Morgunblaðið - 03.09.1992, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
47
URSLIT
Knattspyrna
1. deild kvenna
ÍA - Stjarnan......................3:0
■Dómarinn flautaði leikinn af vegna
þess að Stjaman mætti ekki til leiks.
2. deild karla
BÍ-UMFG............................1:2
Haukur Benediktsson (27). - Þorsteinn
Bjamason (vsp. 65.), Grétar Smith (70).
Fngland
Úrvalsdeild
Aston Villa - Chelsea..............1:3
Richardson (31). - Fleck (39.), Newton
(42.), Wise (57).
Manchester United - Crystal Palace ....1:0
Hughes (88.).
BDion Dublin, miðhetji Man. Utd. ökkla-
brotnaði seint í fyrri hálfleiknum og var
borinn af velli. Hann Ieikur ekki næstu
mánuðina.
QPR - Arsenal......................0:0
Sheff. Wednesday - Coventry........1:2
Williams (62). - Ndlovu (42.), Hurst (49).
Tottenham - Sheffield Utd..........2:0
Sheringham (44.), Durie (47).
BSimon Tracie, markverði Shéff. Utd. var
vísað af velli fyrir að hindra Andy Gray í
að taka innkast.
1. deild
Newcastle - Luton..................2:0
2. deild
Bradford - Stoke...................3:1
WBA - Stockport....................3:0
Skotland
Úrvalsdeild
Aberdeen - Airdrieonians...........0:0
Celtic - St Johnstone..............3:1
Hibemian - Dundee Utd..............2:1
Motherwell - Rangers...............1:4
Þýskaland
Bayer Uerdingen - Saarbriicken.....1:1
Köln - Bayem Miinchen..............1:3
Hamborg - B. Leverkusen............0:0
Bochum - Stuttgart.................0:0
Sviss
Aarau - Neuchatel Xanax............2:1
Bulle - Young boys.................1:4
Chiasso - Grasshopper..............0:1
Servette - Lausanne................2:1
St. Gallen - Sion..................1:0
Ziirich - Lugano................. 2:1
Frakkland
Marseille - Auxerre................2:0
Montpellier - Valenciennes.........1:3
Nantes - Le Havre..................5:2
Mónakó - Lens......................2:1
Strasbourg - Metz..................1:1
St. Etienne - Toulon...............2:0
Sochaux - Toulouse.................1:0
Caen - Lyon'.......................3:2
Holland
Den Bosch - Sparta Rotterdam.......1:1
PSV - C. Leeuwarden................3:0
Evrópukeppni bikarhafa
Forkeppni - síðari leikir.
Hapoel (ísrael) - Stromgodset (Noregi)
...................................2:0
■ Hapoel sigraði 4:0 samanlagt og mætir
Feyenoord frá Hollandi í fyrstu umferð.
Chernomorets Odessa (Úkraníu) - Vaduz
(Liechtenstein)....................7:1
BChemomorets sigraði 12:1 samanlagt og
mætir Olympiakos frá Grikklandi.
Hamrun Spartans (Möltu) - Maribor
Branik (Slóveníu)..................2:1
BMaribor sigraði 5:2 samanlagt og mætir
Atletico Madrid frá Spáni.
B36 Þórshöfn (Færeyjum) - Beggen
(Luxemborg)........................1:1
R Bcggen sigraði 2:1 samanlagt og
msétir Spartak Moskvu.
Evrópukeppni meistaraliða
Forkeppni - síðari leikir
Tavria Simferopol (Úkrainíu) - Shelboume
(Irlandi)..........................2:1
BTavria sigraði 2:1 samanlagt og mætir
Sion frá Sviss í 1. umferð.
Norma Tallinn (Eistlandi) - Olympia
Ljublgana (Slóveníu)...............0:2
lOIympia sigraði 5:0 samanlagt og
mætir AC Milan frá Ítalíu.
Skonto Riga (Lcttlandi) - Klakksvík
(Færeyjum).........................3:0
ISkonto sigraði 6:1 samanlagt og mæt-
ir Lech Poznan (Póllandi).
Tennis
Opna bandaríska meistaramótið
Konur - 2. umferð
Gabriela Sabatini (Argentínu) sigraði
Julie Halard (Frakklandi) 6-0 6-4
Helena Sukova (Tékkóslóvakíu) sigraði
Kimiko Date (Japan) 6-2 7-5
Caroline Kuhlman (Bandar.). sigraði
Viktoria Milvidskaiu (SSR) 7-5 6-7 (4-7)
Natalia Zvereva (SSR) sigraði Fang Li,
Kína 6-1 6-2
Monica Seles (Júgóslavíu) sigraði Lisu
Raymond (Bandar.). 7-5 6-0
Patricia Hy (Kanada) sigraði Judith Wi-
esner (Austurríki) 6-2 6-2
Sabine Appelmans (Belgíu) sigraði Clare
Wood (Bretlandi) 6-3 6-2
Mary Pierce (Frakklandi) sigraði Lindu
Ferrando (Ítalíu) 7-5 6-4
Lori McNeil (Bandar.). sigraði Emanuelu
Zardo (Sviss) 6-1 7-5
Sabine Hack (Þýskalandi) sigraði Rosa-
lyn Fairbank-Nideffer (S-Afriku) 7-5 6-4
Brenda Schultz (Hollandi) sigraði Pascale
Paradis-Mangon (Frakklandi) 6-2 6-0
Karlar - 1. umferð
Michael Chang (Bandar.) sigraði Ellis Fer-
reira (S-Afríku) 6-3 6-4 7-6 (7-1)
Patrick McEnroe (Bandar.) sigraði Ric-
hard Matuszewski (Bandar.) 1-6 7-6 (7-1)
6-2 6-4
Gabriel Markus (Argentínu) sigraði D.
J. Bosse (S-Afríku) 6-7 (5-7) 6-4 6-3 6-2
KNATTSPYRNA
Flautað af á Akranesi
KSÍ gleymdi að boða dómara og þegar hann kom voru Stjömustúlkurfarnar
EKKERT varð af leik ÍA og
Stjörnunnar í 1. deild kvenna í
gærkvöldi þar sem gleymst
hafði að boða dómara á leik-
inn. Dómarinn kom þó seint
væri og flautaði þá leikinn á,
og af þar sem Stjörnustúlkur
voru farnar heim.
Leikurinn átti að hefjast á Akra-
nesi kl. 18 og voru bæði lið
mætt til leiks og tilbúin þegar í ljós
kom að enginn dómari var mættur.
Um kl. 18 var haft samband við
skrifstofu KSÍ og þá kom í ljós að
gleymst hafði að boða dómara og
ákveðið var að fresta leiknum til
kl. 19. Símbréf barst frá KSÍ um
kl. 18.20 þess efnis.
Fenginn var dómari frá Borgar-
nesi til að hlaupa í skarðið og brun-
aði hann niður á Skaga til að leikur-
inn gæti farið fram. Þegar hann
kom þangað skömmu fyrir kl. 19
voru stúlkurnar úr Stjömunni farn-
ar til síns heima svo dömarinn fór
út á völl ásamt Skagastúlkum og
flautaði leikinn á og af. Samkvæmt
því vinnur ÍA 3:0.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Þar sem dómarinn, sem til
var kvaddur, er héraðsdómari en
ekki landsdómari þurfti samþykki
beggja liða til að hann mætti dæma.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var ekki leitað eftir slíkri
heimild. En Þorbjöm Helgi Þórðar-
son, þjálfari meistaraflokks Stjörn-
unnar hafði þetta um málið að segja
eftir að hann kom með lið sitt frá
Akranesi. „Við viljum helst ekki
ræða þetta mál að svo komnu máli.
Þetta er leiðindamál sem á eftir að
draga dilk á eftir sér,“ sagði hann
og vildi ekki tjá sig frekar.
Gunnar Sigurðsson, formaður
Knattspyrnufélags ÍA, tók í sama
streng og Þorbjörn Helgi hvað varð-
ar leiðindi málsins. „Þetta er eitt
leiðinlegasta mál sem ég man eftir
í fótboltanum. Við vorum búin að
auglýsa leikinn vel og það höfðu
rúmlega 300 manns greitt aðgangs-
eyri. Það er auðvitað agalegt af
KSÍ að láta svona koma fyrir, en
það er víst ekki í fyrsta sinn sem
OLYMPIULEIKAR FATLAÐRA
Haukur Gunnarsson
fánaberi við setninguna
ÓLYMPÍULEIKAR fatlaðra
verða settir í Barcelona á Spáni
í dag og mun Haukur Gunnars-
son frjálsíþróttamaður verða
fánaberi fyrir íslenska hópnum.
Þetta er í tíunda sinn sem fatlað-
ir íþróttamenn hittast og keppa
á Ólympíuleikum, en fyrstu Ólympíu-
leikamir voru haldnir í Róm árið
1960. Þá voru keppendur og aðstoð-
arfólk 100 talsins frá 23 löndum en
nú eru keppendur og aðstoðarfólk
4.220 og koma frá 84 löndum.
Á Ólympíuleikunum í Barcelona
er keppt í flokkum hreyfihamlaðra,
blindra og sjónskertra og senda ís-
lendingar 12 keppendur til leiks.
Leikarnir standa til 14. september.
Frá 13. september til 21. september
verða Ólympíuleikar fyrir þroska-
hefta í Madrid og er þetta í fyrsta
sinn sem sérstakir Ólympíuleikar eru
fyrir þá. Þar verða 8 íslenskir kepp-
endur.
Haukur Gunnarsson, sem er spas-
tiskur, mun bera íslenska fánann inn
á leikvanginn við setningu Ólympíu-
Haukur Gunnarsson verður fánaberi við setningu Ólympíuleika fatlaðra.
leikanna í dag. Haukur er 25 ára
og hóf að stunda fijálsíþróttir árið
1982. Hann fékk gull í 100 metra
hlaupinu á Ólympíuleikunum í Seoul
og setti þá nýtt ólympíumet, hljóp á
13,32 sekúndum. Hann á einnig
heimsmetið í 100 metrunum, 12,88
sekúndur.
Keppnin hefst á morgun og ís-
lenska sundfólkið hefur leikinn ár-
degis og Haukur hleypur 100 m síð-
degis.
svona nokkuð geris. Þetta var það
sem fyllti mælinn. Ég er agalega
leiður yfir þessu og við hörmum
hvernig fór, en úr því sem komið
var, var lítið annað hægt að gera
en flauta leikinn á og af,“ sagði
Gunnar.
Hann sagði að leikurinn hefði
upphaflega verið settur á í dag,
fimmtudag, en annar leikur var
einnig settur á þá, leikur ÍA og -
Fram í 2. flokki. „Það er ekki hægt
að leika tvo leiki á sama tíma á
vellinum og við bentum KSÍ á það
og þeir flýttu því kvennaleiknum,"
sagði Gunnar.
Ekki náðist í starfsmann móta-
nefndar KSÍ í gærkvöldi vegna
þessa máls.
Ormarr
ekki með
gegn Val
ORMARR Örlygsson, einn lykil-
manna KA-liðsins í knatt-
spyrnu leikur ekki með félögum
sínum gegn Val í Samskipa-
deildinni á laugardag. Hann
hélt af landi brott í gærmorgun
með fjölskyldu sinni og er ekki
væntanlegur heim fyrr en á
sunnudag.
Akureyrarliðið sem berst fyrír
sæti sínu í fyrstu deildinni
kemur því til með að leika án
þriggja lykilmanna. Gurinar Már
Másson er alfarinn til Bandaríkj-
anna þar sem hann er í námi og
Örn Viðar Arnarson tekur út leik-
bann.
„Þetta kemur náttúrulega ekki
til með að hjálpa okkur en við ætl-
um okkur að vinna leikinn þrátt
fyrir það,“ sagði Gunnar Gíslason,
þjálfari og leikmaður KA-liðsins.
„Við höfum harma að hefna frá því
í bikarúrslitaleiknum og aðrir leik-
menn þurfa að taka fram marka-
skóna.“
HANDKNATTLEIKUR
Fjolmorg félagaskipti
eru enn ófrágengin
146 beiðnir um félagaskipti
höfðu borist skrifstofu HSÍ í
gær og hafði aðeins verið
gengið frá 88 þeirra. Félaga-
skipti 58 leikmanna eru enn
ófrágengin, þ.e.a.s. vantar
undirskrift frá „gamla“ félag-
inu. íslandsmótið hefst 16.
september og þvi naumur
tími til stefnu að ganga frá
félgaskiptum fyrir mótið. Ef
félög ná ekki samkomulagi
um félagaskipti fer leikmaður
sjálfkrafa í 10 mánaða keppn-
isbann með sínu nýja félagi.
Mestur styr virðist vera um
félagaskipti Alexej Trúfan úr
Vikingi í FH, Alexanders Re-
vine úr Gróttu í Víking og fé-
lagaskipti Hans Guðmunds-
sonarúrFH ÍHK.
Gunnar Kr. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, sagði að
hjá mörgum félögum væri það
aðeins framtaksleysi viðkomandi
félaga að skrifa ekki undir. Leik-
manni er ekki heimilt að taka
þátt í leik með sínu nýja félagi
fyrr en gengið hefur verið endan-
lega frá félagaskiptum. „Leik-
heimild er veitt um leið og undir-
skrift liggur fyrir og gæti þess
vegna verið klukkutíma fyrir
leik,“ sagði Gunnar.
Komið í hálfgert óefni
FH og Víkingur hafa ekki náð
samkomulagi um félagaskipti
Alexej Trúfan og eins hafa FH
og HK ekki náð samningum varð-
andi Hans Guðmundsson. „Það
má segja að þessi mál séu komin
í hálfgert óefni. Nú er stutt í ís-
landsmót og eins gott að láta
hendur standa fram úr ermum.
Við höfum rætt lítillega við Vík-
inga varðandi Trúfan en hins veg-
ar hefur ekkert verið rætt um
félagskipti Hans Guðmundssonar
yfir í HK. Ég hef trú á því að
mörg félög leiki fyrstu leikina í
íslandsmótinu án þess að öll fé-
lagaskiptamálin verði komin á
hreint," sagði Öm Magnússon,
formaður handknattleiksdeildar
FH.
Léleg framkoma
Margrét Kristjánsdóttir, for-
maður handknattleiksdeilar
Gróttu, sagði að ekki hefði enn
verið gengið frá félagskiptum
markvarðarins Alexanders Revine
og Friðleifs Friðleifssonar yfir í
Víking. „Við gáfum Víkingum
frest til fyrsta september að
ganga frá þessum málum en Vík-
ingar hafa ekki einu sinni haft
fyrir því að hafa samband við
okkur. Þetta þykir okkur léleg
framkoma. Revine var boðið gull
og grænir skógar í maí ef hann
gengi til liðs við Víkinga sem
hann og gerði. Þar sem Revine
var kjölfestan í liði okkar fóru
aðrir leikmenn liðsins einnig að
hans dæmi og skiptu um félag
þannig að við misstum nær allt
liðið,“ sagði Margrét.
Mál Revine frágengið
Hróbjartur Jónatansson, for-
maður handknattleiksdeildar Vík-
ings, sagði að mál Revine væri
frágengið. Munnlegur samningur
hefði verið gerður við Gróttu um
ákveðna greiðslu 1. september en
þar sem engir peningar væru til
hefði félagið ekki getað staðið við
þá greiðslu, en Hróbjartur sagði
að úr því myndi rætast á næstu
dögum.
Varðandi félagskipti Trúfans
yfír í FH sagðist Hróbjartur vera
ákaflega undrandi yfír þeirri af-
stöðu FH-inga, að Trúfan geti
farið yfir í FH án afskipta Vík-
ings. „FH-ingar vilja fá Trúfan
fyrir ekki neitt. Það segir klárlega
í reglugerð HSÍ um félagaskipti
að erlendur leikmaður sem vill
fara í annað íslenskt félag þurfi
staðfestingu HSÍ og félagsins. Á
meðan að þessi afstaða FH-inga
er fyrir hendi fá þeir ekki sam-
þykki Víkings,“ sagði Hróbjartur.