Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 3

Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 3
Umræður í atvinnu- málanefndinni MOHGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 3 Sjávarútveg- ur, aðstöðu- gjald og sam- euiingarmál AFNAM aðstöðugjalds, veiðar á vannýttum fiskitegundum, aukin viðskipti með fisk af erlendum skipum og sameining sveitarfé- laga eru þau mái sem helst eru til umræðu í atvinnumálanefnd ríkissljórnarinnar, aðila vinnu- markaðar og fulltrúa sveitarfé- laga, að sögn Þórarins V. Þórar- inssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, sem sæti á í nefndinni. „Við erum að skoða einstaka þætti í skipulagi íslensk atvinnulífs sem standa í vegi fyrir því að umsvifa- aukning geti átt sér stað. Okkur ber ekki síst að horfa til fækkunar sveit- arfélaga og breytinga á atvinnu- svæðum, þar sem hafnarmál koma inn í og flugvallarmál. Það Vantar heildarsýn í þessum efnum og fram- kvæmdir við þessa hluti eiga að geta verið mun ódýrari en þær eru nú,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði að dæmi væru um að uppsafnað aðstöðugjald í endan- legu verði einstakrar vöru geti num- ið allt að 5%. „Það segir sig sjálft að þetta er til þess fallið að ýta at- vinnunni úr landi.“ Þá hefur verið rætt í nefndinni með hvaða hætti hægt er að stuðla að frekari nýtingu vannýttra fiski- stofna og koma ónýttum fiskiskipa- flota á veiðar á fjarlægum miðum. „Þessir hlutir eru í umræðunni á þessu stigi,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að starf atvinnumála- nefndarinnar snúast um það að ná heildarsýn í atvinnumálum sem snúi að næstu misserum. -----» ■»■■». Flateyri Maðurinn sem brennd- ist látinn MAÐURINN sem brenndist illa í vinnuslysi á Flateyri um siðustu mánaðamót er látinn. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspit- alans eftir slysið og lést þar eftir viku legu. Maðurinn brenndist alvarlega þeg- ar neisti úr rafsuðutæki komst í bens- ín þar sem hann vann ásamt félaga sínum að viðgerð á bíl í bílskúr á Flateyri. -----4-------- Ekið á konu á gangbraut EKIÐ var á roskna konu á gang- braut á Hafnargötu í Keflavík um hádegisbilið í gær. Konan slasað- ist töluvert og mun hafa bein- brotnað. Hún var flutt á spítalann í Keflavík og þaðan á Borgarspít- alann. Gangbrautarljós voru við slysstað- inn. Ökumaður bílsins bar því við að konan hefði ekki notað gangbrautar- ljósin. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík mun konan hafa verið við það að komast yfir götuna þegar bifreið- in skall á henni. Bifhjólaslys í Hafnarfirði UNGUR piltur á léttu bifhjóli varð fyrir bíl í Hafnarfirði rétt fyrir kl. 20 í gærkvöldi. Pilturinn slas- aðist nokkuð og var talinn hafa fótbrotnað. Slysið varð á mótum Skjólvangs og Sævangs í Hafnarfirði. Pilturinn, sem er 15 ára gamall, ók í veg fyrir bíl sem kom aðvífandi með fyrr- greindum afleiðingum. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Sauðfé í sjálf- heldu á skeri Bíldudal. ATTA kindur sluppu naumlega úr sjálf- heldu af skeri við Bíldudal nýlega. Kind- urnar voru komnar hálfar á kaf í sjó þegar þær tóku til sunds i átt að landi. Er vart varð við kindurnar á skerinu var farið á trillu að skerinu til að stugga þeim í land. Það tókst ekki þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Mikið hvassviðri og öldu- gangur var þegar þetta gerðist. Það var ekki fyrr en tæpum þremur klukkutímum síðar, þegar öldurnar voru farnar að brotna á skepnunum,-að ein kindin synti til lands og fylgdu hinar allar á eftir. Syntu þær rúmlega 100 metra vegalengd og tókst þeim að ná landi eftir langan tíma í köldum sjónum, R. Schmidt Lokar þú augunum fyrir skemmtilegu fríi í útlöndum? Ef svo er getur þú opnaö þau fyrir ódýru fargjöldunum hjá SAS, þau eru ótrúleg en sönn og spennandl áfangastaðir bíða þín um alla Evrópu. 26.9°°’' Kaupmannahöfn Gautaborg Malmö Osló Stavanger Bergen Kristiansand Lágmarksdvöl 6 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvari er 14 dagar til borga Skandinavíu og 21 dagur til annarra borga Evrópu. Veröiö gildir fyrir feröir sem hefjast fyrir 1. nóvember. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu veröi: 1250 kr. á íslandi, auk 630 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar og 225 kr. til Þýskalands. Brottfarardagar: Mánudagar, miövikudagar og laugardagar. 3 Komudagar: Þriöjudags-, föstudags- og sunnudagskvöld. V) to I s Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína. SAS á íslandi - valfrelsi í flugf! Laugavegi 172 - Sími 62 22 11 aaS00’’ Stokkhólmur Norrköping Jönköping Kalmar Vesterás Helsinki Frankfurt Munchen Zurich Vínarborg as-®00’’ Hamborg Morgunblaðið/Róbcrt Schmidt Kindurnar átta voru búnar að vera á þriðja klukkutíma á skerinu þegar þær lögðust til sunds í átt að landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.