Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 15

Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 15 veiðiheimildir við EB. Rætt hefur verið um að EB-þjóðirnar fái að veiða 3.000 tonn af karfa innan okkar fiskveiðilögsögu gegn 30 þús- und tonnum af loðnu. Mér gengur illa að skilja þörfina á þessum skipt- um. Ef þjóðir EB geta veitt og selt þetta magn af karfa hvers vegna getum við það ekki sjálf? Geta þeir ekki sjálfir veitt og selt sína loðnu? Hvers vegna þessar samningavið- ræður? Hvað á þessi skollaleikur að þýða? Er hugsanlegt að úlfshár leyn- ist undir sauðargærunni? Samkvæmt 1. gr. EES samnings- ins skal „samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér: a) frjálsa vömflutninga; b) fijálsa fólksflutninga; c) frjálsa þjónustu- starfsemi; d) fijálsa fjármagnsflutn- inga“. Ef í odda skerst um túlkun þessara greina skal dómstóll skera úr ágreiningi sem verður skipaður erlendum dómurum. I Gamla sátt- mála voru sett ákvæði um að honum mætti rifta „að bestu manna yfir- sýn“. Allir vita hvaða öryggi fólst í því er til kom. M.a. hét Noregskon- ungur að íslendingar skyldu halda lögum sínum. Tuttugu árum síðar voru þeir neyddir til að samþykkja Jónsbók. Og hvað kom á eftir? Er tryggt að hnútarnir séu betur bundn- ir nú? Bera alþingismenn engan ugg í bijósti vegna þessa? IV Ég held að það væri hollt fyrir alþingismenn að velta eftirfarandi spurningum fyrir sér og íhuga svör- in við þeim. Hvers vegna var ofurkapp lagt á það forðum, að ná allri verslun inn í landið? Gátu útlendingamir ekki leyst það verk sómasamlega? Hvers vegna var stofnað ráð- herraembætti á íslandi? Var ekki ágætt að hafa ráðherrann í Kaup- mannahöfn? Hvers vegna var Hæstiréttur fluttur til íslands? Var ekki ágætt að hafa hann úti í Danmörku? Hvers vegna tókum við upp okkar eigin mynt? Var ekki nóg að hafa dönsku krónuna? Hvers vegna var landhelgin stækkuð og hvaða þjóðir sneru þá harðast gegn okkur? Eiga þær sömu þjóðir ekki einhvern hlut að EES og EB? Þannig mætti spyija ótal spurn- inga. Svar við þeim öllum er eitt og hið sama. Allt þetta var gert til að efla og treysta sjálfstæði þjóðarinnar og tryggja afkomu hennar í bráð og lengd. Við ráðum yfir miklum auðlindum bæði til lands og sjávar. Þær munu sjá okkur farborða með ríkulegum hætti, ef við kunnum okkur hóf í kröfum. Gæfa þjóðarinnar er sú að hún framleiðir matvæli, söluvöru, sem ávallt er unnt að koma í verð hvernig sem um skipast í heiminum. Því er okkur hvorki þörf á að ganga í þetta efnahagsbandalag né önnur álíka. Hvað bíður þeirrar músar, sem lent hefur í klóm kattarins? Margar Evrópuþjóðir ganga nú ört á auðlindir sínar. Þær munu því í vaxandi mæli líta girndaraugum til okkar. Nái þær á okkur tökum sleppum við ekki úr greipum þeirra með auðveldum hætti. Því hafa þær nú borið fram „girnilegan bauna- disk“. Margir virðast heillaðir af krásunum sem þar eru fram reiddar og tilbúnir að fórna fyrir þær „frum- burðarréttinum". En ef við berum gæfu til að bíta ekki á þetta agn eða önnur álíka, mun okkur vel farn- ast framvegis sem hingað til. Á Alþingi sitja nú 63 þjóðkjörnir fulltrúar. Þeir eiga að taka ákvörðun um þetta stóra mál, ákvörðun sem mun skipta sköpum fyrir þjóðina um ókomna framtíð. Þeir verða að gera sér Ijóst að þessi samningur mun varða hag hennar, frelsi og lífskjör, ekki um nokkur ár eða áratugi, held- ur um aldir. Hvort líta þeir á málið með augum Einars Þveræings og Jóns Sigurðssonar eða Guðmundar hins ríka og Trampe greifa? Treysta þeir því að dómur sögunnar falli þeim í vil? Þeirra er ábyrgðin. Höfundur er kennari. STÓRÚTSÖLUNNI IÝMK Á MOKCIN 15-60% AFSLÁTTUR Komið og látið drauminn rætast og gerið reyfarakaup á rúmum og fataskápum Fyrstir koma...fyrstir fá! Vatnsrum hf Skeifunni 11 a, sími 688466 DRAUMALÍNATI, EIÐISTORGI 11, SÍMI 628211 Van Gogh og list hans - eftir Hans Bronkhorst Litprentuð glæsibók í stóru broti, gefin út fyrir tveimur árum er hundrað ár voru liðin frá láti Van Goghs. Hér er farið í fótspor þessa áhrifamikla brautryðjanda í nútíma myndlist. Venjuiegt TilboðsverO: verð: AA ^ 3.760,- 995,- Opið alla virka daga frá kl 9-18, laugardaga frá ki 10-16, sunnudaga ffá kl 12-16. VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6, sími 688300 Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 6 í Reykjavík. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum verkum í bókasafn heimilisins - bókum af öllum tegundum við allra hæfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.