Morgunblaðið - 03.09.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
29
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Karfatúr hjá Sléttbak
Það var handagangur í öskjunni á þriðjudag niðri á Togarabryggju þegar landað var úr frystitogara Út-
gerðarfélags Akureyringa, Sléttbak EA. Skipið kom með um 9.000 kassa af frystum afurðum, þar af inni-
héldu um 6.000 karfa, en aflaverðmæti eftir túrinn var um 30 milljónir króna.
Verkmenntaskólinn á Akureyri settur
• •
011 bókleg kennsla loks-
ins komin undir eitt þak
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Gangar Verkmenntaskólans fylltust í gær þegar nemendur snéru
til baka að lokinni sumarvinnu, en skólinn var settur á þriðjudags-
kvöld.
NÍUNDA starfsár Verkmennta-
skólans á Akureyri er hafið, en
skólinn var settur í Akureyrar-
kirkju á þriðjudagskvöld, 1.
september.
Nemendur í dagskóla verða í
vetur um 950 og kennarar hartnær
eitt hundrað talsins^ að meðtöldum
stundakennurum. í öldungadeild
verða um 200 nemendur og þá
má búast ‘við töluverðum fjölda
fólks er sækir fullorðinsfræðslu
er skólinn býður upp á. „Það verð-
ur „setinn Svarfaðardalurinn“ hjá
okkur í vetur sem fyrr,“ sagði
Bernharð Haraldsson skólameist-
ari við setningu skólans.
Öll bókleg kennsla fer nú í
fyrsta sinn fram undir einu þaki
í húsakynnum skólans á Eyrar-
landsholti, en áður voru kennslu-
stofur leigðar í íþróttaliöllinni til
viðbótar við húsnæði skólans. Enn
eru tvær deildir starfræktar úti í
bæ, hússtjórnarsvið og tréiðnaðar-
deiid.
í sumar hafa staðið yfir fram-
kvæmdir við skólann, bæði utan
húss og innan. Salur í miðrými
skólans er nær fullgerður og mun
eflaust nýtast vel, þá hefur að-
koma að skólanum verið löguð og
um þessar mundir er verið að hefja
framkvæmdir við nýja bóknáms-
álmu, D-álmu sem kölluð er, og
kvaðst skólameistari vonast til að
hún yrði tekin í notkun haustið
1994, á tíu ára afmæli skólans.
Mývatnssveit
Kinda leitað
á hálendinu
Björk, Mývatnssveit.
Þriðjudaginn 1. september
fóru þrír menn á tveimur bílum
að smala Grafarlönd og Herðu-
breiðarlindir. Ferðin gekk vel og
var snjór að mestu horfinn. Alls
fundust 38 kindur og var komið
með þær til byggða.
Farið verður í fyrstu göngur á
Austurafrétt 4. september og réttað
í Reykjahlíðarrétt sunnudaginn 6.
september. Þá verður farið í Suður-
afrétt miðvikudaginn 9. september
og réttað í Baldursheimsrétt 12.
september. Krislján
Skóverksmiðja til sölu
Tilboð óskast í þrotabú skóverk-
smiðjunnar Striksins hf.,
lager, framleiðsluvélar og annan búnað.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða boði sem
er eða hafna öllum.
Upplýsingar eru veittarhjá
Þorsteini Hjaltasyni hdl., sími 96-12321,
fax 96-12319, Kaupvangsstræti 4,2. hæð,
pósthólf 32, 602 Akureyri.
Háskólinn
Kanadískur prófess-
or heldur fyrirlestur
Dr. Thomas H. Robinson, prófessor frá Toronto, flytur opinberan
heimspekifyrirlestur við Háskólann á Akureyri á laugardag, 5. septem-
ber kl. 14. Ber hann yfirskriftina Platón og sál-líkamlegir sjúkdómar.
Á síðasta skólaári voru fluttir
margir opinberir fyrirlestrar við
Háskólann á Akureyri, flestir eftir
hádegi á laugardögum og voru þeir
jafnan vel sóttir, ekki hvað síst þeir
sem fjölluðu um heimspekilegt efni.
Nú verður þráðurinn tekinn upp að
nýju með fyrirlestri Thomas H. Rob-
insons og ætti efni hans að höfða
til alls áhugafólks um heimspeki og
eða heilbrigðismál.
Thomas Robinson er þekktur sér-
fræðingur í fornaldarheimspeki en
jafnframt forstöðumaður framhalds-
náms við Háskólann í Toronto í
Kanada. Þá var hann félagi í nefnd
OECD er á sínum tíma skrifaði
margumrædda skýrslu um íslenska
skólakerfið. Fyrirlestur hans, sem
fluttur verður á ensku, verður hald-
inn íi hús Háskólans við Þingvalla-
stræti og er öllum opin meðan hús-
rúm leyfir.
(Fréttatilkynning)
Teikningar eftir Elísa-
betu Geirmundsdóttur
GEFNAR hafa verið út fjórar eftirprentanir af blýantsteikningum
Elísabetar Geirmundsdóttur, en þær eru frá árinu 1936.
Teikningarnar sem um er að
ræða bera heitin „Á grasafjalli“,
„Hjá útilegumönnum", „Sæmaður
gengur á land“ og „Músaspor í
snjó“.
Elísabet Geirmundsdóttir fæddist
árið 1915, en hún lést árið 1959.
Elísabet var fjölhæf listakona, hún
skar út í tré, gerði skúlptúra, mál-
aði, teiknaði og fékkst við ljóða-
og iagagerð. Ut kom fyrir jólin
1989 bók um hana er nefnist Lista-
konan í fjörunni.
Teikningarnar eru gefnar út í
30 tölusettum eintökum og eru fá-
anlegar hjá Iðunni Ágústsdóttur á
Akureyri eða Ljósmyndastofunni
Norðurmynd á Akureyri.
MTC peningaskápar
/•k ‘
E
wf- ,111 fc
P ' ' ' I
wn& ÖÉ ** . k
með kortalásum, tölvulásum og talnalásum.
Kynningarverð frá kr. 22.440,-.
■i ■■
Tg~~ — _ __ ammmwu Furuvöllum 5, Akureyri
K LVUTÆKI Sími 96-26100.
MTÆKNIVAL
Skeifunni 17, Reykjavík.
Sími 91-681665.
Nýr gistívalkostur
á Akureyri
Nú þegar sumarhótelin loka hvert af öðru, viljum
við á Hótel Hörpu minna á að áfram má gista
ódýrt á Akureyri.
Verð á mann í tveggja manna herbergi með morg-
unmat frá aðeins kr. 2.610,-.*
Fastagestum, fyrirtækjum og hópum er veittur
sérafsláttur.
Auk hins lága gistiverðs, njóta gestir okkar 10%
afsláttar á veitingahúsinu Bautanum og 15%
afsláttar á lúxus veitingastaðnum Smiðjunni.
Hótel Harpa
Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins.
Sími 96-11 400. Fax 96-27795.
(Vinsamlegast athugið að Hótel Harpa er ekki
skráð í símaskrána og hét áður Hótel Stefanía).
*Miðaö við að dvalið sé þrjár nætur eða lengur.