Morgunblaðið - 10.09.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.09.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 23 „Snuðrarinn Cyril“ sem hleraði meint símtal Díönu Iðrast að hafa látið græðgina ná tökum á sér Lundúnum. The Daily Telegraph. ALDRAÐI bankamaðurinn á ellilaunum, sem seldi sorablaðinu Sun upptöku á meintu símtali milli Diönu prinsessu og vinar henn- ar James Gilbey, segir að hann hafi látið stjórnast. af græðgi er hann hafði fyrst samband við blaðið fyrir tveimur árum og bauð þeim segulbandsspóluna til sölu. Hann vonaðist til að fá um fimm- tíu þúsund pund fyrir hana en fékk að lokum einungis um þús- und pund eða sem svarar um 100 þúsund ÍSK. Upptakan olli verulegu fjaðra- foki á Bretlandi og vakti á ný upp umræðu um hjónaband Díönu og Karls Bretaprins. Mjög vel fer á með þeim tveimur persónum sem ræðast við en ekki hefur enn ver- ið sannað fullkomlega að prinsess- an eigi þarna í hlut. Bankamaður- inn sjötugi, Cyril Reenan, segir nú að þetta hafi verið mistök lífs hans og að hann iðrist þeirra inni- lega. Hann er nú vart kallaður annað en „Snuðrarinn Cyril“ þó að hann hafi pakkað niður loftnet- inu sem hann náði símtalinu með. I viðtali við héraðsblað í heima- byggð hans segir Reenan að ef hann vissi það sem hann vissi í dag hefði hann aldrei látið Sun vita af upptökunni. í staðinn hefði hann varað prinsessuna við og sagt henni að hlera mætti símtöl hennar úr bílasíma. Reenan keypti sér öflugt loftnet árið 1990 til að hafa eitthvað fyr- ir stafni í ellinni og til að reyna að hlera símtöl er vörðuðu veðreið- ar. Hann segir fulltrúa Sun hafa Reuter. Karl Bretaprins og Díana prinsessa heimsóttu í gær spítala í borginni Nottingham. Var þetta í fyrsta skipti sem þau komu fram opinberlega eftir að vangaveltur hófust á ný um ástand hjónabands þeirra. heitið sér að þeir myndu einungis nýta upptökuna ef hún hefði verið gerð opinber annars staðar og að nafn hans myndi hvergi koma fram. Þetta loforð var svikið og í forsíðufrétt var greint frá því hver hefði hlerað samtalið. Cyril Reen- an segist hafa þurft að fela sig innandyra í fimm daga á meðan hús hans var umsetið blaðamönn- um. Hótunarbréf hafa streymt til hans og hann hefur mætt al- mennri fordæmingu í samfélag- inu. „Ég vil segja öllum þeim sem reiddust vegna bjánalegrar hegð- unar minnar að ég sé eftir henni,“ sagði Reenan. Frá fenjasvæðunum í suðurhluta íraks sem shítar byggja. Neita ásökunum um herferð gegn shítum Bagdad. Reuter. Daily Telegraph. STJÓRNIN í Bagdad hefur vísað á bug ásökunum Bandaríkja- manna um að íraski stjórnarher- inn hafi brennt þorp og bæi í suðurhluta landsins þar sem shítar eru fjölmennastir. Sagði talsmaður hennar, að um væri að ræða lygar, runnar undan rifjum írana. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðu á þriðjudag, að íraskir her- menn hefðu brennt þorp í suður- hluta landsins í sókn sinni gegn uppreisnarmönnum og andstæð- ingum Saddams Husseins og íran- ir héldu því sama fram í síðustu viku. Bandaríkjamenn halda því einnig fram, að um 60.000 íraskir hermenn séu í suðurhlutanum og einnig nokkurt lið við írönsku landamærin. Bann vestrænna ríkja við flugi íraskra herflugvéla fyrir sunnan 32. breiddarbaug hefur ekki verið brotið en bandarískir flugmenn segja, að íraskar her- flugvélar séu oft á ferð rétt fyrir norðan mörkin. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna, sem hafa farið í meira en 40 ferðir til íraks, virðast eiga í nokkrum erfiðleikum með að finna þar ný verkefni. Greinir þá nokkuð á um hvort stjórnin í Bagdad hafi staðið í aðalatriðum við vopnahlés- skilmálana eða hvort enn sé ófund- ið mikið af vopnum og búnaði til kjarnorkuvopnaframleiðslu. Um það er þó ekki deilt, að Sovétmenn seldu írökum meira en 800 Scud- flaugar en engin grein hefur verið gerð fyrir meira en 200 þeirra. Vilja keisara- lega útför NIÐJAR rússnesku keisarafjöl- skyldunnar og aðrir ættingjar vilja, að Nikulás II og fjölskylda hans verði lögð til hvíldar í grafhvelfingu keisaranna í Petropavlovsk-virkinu í Péturs- borg. Segir María Vladímírovna stórhertogaynja, sem gerir kröfu til krúnunnar, að stofnuð hafi verið samtök, Rússneska endurreisnarstofnunin, sem muni vinna að því að koma á keisaradæmi í landinu að nýju og er stefnt að því að hrinda því starfi úr vör með útför keis- arafjölskyldunnar. María, sem er 39 ára gömul, kom til Rúss- lands í síðustu viku en hún er afkomandi Vladímírs, föður- bróður Nikulásar II. Bolsevikar tóku keisarafjölskylduna af lífi í Jekaterínbúrg í Úralfjöllum árið 1918. FLUGLEIÐIR, Traustur tslenskurferðafélagi StjömuborgirFlugleiða Glasgow 3 nætur u 26.100 kr.Ú -fltigoggistmg London 3 nætur 31.200 kr.t, Skelltu þér í helgarferð. Ósló 30.000 kr.* Hagstœtt verð, heint flug, 2 nætur úrvalsþjónusta og Stokkhólmur 2 nætur 33.900 kr.* gisting viðallra hcefi. Gautaborg 4 nætur ^ 38.400 kr.* Verðgildir í september og október. Verð miðað við2 í herhergi. Kaupmannahöfn 1 nótt 29.300 kr.* Tilboð fyrir hópa 15 manna og stcerri. Frankfurt 3 nætur 31.500 kr.* Amsterdam 3 nætur 32.700 kr.t, Lúxemborg 2 nætur ^ 28.000 kr.* París 3 nætur 33.100 kr.* New York 2 nætur 35.300 kr.t, • Baltimore 3 nætur 36.800 kr.,*, ** íslenskur fararstjóri í október og nóvember. *Gildir aðeins í beinu flugi Fiugleiða. Flugvallarskattar eru ekki innifaldir í verði. ísland 1.250 kr., Þýskaland 230 kr., Danmörk 630 kr., Holland 230 kr., Frakkland 170 kr., USA 990 kr.' UMAREISAN FERÐASKRIFSTOBVISLANDS Skógarhlíð 18 Sími: 62 33 00 Sfb

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.