Morgunblaðið - 10.09.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
Litið til fortíðar og EES
eftir Tómas
Einarsson
i
Flestir íslendingar, sem komnir
eru til vits og ára, þekkja söguna í
Gamla testamentinu um tvíbura-
bræðurna Esaú og Jakob. Esaú var
eldri og átti frumburðarréttinn. Eitt
sinn kom hann hungraður heim af
veiðum. Þá hafði Jakob matreitt
gomsætan baunarétt. Esaú bað hann
að gefa sér að eta. Jakob kvað hon-
um matinn falan ef hann afsalaði
sér frumburðarréttinum. í fljótræði
gekk Esaú að þessum kostum og
át sig saddan í það sinn. Alvöru
málsins skildi hann ekki fyrr en síð-
ar, en þá var það of seint. Jakob
hafði náð réttinum með lævísi og
klókindum. Og þar við sat.
II
Sumarið 1024 sigldi Þórarinn
Nefjólfsson hraðbyri frá Noregi til
íslands og náði til Þingvalla meðan
þinghald stóð þar yfir. Hann flutti
Islendingum þann boðskap Ólafs
Haraldssonar Noregskonungs, að
þeir gerðust þegnar hans, en fengju
í staðinn ýmis hlunnindi í Noregi.
Því var hafnað. Þá kom fram óskin
um að þeir gæfu honum Grímsey. í
fyrstu tók þingheimur vel undir það.
Konungur átti það svo sem skilið.
Hann hafði gert vel við þá íslensku
höfðingjasyni sem höfðu leitað hans
forsjár og einnig gefið við til bygg-
ingar kirkju á Þingvöllum. Það var
því ekki nema sjálfsagt að gjalda
fyrir þennan greiða með smá gjöf
og hvað var ein Grímsey á móti
hylii konungs. Sá sem mest og best
mælti með erindi konungs var Guð-
mundur hinn ríki Eyjólfsson á
Möðruvöllum í Eyjafirði. Hann hefur
eflaust séð ávinning í þessu máli
fyrir sig og sína; öðlast hylli kon-
ungs óskipta og kannski einhvern
íjárhagslegan ábata í auknum við-
skiptum við hina nýju eigendur. (Fá
baunir á diskinn.) En þá reis upp
Einar Þveræingur, bróðir Guðmund-
ar, og skýrði málið frá öðrum sjónar-
hóli. Ef Noregskonungur næði tang-
arhaldi á Grímsey gæti hann fætt
þar her manns. Og e/það gerðist,
myndi brátt þrengjast hagur kot-
karlanna í nærliggjandi sveitum.
Einar þurfti ekki að segja meira.
Rök hans voru ljós. Þingheimur
skildi vel, hvað þessi EF þýddu.
Þeir vildu ekki hætta á neitt og vís-
uðu tilmælum konungs heim til föð-
urhúsa.
Árið 1851 hafði Danakonungur
látið semja frumvarp um stöðu ís-
lands innan danska ríkisins. Þar var
stefnt að algjörri innlimun í hið
danska ríki um aldur og ævi ísland
átti að verða nokkurs konar amt í
danska ríkinu og Alþingi valdalaust
„amtsráð". Dönsku grundvallarlögin
áttu að gilda hér óbreytt. Konungur
boðaði til þjóðfundar, þar sem ræða
átti frumvarpið og skyldi það sam-
þykkt breytingarlaustr Stiptamt-
maðurinn, Trampe greifi, óttaðist
uppþot og fékk herskip til landsins
ásamt vígbúnum hermönnum.
Þegar hinir íslensku þingmenn
fóru að skoða frumvarpið leist flest-
um illa á efni þess og tóku að and-
mæla. Foringi andófsins var Jón
Sigurðsson. Einn hinna konung-
kjörnu þingfulltrúa mælti með frum-
varpinu og sagði m.a.: „Eins og nú
stendur á álít ég það hollast fyrir
oss að ganga inn á aðalsjónarmið
frumvarpsins og laga það eftir því,
sem oss virðist haganlegast fyrir
landið."
Er líða tók á þingtímann skiluðu
andófsmenn séráliti þar sem m.a.
var gerð krafa um íslenskan mann
í ríkisráð konungs, æðstu stjórnend-
ur hér á landi væru íslenskir, Al-
þingi hefði vald til að Ieggja á skatta
og ráðstafa þjóðarfé. Þegar kon-
ungsfulltrúi sá hvert stefndi lét hann
slíta fundi. Jón mótmælti harðlega
þessu gerræði og tóku þingmenn
undir með hinum fleygu orðum:
„Vér mótmælum allir.“ Þar með var
þeirri_ ætlun stjórnvalda hafnað að
gera ísland að amti í danska ríkinu.
Þjóðfundarmenn höfnuðu haununum
á konungs diski.
Fyrr á öldum deildu menn um
hvort hér ættu að ráða landslög eða
guðslög. Ef þeim bar ekki saman
áttu guðslög að gilda. Nú er deilt
um hvort landslög séu æðri en lög
EB.
Sagan hefur hyllt Einar Þveræing
og Jón Sigurðsson sem leiðtoga og
staðfest að þeir höfðu rétt fyrir sér.
í kennslubókum hafa þeir verið lo-
faðir og íslenskri æsku bent á þá
sem lýsandi dæmi um bjargvætti
þjóðarinnar á örlagastundu. Þá var
hún fámenn, fátæk og átti sér fáa
formælendur.
III
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp
til laga um Evrópska efnahagssvæð-
ið (aðild að EES). Þessi samningur
er annars vegar á milli Efnahags-
bandalags Evrópu, Kola- og stál-
bandalags Evrópu og aðildarríkja
þessara bandalaga (EB) og hins veg-
ar milli aðildarríkja Fríverslunar-
samtaka Evrópu (EFTA).
Ég skil ekki það kapp sem lagt
er á að samþykkja þetta frumvarp.
Ég get ekki annað séð en að ísland
verði þá „amt í Evrópuveldinu“ með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Skynja menn ekki hversu grunnt
er á hinu aldagamla hatri milli Evr-
ópuþjóðanna, þótt á yfirbörðinu sé
allt slétt og fellt um þessar mundir.
Halda menn að hin djúpu sár liðinna
alda séu gróin? Á sl. 120 árum hafa
Frakkar og Þjóðveijar háð þijár
mannskæðar styijaldir, fyrir utan
minni átök milli þjóða. Er það alveg
gleymt nú? Glögg dæmi um „einingu
Evrópuþjóða" blasa víða við. Hvað
er að gerast í Júgóslavíu, Tékkóslóv-
akíu, á írlandi, Spáni svo eitthvað
sé nefnt. Hvert liggja straumarnir í
Danmörku um þessar mundir?
Skilja menn ekki að ágengni og
drottnunarsýki þeirra sterku er söm
'sem fyrr. Þeir sem ráða yfir fjár-
magninu eiga engin landamæri. (Hér
má skjóta inn að Kola- og stálbanda-
lag Evrópu er aðili að EB, en menn
forðast að geta þess í umræðunni.)
Eru ekki fiskimiðin við strendur
EES-samningiiriim og
málm- o g skipaiðnaðurinn
eftirlngólf
Sverrisson
Nú þegar Alþingi íjallar um samn-
inginn um Evrópskt efnahagssvæði
(EES) er eðlilegt að hinar ýmsu at-
vinnugreinar láti frá sér heyra; hvort
þær telja æskilegt að samningurinn
verði staðfestur eða hvort hér sé á
ferðinni málefni sem felur í sér fleiri
galla en kosti.
Málm- og skipaiðnaðurinn hér á
landi hefur átt mjög undir högg að
sækja undanfarið og satt að segja
gerast menn á þeim vettvangi ærið
svartsýnir að úr rætist í bráð. Því
verður að telja eðlilegt að þessi mikil-
væga atvinnugrein skoði umræddan
samning í því ljósi hvort hann muni
stuðla að meira svigrúmi til þess að
auka framleiðslu og þjónustu og
ennfremur hvort líkur séu á að fyrir-
tækin verði með honum betur sam-
keppnisfær á alþjóðamörkuðum.
Alþjóðlegur markaður — ný
viðhorf
í þessu sambandi er strax ástæða
til að árétta, að hugtakið „alþjóðleg-
ur markaður" verður í ríkara mæli
skilgreint með öðrum hætti en verið
hefur til þessa. Hingað til hefur „al-
þjóðlegur markaður" nær eingöngu
verið tengdur útflutningi. Hins vegar
hafa þær miklu breytingar sem orð-
ið hafa á alþjóðaviðskiptum undan-
farin ár leitt til þess að verkefni hér
á landi verða í æ ríkara mæli unnin
með hliðsjón af samskonar verkum
meðal samkeppnisþjóða og verða því
beinlínis hluti af þessum „alþjóðlega
markaði" — jafnvel þótt þau séu að
öllu leyti unnin innanlands fyrir inn-
lenda aðila.
Við erum m.ö.o. komin inn í miðja
hringiðuna og því tæpast um nokkra
valkosti að ræða, þar sem íslenskur
málm- og skipaiðnaður getur hreiðr-
að um sig utan atburða, sem gerast
með öðrum þjóðum. Hvort sem okk-
ur líkar betur eða verr þá erum við
hluti hins alþjóðlega markaðar og
það þýðir að fyrirtæki í þessari at-
vinnugrein verða að vera samkeppn-
ishæf á alþjóðlega vísu — að öðrum
kosti fara verkefnin til útlendinga
(eins og nú gerist í stórum stíl) og
allar væntingar um að hasla sér
völl með frekari útflutning andvana
fæddar. Eins og kunnugt er hafa
talsmenn íslensks málm- og skipa-
iðnaðar löngum vakið athygli á því
að þrátt fyrir verulega viðleitni í þá
átt að bæta ýmislegt í rekstri fyrir-
tækjanna, og gera þau þar með bet-
ur í stakk búin að mæta sam-
keppni, þá hefur margt í starfsum-
hverfínu — bæði hérlendis og ekki
síður hjá samkeppnisþjóðunum —
leitt til ójafnaðar á öðrum sviðum
sem síðan leiðir til þess að sam-
keppnisstaðan verður oft og tíðum
harla vonlítil. Ef hins vegar samn-
ingurinn um Evrópskt efnahags-
svæði leiðir til þess að þarna verði
breyting á, og hægt sé að færa rök
að því að hann leiði til bætts starfs-
umhverfis og ennfremur að með
honum opnist aðgangur að álitlegum
verkefnum, þá má segja að tilraun
sé gerð til þess að höggva að rótum
vandans.
í þessu sambandi er rétt að minna
á nokkur atriði sem skipta íslenskan
málm- og skipaiðnað miklu máli.
Aukin verkefni hérlendis og
erlendis
Með samningnum opnast umtals-
verðir möguleikar á að fullvinna
helstu sjávarafurðir hér á landi og
flytja út án tolla á þennan stóra
markað. Slík fullvinnsla kallar á
ýmis verkefni fyrir málmiðnaðinn
m.a. ný tæki, sem fiskvinnslan þarf
á að halda svo ekki sé talað um við-
gerðar- og viðhaldsþjónustu. Það er
því ekki aðeins fískvinnslan sem slík
sem getur nýtt sér umrætt ákvæði
heldur opnar það líka möguleika
fyrir áðrar greinar sem tengjast
henni.
Tæknilegar viðskiptahindranir í
gegnum staðla verða afnumdar enda
munu gilda sömu reglur í þeim efn-
um á öllu efnahagssvæðinu. Þetta
þýðir, að ýmiss konar framleiðsla
véla og tækja héðan mun eiga greið:
ari leið inn á umræddan markað,
auk þess sem okkur verða allar göt-
ur greiðar að taka þátt í verkefnum
á meginlandinu, sem nú eru margs-
konar höft á. Þetta ýtir iíka á að
íslenskt málm- og skipaiðnaðarfyrir-
tæki eiga auðveldara með að leita
sér samstarfsaðila erlendis, en slíkt
samstarf er almennt talin ein for-
senda þess að okkur takist að kom-
ast í hringiðu alþjóðlegra verkefna,
sem vissulega er mikið af.
í þessu sambandi er ennfremur
vert að geta um mjög mikilvægt
atriði, en það er að EES-samningur-
inn innifelur í sér reglur EB um
opinber útboð. Þessar reglur gilda
einnig um allar framkvæmdir, sem
byggða- og styrkjasjóðir EB munu
styðja fjárhagslega. Það leiðir t.a.m.
til þess að þau viðamiklu verkefni,
sem EB ætlar að styrkja vegna fyrir-
hugaðrar uppbyggingar fískiðnaðar
í aðildarlöndum verða opin fyrir ís-
lenska framleiðendur véla og tækja
eins og öðrum ESS-þjóðum. Þarna
eru því mjög stór verkefni sem við
eigum litla möguleika á að taka þátt
í ef við kjósum að vera utan EES-
svæðisins. Hér hafa verið talin upp
nokkur atriði sem geta haft veruleg
áhrif á markaðsmöguleika íslensks
málm- og skipaiðnaðar. En fleira
kemur til.
Bætt fjármála- og
tryggingaþjónusta
Með þátttöku í EES gefst atvinnu-
lífínu kostur á fjölbreyttari og vænt-
anlega betri þjónustu hvað varðar
fjármála- og tryggingaþjónustu en
við höfum átt að venjast. Ætla má
að erlendar fjármálastofnanir og
tryggingafélög muni bjóða fram
þjónustu sína í samkeppni við inn-
lenda aðila og sannarlega hafa menn
í atvinnulífinu hér á landi oft hugsað
um að ekki veiti af samkeppni á
þessum sviðum, þ.e. ef við eigum
að fá með réttu samskonar þjónustu
og erlendir samkeppnisaðilar njóta.
Nýir möguleikar við menntun
og starfsþjálfun
Þá opnast með samkomulaginu
enn víðtækari möguleikar í sam-
Ingólfur Sverrisson
„Þetta ýtir líka á að ís-
lensk málm-og skipa-
iðnaðarfyrirtæki eiga
auðveldara með að leita
sér samstarfsaðila er-
lendis, en slíkt samstarf
er almennt talin ein for-
senda þess að okkur
takist að komast í
hringiðu alþjóðlegra
verkefna, sem vissu-
lega er mikið af.“
bandi við verk- og tæknimenntun
af öllu lagi, nemendaskiptum, starfs-
þjálfun og þátttöku í öðrum verkefn-
um á sviði menntamála sem of langt
er upp að telja á þessum vettvangi.
Þróun þessara mála mun í mörgum
tilvikum ráða úrslitum um það hvort
tæknivædd grein eins og málm- og
skipaiðnaður fær staðist alþjóðlega
samkeppni. Því er aðgangur að bestu
Tómas Einarsson
„Gæfa þjóðarinnar er
sú að hún framleiðir
matvæli, söluvöru, sem
ávallt er unnt að koma
í verð hvernig sem um
skipast í heiminum.“
Evrópu að verða upp urin? Hafa
menn gleymt því að margar þjóðir
innan EB telja sig eiga hefðbundinn
rétt til fiskveiða hér við land. Þjóð-
veijar, Bretar, Frakkar, Hollending-
ar og Spánveijar sóttu á íslandsmið
um aldir. Er alveg tryggt að þeir
muni ekki blása rykið af gömlum
skjölum og „leita réttar síns“ innan
hins nýja bandalags? Hvernig munu
dómarar EB dómstólsins líta á þær
kröfur?
Um þessar mundir hafa viðræður
verið í gangi um gagnkvæmar fisk-
þekkingu og þjálfun gríðarlega mik-
ilvægur og erfítt að meta slíkt til
fjár.
Vonbrigði
Það skyggir þó óneitanlega á
umræddan samning, að ekki tókst
með afgerandi hætti að fá svonefnda
7. tilskipun EB um ríkisstyrki til
skipasmíða inn í hann. Þessi tilskip-
un felur í sér bann við að fyrirtæki
í aðildarlöndum EB geti náð til sín
smíðasamningum í krafti hærri rík-
isstyrkja en keppinautarnir. Sam-
kvæmt þessari 7. tilskipun eru slíkir
smíðasamningar innan EB bannaðir.
Því miður náðist ekki að koma þess-
ari tilskipun inn í EES-samninginn
og er það auðvitað verulegt harms-
efni.
Að vísu fylgir samningnum bók-
um um þetta atriði, en það er hald
manna að hún hafi litla raunhæfa
þýðingu þegar til kastanna kemur.
Ótvíræðir kostir
Þannig verður ekki sagt að EES-
samningurinn gefi málm- og skipa-
iðnaðinum tilefni til samfelldrar lof-
gjörðar og miklu skiptir hvort ís-
lensk stjórnvöld bera gæfu til að
breyta ýmsu í rekstrarumhverfinu
hér á landi þar sem hallar á innlend-
an iðnað með hliðsjón af aðstöðu
erlendra keppinauta. Nægir þar að
nefna ýmis gjöld sem íslenskum iðn-
fyrirtækjum er gert að greiða en
stjórnvöld í samkeppnislöndunum
láta sér ekki detta í hug að mjólka
út úr sínum. Engu að síður verður
að telja að kostir hans séu mun fleiri
en gallarnir.
Þess ber þó að gæta, að því að-
eins verða kostirnir raunhæfir að
fyrirtækin í greininni nýti þá fyrir
sig og sína starfsmenn. Fyrirtæki
sem hefur ekki burði til að bera sig
að björginni að þessu leyti munu
eftir sem áður standa í stað og lúta
því óskráða lögmáli að vera ekki
samkeppnishæf. Á hinn bóginn
munu fyrirtæki, sem ætla sér aukinn
hlut, og vilja bjóða samkeppnishæfa
framleiðslu og þjónustu, fagna þeim
möguleikum sem EES-samningur-
inn býður upp á. Af sjálfu leiðir að
rekstrarumhverfíð hlýtur að draga
dám af óskum og þörfum slíkra fyr-
irtækja enda munu þjóðartekjur því
aðeins aukast að þeim takist vel
upp; þar er vaxtarbrodd frekari vel-
megunar að finna.
Höfundur er framkvæmdastjórí
MÁLMS — samtaka fyrírtækja í
málm- og skipaiðnaði.