Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 15

Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 15 ronr craaoTVO nc. utt^ a rrTT^rT./v^qr <t»Fta rar/ EES og verkmenntun eftir Ingólf Sverrisson Á síðustu árum hefur komið æ betur í ljós að þær þjóðir, sem leggja mesta rækt við að þróa og framleiða vörur og þjónustu sem byggja á hugviti og tækni, hafa náð bestum árangri í verðmætasköpun. Þessi aukna verðmætasköpun hefur síðan leitt til bættra lífskjara og meiri velmegunar. Til þess að ná árangri með hug- viti og tækni verða fyrirtæki að treysta á vel menntað og þjálfað starfsfólk. Hér er ekki verið að tala um hámenntaða vísindamenn, held- ur miklu fremur iðnaðar- og tækni- menn sem hlotið hafa góða undir- stöðumenntun þar sem hugur og hönd vinna saman. Framfaraskref Að sönnu kostar hvert framfara- skref á sviði verk- og tæknimennt- unar mikla fjármuni enda þótt þeir skili margfaldlega til baka í fyllingu tímans. Margt hefur verið vel gert á sviði bóklegrar kennslu hér á landi undanfarin ár, en á sama tíma ekki verið tilefni til að fagna miklum framförum að því er tekur til verk- og tæknináms. í þeim efnum höfum við dregist aftur úr samkeppnisþjóð- um okkar. Það er því full ástæða til að fagna hveiju skrefi sem stigið er til þess að auðvelda ungu fólki að afla sér bestu verk- og tæknimenntunar eða þá að opna kennurum þeirra og leið- beinendum leið til að heyja sér þekk- ingar í nýjustu tækni og kennslu- háttum. A þann hátt er verið að koma til móts við raunverulegar þarfír fyrirtækja sem vilja bæta sam- Ingólfur Sverrisson „Með aðild íslands að Evrópsku efnahags- svæði er tvímælalaust stigið merkt skref til þess að efla verk- og tæknimenntun hér á landi.“ keppnisstöðuna og um leið lífskjörin í landinu. Með aðild íslands að Evrópsku efnahagssvæði er tvímælalaust stig- ið merkt skref til þess að efla verk- og tæknimenntun hér á landi. Til þess liggja einkum tvær ástæður: 1. Með EES veitast bæði iðn- og tækninemum og kennurum þeirra betri aðgangur að ýmsum skólum, fræðslu- og tæknistofnunum í öðrum Evrópulöndum. Auk þess opnast aðgengi íslendinga að ýmsum verk- efnum á vegum CEDEFOB, sem er miðstöð verk- og tæknimenntunar í Evrópu. Þetta er þeim mun mikil- vægara þegar þess er gætt, að við erum því miður í flestum tilvikum á eftir öðrum Evrópuþjóðum í verk- menntun, einkum í tæknivæddari iðngreinum. 2. Með EES geta allir íslendingar sem kjósa að starfa í Evrópu ráðið sig án sérstakra atvinnuleyfa. Þetta opnar mikla möguleika fyrir þá sem vilja afla sér reynslu eða sérþekking- ar á tilteknum sviðum verklegra mennta og nýta hana síðan þegar heim er komið. Slíkur innflutningur þekkingar og þjálfunar getur orðið undirstaða mikils og arðvænlegs útflutnings. Afrakstur hugvits Samkeppnisþjóðir okkar í Evrópu kosta nú kapps um að bæta verk- og tæknimenntun og draga enga dul á að á þann hátt ætla þær að skapa ný og arðvænleg störf. Þau leggia ekki allt sitt traust á nýtingu hefð- bundinna auðlinda, heldur vita sem er að afrakstur hugvits og verk- tækni getur ekki síður gefið mikið af sér. Af þessu ættum við að geta dregið nokkurn lærdóm og fagnað öllum áföngum sem færa okkur nær rás athyglisverðra viðburða í verk- og tæknimenntun. Síðan er það okk- ar að nýtaþau tækifæri sem bjóðast. Höfundur er framkvæmdasijóri Málms, samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. RÚSSLAND Ruric Ltd. er íslensk viðskiptaskrifstofa í Moskvu, þar sem þú getur fengið aðstoð rússneskumæl- andi íslendings við ýmis verkefni. Upplýsingar í síma 91-43933, fax 641733 eða Moskva sími/fax 095-2417409. HÚSEIGENDUR - HÚSBYGGJENDUR Smíðum hefðbundin tímburhús á byggingarstað. Endurbyggjum gömul timburhús. Smíðum ný timburhús í gömlum stíl. Smíðum sumarbústaði. Skiptum um glugga og endurnýjum þök og báru- járnsklæðningu. Getum séð um hönnun. TIMBURHÚS HF., byggingaverktaki, s. 42814 e. kl. 18.00. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Námskeié i október Prjóntækni 22. okt. - 19. nóv. Kennari: Sunneva Hafsteinsdóttir. Bútasaumur 27. okt. - 1. des. Kennari: Bára Guðmundsdóttir. Knipl 28. okt. - 16. des. Kennari: Anna Sigurðardóttir. Tauþrykk 28. okt. - 2. des. Kennari: Guðrún Marinósdóttir. Skráning fer fram á skrifstofu skólans f síma 17800. Skrifstofan er opin mánud. - fimmtud. frá kl. 14-16. Vinsamlegast hringið til að fá frekari upplýsingar. V t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.