Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 13

Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 13 í#'*AMF/tRSLU SVARAR NAMSMANNA í TENGSIUM VIÐ IIN 1/tGRI VEXTIR ALLT AÐ 100% LÁNSHLUTFALL SVEIGJANLEGAR ENDURGREIÐSLUR Heilsurækt í Hveragerði Esbjörn Rosenblad eftir Esbjörn Rosenblad í blöðunum að undanförnu sé ég að Hótel Örk er að fara aftur af stað með Heilsudaga. í tilefni af því datt mér í hug að drepa niður penna og minnast á dvöl mína á Hótel Örk á síðastliðnu vori. Segja má að þetta sé nýmæli, sem skipulagt hefur ver- ið þarna á Hótel Örk. Við hjónir^ vorum á Heilsudögum í fjóra daga og nutum þess í fyllsta mæli. Aðbún- aður var mjög góður, herbergin þægileg og hugguleg, sundlaugin, pottarnir og gufan eins og best gerist. Kokkurinn sem sá um heilsufæð- ið var alveg frábær og tilreiddi jurta- fæðið þannig að enginn saknaði kjöts né fisks. Á Heilsudögum hófst dagurinn með jógaleikfimi hjá Krsta Stanojev, sem kom dvalargestum til að teygja sig og beygja með bros á vör. Ingibjörg Björnsdóttir, núver- andi skólastjóri Heilsuskóla NLFÍ, sem stjórnaði og skipulagði dag- skrána, gerði það með sóma og við urðum ekki vör við annað en að allir sem dvöldu þarna með okkur væru ánægðir og töluðu um að koma aftur og það ætlum við hjónin alveg örugglega að gera. Fræðslan, sem boðið var upp á, var verulega athyglisverð. Þama flutti Helgi Valdimarsson prófessor erindi um ónæmiskerfið og sýndi okkur t.d. litskyggnur af vamar- fmmum að störfum inni í æðum lík- amans. Ævar Jóhannesson fræddi okkur um fæðubótarefni, Roy Firus ræddi um aukaefni í matvælum og sjúkdóma, sem þau geta valdið. Ein- ar Aðalsteinsson forseti Guðspekifé- lagsins kynnti fyrir okkur hugrækt og kenndi okkur æfingar. Boðið var upp á gönguferðir daglega og á hlaðinu stóðu hjól, sem gestir höfðu frjáls afnot af. Allt var gert til þess að gera dvölina sem skemmtilegasta og eftirminnilegasta. Eg sem útlendingur lít á Hvera- gerði sem algjöra paradís til heilsu- ræktar. Þama er hreint vatn og heitt, hreint loft og einstakur leir, sem Islendingar ættu að sýna í verki að þeir kunni að meta. í Hveragerði hafa Náttúrulækningamenn rekið heilsuhæli í áratugi og ég þekki af eigin raun þeirra frábæm starfsemi og tel að Heilsudagar á Hótel Örk séu merkileg viðbót við það heilsu- vemdarstarf, sem þróast hefur í Hveragerði innan um hveri og gróð- urhús. Hvar ætti heilsuvemdarstarf líka betur að þrífast en í eilífum gróanda Hveragerðis? Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi sendiráðunautur Svía á íslandi. „Ég sem útlendingur lít á Hveragerði sem al- gjöra paradís til heilsu- ræktar. Þarna er hreint vatn og heitt, hreint loft og einstakur leir, sem Islendingar ættu að sýna í verki að þeir kunni að meta.“ iMANNALINA BUNAÐARBANKANS i WÁFASWiVNHAKJORUW LAGERUTSALA FLÍSABÚÐARINNAR Á DVERGHÖFÐA 27 tOEADAGAll MEIRI VERÐLÆKKUN ALLIR AFGANGAR EIGA AÐ SELJAST psna««ri n ui luj Hlll^UhMI Stórhöfða 17, við Guliinbrú sími 67 48 44 • A HOTEL ISLANDI DAGANA • 11., 12. OG 18., 19, SEPT. 1992 • BORÐAPANTANIR I S: 687111 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! VJS / OIS0H ViJAH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.