Morgunblaðið - 10.09.1992, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
Kjúklingamir seljast vel
Birgðir hiá bændum á þrotum
KJÚKLINGAR hafa selst vel undanfarna daga vegna verðlækkun-
ar á kjúklingakjöti í nokkrum stórmörkuðum á höfuðborgarsvæð-
inu. Kjúklingabændur segja birgðir á þrotum og að til skorts á
kjúklingakjöti geti komið á næstunni. I sumum verslunum hefur
aukin sala á kjúklingum leitt til minni sölu á öðru kjöti. Ekki er
búist við að kjúklingaútsalan standi nema fram yfir helgi.
Bjami Ásgeir Jónsson formaður
Félags kjúklingabænda sagði í
samtali við Morgunblaðið að við
verðlækkunina hafi aukist þrýst-
ingur á kjúklingaframleiðendur að
lækka verð á kjúklingum til versl-
ana. Hann sagði að ógerningur
væri að mæta þessum kröfum_
vegna þess hvað framboðið væri
lítið. Bjami taldi að með þessu
áframhaldi yrði fljótlega kjúklinga-
skortur í landinu og kvaðst því
reikna með að verð á kjúklingum
myndi hækka aftur innan skamms.
Hann sagði ástæðuna fyrir þessum
skorti vera að í nóvember á síðsta
ári og fram í apríl á þessu ári
hefðu útsölur verið á kjúklingum
vegna mikilla birgða hjá framleið-
endum og þeir dregið saman fram-
VEÐUR
leiðslu. Af þeim sökum sagði hann
að framleiðendur hefðu í sumar
verið í vandræðum með að anna
eftirspum á markaðnum eftir
kjúklingakjöti. Til marks um það
sagði hann að kjúklingaframleið-
endur hefðu þurft að bjarga
skyndibitastöðum frá kjötskorti
dag frá degi.
Olafur Guðjónsson fram-
kvæmdastjóri fuglabúsins Móa
sagði kjötbirgðir hjá sér eðlilegar
en tók í sama streng og Bjami
Ásgeir að með áframhaldandi verð-
lækkun í verslunum yrði fljótlega
kjúklingaskortur. Hann sagði söl-
una hafa tvöfaldast við verðlækk-
unina. Ólafur sagði jafnframt að
hann teldi að kaupmenn væra bún-
'ir að gefa það góðan afslátt af
sinni álagningu að þeir hefðu tæp-
ast áhuga á að halda því áfram.
Ólafur sagðist jafnframt ekki hafa
,trú á að lækkunin héldist nema
fram yfir næstu helgi.
Guðjón Sveinsson í Fjarðarkaupi
sagði að kjúklingaútsalan hefði
ekki dregið úr sölu annarra kjöt-
vara í versluninni. Hann sagði fólk
gjarnan hamstra þegar svona verð-
lækkanir ættu sér stað en að þeir
keyptu jafnan aðrar kjötvörur.
Guðjón bjóst ekki við að kjúklingar
yrðu boðnir á núverandi verði nema
fram yfir helgina. Verð á kjúkling-
um var í gær komið niður í 429
kr. kílóið í Fjarðarkaupi.
Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus
sagði að söluaukning á kjúklingum
hefði komið fram í samdrætti í
sölu annarra kjöttegunda, sérstak-
lega nautgripakjöti þó verð á því
hefði lækkað.
Hagkaup er nú búið að lækka
kjúklingaverðið hjá sér en Jón
Ásbergsson framkvæmdastjóri
Hagkaups sagði í samtali við
VEÐURHORFURIDAG, 10. SEPTEMBER
YFIRLIT: Um 300 km norönorðaustur af Langanesi er 980 mb nærri
kyrrstæö lægð sem grynnist og frá henni lægðardrag með suðaustur-
strönd landsins. Yfir Norðvestur-Grænlandi er 1.019 mb hæð.
SPÁ: Norðan- og norðvestanátt, víða stinningskaldi um vestanvert land-
ið en hægari vestiæg átt um landið austanvert. Norðanlands og nyrst
á Vestfjörðum verður dálítil rigning eða slydda. Sunnanlands og austan
verður þurrt að mestu en þó líklega smáskúrir á stöku stað. Hiti 3 til 9
stig, hlýjast suðaustanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðlæg átt eða norðvest-
læg átt, líklega fremur hæg víðast hvar. Skúrir eða slydduél um norðan-
vert landið en þurrt sunnanlands. Hiti 2 til 9 stig að deginum, hæstur
á Suðausturlandi, en víða hætt við næturfrosti.
Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
o
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
f / / * / *
/ r * f
f f f f * /
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
V
Skúrir Slydduél
$
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.,
10° Hitastig
v súld
= Þoka
riig..
FÆRÐA VEGUM: oai7.3oi9ær,
Allir aðal þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir. Á Vestfjörðum er hálka
á fjallvegum. Nokkrir hálendisfjallvegir eru orðnir ófærir vegna snjóa
eins og Sprengisandsleið, Kverkfjallaleið, Snæfellsleið, Dyngjufjallaleið
og frá Landmannalaugum í Eldgjá.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
á grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA
kl. 12.00 í gær
UM HEIM
að ísl. tíma
hitl vefiur
Akureyri 3 rigning
Reykjavfk 5 rígning
Bergen 12 rigning
Helsinki vantar
1 1 1 17 hálfskýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk 3 léttskýjað
Ósló 14 rigning
Stokkhólmur 17 hátfskýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Algarve 22 heiðskfrt
Amsterdam 17 skýjað
Barcelona 18 rigning
Beriín 16 skýjað
Chicago 16 alskýjað
Feneyjar 22 þokumóða
Frankfurt 18 léttskýjað
Glasgow 13 rigning
Hamborg 17 skýjað
London 18 skýjað
Los Angeles 18 þokumóða
Lúxemborg 16 skýjað
Madrid 24 skýjað
Malaga 25 helðskírt
Mallorca vantar
Montreal vantar
NewYork 24 skýjað
Oriando 23 alskýjað
Parts 19 hálfskýjað
Madeira 23 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Vín 18 skýjað
Washington 22 hálfskýjað
Winnipeg varrtar
Morgunblaðið að litlar birgðir væru
til og að hann hefði ekki trú á að
þetta verð héldist í verslunum.
Aftur á móti taldi Jón nokkuð ljóst
að verð á nautakjöti myndi lækka
því miklar birgðir væru til af því.
Hann sagðist halda að verð á
svínakjöti myndi lækka á næsta
ári því framleiðsla væri að aukast.
Jón taldi að engin veruleg vérð-
lækkun yrði á kjötmarkaðinum
fyrr en framleiðslukostnaður lækk-
aðí. Hann sagði jafnframt að eng-
in hagræðing yrði í framleiðslunni
fyrr en raunveruleg samkeppni og
ftjáls viðskipti yrðu ríkjandi á því
stigi.
Kristinn Gylfi Jónsson stjórnar-
formaður fuglabúsins Móa hafði
samband við Morgunblaðið og vildi
taka fram, vegna ummæla Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar í Morgun-
blaðinu í gær að fuglabúið Móar
gæfi þeim það hagstæðan stað-
greiðsluafslátt að þeir þyrftu ekki
að greiða með kjúklingunum, að
sú staðhæfing væri röng. Hann
sagði að þegar verslanir væru
komnar með kjúklingaverð niður í
450 kr. og lægra þá væri það alfar-
ið á þeirra ábyrgð.
♦ ♦ ♦
15 ára ölvaður
á stolnum bíl
FIMMTÁN ára ölvaður ungling-
ur ók á stolnum bíl á umferðar-
ljósin á mótum Klappastígar og
Hverfisgötu í fyrrinótt. Bílnum
hafði hann stolið fyrir utan hús
við Ægissíðuna. Við áreksturinn
brotnuðu ljósinn og bíllinn er
nær gjörónýtur á eftir.
íbúar í grennd við gatnamótin
heyrðu mikinn hvell um nóttina er
áreksturinn varð og létu lögregl-
una vita. Unglingurinn lagði hins-
vegar á flótta frá slysstaðnum.
Síðar um nóttina kom gaf ungling-
urinn sig síðan fram við lögregluna
og játaði að vera valdur að árekstr-
inum.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Dýrmætt
djásn
Búningurinn á myndinni, sem
nýlega var gefinn til Byggða-
safnsins í Vestmannaeyjum, er
ákaflega dýrmætt djásn. Bún-
ingurinn, sem er kyrtilbúningur
með skrautfaldi, var í eigu Ás-
dísar Önnu Johnsen, eiginkonu
Gísla J. Johnsens, konsúls og
útgerðarmanns til margra ára í
Eyjum. Mynstrið í búningnum
er teiknað af Ríkharði Jonssyni,
myndhöggvara og listamanni,
og er mynstrið á kyrtlinum með
pilsinu balderað með gullþræði.
Á búningnum er svokallað
stokkabelti með sprota og er það
úr skíra gulli. Beltið unnu feðg-
arnir Erlendur Magnússon og
Magnús Erlendsson, fyrstu ís-
lensku gullsmiðirnir og er það
metið á um 700 þúsund krónur.
En alls er verðmæti búningsins
talið nema nokkuð á aðra milljón
króna. Soffía Johnsen, dóttir
Gísla og Ásdísar Önnu, eignað-
ist búninginn að móður sinni
látinni og það var hún sem gaf
safninu hann til minningar um
foreldra sína. Hægt er að fá
búninginn lánaðan við hátíðleg
tækifæri og ber þá að hafa sam-
band við Jóhann Friðfinnsson
safnvörð.
- BB
Kaupin á Hótel Borg
Raunverð samkvæmt
kaupsamningi er
152 milljónir króna
KAUP Tómasar Á. Tómassonar á Hótel Borg hafa verið til umræðu
innan borgarráðs og þar hefur m.a. komið fram að hótelið hafi verið
selt á 10% lægra raunverði en borgin keypti það á fyrir rúmlega tveim-
ur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjörleifi Kvaran er raunverð
hótelsins nú samkvæmt kaupsamningi um 152 milljónir króna en nafn-
verð er 172 milljónir. Fyrir tveimur árum keypti borgin hótelið á 147
milljónir króna.
Hjörleifur Kvaran, framkvæmda-
stjóri lögfræði-og stjórnsýslusviðs
borgarinnar, segir að þegar borgin
keypti hótelið fyrir rúmlega tveimur
árum voru 14 milljónir greiddar við
undirskrift en eftirstöðvarnar settar
á sjö ára skuldabréf. Ef þessi kaup-
samningur er framreiknaður til
dagsins í dag og hækkaður í sam-
ræmi við byggingar- eða lánskjara-
vísitölu kemur verðið 165 milljónir
króna úr því dæmi í dag sem raun-
virði.
Kaupsamningur sá sem Tómas
gerði felur m.a. í sér að eftirstöðvar
til 15 ára, samtals 130 milljónir
króna, eru vaxtalausar fyrstu þtjú
árin og ekki eru borgaðir vextir af
20 milljóna króna greiðslu sem dreif-
ist á 20 mánuði. Að teknu tilliti til
þessa er raunverð samkvæmt samn-
ingnum 152 milljónir króna.
Hjörleifur segir að hér verði svo
að taka tillit til þróunar fasteigna-
verðs í miðbænum en það hefur
ekki fylgt þróun byggingarvísi-
tölunnar heldur farið lækkandi.
Borgaryfirvöld meta því dæmið svo
að með tilliti til þess standi þau á
sléttu í þessum kaupum.
♦ ♦ ♦
Kringlan
Opið verður á
sunnudögum
fram að jólum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hafa
verslanir í Kringlunni opnar á
sunnudögum, frá 20. september
til jóla, milli kl. 13 og 17.
Einar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, segir að
verslunareigendur geti sótt um und-
anþágu frá því að hafa opið þar sem
einungis sé um tilraun að ræða.