluverðar
fjárhæðir í húfí.“
Eitt skip á
loðnuveið-
um í gær
NÓG er til af góðri loðnu á
loðnumiðunum að sögn Jóns
Eyfjörðs skipstjóra á Þórs-
hamri GK sem var eina skipið
á loðnuveiðum í gær. Veiði-
banni norsku skipanna verður
aflétt í dag en búist er við
fleiri íslenskum loðnuskipum
á miðin eftir verslunarmanna-
helgina.
Jón Eyfjörð sagðist vera á
leið til Raufarhafnar með full-
fermi eða tæp 600 t af loðnu
þegar haft var samband við hann
síðdegis í gær. Hann kvaðst
búast við að verða kominn til
hafnar um hálf níu leytið í gær-
kvöldi en farið yrði aftur út að
lokinni löndun.
Hann sagði að það eina sem
vantaði væru fleiri skip. „Þetta
er hálf nöturlegt þegar nóg er
til af loðnu,“ sagði Jón en í
máli hans kom fram að hann
hefði fengið loðnufarminn í
þremur köstum. Aðspurður
kvaðst Jón ekki vera ánægður
með loðnuverðið enda væri engin
samkeppni í gangi enn.
Engri loðnu var landað á
Raufarhöfn á miðvikudag og
Þórshamar var eina skipið sem
átti að koma þangað f gær.
Ekkert hefur verið landað af
loðnu í Þórshöfn gær og fyrra-
dag.