Morgunblaðið - 03.09.1992, Side 36
36^
MORGUNBLMJIÐ^ FIMMTUDAGUR, ,3. .SEPT^EMBER 1992
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BERGUÓT EIRÍKSDÓTTIR,
vefnaðarkennari,
Skeggstöðum,
Hveragerði,
lést í Landspítalanum 1. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Eiður Hermundsson og fjölskylda.
t
Bróðir okkar,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Stóragerði 25,
Hvolsvelli,
lést í Landspítalanum 1. september.
Brynjólfur Jónsson,
Einar Jónsson,
Guðrún Helga Jónsdóttir,
Hanna Jónsdóttir,
Lilja Jónsdóttir.
t
JÓHANN EIRÍKSSON,
frá Felli í Mýrdal,
lést af slysförum 21. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. september
kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans
er bent á Slysavarnafélag íslands.
Þór Jóhannsson, Marfa Þorláksdóttir,
Þórdis Rúnarsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t , '
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGIMUNDUR STEFÁNSSON,
kennari,
Fannborg 1,
Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum mánudaginn 31. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Blanca Ingimundardóttir, Vilhjálmur Guðmundsson,
Helga Ingimundardóttir, Árni Jóhannesson,
Jan Ingimundarson, Guðrún Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
AÐALBJÖRG HARALDSDÓTTIR,
Laugarnesi,
Laugarvatni,
verður jarðsungin laugardaginn 5. ágúst, klukkan 13.30 frá Sel-
fosskirkju.
Jarðsett verður á Laugarvatni.
Ásrún Magnúsdóttir,
Böðvar Magnússon.
t
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR ÁGÚSTSSON,
Ásgarði,
Vogum,
Vatnsleysuströnd,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstutíaginn 4. september
kl. 13.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Andrea Ágústa Halldórsdóttir,
Lilja Sólrún Halldórsdóttir,
Þórunn Halldórsdóttir,
Þuríður Kristín Halldórsdóttir,
Auður Kristinsdóttir,
og barnabörn hins látna.
Steindór Hjartarson,
Hjörtur Þór Björnsson,
Aðalsteinn Torfason,
Sverrir Heiðar Sigurðsson
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
TEITUR JÚLÍUS JÓNSSON,
húsasmíðameistari,
dvalarheimilinu Seljahlið,
áður til heimilis á Langholtsvegi 83,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. september
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu
minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess.
Rannveig Guðjónsdóttir,
Pálma Júlíusdóttir, Andrés Guðlaugsson,
Þórunn J. Júlíusdóttir, Kristján Örn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Brynhildur Jósefs-
dóttír - Kveðjuorð
I dag, 3. september 1992, hefði fyrr-
um bamaskólakennari okkar, frú
Brynhildur Jósefsdóttir, orðið 90 ára,
en hún lést seinnipart árs 1991.
Margt kemur upp í hugann þegar
litið er til baka til áranna góðu í
Breiðagerðisskólanum, undir hand-
leiðslu Brynhildar og fáum við seint
fullþakkað það veganesti sem hún
sendi okkur með út í lífið. Hún var
fædd til kennslu og að leiðbeina, var
ákveðin, jafnvel á stundum ströng,
en jafnframt blíð og óumræðanlega
mannleg og átti hún virðingu okkar
allra. Við virtum og dáðum Brynhildi
Jósefsdóttur. Hún hafði ríka málvit-
und og lagði mikið upp úr íslensku-
kennslu og ekki má gleyma skrift-
inni. Brynhildur hafði ákaflega fall-
ega rithönd og lagði á það mikla
áherslu að nemendur hennar væru
vel^ skrifandi.
112.F í Breiðagerðisskóla veturinn
1960-61, vom nemendur, 22 stelpur
og 11 strákar. Það gefur augaleið
að það hefur oft verið líflegt í svo
stórri bekkjardeild, en þó kom ekki
oft til vandræða, við vildum ekki
vera Brynhildi erfið og segir það sína
sögu um hvem hug við bárum til
hennar.
Flest okkar í bekknum vomm
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa
Brynhildi sem kennara allan barna-
skólann, hún tók þátt í gleði okkar
og sorgum, fylgdist með okkur
þroskast frá því að vera lítil börn
að læra að lesa og skrifa, til þess
að verða táningar, með öllum þeim
væntingum sem fylgja þeim aldri.
Hún fylgdist alltaf með okkur þó í
fjarska væri, og gat átt það til að
hringja í eitthvert okkar til að fá
fréttir af okkur. Hún vildi fylgjast
með okkur.
Þegar Brynhildur varð 80 ára hélt
hún stórveislu að höfðingja sið. Þar
var samankominn stór hópur skyld-
menna, vina, samstarfsmanna og að
sjálfsögðu 12.F úr Breiðagerðisskól-
anum, og emm við þess fullviss að
fáir skemmtu sér eins vel og við.
Þama mættu 27 af 33. Við þetta
tækifæri var tekin „bekkjarmynd"
Hjörtur P. Hjartar-
son - Kveðjuorð
Hjörtur Pálmi Hjartarson var
fæddur 5. mars 1913 að Norður-Bár
í Gmndarfirði. Hann lést eftir stutta
spítalalegu 24. ágúst sl. Sá sem þess-
ar línur ritar kynntist Hirti fyrir
tæpum aldarfjórðungi. Veit því lítið
um ævi hans og störf allt fram til
þess er við kynntumst. Vil ég þó
skýra frá því helsta sem ég veit.
Foreldrar Hjartar voru Hjörtur Frí-
mann Gíslason, fæddur 25. septem-
ber 1868 í Hlíð í Víðidal, og kona
hans Þóra áigríður Pálsdóttir, fædd
17. nóvember 1878 í Hraunholtum,
Kolbeinsstaðahreppi. Faðir Hjartar
Pálma lést áður en drengurinn fædd-
ist. Fluttist ekkjan með bömin að
Lindarbrekku, Hellnum, og síðan til
Hellissands, þar sem Hjörtur ólst upp
hjá móður sinni og systkinum. Sjó-
mennska varð hans ævistarf. Hann
bjó um nokkurt skeið á ísafirði,
kvæntist og eignaðist eina dóttur
(kjördóttur) Hjördísi.
Þegar ég kynntist Hirti höfðu
hann og fyrri kona hans slitið sam-
vistir og hann kvænst eftirlifandi
eiginkonu sinni, Sigrúnu Karólínu
Pálsdóttur frá Eyjum í Kaldrananes-
hreppi, f. 12. apríl 1926, en hún er
dóttir Páls Guðjónssonar frá Kaldbak
í Kaldrananeshreppi, f. 14. maí 1891,
d. 1. febrúar 1989, og Guðrúnar
Jónsdóttur frá Eyjum, f. 6. sept-
ember 1897, d. 22. júní 1982. Þau
Hjörtur og Sigrún giftust 15. janúar
1949 og hafa síðan lengst af verið
tengd jörðinni Reykjarvík í Kaldrana-
neshreppi.
Kynni okkar Hjartar urðu með
nokkuð óvenjulegum hætti. Að
minnsta kosti tel ég mér óhætt að
fullyrða, að sá aðdragandi sem varð
að kunningsskap okkar, og að ég tel
vináttu, sé óvenjulegur. Þannig var
að á árinu 1968 eða 1969 kom inn
á skrifstofu mína í bæjarfógetaemb-
ættinu í Kópavogi maður sem ég
hafði aldrei séð áður, svo sem auðvit-
að átti sér oft stað, og kvaðst eiga
við mig erindi. Þannig væri að ná-
kominn ættingi konu hans hefði
misst sambýlismann sinn og tvo syni
í sjóslysi og stæði nú uppi ekkja með
tvær ófjárráða dætur. Dætumar
þyrftu fjárráðamann um stundarsak-
ir til þess m.a. að sinna uppgjörum
við atvinnurekanda og tryggingafé-
lög, en ég ætti að skipa fjárráða-
manninn vegna búsetu mæðgnanna
í Kópavogi. Við komumaður, sem var
Hjörtur P. Hjartarson, ræddum mál-
+
Móðir mín, amma, langamma og langalangamma,
ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR,
frá Einarsnesi,
til heimilis að Silungakvísl 6,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Stafholtskirkju laugardaginn 5. september
kl. 14.00.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Þórarinn Sigþórsson, Ragnheiður Jónsdóttir,
Guðmundur Sigþórsson,
Helga Sigþórsdóttir,
Jóhanna Sigþórsdóttir,
Óöinn Sigþórsson,
Þór Sigþórsson,
Sigríður Sigþórsdóttir,
Herborg Árnadóttir,
ÞórðurS. Gunnarsson,
Hjalti Jón Sveinsson,
Björg Jónsdóttir,
Guðný Þorgeirsdóttir,
Hallmar Sigurðsson,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Í
Hjartkœr eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
PETRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Kambsvegi 32,
Reykjavik,
verður jarðsett föstudaginn 4 septem-
ber kl. 15.00 frá Áskirkju.
Þeir sem vildu minnast hennar er bent
á Krabbameinsfélagið.
Sigurður Pálsson,
Heimir Sigurðsson, Maria Bjarnadóttir,
Kristrún Sigurðardóttir, Símon Ólafsson,
Viðar Sigurðsson, Kristrún L. Garðarsdóttir,
og barnabörn.
af Biynhildi með nemendum úr 12.F,
21 ári síðar. Var þá ákveðið að við
myndum mæta þegar hún yrði 90
ára, 3. september 1992 og taka þá
aftur mynd. Af því verður ekki, en
við höfum ekki gleymt okkar elsku-
lega bamaskólakennara, við ætlum
að hittast, en hvort tekin verður ný
bekkjarmynd, á eftir að koma í ljós,
það vantar Brynhildi.
Nemendur í 12.F í Breiða-
gerðisskóla 1960-1961.
ið nokkra stund, en í þeim viðræðum
leiddi ég talið öðrum þræði að komu-
manni sjálfum, störfum hans og hög-
um, svo og því hversu mjög hann
virtist bera umhyggju fyrir þessu
frændfólki konu sinnar. Tai okkar
leiddi til þess að ég spurði hann hvort
hann vildi ekki bara taka starfíð
sjálfur. Komumaður tók því víðs-
fjarri í fyrstu, hann hefði til þess
hvorki menntun né æfíngu í skrif-
stofuvinnu eða skýrslugerð. Þegar
ég hafði skýrt komumanni frá því,
að ég teldi heiðarleika og samvisku-
semi, að viðbættri heilbrigðri skyn-
semi, þýðingarmestu kosti fjárráða-
manns, a.m.k. þar sem ekki væru
flókin eða sérhæfð viðfangsefni að
ræða, féllst hann á að taka að sér
starfíð, ef hann mætti bera undir
mig skýrslugerð áður en skilað væri,
og önnur atriði sem hann þyrfti að
leita ráða um.
Við sinntum þessum málum síðan
saman í nokkurn tíma sem fjárráða-
maður og yfírfjárráðandi, en sú sam-
vinna leiddi til kunningsskapar og
vinskapar þeirra hjóna og okkar.
Ég var nokkuð góður með mig
yfír því að hafa séð þennan yfírlætis-
lausa sjómann rétt út sem fjárráða-
mannsefni og hann virtist ekki vita
hvernig hann gæti þakkað mér þá
litlu aðstoð sem ég veitti honum í
starfí hans, sem raunar var engin
önnur en sú sem embættisskylda
bauð. Þessi kynni okkar sem í upp-
hafí tengdust stjórnsýslustörfum
áttu eftir að leiða til mikilla og góðra
kynna í einkalífínu. Við áttum oft
ánægjulega fundi með þeim Sigrúnu
og Hirti í Njarðvík, Kópavogi, Kaldr-
ananeshreppi, Biskupstungum og
Reykjavík. A þeim fundum komumst
við smátt og smátt að sögu þeirra,
búskap á eignarjörð þeirra Reykjar-
vík í Kaldrananeshreppi, en hann var
bæði til lands og sjávar, og síðan
útgerðinni til hrognkelsaveiða, sem
þau stunduðu saman í áratugi með
ótrúlegri elju og fyrirhyggju, að ekki
sé talað um aðdáunarverða sam-
starfshæfni. Fyrir hreina Iandkrabba
eins og okkur hjónin var þetta allt
saman eins og lítt skiljanlegt ævin-
týri.
Þau hjónin höfðu lögheimili í *
Njarðvík eftir að þau brugðu búi á
Ströndum, en voru í 5-6 mánuði
árlega á Ströndum við útgerð sína.
Varðandi samband þeirra hjón-
anna, Sigrúnar og Hjartar tek ég
af heilum hug undir það sem segir
í síðustu málsgrein fallegra minning-
arorða sem birtust í Morgunblaðinu
á útfarardegi Hjartar, en þau hljóð-
uðu svo: „Hjörtur og Lilla hafa í
mínum huga verið sem óijúfanleg
heild því varla minnist ég þess að
hafa séð annað þeirra án þess að
hitt væri nærri fyrr en þessa síðustu
daga. Það var fátt sem þau hjálpuð-
ust ekki að við ...“
Eftir þessi tæplega aldarfjórðungs
kynni af Hirti P. Hjartarsyni er það
fyrirvaralaus skoðun mín, að hann
hafí verið einn af hinum traustu og
ábyggilegu samferðamönnum, sem
lífið býður manni upp á að eiga skipti
við. „ . „
Sigurgeir Jonsson.