Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚU 1992 11 Sjónarmið landsbyggðarfull- trúa í ferðamálaráði varðandi ráðstefnuskrifstofu Islands eftir Karenu Erlu Erlingsdóttur , Þann 15. maí sl. var undirritaður samningur um Ráðstefnuskrifstofu íslands. í stofnsamningi er m.a. sagt um hlutverk hennar, að hún skuli koma upplýsingum um ísland á framfæri á alþjóðamarkaði og kynna möguleika landsins til funda- og ráðstefnuhalds og móttöku hvataferða. Reykjavíkurborg, Flugleiðir hf., Félag ísl. ferðaskrifstofa og Sam- band veitinga- og gistihúsa stóðu að stofnun ráðstefnuskrifstofunnar ásamt Ferðamálaráði íslands, en þess má geta að Ferðamálaráð er langstærsti hluthafinn. A síðasta fundi Ferðamálaráðs var kosið um fulltrúa Ferðamála- ráðs í ráðstefnuskrifstofunni. Framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs kom fram með tillögu á fundinum þess efnis að starfsmaður Ferða- málaráðs, Magnús Oddsson, yrði þessi fulltrúi. Ekki voru allir ráðs- menn samþykkir þessu, m.a. á þeirri forsendu að þeim þætti það eðli- legra að fulltrúinn yrði kosinn úr röðum ráðsmanna sjálfra. Önnur ástæða er reyndar sú að mörgum fannst væntanleg stjórn ráðstefnuskrifstofunnar endur- spegla valdasamþjöppun hags- munaaðila á höfuðborgarsvæðinu og vildu gjarnan fá inn einn aðila sem einnig bæri hagsmuni ferða-' þjónustu á landsbyggðinni fyrir brjósti. Því kom fram mótframboð þar sem stungið var upp á Paul Richardssyni, framkvæmdastjóra Ferðaþjónustu bænda. Án þess að rekja þetta mál nánar fór fram lýðræðisleg kosning og niðurstaðan varð sú að Paul Ric- hardsson var kosinn fulltrúi Ferða- málaráðs í Ráðstefnuskrifstofu ís- lands með meirihluta atkvæða. Þessari niðurstöðu ráðsins gat háttvirtur samgönguráðherra, Hall- dór Blöndal, af einhveijum ástæð- um ekki sætt sig við og fór fram á það við framkvæmdastjórn að hún tilnefndi nýjan fulltrúa. Fram- kvæmdastjóm varð við þeirri ósk og þrátt fyrir það að Ferðamálaráð hafi þegar af ofangreindum ástæð- um „hafnað" starfsmanni Ferða- málaráðs, mælti framkvæmda- stjómin aftur með honum. Ráðherra skipaði síðan Magnús Oddsson í stjórn ráðstefnuskrifstof- unnar. Það hlýtur að vekja undmn manna að ráðherra skuli grípa inn í mál með þessum hætti. Það vekur óneitanlega upp þá spurningu af hvetju Ferðamálaráð sé yfírleitt að koma saman til þess að fjalla um og taka afstöðu í hinum ýmsu mál- um, þegar ekkert mark er síðan tekið á því af þeim sem völdin hafa. Ég verð nú líka að lýsa undmn minni á starfsmanni Ferðamála- ráðs, annars hæfum manni, að hann skuli aftur gefa kost á sér í þetta embætti, eftir það sem á undan er gengið. Þó svo að hér hafi að sjálfsögðu verið um leynilega kosningu hjá Ferðamálaráði að ræða er það varla nokkurt launungarmál að fulltrúar landsbyggðarinnar í Ferðamálaráði studdu kosningu Pauls Richards- sonar. Mér finnst það heldur ótrú- legt að það hafi ekki borist til eyrna háttvirts samgönguráðherra sem jafnframt er 2. þingmaður Norður- landskjördæmis eystra, eins stærsta landbúnaðarhéraðs á íslandi og eins öflugasta ferðamannasvæði lands- ins. Háttvirtur ráðherra hlýtur að hafa haft gilda ástæðu fyrir því að ganga þannig á skjön við óskir landsbyggðarinnar í þessu máli. Á þessum síðustu og verstu tím- um niðurskurðar á hinum ýmsu sviðum í þjóðfélaginu og í ljósi þeirra staðreynda að vemlegur samdráttur er í hefðbundnum land- búnaði, em menn í óða önn að leita nýrra leiða í atvinnumálum til þess að treysta byggðir í sveitum lands- ins. Margir, m.a. stjórnvöld, em þeirrar skoðunar að öflug uppbygg- ing ferðaþjónustu gæti orðið „stóri bjargvætturinn" úti á landsbyggð- inni. Félag Ferðaþjónustu bænda hef- ur nú verið starfrækt í rösk 10 ár. Tilgangur félagsins er m.a. að: — efla ferðaþjónustu í sveitum, Karen Erla Erlingsdóttir — stuðla að því að hún uppfylli kröfur neytandans, — vinna að hagsmunum ferðaþjón- ustubænda. Paul Richardsson hefur verið framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda í 6 ár. Ég held að allir geti verið sammála um að hann hafi staðið sig með prýði og að undir hans stjórn hafí Ferðaþjónusta bænda tekið miklum framfömm. Því ber ekki síst að þakka góðu og öflugu markaðsstarfi. Markaðs- starfi sem ekki aðeins hefur nýst ferðaþjónustubændum, heldur hef- ur það haft sitt að segja fyrir alla ferðaþjónustu í landinu. Viðurkenn- ingar hafa reyndar komið frá ýms- um aðilum á því markaðsstarfi sem Ferðaþjónusta bænda hefur unnið. Þess má einnig geta hér að þeg- ar Evrópusamtök ferðaþjónustu- bænda voru stofnuð árið 1990 var Paul Richardsson kosinn formaður undirbúningsnefndar sem vann sið- an að stofnsamningi og stefnumót- un í markaðsmálum. Samgönguráðherra, sem einnig gegnir embætti landbúnaðarráð- herra, hafnaði framkvæmdastjóra Ferðaþjónustu bænda í stjórn ráð- stefnuskrifstofunnar á þeim for- sendum að „hann vildi einhvern sem hann gæti treyst". M.ö.o. landbún- aðarráðherra treysti ekki þeim ein- staklingi sem bændur völdu sér til þess að markaðssetja sína þjónustu. Háttvirtur landbúnaðarráðherra hlýtur að hafa gildar ástæður fyrir því. Ég verð nú samt sem áður í lok- in að taka ofan fyrir ráðherra fyrir það að hann skuli þó hafa sam- þykkt formann Ferðamálaráðs, Kristínu Halldórsdóttur, sem setið hefur á þingi fyrir Kvennalistann í Reykjaneskjördæmi, sem varamann Ferðamálaráðs í stjóm títtum- ræddrar ráðstefnuskrifstofu. Það virðist nefnilega ekki vera hefð fyr- ir því þegar ráða á í einhver emb- ætti að Sjálfstæðisflokkurinn leiti mikið út fyrir sínar herbúðir!!! Höfundur er ferðamálafulltrúi Austurlands ogfulltrúi í Ferðamálaráði íslands. Sigríður Gyða Sigurðardóttir, myndlistarmaður. Sigríður Gyða í Þrastahmdi SIGRÍÐUR Gyða Sigurðardóttir opnar sýningu á vatnslita- og olíumyndum í Þrastarlundi við Sog í dag, föstudaginn 31. júlí. Verkin á sýningunni eru öll unnin á þessu ári og í fréttatil- kynningu segir, að þar sé meðal annars að finna hinar vinsælu Reykjavíkurstemmningar. Sigríður Gyða hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlend- is. Undanfarin átta ár hefur hún gert jólakort „Svalanna", sem er félag starfandi og fyrrverandi flugfreyja. Sýningin verður opin fram í miðjan ágúst. Sumarsýning Norræna hússins Myndlist Eiríkur Þorláksson Það hefur verið góð venja í sýningarsölum Norræna hússins um margra ára skeið, að efna á sumrin til sérstakra sýninga, þar sem íslenskir myndlistarmenn hafa verið kynntir, einn eða fleiri í senn. Þessar sýningar hafa stað- ið mun lengur en sýningar á öðr- um tímum ársins, og hafa því verið heppilegar til þess að gefa innlendum og erlendum ferða- mönnum sem og öllum listunnend- um gott tækifæri til að kynnast ákveðnum hluta íslenskrar mynd- listar. Að þessu sinni hefur Norræna húsið valið að setja upp samsýn- ingu á verkum þriggja listmálara af yngri kynslóðinni, þeirra Daða Guðbjörnssonar, Helga Þorgils Friðjónssonar og Tuma Magnús- sonar. Þessir listamenn eiga ýmis- legt sameiginlegt; þeir stunduðu nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands á áttunda áratugn- um, og fóru síðan til framhalds- náms í listaskóla í Hollandi (Daði í Amsterdam, Helgi Þorgils í Haag og Maastricht og Tumi í Ensc- hede). Á síðasta áratug hefur vegur þeirra smám saman farið vaxandi, en þeir hafa allir haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á síðustu árum, bæði hér á landi og erlendis. Samtímis eru þessir þrír list- málarar að fást við gjörólíka hluti í málverkum sínum, og hafa skap- að sér afar persónuleg efnistök, óháð þeim tískusveiflum stíla og listheimspekikenninga sem hafa tröllriðið listheiminum síðustu áratugi. í ágætri sýningarskrá fjallar Gunnar J. Árnason heim- spekingur stuttlega um helstu ein- kenni verka þeirra félaga, hvers fyrir sig, og er þar á ferðinni at- hyglisverð og fræðandi umfjöllun, sem gott er að hafa lesið þegar verkin eru skoðuð. Allir sýna þeir félagar fyrst og Daði Guðbjörnsson: Horft um öxl. 1989 (Olía á striga). fremst málverk á sýningunni, en í anddyri getur að líta litlar akrýl og vatnslitamyndir sem eins konar inngang að því sem sýningarsal- imir bjóða upp á. Húsnæðinu er skipt þannig að málverk eftir Helga Þorgils og Tuma eru í fremri salnum, en myndir Daða eru í þeim innri. Þannig fæst viss heildarmynd af framlagi hvers fyrir sig, og kemur það mun betur út en að blanda öllu saman. Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir hér sex verk, þar af tvær seríur mynda. Það er ákýeðin kennd kyrrðar og tignar sem hvílir yfír öllum myndum Helga, og ræðst að nokkm af þeim litaskala, sem listamaðurinn notar. Um leið er einhver óræður kjarni dulúðar í myndefninu; það sveiflast frá til- finningu um mildi og gleði, líkt og í „Svanir (nr. 7), til einhverrar ógnar og skelfingar, sem má lesa úr svip listamannsins í mörgum myndanna í hinni sérstæðu seríu „Sjálfsmynd og uppstillingar" (nr. 9), sem er alls 10 myndir. Það myndmál sem Helgi Þorgils notar í málverkum sínum verður sífellt fjölþættara og ríkulegra, og ber jafnframt í sér meiri nálgun við mannlega hlýju en i verkum hans fyrir nokkrum árum síðan. Tumi Magnússon sýnir aðeins Qögur stór málverk hér, enda stutt síðan hann hélt stóra einka- sýningu í Nýlistasafninu. Hinir hreinu Qg björtu litir Tuma eru í æpandi andstöðu við verk Helga í sama sal, og við skoðun verk- anna festast augu gestsins fljótt við þær breytingar, sem koma fram í litbrigðum einstakra flata. Hinir hversdagslegu hlutir, sem skerpa andstæður verkanna, leiða skoðandann út í ýmsar vangavelt- ur, t.d. í verki nr. 15, þar sem listamaðurinn virðist vísa á skemmtilegan hátt til hlutverks tímans í myndlistinni. Daði Guðbjömsson fyllir innri sal Norræna hússins af málverk- um, þar sem átök forms og flúrs taka á sig ýmsar myndir. Daði hefur verið í stöðugri sókn allra síðustu ár, og virðist því hafa fundið þann létta leikanda, sem hæfir viðfangsefnum hans. Titlar verkanna endurspegla kímnina sem felst í fletinum, þar sem hin- ir ýmsu þættir skreytni og heitra lita takast á við ku!da og festu grunnformanna, sem oftar en ekki eru persónugerð í myndunum; þetta tekst áberandi vel í verkinu „Horft um öxl“ (nr. 18). í öðrum myndum er Daði að gera léik úr ákveðnum stílum eða tilhneiging- um, t.d. í „Málverk með boðskap" (nr. 26), sem verður að spum- ingu, og í „Norræn angurværð" (nr. 30), þar sem hinn norræni drungi og tilvitnun í Edvard Munch er dregin í efa með ákveðnum orðaleik. Það er ástæðulaust að alhæfa mikið um hreyfíngar og tilhneig- ingar í íslenskri myndlist nú á tím- um, og því erfitt að tala um ein- staka listamenn sem fulltrúa fyrir slíku. Þeir félagar gefa á þessari sýningu auðvitað fyrst og fremst góða innsýn í eigin list, og sú mynd sem þannig fæst er bæði frískleg og fjölbreytt; meðan slík- ir fulltrúar fínnast meðal yngri listamanna er engin ástæða til að hafa áhyggjur af örlögum ís- lenskrar málaralistar. Sumarsýning Norræna hússins á verkum Daða Guðbjömssonar, Helga Þorgils Friðjónssonar og Tuma Magnússonar stendur til 16. ágúst. Mörgrim fannst vænt- anleg stjórn ráðstefnu- skrifstofunnar endur- spegla valdasamþjöpp- un hagsmunaaðila á höfuðborgarsvæðinu og vildu gjarnan fá inn einn aðila sem einnig bæri hagsmuni ferða- þjónustu á landsbyggð- inni fyrir brjósti.“ JL HARÐVIÐARVAL M&ax HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.