Morgunblaðið - 03.09.1992, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
Friðrik Sophusson
Ríkistjómin var í erfiðri stöðu
Fyrsta umræða um staðfestingn bráðabirgðalaga um Kjaradóm
FRIÐRIK Sophusson fjármála-
ráðherra mælti í gær fyrir frum-
varpi til að staðfesta bráða-
birgðalög um Kjaradóm frá 3.
júlí 1992. Stjórnarandstæðingar
gagrýndu nyög hvernig ríkis-
stjórnin hefði staðið að þessu
máli en geymdu sér það til síð-
ari tíma að ræða efnisleg eða
launaleg áhrif sem skipan eða
skipulag Kjardóms og hugsan-
legar kjaranefndar kann að
hafa.
Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra rakti í nokkru máli for-
sögu þessa máls og þau hörðu við-
brögð sem urðu vegna úrskurða
Kjaradóms hinn 26. júní síðastlið-
inn. Það hefði verið ljóst að ríki-
stjómin hefði verið í mjög erfíðri
stöðu. Afar brýnt hefði verið að
varðveita stöðugleika í efnahags-
lífínu og samstöðu sem náðst hefð-
ist með hóflegum kjarasamning-
um. Niðurstöður Kjaradómsins
hefðu telft þeim árangri í mikla
tvísýnu.
Ræðumaður rakti nokkuð gang
þessa máls, m.a. bréfaskipti við
Kjaradóm og lögfræðileg álitaefni.
Niðurstaðan varð setning bráða-
birgðalaga 3. júlí. í þessum lögum
var kveðið á um: „Enn fremur
skal Kjaradómur við úrlausn mála
taka tillit til stöðu og þróunar
kjaramála á vinnumarkaði, svo og
efnahagslegra stöðu þjóðarbúsins
og afkomuhorfa þess. Telji Kjara-
dómur ástæðu til að gera sérstakar
breytingar á kjörum einstakra
embættismanna eða hópa skal þess
gætt að það valdi sem minnstri
röskun á vinnumarkaði." Einnig
hefði verið kveðið á um að Kjara-
dómur skyldi kveða upp nýja úr-
skurði á grundvelli þessara laga
og eigi síðar en 31. júlí 1992.
Kjaradómur felldi úrskurð 12.
júlí, dómurinn taldi sig verða með
hliðsjón af forskrift og forsendum
að skýra lög á þann veg að aðstæð-
ur í þjóðfélaginu leyfðu ekki meira
en 1,7% hækkun á laun þeirra sem
heyrðu undir undir kjaradóms-
ákvarðanir. Friðrik taldi að Kjar-
dómur hefði haft meira svigrúm
og frelsi heldur en kæmi fram í
þeim forsemdur sem Kjaradómur
tíundaði fyrir dómi sínum. Fjár-
málaráðherra taldi Kjaradóm hafa
haft ákveðið svigrúm til breytinga,
með hliðsjón af síðustu setningu
fyrstu greinar bráðabirgðarlag-
anna: „Telji Kjaradómur ástæðu
til að gera sérstakar breytingar á
kjörum einstakra embættismanna
eða hópa skal þess gætt að það
valdi sem minnstri röskun á vinnu-
markaði.“ Hann dró ekki dul á það
að þar hefði hann sérstaklega
presta og dómara í huga.
Það kom fram í ræðu ráðherra
að hann teldi það mjög bagalegt
að ekki væri unnt að kalla þing
saman og leysa úr málum með
löggjöf í stað þess að gefa út
bráðabirgðalög. Þegar stjómar-
skrá var síðast breytt hefði staðið
til að setja í þingskaparlög sér-
stakt ákvæði um hvemig hægt
væri að greiða fyrir þingstörfum
þegar stæði sérstaklega á og brýna
nauðsyn bæri til. Ákvæðið gerði
ráð fyrir að forsætisráðherra gæti
gert tillögu um takmörkun á ræðu-
tíma við umræður. Þetta hefði ekki
fengist í gegn.
Fjármálaráðherra hugði að þetta
væri ein af ástæðunum fyrir því
að ríkisstjórnir myndu hugsa sig
tvisvar um áður en þær kölluðu
þing saman fremur en að beita
bráðabirgðalagaákvæðinu. Fjár-
málaráðherra lét þess einnig getið
að þegar bráðabirgðalögin voru
sett hefði verið ljóst að þing myndi
fljótlega koma saman og kveðið
væri á um að brágðabirgðarlög
skyldu staðfest innan sex vikna
eða falla úr gildi ella. Ráðherra lét
þess einnig getið að lagt hefði ver-
ið fram annað frumvarp um Kjara-
dóm og kjaranefnd hefði óskað
eftir að það frumvarp mæti fá efn-
islega samleið til nefndar. Og hann
vænti þess á málin yrðu skoðuð
saman. Að lokum lagði fjármála-
ráðherra til að þessu máli yrði vís-
að til efnahags- og viðskiptanefnd-
ar.
Vont verklag
Stjórnarandstæðingum, þ. á m.
Páli Pétursyni (F-Nv), Svarari
Gestsyni (Ab-Rv) og Steingrimi
J. Sigfússyni (Ab-Ne) þótti sem
fjármálaráðherra sýndi þinginu lít-
ilsvirðingu með því að ætla að
þingið gæti ekki afgreitt brýn mál
með nægilega skjótum hætti. Þeir
töldu að núgildandi heimildará-
kvæði í stjórnarskránni til setning-
ar bráðabirgðarlaga ætti einungis
að beita í algjörum neyðartilvikum,
vegna styijaldarástands eða nátt-
úruhamfara. Þeir töldu neyðina
ekki hafa verið þvílíka í byijun
júlímánaðar í sumar. Það hefði og
líka verið almenn krafa um það í
þjóðfélaginu að þingið skyldi kallað
saman. Við þessu hefði ríkisstjórn-
in ekki orðið heldur kosið þessa
forkastanlegu málsmeðferð.
Kristín Astgeirsdóttir (SK-Rv)
ítrekaði gagnrýni Kvennalista-
kvenna á vítaverða stjómhætti sem
fælust í misbeitingu á 28. grein
stjómarskrárinnar til setningar
bráðabirðalaga og á launastefnu
ríkisstjómarinnar. Hún sagði þessi
bráðabirðalög til vitnis um „sam-
tryggingu og lögregluaðgerðir að-
ila vinnumarkaðarins" sem fælust
í því að þvinga alla inn í óumbreyt-
anlegan farveg launasamninga.
Kristín sagði Kvennalistann for-
dæma bakgrann þessa máls og
inntak þessara laga. Hann gæti
alls ekki með nokkra rnóti stutt
þessa lagasetningu. Olafur Þ.
Þórðarson (F-Rv) gagnrýndi mjög
í sinni ræðu þá hræsni sem hann
taldi sig hafa orðið varan við í
þessari umræðu og taldi ýmsa sem
gagnrýnt hefðu fyrri úrskurð
Kjaradóms vera býsna vel launaða.
Ólafur nefndi forseta Alþýðusam-
bands íslands, ASÍ, og fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bands íslands, VSÍ, í þessu sam-
bandi. Hann gagnrýndi harðlega
feluleik sem tíðkast hefði til sumra
„gæðinga ráðherra" í formi
ómældrar yfirvinnu. Ólafur sagði
ríkisstjórnina hafa sett svo vitlaus
bráðabirgðalög að hún treysti sér
ekki að búa við þau nema tvo
mánuði og vísaði þar til framvarps
um Kjaradóm og kjaranefnd. Ólaf-
ur gagnrýndi meint ráðríki og
sjálfdæmi ráðherra. Risu úfar með
Ólafi og Friðrik Sóphussyni fjár-
málaráðherra sem lagði áherslu á
að þótt ráðherra skipaði meirihluta
í nefnd væra hann ekki framhald
eða handbendi ráðherra.
Laust eftir kl. 19.00 frestaði
Valgerður Sverrisdóttir varaforseti
þessari umræðu og sleit fundi.
Morgunblaðið/Kristinn
Framhald fyrstu umræðu um EES
Snúum ekki við í straumvatninu
- segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
SVAVAR Gestsson (Ab-Rv), fyrrum menntamálaráðherra, segir Sjálf-
stæðismenn hafa kúvent í sinni afstöðu til hins Evrópska efnahags-
svæðis, EES. Áður en EES-viðræðurnar hófust árið 1989 vildu þeir
taka upp tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið, EB, en núna styðji
þeir saminginn um EES. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
segir Svavar Gestsson hafa verið meðal þeirra sem komu í veg fyrir
að tvíhliða viðræður hefðu verið reyndar. Síðan hafi sjálfstæðismenn
stutt viðræðurnar um EES. Það sé hið mesta óráð að snúa hestinum
við í straumvatninu núna.
Fyrstu umræðu um framvarp til
staðfestingar á samningnum um
Evrópskt efnahagssvæði, EES, var
framhaldið í fyrrakvöld kl. 20.30.
í ræðu Önnu Ólafsdóttir Björns-
son (SK-Rv) komu fram þungar
áhyggjur af meintu fullveldisafsali
og stórfelldu valdaframsali til „and-
litslaus skrifræðis", þ.e. EB. Anna
vitnaði og mjög til þeirrar skoðana-
könnunar sem gerð var fyrir utan-
ríkisráðuneytið en þar kom fram
að þátttakendur hefðu óttast mjög
að við væram með EES að afsala
okkur yfírráðum yfír efnahags- og
fiskveiðilögsögu vorri. Það kom
glögglega fram að þetta væri líka
ótti Önnu sem og annarra Kvenna-
listakvenna. Ræðumaður innti í
sinni ræðu Þorstein Pálsson sjávar-
útvegsráðherra mjög eftir því hvað
liði hinum tvíhliða samningi um
sjávarútvegsmál sem væri skilyrði
fyrir gildistöku EES. Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra
reyndi að fullvissa Önnu um að
þessi ótti væri á misskilningi byggð-
ur. Þess væri hvergi getið í EES-
samningnum að við værum að af-
sala okkur rétti yfír fískveiðilögsög-
unni. Eitt meginatriði við gerð
þessa samnings hefði verið að við
heldum okkar yfírráðum óskertum
og undirgengjumst ekki undir físk-
veiðistefnu Evrópubandalagsins,
EB. Önnu Ólafsdóttir var ekki
rórra. Hún vísaði m.a. til þess að
enn væri samningurinn um sjávar-
útvegsmál ókominn.
Svavar Gestsson (Ab-Rv) sagði
sjálfstæðismenn mjög hafa brigslað
framsóknarmönnum og alþýðu-
bandalagsmönnum fyrir sinnaskipti
eða kúvendingu í sinni afstöðu til
EES. Svavar vísaði því á bug og
rifjaði enn og aftur upp forsögu,
skýringar eða fyrirvara Alþýðu-
bandalagsins í fyrri ríkisstjórn.
Svavar taldi hins vegar að sjálf-
stæðismenn ættu athyglisverða for-
tíð í þessu máli. Þeir hefðu í eina
tíð sótt það mjög fast að farið yrði
í tvíhliða viðræður og eftír að ljóst
var að gengið yrði til EES-viðræðna
hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
í Evrópustefnunefnd haft sterka
fyrirvara, m.a. um að íslendingar
einir ættu réttindin til fískveiða inn-
an 200 mílna efnahagslögsögunnar.
Sjálfstæðismenn skulduðu þingi og
þjóð skýring á sinni kúvendingu.
Svavar Gestsson ítrekaði og herti
á þeirri gagrirýni sem hann hefur
áður haft uppi gagnvart EES. Með
þessum samningi yrðu þingmenn í
færibandavinnu fyrir framkvæmda-
valdið og það ekki bara innlent
framkvæmdavald, heldur fram-
kvæmdastjóm EB í Brussel. En það
var ekki bara samningurinn sjálfur
sem hann taldi ótvírætt að mestu
vera eftir forskrift EB sem var
Svavari þyrnir í augum. Hið eigin-
lega frumvarp til staðfestingar á
samingnum sjálfum væri með end-
emum sérstaklega 4. grein: „Ráð-
herra, sem í hlut á, getur, ef sér-
stök nauðsyn krefur, sett reglur þar
sem nánar er kveðið á um fram-
kvæmd EES-samingsins.“ Svavar
vildi líkja þessu við að afnema laga-
safn íslands og bæta nýju ákvæði
í stjómarskrána um að ráðherra
gæti sett nánari reglur um fram-
kvæmd stjórnarskrárinnar.
Vatnahestar
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra veiti fyrra ræðumanni
andsvar. Sjávarútvegsráðherra
sagði það rétt að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði viljað og lagt mikla
áherslu á að tvíhliða viðræður við
EB yrðu reyndar til þrautar. Sjálf-
stæðismenn hefðu þá þegar bent á
að líklegt væri að aðrar EFTA-þjóð-
ir myndu fyrr en síðar gerast aðilar
að EB. Þeir hefðu líka bent á það
að hluti af EES-samningnum væri
að yfirtaka stóran hluta af löggjöf
EB. En hveijir hefðu komið í veg
fyrir að við óskUm sjálfstæðis-
manna yrði orðið? Það hefðu m.a.
verið ráðherrar Alþýðubandalags-
ins, þ.á m. Svavar Gestsson.
Sjálfstæðismenn hefðu talið mik-
ilvægt að íslendingar tengdust
þeirri efnahagssamvinnu sem hefur
verið að ryðja sér til rúms í Evr-
ópu. Og því viljað styðja viðræður
með öðram EFTA-þjóðum, þegar
þeirra megintillögur fengu ekki
framgang. Og við það hefðu sjálf-
stæðismenn staðið. Þorsteinn vitn-
aði til þess að skaftfellskir vatna-
menn segðu það hið mesta óráð að
snúa hestunum við í miðju straum-
vatninu. Þorsteinn taldi það hið
mesta óráð að snúa við þegar við
værum að ná landi í þessum samn-
ingum. Svavar Gestsson þakkaði
og þótti athyglisvert að sjávarút-
vegsráðherra undirstrikaði stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Þ.e.a.s. þá
stefnu sem Sjálfstæðiflokkurinn
hafði. Nú reyndi Þorsteinn Pálsson
að rökstyðja afstöðu sína með því
að hann „hefði lélega vatnahesta
og treysti sér ekki til að snúa við
í miðju fljótinu". Svavar vildi upp-
lýsa sjávarútvegsráðherra um að
það væru fleiri í þingsal heldur en
Alþýðuflokkurinn og fleiri vatna-
hestar fyndust heldur en Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráð-
herra.
Hálfri stundu fyrir miðnætti var
þessari umræðu frestað til fimmtu-
dags.
Stnttai* þingfréttir
Finnur spyrst fyrir
Finnur Ingólfsson (F-Rv) hefur
lagt fram tólf samhljóða fyrirspurn-
ir til allra ráðherra ríkisstjórnarinn-
ar um útboð á vegum þeirra ráðu-
neyta sem undir þá heyra. Finnur
leitar svara um: 1) Hversu mörg
útboð í vöru, þjónustu og fram-
kvæmdir voru á vegum ráðuneytis-
ins og stofnana, sem undir það
heyra, á árinu 1991 til og með 31.
ágúst 1992? 2) Hvaða útboð voru
þetta? 3) í hve mörgum og hvaða
tilvikum var lægsta tilboði tekið?
4) í hve mörgum og hvaða tilvikum
var lægsta tilboði ekki tekið? Hvaða
rökstuddu ástæður lágu að baki
þeirri ákvörðun?