Morgunblaðið - 27.08.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.08.1992, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 ___________________i________________ Suðurlandsmót í hestaíþróttum ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson MIKILL keppnisgalsi hefur hlaupið í hestamenn nú síðustu vikur og daga keppnistímabils- ins sem senn fer að Ijúka. Nýafstaðið er íslandsmót með metþátttöku og fyrir dyrum stendur Suðurlandsmót í hestaíþróttum þar sem þátt- taka er meiri en nokkru sinni fyrr. Eru 50 skráðir til leiks í tölti og yfir 40 í bæði fjór- og fimmgangi, þá eru keppendur í gæðingaskeiði vel á fjórða tuginn. Forráðamenn mótsins sem haldið verður nú um helgina ætla að freista þess að afgreiða dag- skrána á tveimur dögum. Mótið er haldið í Torfdal á Flúðum hefst klukkan tíu á laugardagsmorgun með forkeppni í fjórgangi fullorð- inna, unglinga og bama. For- keppni í tölti hefst að loknum fjórgangi og ríða unglingarnir þar á vaðið en næst koma bömin og endað verður a fullorðnum. Á sunnudag rísa menn snemma úr rekkju því dagskrá hefst klukkan átta með fimmgangi fullorðinna og unglinga þar á eftir. Þá verð- ur keppt í hlýðni fullorðinna, unglinga og bama en um klukk- an tólf hefst keppni í gæðinga- skeiði. Að því loknu heíjast úr- slit um klukkan tvö með íjór- gangi bama, wunglinga og full- orðinna. Þá er röðin komin að fimmgangi unglinga og fullorð- inna strax á eftir. Lýkur dag- skránni með töltúrslitum bama unglinga og fullorðinna. Kveðjumót vekringanna á Varmárbökkum Samkvæmt mótaskrá átti Suð- urlandsmótið að vera síðasta mót ársins en svo verður ekki því skeiðreiðarmenn hafa ekki fengið nóg og því tók Hestaíþróttafélag- ið Hörður í Kjósarsýslu að sér að halda skeiðmót á Varmár- bökkum laugardaginn 5. septem- ber nk. undir nafngiftinni Loka- sprettur ’92. Keppt verður í gæð- ingaskeiði, 150 og 250 metra skeiði en auk þess verður boðið upp á töltkeppni. Verður töltkeppnin með hefð- bundnu sniði að öðru leyti en því að aðeins einn dómari mun dæma. í því vandasama hlutverki verður sá kunni hestamaður Sig- urður Sæmundsson í Holtsmúla en hann þykir einn fárra manna með nógu breitt bak til að axla ábyrgð fimm dómara. Líklegt þykir að flestir bestu vekringar landsins muni mæta til leiks í skeiðið og glíma við íslandsmetin á einni bestu skeiðbraut landsins. Að keppni lokinni, sem hefst klukkan 13.00, verður boðið upp á grill í Harðarbóli, félagsheimili Harðarfélaga, þar sem hinn kunni matreiðslumeistari Haf- steinn Gilsson mun mæta með sitt landsfræga vagngrill. Afmæliskveðja Signrður Kristins- son, málarameistari Sjötíu ára er í dag góðvinur minn, Sigurður Kristinsson, málarameist- ari og fyrrverandi forseti Lands- sambands iðnaðarmanna, Hring- braut 9, Hafnarfirði. Sigurður leit fyrst dagsins ljós 27. ágúst 1922, sonur sæmdarhjón- anna Kristins J. Magnússonar, málarameistara, og Maríu Alberts- dóttur. Kristinn var einn af þekkt- ari borgurum Hafnarfjarðar á sinni tíð fyrir fjölþætt félags- og menn- ingarstörf sem hann hlaut verð- skuldaðan heiður fyrir í mörgum félögum. Ég kynntist lítillega hinni öldnu kempu þegar ég kom fyrst á Iðnþing í Hafnarfirði 1950. Einnig kynntist ég mörgum forystumönn- um í iðnaðarsamtökum Hafnar- fjarðar sem síðar urðu traustir stuðningsmenn mínir. Ég hef því ávallt litið á Hafnarfjörð sem vinabæ minn. Sigurður hefur erft marga góða hæfileika föður síns, hann hóf ung- ur nám í málaraiðn hjá honum. Fleiri þekktir málarar eru í ætt Sig- urðar á Suðumesjum og má þar nefna Guðna föðurbróðir hans og Birgi Guðnason sem báðir eru einn- ig þekktir félagsmálamenn. Að loknu iðnskólanámi lauk Sigurður sveinsprófi 1945 og meistararétt- indi fékk hann 1950. Hann nýtur trausts og viðurkenningar fyrir hæfni í iðngrein sinni, hann átti reyndar ekki langt að sækja það og að greinin erfíst virðist mér því sonur Sigurðar er einnig málara- meistari. En nú byijuðu snemma að hlað- ast á þennan starfssama unga Hafnfirðing fjölmörg félagsstörf sem of langt væri upp að telja í stuttri afmælisgrein. Þó skal nefna að Sigurður var í stjóm Knatt- spymufélagsins Hauka, Iðnráði Hafnarfjarðar, Iðnaðarmannafélagi Hafnarflarðar, skólanefnd Iðnskól- ans í Hafnarfirði og var einnig bæjarfulltrúi á árunum 1962-1970. Þá var hann sæmdur heiðursmerkj- um Leikfélags Hafnarfjarðar fyrir leiklist og leyfi ég mér að telja hann margra stjömu leikara. Um allt þetta era Hafnfirðingar marg- fróðari en ég. Margt kemur í huga minn á merkum tímamótum þessa fjölhæfa vinar míns. Kynni okkar Sigurðar hófust er hann var formaður Iðnað- armannafélags Hafnarfjarðar á ár- unum 1960-1968 og betur tengd- ust böndin er hann var kosinn í stjóm Landssambands iðnaðar- manna 1965 og mætt höfum við á öll Iðnþing íslendinga síðan. Á þess- um vettvangi urðu menn fljótt var- ir við forystuhæfíleika Sigurðar og baráttuvilja hans fyrir eflingu iðn- aðar landsmanna sem leiddi til þess að hann var kjörinn forseti Lands- sambands iðnaðarmanna á Iðnþingi 1973. Nú hófust miklir annatímar, endalaus fundahöld í nefndum og ráðum því að á þessum áram vora mikil umsvif og breytingar til upp- byggingar heildarsamtakanna og til stuðnings fyrirtækjum í iðnaði. Þessu erilsama starfí gegndi Sig- urður ásamt fjölhæfu starfsliði landssambandsins þar til að hann vildi gefa öðram tækifæri til þess að taka við 1985. Sigurður naut trausts og vinsælda vegna fjölhæfr- Tveggjít daga námskeið 1 um fiármál einstaklinga 6.900,-kr. 27. og 28. ágúst kl. 9-1 L|| VÍB-stofunni, Ári^^ðBd tó^2. og 3. september kl. 20-22:30 í T hæð. Námsgögn innifalin VIÐBÓTARNÁMSKEIÐ 9. og 10. september kl. 20-22:30 10. og 11. september kl. 9-11:30 23. og 24. september kl. 20-22:30 - Ég hef unníb í brábum 20 ár hjá sama Jyrirtceki, ég hef ágœt laun en finnst samt áb ég eigi ekki mikib. Hvernigget ég best aukib eignirnar og tryggt þannig öryggi og afkomu fjölskyldunnar? íipulegri npptoyggimgtt eigma, Lögð er áhersla á: Markmib ífjármálum, bæbi til lengri og skemmri tíma, þar sem reynt er ab samrcema drauma og veruleikann; reglulega uppsetningu á eignum ogskuldum meb tengingu vib rekstur heimilis; markvissa eignastýringu þarsem veginersaman áhætta ogávöxtun; reglubundinn samanburb á árangri og settum markmibum. Einsiakt námskeib fyrir einstaklinga sem vilja hnitmibaba leibsögn vib hámörkun eigna sinna, á hvaba aldri sem er. Leibbeinandi er Sigurbur B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VÍB. Þátltaka tiíkynnist til afgreibslu VÍB, Amheibar Eddu Rafnsdóttur, ísíma 91-681530. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. ar þekkingar á margháttúðu náms- kerfi iðnaðarmanna og allri löggjöf um iðnað og rekstrarform. Þá er Sigurður mjög góður ræðumaður og flytur mál sitt af sannfæringu og leikni, svo að eftir er tekið. Það gleður okkur eldri menn tengda iðnaðarmálum og aðra sem muna tímana tvenna að minnast 50 ára afmælisfagnaðar Landssambands iðnaðarmanna fyrir tíu áram, undir öraggri forystu þáverandi forseta, Sigurðar Kristinssonar, og starfs- fólks Landssambandsins, hve allur undirbúningur og skipulag var til fyrirmyndar á hátíðarfundinum í virðulegum salarkynnum Gamla bíós. Hátíðin var samboðin íslensk- um sem erlendum gestum sem komu frá öllum Norðurlöndum, for- ystu heildarsamtaka iðnfyrirtækja í löggiltum iðngreinum. Það fylgir forystu í landssambandinu að vera í stjóm Nordisk Hándværksrád sem heldur norrænt Iðnþing fjórða hvert ár til skiptis í löndunum. Sigurður kvæntist 9. nóvember 1946 mikilli ágætiskonu, önnu Dagmar Daníelsdóttur b. í Kolmúla við Reyðaifyörð Sigurðssonar. Eiga þau sjö mannvænleg böm, fímm dætur og tvo syni er því afkomenda- hópurinn stór. Ég hef notið þeirrar ánægju á heimili þeirra að blanda geði með þessari samheldnu stóru fjölskyldu og njóta, gestrisni og ein- lægrar gleði húsráðenda á góðum stundum. Erlendir forystumenn iðn- aðarsamtaka hafa í mín eyra lofað mjög innilegar móttökur og gest- risni á þessu íslenska hafnfirska heimili. Anna hefur staðið dyggi- lega við hlið Sigurðar og gert hon- um kleift með dugnaði sínum að annast stórt heimili og fylgja manni sínum á mannfundi heima og er- lendis hvort öðra til sóma. Fyrir frábær félagsmálastörf sem Sigurður hefur leyst af hendi hafa honum verið veittar margar viðurkenningar og verðið sæmdur heiðursmerkjum, m.a. Landssam- bands iðnaðarmanna og heildar- samtaka iðnaðarins í Noregi og Svíþjóð, riddarakross Fálkaorðunn- ar 1. janúar 1988 og heiðursfélagi Landssambands iðnaðarmanna 1987. Sigurður er nú starfsmaður íslandsbanka hf. í Reykjavík. Eftir þriggja áratuga ánægjuleg kynni, gestrisni og heilhug vil ég þakka hjónunum fyrir allar ánægjustundir á vegum landssambandsins með iðnaðarmönnum og á heimili þeirra. Góði vinur, hugheilar heillaóskir, megir þú njóta góðrar heilsu um ókomin ár. Björgvin Frederiksen. SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT Ný námskeiö eru aö hefjast S 812411 STjúmuniARSKúunini

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.