Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 241. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 Prentsmiðja Morgamblaðsins Aðeins 16% Breta styðja John Major Er óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands í sögn skoðanakannana Lundúnum. Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem vikublaðið The European birti í gær, eru aðeins 16% Breta ánægð með frammistöðu Johns Majors í embætti forsætisráðherra Bretlands. Þetta bendir til þess að Major sé óvinsælasti forsætisráðherra landsins frá því skoðana- kannanir um fylgi breskra stjórnmálaleiðtoga hófust árið 1938. í samskonar könnun, sem gerð var fyrir The Sunday Times um miðjan september, sögðust 35% vera ánægð með forsætisráðherr- ann og 58% óánægð. í nýju könn- uninni voru 77% aðspurðra óánægð með Major og The European segir að hann sé þar með óvinsælasti forsætisráðherrann í sögu skoð- anakannana í Bretlandi. Könnunin fór fram á þriðjudag eftir að breska stjórnin hafði ákveðið að falla frá áformum um að loka 31 kolanámu Breska rík.is- kolafélagsins. Þetta er ein mesta kúvending breskrar ríkisstjórnar undir forystu' íhaldsflokksins í tvo' áratugi. Aformin hefðu kostað 30.000 manns vinnuna og þau ollu mikilli reiði á meðal almennings. Breska þingið felldi þó í gærkvöldi tillögu Verkamannaflokksins um að allar kolanámurnar yrðu starf- ræktar áfram. Fylgi Majors er minna en fyrir- rennara hans, Margaret Thatcher, í mars 1990, þegar hún naut stuðn- ings 20% Breta. The European segir að 46% að- spurðra hafi viljað að Major segi af sér, 17 prósentustigum fleiri en fyrir þremur vikum. Enn fleiri hafí viljað afsögn fjármálaráðherrans, Normans Lamonts, eða 66%, og iðnaðarráðherrans, Michaels Hes- eltines, 62%. Sjá „Breyttar áherslur Maj- ors ...“ á bls. 24. Gröf í bakgarðinum Reuter Þeir sem falla í árásum Serba á Sarajevo, höfuðborg Bosníu, eru ekki grafnir í kirkjugörðum heldur í bakgörðum íbúðarhúsanna. Þessi 12 ára gamla stúlka í Dobrina-hverfinu leggur hér blóm að leiði systur sinnar, sem beið bana ellefu ára að aldri í sprengjuvörpuá- rás í ágúst. Leiðið er á milli bílastæðis og göngugötu að fjölbýlis- húsi stúlkunnar, sem segir að enginn þori lengur í kirkjugarða borgar- innar vegna árása Serba. Krefjast afsagnar Majors eu r Þúsundir námamanna og stuðningsmanna þeirra gengu um miðborg Lundúna í gær til að mótmæla áformum um lokun breskra kolanáma. Eins og sjá má á mótmælaspjöldunum krafðist fólkið þess að John Major forsæt- isráðherra segði af sér. Rússneska þíngíð snýst gegn Jeltsín IVJoskvu. Reuter. RUSSNESKA þingið, sem að stórum hluta er skipað gömlum komm- únistum, snerist í gær gegn Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og hafnaði ósk hans um, að samkomudegi fulltrúaþingsins yrði frestað. Er búist við harðnandi átökum milli þingsins og umbótastjórnar Jegors Gajdars forsætisráðherra en margir stuðningsmenn hans og Jeltsíns óttast, að sljórnin verði neydd til að fara frá. Á fulltrúaþinginu, sem kýs fasta- þingið, sitja 1.000 menn og flestir þeirra eru einnig gamlir félagar í kommúnistaflokknum og andvígir umbótastefnu Jeltsíns og Gajdars. Jeltsín fór fram á það við fastaþing- ið, að fulltrúaþingið yrði ekki kallað saman í desember eins og til stóð, heldur í mars, en það var fellt með 114 atkvæðum gegn 59. Sagði Jeltsín, að yrði fulltrúaþingið kallað saman í desember, yrði það aðeins til að auka á glundroðann og EB setur umdeildar regiur um réttindi barnshafandi kvenna Brusscl. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RÁÐHERRARÁÐ Evrópubandalagsins (EB) hefur samþykkt tilskipun um réttindi og öryggi barnshafandi kvenna á vinnustöðum. Mikill ágreiningur hefur verið um þessa tilskipun á milli aðildarríkjanna, sem ýmist te(ja hana of rausnarlega eða ganga of skammt. Gert er ráð fyrir að bamsburðarleyfi verði að minnsta kosti 14 vikur og greiðslur í leyfinu verði ekki minni en í veikindaleyfum. Tilskipunin er ein af fjölda sam- þykkta EB sem gerðar hafa verið frá því gengið var frá samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) og aðildarríki Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) verða í framtíðinni að taka afstöðu til hvort gilda eigi innan EES. Samþykkt ráðherranna gerir ráð fyrir að nákvæm úttekt verði gerð á þeim umhverfisþáttum á vinnu- stað sem líklegir eru til að valda barnshafandi konum tjóni eða geta haft skaðleg áhrif á börn, t.d. á meðan þau eru á brjósti. Verði óumflýjanlegum breytingum til að tryggja öryggi mæðra og barnshaf- andi kvenna ekki komið við er til þess ætlast að þær verði fluttar í önnur og hættuminni störf. Gert er ráð fyrir að konur haldi fullum réttindum á meðan á fæðing- arorlofí stendur, svo sem lífeyris- og orlofsréttindum. Atvinnurekend- um er óheimilt að segja barnshaf- andi konum upp störfum nema hægt sé að sýna fram á svo ekki verði um villst að uppsögnin sé ástandi konunnar óviðkomandi. At- vinnurekendum verður heimilt að setja skilyrði fyrir fæðingarorlofi en þeir geta ekki krafist lengri starfstíma en tólf mánaða. ágreininginn í landinu og hann vill, að stjórnin fái sem mestan frið á þeim erfíða vetri, sem framundan er. Auk þess kvað hann eðlilegt, að stjórnin fengi tíma til að ljúka við nýja stjórnarskrá fyrir Rúss- land. Ekki er þó líklegt, að fulltrúa- þingið flýti sér að samþykkja hana enda er hún dauðadómur yfir því. I henni er gert ráð fyrir, að fasta- þingið sitji eitt. Fulltrúaþingið á að koma saman 1. desember en þann dag renna einnig út tímabundin völd Jeltsíns til að skipa stjórn án samþykkis þingsins. Búist er við að þá muni harðlínumenn láta til skarar skríða gegn stjóminni en ólíklegt þykir að þeir geti komið Jeltsín sjálfum frá. Þeir munu hins vegar geta tak- markað völd hans verulega. Sumir ráðherrar í ríkisstjóm Jeltsíns hafa sakað Rúslan Khasb- úlatov, forseta þingsins, um að vera að undirbúa eins konar „valdarán" með því að færa 5.000 vopnaða þingverði undan yfirstjórn innanrík- isráðuneytisins og í gær hitnaði heldur betur í kolunum þegar til átaka kom milli þingvarða og lög- reglu. Var þá einn maður skotinn og annar alvarlega særður og kenna hvorir öðrum um upptökin. Khasbúlatov efndi til blaða- mannafundar að þessum atburðum loknum og sagði þá, að hann myndi deyja „voveiflegum dauðdaga". „Ég er eltur og síminn minn hleraður. Stjómin er að breytast í alræðis- vald ... þingið er eina tryggingin fyrir lýðræði.“ Aðrir benda hins vegar á, að þingvörðurinn lúti ekki lengur æðstu stjórn ríkisins svo undarlegt sem það sé, heldur Khasbúlatov einum, og nefnd eru ýmis dæmi um að þingvörðurinn hafi tekið lögin í sínar eigin hendur. Bush og Clinton Afkomend- ur Jóhanns landlausa Lundúnum. Reuter. KOMIÐ hefur í ljós að George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Bill Clinton, andstæðingur hans í forsetakosningunum,, eru afkomendur Jóhanns landlausa, konungs Englands í byrjun 13. aldar. Þetta kemur fram í skýrslu helstu ættfræðistofnunar Bret- lands, Burke’s Peðrage, sem birtir árlega skrá um breska aðalinn. I skýrslunni segir að Bush sé kominn af syni Jóhanns landlausa, Hinrik III., sem tók við konungstigninni af föður sínum árið 1216. Clinton er hins vegar afkomandi dóttur Jó- haniis, Eleanor, og manns henn- ar, Simons de Montforts, jarls af Leicester, er gat sér orð sem mikill lýðræðissinni. Jarlinn og Hinrik börðust um völdin líkt og bandarísku niðjarnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.