Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
RADAOGÍ YSINGAR
: A TVINNUAUGl ÝSINGAR
Læknafulltrúi
50% staða læknafulltrúa við Heilsugæslu-
'stöð Suðurnesja, Sandgerði, er laus til um-
sóknar nú þegar.
Upplýsingar um starfið veitir framkvæmda-
stjóri í síma 14000.
Umsóknum sé skilað til undirritaðs eigi síðar
en 21. september 1992.
Framkvæmdastjóri.
Staða
hjúkrunarforstjóra
Staða hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahús Akra-
ness er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. janúar 1993.
Umsóknarfrestur um stöðu þessa er til
1. október nk.
Æskilegt er að viðkomandi hafi stjórnunarnám.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri í síma 93-12311.
Sjúkrahús Akraness.
Matreiðslumaður
Hótel úti á landi, með mikla og fjölbreytta
veitingasölu, óskar eftir að ráða matreiðslu-
mann til starfa sem fyrst.
Leitað er að starfsmanni sem hefur frum-
kvæði og reynslu og er tilbúinn til að takast
á við nýjungar og einnig kröfuharðan markað.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Matreiðslumaður - 934“ fyrir
20. september.
Ráðgjafi fyrir
heyrnarskerta
Heyrnleysingjaskólinn óskar eftir að ráða
kennara til starfa sem ráðgjafa fyrir heyrnar-
skert börn í leik- og grunnskólum landsins.
Sérþekking á málefnum barna með skerta
heyrn nauðsynleg. Daglegur vinnutími á
skólaárinu frá kl. 8.00 til 17.00.
Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknarfrestur til 1. október.
Leitið nánari upplýsinga í Heyrnleysingja-
skólanum í síma 16750 eða 16755.
Skólastjóri.
BÁTAR — SKIP
Fjord 815SSE, „Vaskur“
M/200 hp. Volvo Penta diesel vél.
Ganghraði 30 sml., 2 talstöðvar, loran -
dýptarmælir - ísskápur - „toilet" - heitt og
kalt vatn - svefnpláss fyrir allt að 10 manns.
Hentugur til skemmtisiglinga, sjóstangaveiði
og sjóskíðaiðkana.
Báturinn er í Snarfarahöfn, Reykjavík, við
A-bryggju nr. 27. Verð kr. 5,0 milljónir.
Upplýsingar í síma 34600 á daginn og
77322 á kvöldin. Farsími 985-23515.
Magnús.
A TVINNUA UGL ÝSINGAR
Stöðvarstjóri
Staða stöðvarstjóra tilraunaeldisstöðvar Haf-
rannsóknastofnunarinnar á Stað við Grinda-
vík, þar sem fram fara tilraunir með eldi sjáv-
ardýra, er laus til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun
og reynslu á sviði fiskeldis. Gert er ráð fyrir
búsetu stöðvarstjórans í Grindavík.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist stofnuninni
fyrir 25. september.
Ráðið verður í stöðuna frá og með
1. nóvember.
Hafrannsóknastofnunin,
Skúlagötu 4,
101 Reykjavík.
Sími 91-20240.
Styrkir til söngnáms
Veittir verða styrkir úr Söngvarasjóði óperu-
deildar F.Í.L. til söngnema og söngvara, sem
huga að framhaldsnámi. Miðað er við að
styrkþegar hafi lokið 8. stigi söngnáms eða
sambærilegu námi. Styrki skal nota til söng-
náms erlendis.
Umsækjendur eru hvattir til þess að láta
upptökur á hljóðsnældum fylgja með um-
sóknum sínum. Öllum gögnum verður skilað
að lokinni úthlutun.
Umsóknum, ásamt gögnum, skal skila á skrif-
stofu Félags íslenskra leikara á Lindargötu 6,
101 Reykjavík, fyrir kl. 16.00 21. september.
Atvinnuhúsnæði óskast
Heildsölufyrirtæki vantar nú þegar eða fljót-
lega húsnæði til leigu á Reykjavíkursvæðinu.
Um er að ræða 200-250 m2 þar sem hægt
væri að koma fyrir skrifstofu og lager.
Um lengri tíma samning yrði að ræða.
Traustir leigjendur og öruggar greiðslur.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt:
„M - 1992, fyrir 16. september.
Sumarbústaðalönd
Til eru nokkur sumarbústaðalönd í Hvalfirði,
aðeins 40 mín akstur frá Reykjavík á mal-
biki. Um er að ræða land sem liggur að sjó,
landið verður afgirt og vegur lagður um
svæðið. Einnig er til staðar á landinu heitt
og kalt vatn. Á svæðinu er veiðiaðstaða,
golfvöllur, bátabryggja, veitingarekstur,
hestaleiga og ýmislegt fleira, t.d. er væntan-
leg sundlaug.
Upplýsingar gefur
Fjárfesting fasteignasala,
sími 624250.
TILKYNNINGAR
Greiðsluáskorun
Tollstjórinn í Reykjavík skorar hér með á
gjaldendur er ekki hafa staðið skil á gjöldum,
sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu
í gjalddaga fyrir 15. ágúst 1992 og eru til
innheimtu hjá ofangreindum innheimtu-
manni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar
en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar
þessarar.
Gjöldin eru þessi: Tryggingagjald, launa-
skattur, þifreiðaskattur, vátrygging öku-
manns, fastur þungaskattur, þungaskattur
samkvæmt ökumæli, viðbótar- og aukaá-
lagning söluskatts vegna fyrri tímabila,
skemmtanaskattur, vörugjald af innlendri
framleiðslu, aðflutningsgjöld, vitagjald, skila-
gjald umbúða, lestagjald, lögskráningargjöld
og iðgjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs.
Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera
skil á virðisaukaskatti fyrir 24. tímabil 1992,
með eindaga 5. ágúst 1992, ásamt gjaldfölln-
um og ógreiddum virðisaukaskattshækkun-
um, svo og ógreiddum og gjaldföllnum virðis-
aukaskatti í tolli.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyirvara
fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna
ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem
af innheimtu skuldarinnar kann að leiða 15
dögum frá birtingu áskorunar þessarar.
Reykjavík, 8. september 1992.
Tollstjórinn í Reykjavík.
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði skorar hér með
á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á
gjöldum sem voru álögð 1990, 1991 og 1992
og féllu í gjalddaga fyrir 5. september 1992
og eru til innheimtu hjá ofangreindum inn-
heimtumanni, að greiða þau nú þegar og
ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar.
Áskorun þessi nærtil neðangreindra gjalda:
Tekjuskatts- og eignarskatts, sérstaks eigna-
skatts, sérstaks skatts á verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði, útsvars, gjalds í fram-
kvæmdasjóð aldraðra, kirkjugarðsgjalds,
staðgreiðslu launagreiðanda, reiknaðs end-
urgjalds, iðnaðarmálagjald, iðnlánasjóðs-
gjalds, skipulagsgjalds, útlutningsráðsgjalds,
virðisaukaskatts, tryggingagjalds, launa-
skatts, vörugjalds, lífeyristryggingagjafds,
aðstöðugjalds, slysatryggingagjalds, vinnu-
eftirlitsgjalds, atvinnuleysistryggingagjalds,
bifreiðagjalds, þungaskatts, aðflutnings- og
útflutningsgjalds, skipagjalds, vitagjalds,
skemmtanaskatts, miðagjalds og aukaálagn-
ingu söluskatts vegna fyrri tímabila.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara
fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna auk
vaxta og viðurlaga að liðnum 15 dögum frá
birtingu áskorunar þessarar.
Seyðisfirði, 7. september 1992.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði.
Aðalfundur
Sjóefnavinnslunnar hf., Höfnum, Reykjanesi,
verður haldinn fimmtudaginn 24. september
1992 kl. 17 í fundarsal Hitaveitu Suðurnesja
á Brekkustíg 34-36, Njarðvík.
Fundarefni:
Aðalfundarstörf samkvæmt samþykkt-
um félagsins.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna
í Laugarneshverfi
Ferskir vindar
ískólamálum
Opinn fundur um skólamál verður hald-
inn í Holiday Inn, efstu hæð, í dag, fimmtu-
daginn 10. september, kl. 20.30.
1. Möguleikar á heilsdagsskóla fyrir börn
í Laugarnes- og Laugarlækjaskóla.
2. Tölvunotkun á grunnskólastigi, nýjung
hjá skólunum. 4S
Ræðumenn: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og formaður skólamála-
ráðs Reykjavíkur, og Unnur Halldórsdóttir, formaður SAMFOKS,
tala um breytingar frá sjónarhóli foreldra.
Þráinn Guðmundsson og Jón Freyr Þórarinsson, skólastjórar Laugar-
nes- og Laugalækjarskóla, munu einnig ræða málin og svara spurn-
ingum.
Allir félagsmenn, foreldrar og áhugafólk er hvatt til að koma og
kynna sér málið.
Kaffiveitingar. Gestir velkomnir.