Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 18

Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 NSINS Þjóðaratkvæði er þarflaust sem eru að baki kröfu um þjóðarat- kvæði um samning sem nýverið hefur verið tekin afstaða til í al- mennum kosningum og sem þar að auki er einhliða uppsegjanlegur eftirÞröst Ólafsson Það eina sem eftir er af mál- flutningi andstæðinga EES-samn- ingsins er að krefjast þjóðarat- kvæðis um samninginn. Eg kalla skítkast í garð utanríkisráðherra eins og kom úr penna hagfræðings Stéttarsambands bænda í Tíman- um 16. október ekki málflutning. Það veldur áhuggjum hvað full- trúar þeirra samtaka ætla að verða seinir að ná landi í breyttu um- hverfi. Það er athyglisvert að á meðan verið er að reyna að átta sig á því með hvaða hætti sé skyn- samlegt að bregðast við alvarleg- um afkomuvanda þjóðarbúsins skuli fulltrúar bændasamtakanna ásamt Alþýðubandalaginu vera þeir einu sem loka öllum skilning- arvitum þegar til umijöllunar og afgreiðslu er eini raunhæfi valkost- ur þjóðarinnar til að taka þátt í og hagnast á því alþjóðlega við- skiptakerfi sem Evrópa er þung- amiðjan í. Tækifæri okkartil sókn- ar og hagsbóta liggja öll inn á erlenda markaði og flest í gegnum EES. Þetta verður enn óskiljanlegra þegar haft er í huga að verulegur hluti þessa þjóðarvanda er afleið- ing banvænnar fjárfestingarstefnu liðinna áratuga, þar sem fyrr- nefndir aðilar komu nokkuð við sögu, svo gætt sé alls hófs í orða- notkun. Ekki hvað síst ætti það að vera hagfræðingi augljóst að afar kostnaðarsöm yfirbygging þjóðfé- lagsins, sem m.a. er fólgin í ríkis- styrktum atvinnugreinum, er að sliga þetta land og heldur kjörum fólks niðri, langt umfram það sem samviskusamir fulltrúar vinnuveit- enda gætu áorkað. í skjóli verndar og banna er hér haldið uppi hærra verði á mörgum veigamiklum neysluvörum og þjón- ustuliðum en aðrar þjóðir hafa efni á, og það á ekki eingöngu við um landbúnaðarafurðir. Hemaðurinn gegn almenningi er fólginn í því að meina honum um aðgang að lægri framfærslukostnaði vegna skorts á samkeppni í skjóli úreltrár vemdarstefnu. Það er ekki lausn á efnahags- vanda okkar íslendinga að breyta landinu í vemdaðan vinnustað. Synjun á EES-samningnum er til- raun til þess. Endurtekning á atkvæðagreiðslu En snúum okkur að EES og kröfunni um þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er stutt síðan kosið var um EES. Þótt stjórnkerfi okk- ar sé ekki í mjög föstum skorðum er engan veginn eðlilegt að nú verði aftur kosið um mál sem skuldbindur þjóðina aðeins eitt ár fram í tímann í senn. Slík endur- kosning væri vissulega ofrausn með allri virðingu fyrir lýðræðinu. EES-málið var á dagskrá fyrir síð- ustu kosningar, og var reyndar eitt af þeim málum sem bar þar hæst. Núverandi stjómarflokkar tóku afgerandi jákvæða afstöðu til málsins og sögðust mundu klára það ef þeir fengju til þess umboð kjósenda. Fyrrverandi samstarfs- flokkar Alþýðuflokksins í ríkis- stjóm snemst hins vegar á móti því að hluta þótt mismikið hafi verið. Afstaða Kvennalistans var þá einnig skýr. Um þetta var ótvírætt kosið í síðustu Alþingiskosningum. Síðan era aðeins liðnir átján mánuðir. Þá lá samningurinn fyrir í drögum sem í öllum aðalatriðum era sá samningur sem nú liggur fyrir. Ef eitthvað er þá er endanlegur samningur ívið hagstæðari okkur, einkum hvað snertir dómstólsmálið svokallaða. Þjóðaratkvæði um búvörusamninginn og kvótakerfið Jafnviðamikill samningur og þessi hlýtur alltaf að innihalda mikið af álitamálum. Það mun og verða framtíðarstarf margra lög- skýrenda að túlka hann til hlítar og það verður eflaust leitað úr- skurðar um mörg vafaatriði. Þetta er þó vissulega ekki kjarni málsins, heldur aukaatriði sem er aðeins tímasóun að beina athygli sinni um of að. Svipuðu máli gegnir um deilum- ar um stjórnarskrármálið. Þar er meira og minna verið að deila um útúrsnúninga og hártoganir sem aðeins örfáir menn gera sér grein fyrir hvers eðlis eru. Aðalatriði hvað þetta snertir er að samningurinn er uppsegjanleg- ur með aðeins eins árs fyrirvara. Réttur þessi er einhliða og leysir viðkomandi ríki undan öllum rétt- indum og skyldum að uppsagnar- fresti liðnum. Það eru vissulega ekki sterk rök Þröstur Ólafsson „Aðalatriði hvað þetta snertir er að samning- urinn er uppsegjanleg- ur með aðeins eins árs fyrirvara. Réttur þessi er einhliða og leysir viðkomandi ríki undan öllum réttindum og skyldum að uppsagnar- fresti liðnum.“ A LEK ÞOK • • • dugarekkert nema varanleg viðgerð og það áður en vetur gengur í garð. í Húsasmiðjunni nýtur þú aðstoðar fag- manna sem veita ráðgjöf varðandi viðgerðir og efnisval. í Timbursölu Húsasmiðjunnar fæst mikið úrval utanhússklæðningar bæði á þök og útveggi. Komdu með teikningu af húsinu þínu og láttu fagmenn okkar magn- taka og gera verð tilboð. Við útvegum jafnvel menn til verksins ef þörf krefur. HÚSASMHMAN Súðarvogi 3-5 Simi 68 77 00 KVENNALIST- INN OG EES eftir Kristínu Ástgeirsdóttur Það hefur. vart farið fram hjá neinum þeim sem fylgist með fjöl- miðlum þessa dagana að innan Kvennalistans á sér nú stað mikil umræða um afstöðuna til samnings- ins um hið evrópska efnahagssvæði. Fyrir kosningarnar 1991 var samþykkt stefnuskrá þar sem skýrt kemur fram að Kvennalistakonur vilja að íslendingar standi utan EES og EB. Sú samþykkt hefur síðan verið ítrekuð á landsfundi og vor- þingi Kvennalistans. Nú er komin upp sú staða að ein af fimm þingkonum Kvennalistans hefur lýst því yfir að hún telji ekki stætt á því lengur að hafna aðild að EES. Þessi niðurstaða kom hinum fjór- um þingkonum Kvennalistans mjög á óvart, enda þótt Ingibjörg Sólrún sem hefur verið talsmaður okkar í utanríkismálum undanfarið eitt og hálft ár hafi lýst ýmis konar efa- semdum og jafnvel sagt að af tveim- ur vondum kostum væri EB skárri en EES. í þingflokki Kvennalistans hafa farið fram heitar umræður um þessa afstöðu hennar og tilfinning- ar risið hátt. Ummæli mín í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag spegla þann tilfínningahita, en hefðu betur verið ósögð, enda eiga þau ekkert erindi í Ijölmiðla, auk þess að vera órétt- lát í garð Ingibjargar Sólrúnar. Á fjölmennum fundi kvennalista- kvenna alls staðar að af landinu sem haldinn var sl. laugardag var mikið um það rætt hvemig bæri að bregð- ast við þeim mismunandi skoðunum sem upp era komnar í þessu stærsta máli sem íslendingar hafa staðið frammi fyrir í áratugi. Vandinn g felst í því að Ingibjörg Sólrún á sæti í utanríkismálanefnd þar sem samningurinn um EES er til með- | ferðar. Hún þarf því að skrifa nefndarálit eða skrifa undir með öðram við afgreiðslu málsins. Spurningin er hvort hún á að túlka sínar eigin skoðanir sem eru í and- stöðu við skoðanir hinna þingkvenn- anna og yfirlýsta stefnu, hvort hún getur farið bil beggja, eða hvort hún eigi að setja fram álit meirihlut- ans. Ein hugmynd sem velt hefur verið upp í umræðunni er sú að Ingibjörg Sólrún víki úr utann'kis- málanefnd við afgreiðslu málsins og hleypi varamanni sínum að þannig að nefndarálitið túlki skoð- anir meirihluta þingflokksins og að því er við teljum meirihluta kvenna- listakvenna. Slíkt gerist ekki öðru vísi en þannig að hún sé til þess fús. í viðtali sem ég átti vð blaða- » mann Morgunblaðsins sl. þriðjudag nefndi ég þessa síðasttöldu hug- mynd sem möguleika. Þessi um- _ mæli mín hafa greinilega valdið miklum misskilningi sem mér er skylt að leiðrétta, enda þykir mér afar leitt ef þessi orð mín hafa gefið til kynna að einhvers konar stalínísk vinnubrögð séu að halda innreið sína í Kvennalistann eða að ég vilji fara þessa leið. Það hefur aldrei komið til greina og kemur ekki til greina að þvinga Ingibjörgu Sólrúnu til að víkja úr utanríkismálanefnd. Til þess höfum við þingkonur hvorki vald né vilja, enda er hún kjörinn til setu í nefnd- inni af Alþingi. Ingibjörg Sólrún hefur fullan rétt á að hafa sínar skoðanir og hefur eins og1 aðrir þingmenn sína stjómarskrár- ...alltaftilað O- try^jaatvmnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.