Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 17

Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 17 Aflvaki Reykjavíkur hf. Byggðastofnun í borg eftir Hauk Þór Hauksson Á undanförnum árum hefur mörg- um þótt nóg um mikil og sívaxandi umsvif Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir mikla umræðu um yfirfærslu verkefna frá opinberum aðilum til einkaaðila hefur þróun í þá átt verið afar hæg hjá Reykjavíkurborg. Þó er auðvelt að sjá ýmsa þjón- ustuþætti og önnur verkefni sem nú eru í höndum Reykjavíkurborgar er auðveldlega mætti einkavæða. Fyrir skömmu var kynnt í Borg- arráði tillaga um nýtt borgarfyrir- tæki Aflvaka Reykjavíkur hf. Sam- kvæmt tillögunni á félagið að styðja uppbyggingu atvinnurekstrar í borg- inni. Áætlað er að rekstur félagsins kosti borgina 50 milljónir árlega þar af um 17 milljónir í laun og yfir- stjórn auk 100 milljóna króna árlegs framlags, samtals 750 milljónir. Eftir að hafa lesið tillögur undir- búningsnefndar get ég ekki betur séð en að í bígerð sé ný byggðastofn- un. Markmiðin verða eflaust háleit en við þekkjum alltof vel árangurinn af fjáraustri stjórnmálamanna til atvinnurekstrar. Þurfum við eina stofnunina í viðbót. Eg tel ekki. Aflvaki atvinnulífs í Reykjavík sem og annars staðar felst ekki í stofnun sjóða sem stjórnmálamenn ausa síðan úr til gæluverkefna. Afl- vaki atvinnulífs felst í fólki sem hef- ur hugmyndir og áræði til að fram- kvæma þær og fjármálamönnum sem eru tilbúnir að hætta fé fyrir vonina um hagnað. Ef borgarráð Reykjavíkur hefur Húnavatnssýsla Maður skadd- ast á auga Hvammstanga. ÞAÐ ÓHAPP varð í Svínadal í Húnavatnssýslu á mánudag að gaddavír slóst í auga manns. Ekki er ljóst, hve mikinn skaða hann bíður af óhappi þessu. Maðurinn hefur í sumar unnið, ásamt félögum sínum, við vega- lagningu í Svínadal í Austur-Hún- vatnssýslu. Við lokafrágang verksins þann 7. september var hann að rífa upp gamla girðingu og slóst þá endi af ryðguðum vír í auga hans með ofangreindum afleiðingum. Var hann fluttur til Blönduóss og þáðan til Reykjavík- ur, þar sem hann var settur á gjör- gæslu. Nokkur tími mun líða, þar til ljóst verður hve alvarlegt óhapp þetta er. - Karl ------♦ ♦ ♦ ■ BUBBI Morthens heldur tón- leika á Tveimur vinum í kvöld, fimmtudag. Hljómplata með Bubba er væntanleg bráðlega, tekin upp á Kúbu af þarlendum listamönnum. Væntanlega mun Bubbi flytja lög af þeirri plötu ásamt öðrum gull- kornum úr smiðju sinni. Hljómsveit- in Todmobile skemmtir á Tveimur vinum á laugardagskvöld. (Fréttatilkynning) A HOTEL BLANDI DAGANA 11., 12. OG 18., 19, SEPT. 1992 BORÐAPANTANIR I S: 687111 HÓTEl M áhuga á að efla atvinnulíf í borginni eru næg verkefni sem betur duga sem aflvaki nýsköpunar í atvinnu- lífi. Slík verkefni ættu að felast í að Reykjavíkurborg felldi niður álög- ur á atvinnurekstur í borginni s.s. aðstöðugjald, að borgin seldi og byði út ýmsa þætti í rekstri sínum, drægi saman umsvif sín og lækkaði þar með útgjöld. Ekki síst ættu borgar- yfirvöld að hvetja ríkisvaldið til að lækka skatta og gjöld á atvinnu- rekstur til samræmis við önnur lönd í Evrópu. Kaupmenn hafa bent á möguleika Reykjavíkur sem umskipunarhöfn og miðstöð vörudreifingar og við- skipta á Norður-Atlantshafi. Stað- setning Reykjavíkur gefur mikla möguleika á slíkri starfsemi. Nú þegar hefur verið stofnað frísvæði í Reykjavík og bendir margt til að draga megi aukin viðskipti til borg- arinnar. Gjaldeyrisskapandi viðskipti sem veitt gætu fjöida fólks atvinnu og skapað grundvöll fyrir fjölda lí- tilla og meðalstórra fyrirtækja. Benda má á að víða um lönd er lögð mikit áhersla á mikilvægi smárra og meðalstórra fyrirtækja, þau veita mörgum atvinnu, greiða góð laun, auka samkeppni og eru uppspretta nýrra hugmynda og framfara. Auk skattalegra aðgerða gæti borgin Haukur Þór Hauksson stuðlað að þróun í þessa átt með kynningu á borginni, með því að skapa samkeppni og aðstöðu fyrir nýja flutningsaðila við höfnina og með ýmsum öðrum aðgerðum sem bættu stöðu borgarinnar í sam- keppni við sambærileg svæði í ná- grannalöndunum. Við búum í borg þar sem þúsund-. ir íbúa fara árlega til erlendra borga til að versla venjulegar nauðsynjar, við búum í borg þar sem störfum við verslun, þjónustu og iðnað fara fækkandi. Við erum að verða undir í samkeppni við aðrar þjóðir. Einungis með bættri samkeppn- isaðstöðu og virkari fijálsri sam- keppni fáum við breytt þessari þró- un. Stofnun byggðastofnunar í borg breytir þar engu um. Höfundur er kaupmaður í Reykjavík ogsitur ístjórn fulltrúaráós sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Q o CQ < o v: co Lattu þér ekki duga minna! HYUNDAI Super 386DL Intel 80386DX 33MHz 4MB vinnsluminni (stækkanl. í 32MB) SuperVGA 14" lóggeisla litaskjár 52MB harður diskur 3,5" disklingadrif, 1,44MB Eitt hliðtengi, eitt raðtengi og músatengi Windows 3.1 og mús MHz 129.900.- MHz 98.900. HYUNDAI Super 386SL Intel 80386SX 20MHz 2MB vinnsluminni (stækkanl. í 8MB) SuperVGA 14" lággeisla litaskjár 52MB harður diskur 3,5" disklingadrif, 1,44MB Eitt hliðtengi, eitt raðtengi og músatengi Windows 3.1 og mús Skólapakki 1 HYUNDAI Super 386SL.........Kr. JustWrite ritvinnsla fyrir Windows..Kr. Hyundai HDP-930, 9 nála prentari með kapli ..Kr. Tölvuborð...................Kr. Skólapakki 2 HYUNDAI Super 386DL...... JustWrite ritvinnsla fyrir Windows..Kr Hyundai HDP-930, 9 nála prentari með kapli...Kr Tölvuborð...................Kr. Verð miðað við staðgreiðslu. Greiðslukjör: VISA- og EURORAÐGREIÐSLUR GREIÐSLUSAMNINGUR GLITNIS 98.900, - 14.000,- 15.900, - 8.200,- r. 137.000.- Kr. 129.900,- Kr. 14.000,- Kr. 15.900.- Kr. 8.200,- r. 168.000.- Tæknival SKEIFAN 17-V (91) 681665, FAX: (91) 680664 MEÐ FORSKOT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.