Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 11

Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 11 Helga Bryndis Magnúsdóttir Tónlist Jón Asgeirsson ' Evrópusamband píanókennara, EPTA, stóð fyrir tónleikum í ís- lensku óperunni sl. mánudag, þar sem ungur píanóleikari, Helga bryndís Magnúsdóttir, kom fram í fyrsta sinn sem einleikari. Helga Bryndís hefur nýlokið námi erlend- is og hefur tekið við stöðu sem píanókennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Á efnisskrá tónleik- anna voru verk eftir J.S. Bach, Ravel, Debussy og Schumann. Fyrsta verk á tónleikunum var fjórða partítan (d-dúr9 eftir Bach og var þetta meistaraverk mjög vel flutt, með skýrri mótun hend- inga, góðri aðgreiningu raddanna og í heild af öryggi, sem vitnar um vönduð vinnubrögð og góða tækni. Tæknileikur og tónhugmyndir er samvinnað í verkum Ravels og Debussys en eftir þann fyrrnefnda lék Helga Bryndís, Alborada del grazioso, sem er fjórða verkið í Skuggsjá, safni píanóverka sem Ravel gaf út 1905. Þar er leikið með spánskan hryn og endurtekn- ar nótur, sem reynir mjög á skerpu og nákvæmni. Helga Bryndís lék verkið mjög vel og líklega var þetta best leikna verkið á þessum tón- leikum. í þremur Prelúdíum eftir Debussy lék Helga Bryndís mjög fallega með ýmis þau fínlegu blæ- brigði sem Debussy er m.a. frægur fyrir, eins t.d. í Des pas sur le neige. í Fau d’artifce var leikur hennar glæsilegur. Sýning í Gallerí 11 Laugardaginn 24. október kl. 15.00 opnar Hannes Lárusson sýningu í Gallerí 11, Skólavörðu- stíg 4a. Sýningin ber yfirskriftina AFT- UR AFTUR. Öll verkin sem þar verða sýnd eru gerð á þessu eða síðasta ári. Sýningunni lýkur 5. nóvember. RAFORKAN þarf ekki aðvera staðbundin EB4500X Rafstöðin frá HONDA er hentug fyrir verktaka, við byggingar sumarbústaða og við almennar húsbygg- ingar. Hún gefur frá sér 220V straum. Lokaverk tónleikanna var Carnaval op. 9, eftir Schumann. í þessu stórkostlega verki má finna merki um sterka tilhneigingu Schumanns að fela sjálfan sig og leika sér með alls konar dular- merki, eins og t.d., að flest öll lög- in hefjast á tónunum A-es-C-H og hafa menn glímt við að ráða þessa stafaformúlu, með tilvísun til nafns tónskáldsins eða bæjarnafns, þar sem vinkona hans á að hafa búið. Þá hafa sálfræðingar leitt hugann að merkingu nafna eins og Eusebi- us og Florestan, sem munu vera eins konar dulnefni höfundarins. Á milli 8. og 9. lagsins eru ritaðar þijár tónmyndir með yfírskriftinni Sphinxs og eru þær ekki ætlaðar til leiks en Helga Bryndís lék þess- ar tónmyndir með „hand-dempuð- um“ tónum. Helga Bryndís lék verkið af glæsibrag og víða með sérstæðum „briljans", eins t.d. forspilið, Flor- estan, Coquette, Papillons og Pan- talo et Colombine. Hún hefur sterka tilfínningu fyrir andstæðum Helga Bryndís Magnúsdóttir. og skerpu og þrótt til að útfæra þær með glæsibrag, eins og í Vale noble, Estrella og Valse Allemande og Paganini þættinum, sem til saman mynda ABA form. Helga Bryndís Magnúsdóttir er góður píanóleikari, leikur af öryggi og „músiserar“ fallega með við- kvæmar tónlínur, hefur til að bera kraft, sem gerir henni kleyft að gæða leik sinn skapfestu og á köfl- um ofsa. Það eru ekki margir sem hafa á valdi sínum flókið og víðf- emt litróf tilfinninganna og tækni til útfæra þær í spili sínu. Það hefur Helga Bryndís sýnt í leik sínum að þessu sinni, svo að ekki verður um villst, að hér á ferðinni stórefnilegur og litríkur píanisti. 1 BS§; Göngudagurinn Dagskrá um allt land. Yertu með! Reykjavlk: Ganga frá Ráöhúsinu kl. 12.15 undir forystu borgarstjóra Markúsar Arnar Antonssonar. Einnig verða ýmis félög, skólar og fyrirtæki með skipulagðar göngur. Seltjarnarnes: Ganga frá Mýrarhúsaskóla kl. 10.30, frá nýja íþróttahúsinu kl. 17.15 og frá sundlauginni kl. 19.00. Kópavogur: Ganga kl. 18.00 frá sandgrasvelli Breíðabliks í Kópa- vogsdal. Veitingar á eftir. Garöabær: Ganga frá íþrótta- miöstöðinni Ásgarði kl. 18.00. (þróttakennarar leiða gönguna og sjá um upphitun. Veitingar á eftir. Hafnarfjöröur: í tilefni dagsins verður frítt í sund fyrir göngufólk frá kl. 12.00 - 14.00. Kort meö góöum gönguleiðum eru í öllum íþrótta- mannvirkjum bæjarins. Mosfellsbær: Upphitun og ganga frá Nóatúnsplani kl. 12.00 og 13.00. Einnig veröur ganga frá Reykjalundi kl. 12.00. Akranes: Ganga/ratleikur frá íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 12.30. Ganga frá Jaðars- bakkalaug kl. 19.30. Borgarnes: Gangafrá íþrótta- miðstöðinni kl. 16.00. Hellissandur: Ganga frá íþróttamiðstöðinni kl. 17.00 Ólafsvfk: Ganga frá Iþrótta- húsinukl. 17.30. Stykkishólmur: Ganga frá bensínstöð kl. 17.30. Búöardalur: Ganga frá dvalar- heimili aldraðra Silfurtúni kl. 17.30. Patreksfjöröur: Ganga frá leik- skólanum kl. 16.00. Tálknafjöröur: Ganga frá pósthúsinu kl. 17.00 undir stjórn Ingibjargar Ingu Guðmundsdóttur. Flateyri: Ganga frá grunn- skólanumkl. 17.15 Suöureyri: Ganga frá sundlaug- inni kl. 17.30. Frítt í sund á eftir. Bolungarvík: Ganga frá Einarsbúð að Brú kl. 18.00. ísafjöröur: Ganga frá Silfurtorgi kl. 18.00. Hólmavfk: Ganga frá Söluskála KS.H.kl. 17.30. Hvammstangi: Gangafrá grunnskólanum kl. 17.30. Akureyri: Ganga frá Verk- menntaskólanum undir forystu Halldórs Jónssonar bæjarstjóra kl. 17.00. Ganga í Kjarnaskógi undir forystu Gunnars Ragnars- sonar formanns Í.B.A. kl. 20.00. Grenivfk: Gangafrá íþróttahúsi kl. 20.00. Kaffiáeftir. Húsavík: Ganga frá íþróttahöll kl. 17.00. Raufarhöfn: Ganga frá Félagsheimilinu kl. 17.30 undir stjórn kvenfélagsins. Vopnafjöröur: Ganga frá grunnskólanum kl. 15.00. Seyöisfjöröur: Ganga hefst við Félagsheimiliö Herðubreið kl.17.30. Neskaupstaður: Ganga frá Söluskála OLÍS að Laufskálum. Lagt af stað kl. 18.00. Fáskrúösfjöröur: Ganga frá Félagsheimilinu Skrúð kl. 18.00. Stöövarfjöröur: Ganga frá samkomuhúsinu kl. 17.30 að Bæjarstöðum. Höfn, Hornafirði: Gangafrá líkamsræktarstöðinni Orkuveri kl. 17.00 undir stjórn Guðrúnar Ingólfsdóttur. Kirkjubæjarkiaustur: Ganga fráTunguhæðum kl. 17.00. Vestmannaeyjar: Ganga frá íþróttahúsinu kl. 17.30. Hvolsvöllur: Ganga frá Hvolsskóla kl. 20.00. Þykkvibær: Mæting viö grunnskólann kl. 10.30. Flúöir: Ganga frá sundlaug kl, 17.00. Laugarvatn: Gangafrá íþrótta- húsinukl. 15.00 Selfoss: Mæting við Sundhöllina kl. 17.00. Upphitun og teygjur undir stjórn Sigríðar Sæland. Gengið undir stjórn Sigríðar M 1/2 - 2 klst. Hverageröi: Gangafrá grunn- skólanum kl. 10.00,13.00 og 17.00. Gríndavfk: Ganga frá grunn- skólanumkl. 14.00. Keflavfk: Ganga frá íþrótta- vallarhúsi kl. 12.15 og kl. 18.00. Vogar, Vatnsleysuströnd: Ganga frá Stóru-Vogaskóla kl. 17.00. IÞROTTIR FVRIR RLLfl sjúvA-almennar Landsbanki íslands Banki allra landsmanna <, £ Skeljungur hf. Einkaumboö fyrir Shell-vörur á íslandi VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.