Morgunblaðið - 22.10.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 22.10.1992, Síða 4
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 íDAG kl. 12.00 Heimlld: Veðuretola (slands (Byggt & veðurspá Id. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 22. OKTOBER YFIRLIT: Yfir suðvestanverðu Grænlandshafi er vaxandi lægð, sem hryf- ist austnorðaustur, en yfir norðaustur Grænlandi er 1018 mb hæð. Hlýna mun í veðri. SPÁ: Sunnan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi og súld eða skúrir um sunnanvert landið, en allhvass austan og suðaustan og rigning norð- an og austanlands. Hiti 2-9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan- og norðaustanátt, nokkuð hvöss með snjókomu eða slyddu á Vestfjörðum, en vlðast fremur hægur vindur og slydduél i öörum landshlutum. Hiti 0-5 stig. HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðaustanátt, víða Strekk- ingsvindur. Éljagangur um landið norðanvert, en þurrt og sæmilega bjart veður sunnanlands og vestan. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. 0^4 Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað A Skýjað / r r * r * / / * / r r r r * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka FÆRÐ A VEGUM: oo. 17.30 rgæo Þjóðvegir landsins eru yfirleitt ágætlega greiðfærir, en þó er sumstaðar hálka á vegum svo sem á Fróðárheiði og Holtavörðuheiði. Sömuleiðis er hálka á fjallvegum á Vestjörðum, Norðurlandi, Norð-Austurlandi og Austfjörðum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni iínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl, tíma Akureyri 1 skýjaö Reykjsvnc 4 þokumóða Bergen 6 léttókýjaö Helsinki 3 skýjaö Kaupmannaböfn 7 rigning Narssaresaaq B rígning Nuuk +1 snjókoma Osló vantar Stokkhólmur 6 skýjað Þóreböfn 5 alskýjaö Algarve vantar Amsterdam 7 rigning Barcelona 17 léttskýjað Berlfn 12 skýjað Chicago S þokumóöa Feneyjar vantar Frankfurt 10 skýjað Glasgow 9 rigning Hamborg 7 rigning London 10 skýjað LosAngeles 18 alskýjaö Lúxemborg 4 rigning Madríd 12 láttekýjað Malaga 19 skýjað Mallorca 19 láttskýjað Montreal 3 rigning NewYork 11 alskýjað Orlando 18 skýjað París 9 rignlng Madeira vantar Róm 22 rigning Vín 7 alskýjað Waahington 9 skýjað Wlnnipeg 1 léttskýjað Morgunblaðið/Þorkell Orgel Hallgrímskirkju afhjúpað í gær „Hljómurinn eins og ég hafði vonast til“ - segir Hans-Gerd Klais orgelsmiður STÆRSTA og fegursta hljóðfæri sem íslendingar hafa eignast var afhjúpað í gær í Hallgrímskirkju. Vinnupallar sem fram að þessu hafa hulið orgelið eru horfnir og blasir það nú við í allri sinni dýrð. Það var Klais Orgelbau í Bonn sem sá um hönnun og smíði orgelsins, en það fyrirtæki er meðal þeirra virtustu á þessu sviði í heiminum og er einkum þekkt fyrir smíði stærri orgela. Útlit orgelsins tekur mið af byggingarstíl Hallgríms- kirlgu og eru stærstu sjáanlegar pípur um 10 metrar á hæð. í tilefni þess að vinnupallar fyrirtæki hans smíðaði orgel þar höfðu verið teknir niður kom for- stjóri Klais Orgelbau, Hans-Gerd Klais, til landsins til að sjá orgel- ið fullsamsett í fyrsta sinn. Við stutta athöfn í Hallgrímskirkju lék Hörður Áskelsson organisti á hið mikla hljóðfæri og lýsti Klais ánægju sinni við það tækifæri og sagði að hljómurinn væri einmitt eins og hann hafði vonast til að hann yrði. Stærstu sjáanlegar pípur eru 10 metrar á hæð og mynda tóna við lægstu mörk mannlegrar heymar. Láréttir lúðrar sem ganga inn í kirkjuna eru hluti af röddum sem kallast spænskir trompettar og eru með kraftmestu pípum orgelsins. Pípurnar sem sjást eru allar úr tin- og blýblöndu. Orgelhúsið sjálft er ekki síður tilkomumikið. Er það á fjórum hæðum, smíðað úr gegnheilli eik og að baki þess er sérstakur tvö- faldur glerveggur í stað timbur- veggs, sem varpar öllum hljóm inn í kirkjuna. Hönnun og smíði veggjarins er íslensk. Sagði Klais að þetta væri í fyrsta sinn sem sem menn gætu virt fyrir sér innri byggingu þess utan frá. Klais Orgelbau í Bonn var stofnað fyrir 110 árum og er Hans-Gerd Klais af fjórðu kynslóð Klais orgelsmiða. Orgelið í Hall- grímskirkju er þriðja stærsta org- elið sem Klais Orgelbau hefur smíðað og eru aðeins stærri orgel að finna í Ástralíu og Japan. Sem dæmi um stór og þekkt Klaisorg- el má nefna orgelin í dómkirkjun- um í Altenberg, Ingolstadt, Limb- urg, Trier og Wiirzburg í Þýska- landi, í tónleikahúsunum í Munchen, Köln, Delaware í Ohio í Bandaríkjunum og Brisbane í Ástralíu. Starfsmenn Klais Orgel- bau leggja nú síðustu hönd á frá- gang pípna orgelsins og stillingar, og verður orgelið vígt 13. desem- ber næstkomandi. í tengslum við uppsetningu nýja orgelsins hafa verið gerðar breytingar á kirkjunni sem stór- bæta hljómburðinn. Nýir bekkir hafa verið settir í kirkjuskipið og panell og hjóðskermar settir fyrir ofna og upp í hliðarloft og kórdyr. Brú yfir Elliðaár SH-verktakar lægstir OPNUÐ hafa verið tilboð í eitt stærsta verkið í vegagerð á næste ári, byggingu brúar á Elliðaár á Arnamesvegi. Lægsta tilboðið var frá SH-verktökum í Hafnarfirði, 69,8 milþ'ónir kr., sem er 69% af kostnaðaráætlun. Níu verktakar buðu í brúarsmíð- milljónir en kostnaðaráætlun Vega- ina sem á að ljúka fyrir 1. júní gerðarinnar hljóðaði upp á 101,6 1993. Öll boðin voru innan við 80 milljónir kr. Átta banaslys í Reykjavík það sem af er árinu Lögreg’lan stórherð- ír eftírlit á næstunni - segir Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn BANASLYS í umferðinni í Reykjavík eru 8 það sem af er árinu eða jafn mörg og á öllu síðasta ári. Af þessum 8 slysum hafa 5 orðið á síðustu tveimur mánuðum. Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn bendir á að enn séu tveir dimmir mánuðir eftir af árinu og slysunum verði að linna. „Bílstjórar verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni á lífi samborgaranna, sem er sama ábyrgð og hvílir á skipstjórum og flugs1jómm,“ segir hann. Þrjú banaslys höfðu orðið í um- ferðinni í Reykjavík þegar komið var fram í lok ágúst, en þá tók við slysaalda. Öldruð hjón biðu bana þegar bifreið þeirra lenti í árekstri við sjúkrabíl, ekið var á gangandi mann á Hverfísgötu, kona varð fyrir strætisvagni í Lækjargötu og kona varð fyrir bif- reið á Bústaðavegi. „Þessu verður að linna. Menn verða að fara að gæta virðingar sinnar gangvart sjálfum sér og öðrum vegfarendum í umferðinni. Lögreglan mun herða mjög eftirlit á næstunni og leggja allt kapp á fyrirbyggjandi aðgerð- ir, bæði á merktum og ómerktum bifreiðum," sagði Magnús Einars- son. „Við íhugum líka alvarlega að setja upp illa farin bílflök við miklar umferðargötur, ef það má verða víti til varnaðar." Magnús kvaðst harma að sjá ekki meira af varnaðarorðum frá þeim aðilum, sem ynnu að bættri umferðarmenningu. „Trygg- ingafélögin, læknar, hjúkrunar- fólk, sjúkráflutningafólk og ekki síst fjölmiðlar verða að leggja sitt af mörkum. Við vinnum ekki bug á vandanum í umferðinni nema með því að fara að settum reglum og það þarf að brýna fyrir öllum. Ef reglur eru virtar gengur um- ferðin eðlilega. Ég skora því á allt gott og velþenkjandi fólk að reyna að bægja hættunni frá.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.