Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
5
Hörmuleg taflmennska Fischers
SKÁK
Margeir Pétursson
BOBBY Fischer var óþekkjan-
legur í gær þegar hann tefldi
fimmtu einvígisskákina við
Boris Spasskí í Sveti Stefan í
Svartfjallalandi. Fischer
breytti út af þriðju skák þeirra
í 18. leik, en aðeins tíu leikjum
síðar var hann kominn með
algerlega vonlausa stöðu.
Spasskí vann þar með annan
sigur sinn í röð og leiðir nú
einvígið með tveimur vinning-
um gegn einum. Sá sem fyrr
vinnur tíu skákir telst sigur-
vegari og fær bróðurpartinn
af 260 milljóna króna verð-
launasjóðnum. Jafntefli eru
ekki talin með.
Fischer var alltof seinn að átta
sig á herfræðilegri hugmynd í
spánska leiknum sem sást t.d. í
svipaðri stöðu í síðasta einvígi
Kasparovs og Karpovs. Hún felst
í því að svartur veikir kóngsstöðu
sína til að bijóta niður miðborðs-
stöðu hvíts.
Eftir frábær tilþrif í tveimur
fyrstu skákunum hefur tafl-
mennska Fischers orðið mátt-
laus. í heimsmeistaraeinvíginu
við Spasskí í Reykjavík 1972
tefldi hann aðeins eina skák jafn-
illa og síðustu tvær, en það var
sú ellefta þegar hann tók „eitraða
peðið“ og var kominn með
gjörtapað tafl eftir 22 leiki.
Næstu skák á eftir tefldi hann
einnig illa, en hún endaði með
jafntefli.
íslenskir skákáhugamenn
fylgdust með 5. einvígisskákinni
í Faxafeni 12. Áttu margir erfitt
með að trúa því að Fischer tefldi
svona illa. Eftir 30 leiki beindist
áhugi margra fyrst og fremst að
því hvort leikirnir sem þá lágu
fyrir gætu verið réttir. Héldu
menn helst að prentvillupúkinn
væri kominn i spilið, en svo
reyndist ekki vera, Fischer var
alveg heillum horfinn.
Það er þó fullsnemmt að af-
skrifa möguleika hans. Þrátt fyr-
ir góða byijun er tveggja áratuga
fjarvist frá keppni nú að segja
til sín. í dag hefur Spasskí hvítt
og reynir vafalaust að auka for-
ystu sína. Fylgst verður með
skákinni í húsnæði Skáksam-
bandsins og er húsið opnað kl. 16.
Hvítt: Bobby Fischer
Svart: Boris Spasskí
Spánski leikurinn
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
- a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 -
Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6
8. c3 - 0-0 9. h3 - Rb8 10. d4
- Rbd7 11. Rbd2 - Bb7 12.
Bc2 - He8 13. Rfl - Bf8 14.
Rg3 - g6 15. Bg5 - h6 16. Bd2
Meiri þráhyggja ræður ferð-
inni hjá Fischer nú en 1972 er
hann skipti stöðugt um byijanir.
Þessi staða hefur komið upp í
öllum skákunum þremur sem
hann hefur teflt með hvítu. í
fyrstu skákinni lék Spasskí 16.
- Bg7.
16. — exd4 17. cxd4 — c5 18.
d5!?
Bregður á það ráð að loka
miðborðinu. I þriðju skákinni lék
Fischer 18. Bf4 en varð ekkert
ágengt.
18. - Rb6 19. Ba5?!
Þessi leppun virðist síður en
svo trufla Spasskí í að þróa stöð-
una.
19. - Rfd7 20. b3 - Bg7 21.
Hcl - Df6 22. Hbl
Taflmennska Fischers er
ótrúlega ráðleysisleg. Þetta
leiktap kemur þó ekki að sök,
Spasskí verður einnig að eyða
tíma í að lagfæra stöðu drottn-
ingar sinnar.
22. - b4 23. Re2 - De7 24. a3?
Fischer viðurkenndi eftir skák-
ina að honum hefði láðst að taka
25. leik Spasskís með í reikning-
inn og talið sig hafa tíma til að
hirða a-peðið til baka í rólegheit-
um. Reyndin verður öll önnur,
það lifir og dafnar eins og púkinn
á fjósbitanum og verður að lokum
banabiti Fischers. Betra var 24.
Dcl.
24. - bxa3 25. Bc3 - f5!
Leikið í anda Karpovs. Þótt
svartur veiki kóngsstöðuna skipt-
ir meira máli að hvítur getur
ekki haldið miðborðspeðum sín-
um. Það er eins og Fischer hafi
ekki tekið þetta með í reikning-
inn. Spasskí gefur honum engan
frið til að endurheimta peðið á
a3, en hrifsar til sín frumkvæðið.
26. Bxg7 - Dxg7 27. Rf4 -
fxe4
Hvítur er lentur í mjög erfiðri
aðstöðu, en hann varð þó að
reyna að þreyja þorrann og leika
28. Bxe4. Þá getur svartur valið
um að leika 28. — Rf6 29. Bxg6
— Hxel+ 30. Dxel — Rbxd5 eða
fórnað skiptamun með 28. —
Hxe4! 29. Hxe4 - Rf6 í báðum
tilvikum með góðri stöðu.
{ staðinn leikur Fischer gróf-
lega af sér og fær vonlausa stöðu.
Afleiðingar afleiksins eru reynd-
ar næsta augljósar og þetta er
einn ljótasti fingurbijótur sem
sést hefur til hans.
28. Rh4? - g5 29. Re6 - Df6
30. Dg4 - Rxd5 31. Rxg5 -
hxg5 32. Dxd7 - Rb4!
Spasskí átti margar aðrar
vinningsleiðir, en nú verður Fisc-
her strax að láta mikið lið af
hendi.
33. Dxb7 - Rxc2 34. Hxe4 -
a2 35. Hfl - Rb4 36. Hg4 -
al=DD 37. Hxal — Dxal+ 38.
Kh2 - Dg7 39. Df3 - De5+
40. g3 - Hf8 41. Dg2 - Df6
42. f4 - Ha7 43. Hxg5+ - Hg7
44. Hh5 — De6 45. g4 — Hxf4
og Fischer gafst upp.
Jafnt méð Kasparov og
Spasskí
í Morgunblaðinu í gær birtust
ummæli Gary Kasparovs heims-
meistara um einvígið í Sveti Stef-
an. Þótti heimsmeistaranum ekki
mikið til taflmennskunnar koma.
Fyrir einvígið sagði Fischer að
Kasparov væri svindlari og
glæpamaður sem hefði dregið
skáklistina niður í svaðið, án þess
þó að tilfæra nein rök eða sann-
anir þeim ásökunum til stuðn-
ings.
Kasparov hefur aldrei mætt
Bobby Fischer við skákborðið
enda var hann aðeins níu ára
gamall þegar Fischer lagðist í
dvala. Hins vegar hefur hann
teflt oftsinnis við Boris Spasskí
og staðán í skákum þeirra er jöfn,
hvor um sig hefur unnið tvær
skákir. Það var ekki fyrr en á
heimsbikarmótinu í Barcelona
1989 að Kasparov tókst fyrst að
yfirbuga Spasskí, í skák sem
hann þurfti nauðsynlega að vinna
í síðustu umferð til að ná efsta
sæti. Heimsmeistarinn jafnaði
síðan metin við Spasskí árið eftir
þegar hann sigraði hann í aðeins
29 leikjum í Linares á Spáni.
Spasskí er nú aðeins í
96.—102. sæti á alheimsstigalist-
anum með 2.565 stig og í fyrra
náði hann botninum á ferli sínum
er hann varð aðeins í fjórða sæti
á franska meistaramótinu. Það
ber þó að hafa í huga að hann
hefur löngum verið latur við æf-
ingar, þar til í sumar að hann
hefur unnið af kappi með aðstoð-
armönnum fyrir einvígið við Fisc-
her. Þá hefur stigatala Spasskís
einkum lækkað vegna þess að
liann hefur undanfarin ár verið
sáttur við jafntefli í flestum
skáka sinna, einnig gegn alþjóð-
legum meisturum og titillausum
skákmönnum. Spasskí nýtur
einnig talsverðrar virðingar með-
al kollega sinna að því leyti að
flestir eru sáttir við jafntefli við
hann. Þegar reynt er að vinna
hann reynist hann oft harður í
horn að taka. Á því fékk Fischer
að kenna í fjórðu og fimmtu
skákunum.
Margt bendir til þess að raun-
verulegur styrkleiki Spasskís nú
sé a.m.k. 2.600 stig. Fischer gef-
ur honum ekkert tækifæri til að
semja jafntefli, heldur þvingar
hann til að tefla af hörku. Þá
koma bestu eiginleikar Spasskís
fram. Það er því afar hæpið að
afgreiða einvígi þeirra Fischers í
Sveti Stefan sem keppni tveggja
gamalla aflóga jálka
Samstarf Reykjavík-
ur og Hollendinga
Utlending-
um óheimilt
að fjárfesta
í íslenskum
virkjunum
JÓN Sigurðsson iðnaðarráð-
herra segir að erlendum aðilum
sé óheimilt að fjárfesta í íslensk-
um virkjunum samkvæmt gild-
andi lögum og ekki standi til að
breyta þeim. I frétt um sam-
komulag Reykjavíkurborgar og
hollenskra aðila um að kanna
möguleika á samstarfi við hag-
kvæmnisathugun á orkuútflutn-
ingi til Hollands í blaðinu í gær
kemur fram að Hollendingarnir
hafi fært í tal við yfirvöld orku-
mála hérlendis að ef heimildir
fáist hafi þeir áhuga á að fjár-
festa í virkjunum á Islandi.
„Samkvæmt gildandi lögum er
það ekki hægt og ekki hafa komið
fram tillögur um að breyta þeim,“
sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra aðspurður um hvort mögulegt
væri að Hollendingarnir fengju
heimild til að fjárfesta í virkjunum
hér.
Jón var spurður að því hvernig
honum litist á samning borgarinnar
við Hollendingana. „Eg ætla ekki
að segja neitt um það annað en að
athyglisvert er að tekist hafi um
það samtök að kanna þetta svona
varidlega. Ég fagna því,“ sagði ráð-
herra en í máli hans kom fram að
yfirleitt hefði verið talinn hag-
kvæmasti kosturinn að leggja sæ-
streng frá austurströnd Islands.
Samkvæmt hugmynd Reykjavíkur-
borgar og hinna hollensku aðila er
gert ráð fyrir sæstrengsverksmiðju
í Reykjavík.
Wterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
JHgfgmiftlnftift
TIL KRNRRIEVJH!
FYRSTA FERÐIN 17. DESEMBER
Við erum byrjuð að kynna og selja ferðir til Kanaríeyja i vetur og verður fyrsta ferðin farin 17. desember.
Kynnið ykkur verð og fróbæra gististaði í tveggja og þriggja vikna ferðum.
Tökum nú þegar við bókunum.
'Aiig.isurii
Sam vinnuferðir-L andsi/n
Reykjavík: Austurstrætl 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Simbréf 92 -1 34 90
Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87