Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 1

Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 1
64 SIÐUR B/C 205. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skákeinvígið Spasskí sigraði BORIS Spasskí vann sigur í fimmtu einvígisskákinni gegn Bobby Fischer í gær. Banda- ríkjamaðurinn gaf skákina eftir fimm klukkutíma og fjörutíu og fimm leiki. Hefur Spasski nú forystu í einvígínu, sem háð er í Sveti Stefan í Svartfjallalandi, og er með tvo vinninga á móti einum vinningi Fischers. Tvær skákir hafa endað með jafntefli. Lothar Schmidt, yfirdómari mótsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að Fischer hefði ekki tekið tapinu illa en hugs- að sig mjög lengi um í gjörsamlega vonlausri stöðu undir lokin. „Það er greinilegt að það er eitthvað ekki í lagi hjá Bobby [Fischer]," sagði Schmidt sem nú tekur sér frí frá dómarastarfinu í bili eða þar til lokaskákir einvígisins verða tefldar í Belgrad. Ekki brot á viðskiptabanni Schmidt var spurður hvort að hann teldi ekki dómgæslu sína vera brot á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna en hann sagðist hafa grennslast fyrir um það hjá þýska utanríkis- ráðuneytinu og fengið skýr svör um að svo væri ekki þar sem mótið væri á vegum einstaklings. Friðrik Ólafssyni var boðið að taka við dómgæslu en hann baðst undan því. Því mun varadómari mótsins, alþjóðlegi stórmeistarinn Karaklajic frá Serbíu, dæma næstu skákir. Sjá einnig skákskýringu á blaðsíðu 5. Stuðningur í Frakklandi við Maastricht-samkomulagið, um nánari efnahagslegan og pólitískan samruna Evrópubandalagsríkjanna, virð- ist fara dvínandi á ný. í könnun sem gerð var í gær fyrir dagblaðið Le Parísien mældist stuðningur einungis 51%. Frakkar ganga til þjóð- aratkvæðis um Maastricht 20. september nk. og er kosningabaráttan nú að ná hámarki. Hér má sjá tvær litlar stúlkur, sem nýbyrjaðar eru í skólanum, virða fyrir sér áróðursspjöld andstæðinga samkomulagsins. Borís Jeltsín frestar Japansferð Ljóst að samkomu- lag hefði ekki tek- ist um Kúríl-evjar Moskvu. Reuter. ^ BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti frestaði í gær fyrirhugaðri opinberri heimsókn sinni til Japans og Suður-Kóreu og bar fyrir sig annríki við úriausn mála heima fyrir og nýlegrar þróunar í alþjóðamálum, að sögn talsmanns forsetaembættisins í Seoul. Talsmaður japönsku stjórnarinn- ar sagði að ríkisstjórninni þætti miður að Jeltsín skyldi fresta heim- sókninni. Ætluðu Japanir að nota heimsóknina til þess að knýja á um að Rússar skiluðu f|'órum syðstu eyjum Kúrileyja sem Japanir nefna ætíð norðurhéruð Japans. Hafa þeir sett það sem skilyrði fyrir stórtækri efnahagsaðstoð við Rússa. Jeltsín frestaði förinni eftir fund með rússneska öryggisráðinu og sögðu vestrænir stjórnarerindrekar að frestunin hefði verið óhjákvæmi- leg; hann hefði ella farið erindis- leysu. Með því að fresta heimsókninni með aðeins fjögurra daga fyrirvara er Jeltsín sagður hafa snuprað Jap- ani en þeir höfðu varað hann við því að koma tómhentur til Tókýó. Stjórnmála- skýrendur segja að Jeltsín hefði ekki haft neitt svigrúm til samninga um Kúrileyjar. Rússneskir íhaldsmenn hefðu lagst harðlega gegn afsali eyjanna og það hefur veikt stöðu Jeltsíns enn frekar að lítill sem eng- inn sýnilegur árangur hefur orðið af róttækum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því hefði það ver- ið pólitískt stórslys að fara til Jap- ans og koma með enga efnahagsað- stoð til baka. Skotárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna harðlegfa fordæmd 1 alið örug’gl • að múslím- ar beri ábyrgð á árásinni Sænski seðlabankinn hækkaði vexti í 75 prósent Gjaldeyrir streym- ir til Svíþjóðar SÆNSKI seðlabankinn greip í gær til nýrra ráð- stafana til þess að tryggja óbreytt gengi sænsku krónunnar en í fyrradag hækkaði bankinn vexti á skammtímalánum til viðskiptabanka úr 16% í 24% í sama tilgangi. Dugði það ekki til að stöðva fjárstreymi úr landi og voru sömu vextir hækkað- ir í 75% i gær, að sögn Reuíers-fréttastofunnar. Bar sú ákvörðun árangur því samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá Seðlabanka íslands streymdi gjaideyrir til baka til landsins. Bengt Dennis seðlabankastjóri sagði að gengi krón- unnar yrði varið með öllum tiltækum ráðum og væru engin takmörk fyrir vaxtahækkunum í því sambandi. Auk þess að hækka millibankavexti sína tók bank- inn í gær erlent lán að upphæð 16 milljarðar evr- ópsku mynteiningarinnar (ECU), jafnvirði 120 millj- arða sænskra króna, til þess að auka gjaldeyrisforða sinn. Sagði Dennis að sú lántaka yrði tvöfölduð ef á þyrfti að halda. Sænskir hagfræðingar sögðust í gær álíta að seðla- bankinn myndi lækka vexti sína fljótlega ef fjár- streymið snýst við og peningar taka að streyma aftur til Svíþjóðar. Væri vaxtalækkunar því allt eins að vænta innan viku. Þeir sögðu að ekki væru við því að búast að viðskiptabankarnir hækkuðu útlánavexti sína, þeir væru nú þegar taldir í hámarki. Reuter. Bengt Dennis seðlabankastjóri skýrir frá ráð- stöfunum sem bankinn greip til í gær til þess að treysta gengi sænsku krónunnar. Aðgerðir sænska seðlabankans urðu til þess að strika út áhrif gengislækkunar finnska marksins í fyrradag á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði en þá lækk- aði gengi finnska marksins um 13% gagnvart ECU. Vakti það ótta á gjaldeyrismarkaði um að önnur Norðurlönd myndu einnig fella gengi; fjárfestar og spákaupmenn sneru sér að þýska 'markinu og leiddi ákvörðun Finna því óbeint til verðlækkunar Banda- ríkjadollars. Vegna ákvörðunar Svía hækkaði gengi hans hins vegar í gær gagnvart markinu og jeninu. Zagreb, París, Sameinuðu þjóðunum. Reuter, The Daily Telegraph. MIKIL reiði ríkir vegna skotárásar á bílalest Sameinuðu þjóðanna skammt frá Sarajevo á þriðjudagskvöld. Tveir franskir friðar- gæsluliðar létu lífið í árásinni og fimm særðust. Hafa Frakkar farið fram á við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að það gefi út yfirlýsingu þar sem ódæðið er fordæmt. Cyrus Vance, sérlegur fulltrúi SÞ í fyrrum Júgóslavíu, sagði að loknum fundi í höfuðstöðv- um sveita SÞ í Zagreb, höfuðborg Króatíu, að flest benti tU að það hefðu verið múslímar sem skutu á bílalestina. Áður hafði Ali Abdul Razek, hershöfðingi og yfirmaður sveita SÞ í Sarajevo, lýst því yfir á blaða- mannafundi að „óábyrg öfl“ innan raða múslíma bæru ábyrgð á árás- inni. Hann sagði að þessi „óábyrgu öfl“ hefðu ekki hlýtt skipunum bosníska yfírmannsins á svæðinu og hafið skothríð á bílalestina af hundrað metra færi. Ejup Ganic, einn fulltrúa múslíma í sjö manna forsætisráði Bosníu, sagði hins vegar að það væru Serbar sem væru ábyrgir. Cyrus Vance, sem kom til Zagreb í gær ásamt Owen lá- varði, samningamanni , Evrópu- bandalagsins, var ómyrkur í máli er hann fordæmdi árásina. „Það að Frakkarnir voru drepnir og margir aðrir særðust er mjög sorg- legur atburður. Þetta var beinlínis kaldrifjað morð,“ sagði hann við blaðamenn. Franska ríkisstjórnin fundaði um málið í gær og sendi að því loknu frá sér yfírlýsingu þar sem þess er krafist af Bosníu- mönnum að þeir sæki hina ábyrgu til saka. Roland Dumas, utanríkis- ráðherra Frakklands, sagði árás- ina hafa verið „stríðsaðgerð" og að hann hefði farið fram á við Boutros Boutros Ghali, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, að í framtíðinni yrði nægileg hervernd með bílalestunum til að koma í veg fyrir frekari árásir af þessu tagi. Embættismenn hjá SÞ skýrðu í gær frá því að rannsókn hefði leitt í ljós að ítalska flutningavélin, sem hrapaði í Bosníu, hefði verið skotin- niður. Flug með hjálpargögn til Sarajevo hefur legið niðri frá því véljn hrapaði. í gærkvöldi var einnig skýrt frá því að bosnískar sveitir, sem aðal- lega eru skipaðar múslímum, hefðu í fjórum tilvikum skotið að friðar- gæslusveitum SÞ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.