Morgunblaðið - 03.09.1992, Síða 16

Morgunblaðið - 03.09.1992, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 LEYNDAKMAL TUNGUMÁLA- NÁMSINS eftir Sarah Biondani Meðalgreindur maður notar að- eins 1—4% af því, sem heilinn er fær um að gera. Ef hann gæti lært að nota að minnsta kosti 7% heilans gæti þessi einstaklingur orðið snillingur. Hraðnámstækni byggist á nýjustu uppgötvunum í námssálarfræði. Hún notar aðferð- ir sem bæta minnið, auka sköpun- argáfu, hún opnar dyrnar inn í ónotaðan möguleika heilans og bætir alhliða greind. Venjulega líða 8—25 ár frá því að uppgötvun sem gerð er í sálarfræði, menntun, líf- fræði og fleiri greinum, þar til hún nær almennri útbreiðslu. Kennslu- aðferðir þær sem við notum til þess að kenna tungumál í Mími munu verða notaðar mjög víða í skólakerfinu árið 2015. Nýtt svið í menntun sem nefnist Educational Kinesiology (Menntunar — áreitingarfræði) leggur áherslu á að láta allan heil- ann taka þátt í náminu í staðinn fyrir að nota aðeins hluta af hon- um. Mismunandi líkamsæfíngar hafa áhrif á heilann. Með Educati- onal Kinesiology hafa verið þróað- ar einfaldar skemmtilegar líkams- æfingar sem bæta hæfni heilans. Þessar hreyfingar líkama og orku hæfa sérþörfum einstaklinga sem eru við nám í hinu tæknivædda þjóðfélagi okkar. Komið hefur í ljós að mismunandi hreyfingar bæta ýmsa hæfileika. Sumar æfíngar bæta minni, aðrar lestur og hæfi- leika til að hlusta og tala. Þessar hreyfingar eru kenndar og notaðar í allri tungumálakennslu hjá Mími. Við lærðum mest og hraðast áður en við urðum 10 ára gömul. Flest okkar lærðu undirstöðu móð- urmálsins, málfræði þess og upp- byggingu á þessum árum. Við lærðum vel vegna þes að öll skiln- ingarvit okkar tóku þátt í náminu. Við vorum hvött áfram og það var fyrst og fremst gaman. Við horfð- um á og hlustuðum meðan foreldr- ar okkar reyndu að láta okkur skilja og þegar við vorum tilbúin hermdum við eftir orðum þeirra og athöfnum. Við lærðum móður- málið með því að fara eftir því sem foreldrar okkar sögðu, eins og t.d. „sestu niður“, „lokaðu dyrunum", „komdu hingað". James Asher prófessor í sálar- fræði við San Jose háskóla í Kali- forníu hefur þróað aðferð við kennslu tungumála sem nefnist Total Physical Response (T.P.R.) (Algjör líkamleg svörun). Hún byggist á þessari aðferð við nám. Árangurinn, sem hefur fengist með því að nota aðferð hans er frábær. I einni könnun sem gerð var, kom í jós að bekkur fullorðinna sem var að læra þýsku í kvöldskóla, skar- aði fram úr bekk nemenda í há- skóla sem hafði farið í 150 kennslustundir í þýsku. Kvöld- skólanemendumir höfðu aðeins farið í 32 kennslustundir. T.P.R. er sérstaklega gagnleg aðferð þeg- ar byijað er að læra nýtt tungu- mál. Við notum hana hjá málaskó- lanum Mími. Heilaforritunarmál (Neurolingu- istic Programming, N.L.P.) er ný þróun á sviði samskipta. Það hefur komið fram með spennandi nýj- ungar í menntun. Kennarar vita að það er mikilvægur munur á því hvemig hveijum einstaklingi þykir best að læra og leggja á minnið. í hópi sem er valinn af handahófi mun u.þ.b. 40% nemendanna taka við þekkingu sjónrænt, 40% með því að hlusta og 20% með hreyfing- um eða snertingu. Þeir sem hafa rannsakað NLP hafa t.d. komist að því að þeir sem em góðir í staf- setningu skoða fyrst hvemig orðið lítur út (myndrænt minni) og at- huga síðan hvort tilfínningin fyrir því er rétt. (Hreyfi -snerti-minni). Þær sem em slæmir í stafsetningu reyna að stafa orðið með því að muna hvemig það hljómar (heym- ar-minni). Það er mikilvægt að kenna nemendum hvemig og hve- nær þeir eiga að nota sjónrænt, heyrnar- og hreyfiminni. Það er nauðsynlegt fyrir kennar- ann að ná góðu sambandi við nem- endur sína og hvetja þá á jákvæð- an hátt. Hér er lítil saga sem lýsir þessu best. Lítil stúlka kom til kennara síns með blað, sem hún hafði eytt mikl- Sarah Biondani „Það er nauðsynlegt fyrir kennarann að ná góðu sambandi við nemendur sína og hvetja þá á jákvæðan hátt.“ um tíma í að skrifa nokkrar setn- ingar á. Kennarinn sá strax að flest orðin vom stafsett á rangan hátt, en blaðið var mjög snyrtilegt og vel frá öllu gengið. Kennarinn hældi henni fyrir að hafa vandað fráganginn svona vel. Stúlkan var mjög glöð og sagði að hún hefði lagt sig alla fram við að láta verk- efnið líta vel út, en næst ætlaði hún að vinna að því að stafsetja allt rétt. Kennarinn gerði rétt í því að hvetja hana á jákvæðan hátt. Þetta er atriði sem NLP álítur mjög mikilvægt. Góðir kennarar vita einnig að það er mikilvægt að blanda hæfí- legum skammti af kímni saman við. Rannsóknarmenn við háskól- ann í Tel Aviv og Indiana komust að þvíað nemendur mundu betur aðalatriði námsefnis sem var fylgt úr hlaði með gamansögu, en þegar kímninni var sleppt. Það er mikilvægt að gera kennslustundina líflega og skemmtilega með því að nota ímyndunaraflið, leiki, kímni, liti og tónlist. Allir kennarar vita að nem- endur læra best þegar þeir hafa ánægju af því sem þeir eru að fást við og þannig líður þeim í Málaskól- anum Mími. Höfundur er kennslustjóri Málaskólans Mímis. Af skák og dauða eftirÁrnaPál * Arnason Það hefur ekki farið fram hjá neinum að átök hafa geisað í Króat- íu og Bosníu-Herzegóvínu í rúmt ár. Við höfum horft á þjáningar og dauða óbreyttra borgara í þessum ríkjum og fyllst óhug og vanmætti yfir því að þessar hörmungar virð- ast engan enda ætla að taka og engum virðist unnt að stöðva það sem á gengur. Á alþjóðlegum vettvangi hafa verið gerðar margar árangurs- lausar tilraunir til að leysa þessi mál. Lengst af hafa menn forðast að benda á einn sökudólg, öðrum fremur, þótt ekki hafi farið á milli mála að hér' bæru Serbar mesta sök. Því var að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sett bann á vöruviðskiptj við Serbíu og Svartfjallaland. í þessu samhengi er líka rétt að minna á að útilokun hefur einnig átt sér stað á öðrum sviðum, eins og bann við þátttöku Serba og Svartfellinga á íþróttamótum er dæmi um. Ef viðskiptabann á að ná tilgangi „Vera íslenskra blaða- manna á skáksýning’u Serba og Svartfellinga mun sjálfsagt engu breyta um hvort fleiri eða færri Bosníumenn falla næstu daga. En hún er þörf áminning um að það er auðvelt að finna til með þjáðum og fyllast óbeit á múg- morðum, en sýnu erfið- ara að leggja sitt af mörkum til að binda enda á þau.“ sínum, þurfa þær þjóðir sem að því standa að vera reiðubúnar til að neita sér um þá freistingu að eiga viðskipti við ríki, sem á þennan hátt eru gerð útlæg úr samfélagi þjóðanna. Við verðum að vera reiðu- búnir til að fóma almennum sam- skiptum og viðskiptasamböndum, ef einangrun Serba og Svartfellinga á að skila þeim árangri að lina þján- ingar óbreyttra borgara Bosníu. Nú ber svo við að skákeinvígi Fischers og Spasskís er haldið í Svartfjallalandi, einvígi sem minnir á mikla atburði í skáksögu ísiend- inga. Hinn bandaríski þátttakandi hefur fengið aðvaranir frá ríkis- stjórn Bandaríkjanna vegna þátt- töku sinnar, þar sem minnt er á viðskiptabann og nauðsyn á algerri einangrun Serba og Svartfellinga. Um 200 blaða- og fréttamenn, þ.á m. í það minnsta einn íslenskur, sitja nú í Svartfjallandi og flytja þjóðum heims fréttir af athyglis- verðum skákviðburðum, mitt á stríðshijáðu svæði. Þeir þiggja beina Svartfellinga og eiga við þá viðskipti, kaupa væntanlega af þeim fæði, húsnæði og ýmsa þjón- ustu, fyrir utan að koma Svart- fjallalandi á landakorti sem friðsæl- um skákstað. Skákáhugi Islendinga er óum- deildur, en svo er vonandi líka um vilja þeirra til að gera sitt, þó í litlu sé, til að freista þess að stytta þján- ingar meðbræðra sinna. Vera ís- lenskra blaðamanna á skáksýningu Heljur fjöl- miðlanna eftir Gunnlaug Þórðarson í nútíma þjóðfélagi gefst fólki sjald- an tækifæri til þess að sýna hetju- lund og grípur fólk til ýmissa ráða til þess að svo megi verða. Eitt úrræðanna er að stofna til mótmælaaðgerða gegn ímynduðuin yfirgangi. Meðal vor hafa slíkar að- gerðir ekki neinn háska í för með sér, ólíkt því, sem fólk í mörgum öðrum löndum má búa við. Á engan hátt á slíkt skylt við hugrekki að hafa sig þannig í frammi. Vonin um að fjölmiðlar kunni að gera sér mat úr slíkum uppákomum og að menn komist á skjáinn getur rekið menn áfram til þes að verða sér til athlæg- is. Undirskriftasafnanir eru oft frem- ur byggðar á tilfinningasemi en viti og iðulega kemur á daginn að mót- mælin voru vitlaus frá upphafi. Á vettvangi sem þessum hefur áður verið bent á hve undirskriftarp- lagg missir alvöruþunga sinn eftir því sem fleiri sefjast til að skrifa undir það. Þannig hef ég sýnt fram á að plagg með fleiri en fimm undir- skriftum verður oft nánast mark- laust. Nefna má mörg dæmi slíks. Nýj- asta dæmið er undirskriftasöfnunin gegn byggingu háhýsis fyrir eldri borgara við Hæðargarð hér í borg. Þar höfðu 1.207 manns, auk for- eldra- og kennarafélaga í hverfinu, að vanhugsuðu máli mótmælt stað- setningu hússins í þeirri röngu trú að það skerti leikaðstöðu á svæðinu. Prentaðir listar fyrir mótmæli gegn byggingunni lágu frammi til undir- skriftar á sundstöðum borgarinnar. Otrúlegt var að sjá fólk skrifa nöfn sín án þess að blikna á þessi plögg, greinilega án þess að hafa hugmynd um um hvað málið snerist. Mjög athyglisvert var að sömu nöfn voru á mótmælendalistanum og á bæna- skjali frá Félagi eldri borgara til borgarstjóra um að borgaryfirvöld sæju til þess að íbúðir fyrir aldraða yrðu byggðar í hverfinu svo að fólk gæti lokið lífsstarfi og jarðvist í sama hverfi!??! Eitt undarlegri dæma um hópsefj- un og ofstæki voru mótmælin gegn Höfðabakkabrú. Segja má að fyrir 10 árum, þegar unnið var að því mannvirki, hafi geisað andlegt hern- aðarástand í Árbæjarhverfi vegna þess að tekist hafði að læða því inn Árni Páll Árnason Serba og Svartfellinga mun sjálf- sagt engu breyta um hvort fleiri eða færri Bosníumenn falla næstu daga. En hún er þörf áminning um að það er auðvelt að finna til með þjáðum og fyllast óbeit á múgmorð- um, en sýnu erfiðara að leggja sitt af mörkum til að binda enda á þau. Höfundur er lögfræðingur. Gunnlaugur Þórðarson „Svipuð mótmælauppá- koma er nú á ferðinni í Kópavogi vegna fyrir- hugaðrar kirkjubygg- ingar á Víghóli. Fæstir þeirra sem mótmæla hafa hugmynd um að möguleiki til að njóta útsýnis af Víghóli verð- ur ekki skertur með kirkjubyggingunni.“ hjá fjölda fólks að brúin og aðliggj- andi vegur eyðilegði ekki aðeins sjálfan Elliðaárdalinn heldur spillti og allri tilvist hverfanna. Fjandskap- urinn var hörmulegur, ef granni fékkst ekki til að skrifa undir mót- mælin. Höfðabakkinn er í dag eðlileg tengsl milli Ijölskyldna og kunningja í Árbæ og Breiðholti og tengsl ungl- inga í Árbæ við fjölbrautaskóla og ómissandi lífæð í borgarlíkamanum. Að hugsa sér, að til eru margra síðna fundargerðarbækur með mót- mælum gegn Höfðabakkabrú, vega- tengslum sem enginn vildi vera án. Eftir því sem næst verður komist voru þetta rúmlega 3.000 manns. Sennilega mun enginn þess fjölda fólks, sem stóð í þessu, vilja nú muna framgöngu sína í málinu. Annað frægt dæmi er úr Kópa- vogi. Þáverandi bæjarfógeti, Sigur- geir Jónsson, ákvað í því skyni að draga úr slysahættu barna að leik í Hrauntungu að banna stöður bif- reiða annars vegar götunnar. Fólk við götuna var gripið æði. Safnað var undirskrift 1.200 manna til að mótmæla ráðstöfun bæjarfóg- eta. Efnt var til borgarafundar í ein- um skóla bæjarins og einróma sam- þykkt mótmæli. Auðvitað tók hinn skynsami bæjarfógeti ekki mark á þessu og hinu hlægilega uppnámi. Varla var liðinn mánuður frá því að fólkið áttaði sig á hvað skynsamleg ákvörðun hins samviskusama og hæfa fógeta var. Nú vilja fæstir muna eftir því að þeir létu hafa sig að fífli í þessu máli. Svipuð mótmælauppákoma er nú á ferðinni í Kópavogi vegna fyrir- hugaðrar kirkjubyggingar á Víghóli. Fæstir þeirra sem mótmæla hafa hugmynd um að möguleiki til að njóta útsýnis af Víghóli verður ekki skertur með kirkjubyggingunni. Tónskáldið Sigfús Halldórsson, Kópavogsbúi um áratuga skeið, hef- ur og bent á að á Víghóli sjáist nán- ast aldrei hræða til þess að njóta útsýnis. I öllum fyrrgreindum mótmæla- herferðum hafa fyrirsvarsmennirnir orðið „hetjur“ fjölmiðlanna. Höfundur cr lögnmður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.