Morgunblaðið - 27.08.1992, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992
Munirnir úr skipsflökunum við Flatey afhentir Þjóðminjasafni
Hollenskur diskur
var í öðru flakinu
MUNIRNIR sem áhugakafaramir af Vestfjörðum afhentu Þjóð-
minjasafninu í gær eru úr tveimur skipum. Að sögn þjóðmiryavarð-
ar virðist annað skipið vera fiskiskip frá 19. öld og er meirihluti
munanna úr því. Hitt skipið er mun eldra og eru tveir hlutir taidir
vera úr því, eikarbútur úr skipinu sjálfu og brot af hollenskum
leirdiski. Þjóðminjavörður segir að leirdiskurinn sé forvitnilegastur
af þessum munum og að ýmislégt bendi til þess að hann sé frá 17.
öld. Samkvæmt heimildum blaðsins er öruggt talið að hann sé hol-
lenskur. Þjóðminjavörður segir ekki útilokað að annað skipið sé
hollenska kaupfarið sem fórst við Flatey 1659.
Guðmundur Magnússon þjóð- mundur að sérfræðingar safnsins
teldu að ýmislegt benti til þess að
það væri frá 17. öld. „Ef það reyn-
ist vera rétt gæti það komið heim
og saman við það að þetta væri
gripur úr hollensku kaupfari sem
fórst við Flatey árið 1659.“
Guðmundur sagði að sérfræð-
ingar Þjóðminjasafnsins væru bytj-
aðir að meðhöndla munina svo
hægt verði að skoða þá betur og
aldursgreina. „Þær lýsingar á að-
stæðum sem við höfum fengið frá
köfurunum, sérstaklega á öðru
flakinu, eru þess eðlis að mér sýn-
ist óhjákvæmilegt að athuga það
frekar með því að senda sérfræð-
inga vestur," sagði hann. Gripimir
úr Breiðafirði verða til sýnis í Þjóð-
minjasafninu fram yfír helgi.
minjavörður sagði að þessi tvö skip
lægju mjög þétt saman og hefðu
kafaramir fundið munina í ná-
grenni þeirra. Megnið af hlutunum
virtist samkvæmt lýsingum vera
úr yngra skipinu sem gæti verið
frá 19. öld. Sagði hann að þetta
virtust ekki vera mjög fomlegir
gripir, hlutir sem þekktust úr skút-
um, meðal annars hverfísteinn og
ýmsar festingar.
Þjóðminjavörður sagði að tveir
gripanna tengdust eldra skipinu.
Annað væri eikarbútur þar sem
sjáanlegt væri far eftir tréfleyg,
sem gæti hafa brotnað úr byrðingi
og á eikarbútnum virtust vera
ummerki eftir eld. Hinn gripurinn
er brot af leirdiski og sagði Guð-
Morgunblaðið/Kristinn
Fornir gripir úr sæ
Sérfræðingar Þjóðminjasafnsins skoða munina, f.v.: Vilhjálmur Öm
Vilhjálmsson fomleifafræðingur, Lilja Ámadóttir safnstjóri, Guðrún
Sveinbjarnardóttir fomleifafræðingur og Guðmundur Ólafsson forn-
leifafræðingur. Hollenski diskurinn er á miðju borði.
Boðið upp á heilsdagsskóla
í 5 skólum í tilraunaskyni
SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að hefja tilraun með
heilsdagsskóla, samfellda þjónustu frá 7.45 til 17.15, í fimm grunn-
skólum borgarinnar á komandi skólaári. Verður í framhaldi þessar-
ar tilraunar, sem fram fer í Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Lauga-
lækjarskóla, Laugarnesskóla og Ölduselsskóla, ákveðið hvort og
þá hvernig þjónusta af þessu tagi verður boðin í öllum grunnskól-
um Reylgavíkurborgar.
Misbrestur
varð í inn-
flutningi á
grænmeti
MAGNÚS Ágústsson og Garðar
Árnason, starfsmenn Búnaðarfé-
lags íslands, urðu varir við nokk-
um misbrest í innflutningi á græn-
meti við eftirlit á innflutningi á
kjöttómötum í vikunni. Eftirlitið
leiddi í ljós innflutning á litlum
kjöttómötum á stærð við venju-
lega tómata, sem bannað er að
flytja inn á þessum tíma, innflutn-
ing á grænmeti sem ekki var get-
ið um í tollskýrslum, og grænmeti
sem óleyfilegt er að flylja inn á
þessum tíma.
Magnús sagði að eftirlit með inn-
flutningi á kjöttómötum sem leyfílegt
er að flytja inn hefði leitt í ijós að
tveir aðilar hefðu flutt inn 4,2 tonn
og 1,2 tonn af litlum kjöttómötum á
stærð við venjulega tómata sem
óleyfilegt væri að flytja inn. Hann
sagði að ekki hefði verið hægt að
koma í veg fyrir að tómatamir færu
á markað en ástæða væri til að setja
reglur um stærð innfluttra kjöttóm-
ata til að koma í veg fyrir innflutn-
ing af þessu tagi.
Við eftirlitið kom ennfremur í ljós
að verið var að flytja inn grænmeti
sem ekki var getið um í tollskýrslum,
og grænmeti sem bannað er að flytja
inn á þessum árstíma. Magnús sagði
að á fyrra tilfellinu hefði fengist sú
skýring að hollenskur útflytjandi
hefði ekki átt þá vöru sem beðið
hefði verið um, og sett aðrar í stað-
inn. Tollyfírvöld stöðvuðu vöruna og
Iét innflytjandinn eyða henni. Auk
þess sem hennar var ekki getið í
tollskýrslum var bannað að flytja
hana inn.
í hinu tilfellinu var um að ræða
innflutning á rauðu salati sem bann-
að er að flytja inn á þessum árs-
tíma, en varan hafði fengið öll tilskil-
in leyfi og fór því til heildsalans.
Magnús sagði að eina leiðin til að
koma í veg fyrir misskilning af þessu
tagi væri að efla upplýsingaflæði
milli ráðuneytis og innflytjenda.
Ámi Sigfússon, formaður Skóla-
málaráðs, sagði að markmiðið með
heilsdagsskólanum væri að til hlið-
ar við hina ríkisstyrktu kennslu
kæmi ákveðin grannþjónusta sem
veitt yrði öllum foreldram sem
þess æsktu. Yrði þarna um að
ræða fræðslu af ýmsu tagi, aðstoð
við heimanám-og fleira.
Fyrir grannþjónustuna þarf að
greiða að hámarki 6.500 krónur á
mánuði, að sögn Áma, en óski
menn eftir færri tímum verður
gjaldið 110 krónur á klukkustund.
Sagði hann að ef tekið væri dæmi
af bami með stuttan, hefðbundinn
skóladag, sem myndi nýta sér
grannþjónustuna að fullu, yrði
tímagjaldið sem greiða þyrfti um
50 krónur á klukkustund.
Ofan á þetta bætist síðan ýmis
þjónusta í tómstundastarfi á veg-
um íþrótta- og tómstundaráðs sem
boðin verður á skólatíma til að
skapa tengingu við skólastarfið.
Árni sagði að þessu til viðbótar
hefði verið haft samband við einka-
skóla til að kanna hugsanlegt sam-
starf og hefðu sautján aðilar sýnt
því áhuga og væra reiðubúnir að
bjóða þjónustu sína inn í skólana
á þessum tíma.
„Foreldrar hafa því í raun þijá
valkosti. Grunnþjónustuna, starf-
semi íþrótta- og tómstundaráðs og
fræðslu- eða listaverkefni á vegum
einkaskólanna. Við ætlumst til
þess að þjónusta einkaskólanna
verði ódýrari en hingað til hefur
verið þar sem hún verður í skóla-
húsnæði og þeir þurfa ekki að
leggja í auglýsingakostnað vegna
hennar,“ sagði Ámi Sigfússon.
Hann bætti við: „Ég tel það vera
eitt af grundvallarverkefnum í
stjómmálum að tryggja undir-
stöðumenntun einstaklinganna.
Menntun er ekki bara niðurstaða
úr prófum í stærðfræði eða ís-
lensku heldur varðar hún líka
þroska á mjög mörgum öðram
sviðum. Með þessu tilboði til for-
eldra þá teljum við að unnt sé að
koma til móts við fjölda bama sem
eiga ekki í önnur hús að venda
yfír hversdaginn auk þess sem hún
svari markmiðum okkar um holla
fræðslu og tómstundaiðkun. Þetta
markmið okkar teljum við vera
mjög mikilvægt að efla og ná með
þessum hætti.“
Skólamálaráð hefur einnig sam-
þykkt að á næsta skólaári verði
lögð á það áherslu í öllum grunn-
skólum Reykjavíkurborgar að
bæta aðstöðu fyrir börn er þarfn-
ast viðvera í skóla utan kennslu-
tíma. Verður sama tímagjald fyrir
þessa þjónustu og innan heilsdags-
skólans eða 110 krónur á klukku-
stund.
-----..........
Ólympíumótið í brids
ísland í 4.
sæti eftir
tólf leiki
ÍSLAND vann Liechtenstein
17-13 í 12. umferð Ólympíumóts-
ins í brids í gærkvöldi og er í
4. sæti í sínum riðli. Fyrr um
daginn tapaði íslenska liðið
10-20 bæði fyrir Hollandi og
Tævan.
Hollendingar era efstir í riðlin-
um með 240 stig, Bandaríkjamenn
og Norðmenn koma næstir með
224 stig og íslendingar hafa 223
stig. Þá koma Svíar með 215 stig
og Frakkar og Spánveijar með 207
stig.
I dag spilar íslenska liðið við
Þjóðveija, lið Samveldisins og Pak-
istana en þessi lið era öll í efri
hluta riðilsins.
Sjá bridsþátt á bls. 18.
Fjölmennur fundur starfsmanna og aðstandenda vistmanna á Kópavogshæli
Með spamaðaráformum verður
dregið úr lágmarksþjónustu
ÞUNGT h\jóð var i aðstandendum vistmanna
og starfsfólki á Kópavogshæli á fjölmennum
fundi í gærkvöldi. Töldu fundarmenn að
með fyrirhuguðum sparnaðaráformum væri
verið að draga úr lágmarksþjónustu og spurt
var hvort ekki væri eðlilegra að spara í
sjúkrahúsyfirbyggingu hælisins en þjálfun
og umönnun vistmanna. Á fundi Davíðs Á.
Gunnarssonar með yfirmönnum hælsisins í
gær var farið yfir tillögur til sparaaðar í
rekstrinum og segir Davíð að tillöguraar
felist í almennu aðhaldi á öllum sviðum.
Hann sagðist vona að með útsjónarsemi
tækist að finna á hvern hátt hægt væri að
mæta markmiðum fjárlaga. Arni Már
Björasson, yfirþroskaþjálfi á vinnustofum
Kópavogshælis, sagði að starfsfólkið væri
afskaplega ósátt við að þurfa að draga úr
þeirri lágmarksþjónustu sem vistfólki á
hælinu væri boðið upp á. „Slíkt tel ég nálg-
ast að vera mannréttindabrot gagnvart því
fólki sem hér býr,“ sagði Árai.
Hulda Harðardóttir, starfsmaður Kópavogs-
hælis, sagði í í gærkvöldi að fólk væri ráðvillt,
en þá stóð yfir fundur aðstandenda og starfs-
fólks á Kópavogshæli. „Fólki fínnst líka að þeir
sem búi hér sitji alitaf skör lægra en aðrir fatl-
aðir í landinu og enn eigi að saxa á það litla
sem fyrir _er,“ sagði Hulda.
Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítal-
anna, sagði í gær að sumarið hefði verið Kópa-
vogshælinu dýrt og það hefði skapað ákveðinn
vanda. „Við erum að reyna fínna leiðir tii að
mæta því en það eru jú fyrst og fremst þau,
sem stýra Kópavogshæli, sem eru að reyna að
koma með tillögur og voru raunar búin að setja
fram mjög markvissar tillögur um það með
hvaða hætti væri hægt að mæta þeim vanda
sem við erum í. Þannig vona ég að þeim takist
með útsjónarsemi að fínna með hvaða hætti er
hægt að reyna að mæta markmiðum fjárlaga,“
sagði Davíð.
Hann sagði að ekki yrði um beinan fjárstuðn-
ing að ræða til hælisins. „Við eigum enga pen-
inga nema það sem er í fjárlögunum og erum
að leita allra tiltækra Ieiða til þess að halda
rekstri ríkisspítalanna og þar með auðvitað allra
okkar eininga, stórra og smárra, innan ramma
fjárlaganna, og Kópavogshælið er bara ein af
þeim einingum. Þar var mikill hugur í fólki að
reyna að gera þetta þótt það sé mikill vandi
því þar er ekki hægt að draga úr starfsemi
vegna þess að hvorki er hægt að fresta með-
ferð á þeim skjólstæðingum sem þar eru né
senda þá heim.“
„Samdráttur sá sem verið er að tala um hér
þýðir mikla skerðingu á þeirri faglegu uppbygg-
ingu sem hér hefur farið fram síðustu 5-10
ár,“ sagði Árni Már Bjömsson, yfírþroskaþjálfí
á vinnustofum Kópavogshælis, í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Það er rætt um að draga
úr þjónustu á stoðdeildum, eins og í hæfíngu á
vinnustofum, í sjúkraþjálfun og sundi, jafnvel
tómstundum líka, og það er skoðun okkar hér
að þetta væri stökk mörg ár aftur í tírnann."
Ami Már sagði að fréttir af niðurskurðinum
hefðu komið líkt og þruma úr heiðskíru lofti
yfír starfsfólk hælisins, því talið hafí verið að
rekstur þess væri á áætlun. Hann sagði aug-
ljóst að erfítt væri að gera sama niðurskurð á
Kópavogshæli og á öðrum ríkisspítölum, þar sem
ekki væri unnt að loka þar deildum. „Hér býr
fólk allt sitt líf, og því er eðlilegt að dregið
verði úr öllu öðru en ráðningum á heimiliseining-
ar tii að mæta samdrættinum," sagði hann.