Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 39
er hærri en svo að ég reyni að nefna
hana. Verðmæti þeirrar vöru sem
hann átti þar þátt í að framleiða,
eihs og í fiskinum, telst í þeim stóru
upphæðum, sem notaðar eru í þjóð-
hagsreikningum en ekki ævisögum.
Haust eftir haust dró Þórður fé
Austur-Skaftfellinga inn í skotklef-
ann og alltaf voru handtök hans
söm. Hvað hrærðist í bijósti hans,
gamals bónda, þessar stundir veit
enginn, en ætla má að þar hafí að
minnsta kosti fundist eftirsjá eftir
margri fallegri gimbur og efnileg-
um hrúti, Unglingar á Höfn fengu
snemma verk að vinna með sér
reyndari mönnum og ekki síður í
sláturtíðinni en í annan tíma. Það
mun hafa verið á seytjánda árinu
mínu, annað haustið sem ég stóð
við fláningsbekkinn, að einn morg-
uninn komu engir skrokkar fram í
húsið á tilætluðum tíma. Menn
stóðu og röbbuðu og veltu vöngum
og að lokum spurðist það út að
skotmaðurinn væri lagstur í rúmið.
Áður en skilningarvit mín höfðu að
fullu meðtekið hvað var að gerast
var sláturhússtjórinn kominn með
mig upp í skotklefann til Þórðar og
í aðra hönd mína var komin byssa
og í hina rétti Þórður horn á lamb-
hrúti. Nú fóru í hönd erfiðir daga
og aldrei hefur mér í annan tíma
fundist eins gott að næst mér stóð
góður og traustur maður. Lágt sér-
kennilegt kumrið, sem alltaf ein-
kenndi Þórð, og hvemig hann not-
aði það þessa daga var mér betra
en nokkur önnu stoð sem ég fékk
og þarf ég þó ekki né aðrir félagar
mínir að kvarta undan því að hafa
ekki fengið uppörvun og hvatningu
þeirra Hornfirðinga sem reyndu að
kenna okkur til verka á unglingsár-
um.
Þriðja minningin um Þórð er öllu
gleðilegri, enda snýst hún um annað
helsta gaman hans, hestamennsk-
una. Þórður átti gjaman góða hesta
og suma miklu meira en góða, verð-
launaða. Samt var besti hestur hans
óverðlaunaður. Það stafar líklega
einungis af því að hann var uppi
fyrir tíma ótæpilegra verðlaunaveit-
inga og látlausra hrossasýninga, á
meðan Mýrar vom enn einangraðar
á milli óbrúaðra stórfljóta og nær-
sveitamenn hittust ekki nema endr-
um og eins. Þessi hestur hét Hitler,
enda fæddur árið 1939 og var óum-
deildur skörungur til bæði líkama
og sálar. Þennan afburða hest átti
og tamdi Þórður og af þeim lifir
skær og skemmtileg minning í hug-
um gamalla Mýramanna. Sögur af
Þórði og Hitler verða ekki rifjaðar
upp að sinni, þó til þess væri reynd-
ar nokkur ástæða, því báðir voru
þeir einstæðir og samleikur þeirra
sérstakur. Annan hest átti Þórður
miklu síðar, óðinn, sem var mikill
kjörgripur og hlaut marga viður-
kenningu og verðlaunapeninga á
sýningum og keppnum. Við þessa
hesta og aðra átti Þórður margar
brösur og með þeim marga ánægju-
stund. Einbeitnin skein úr andliti
Þórðar þegar hann rann um grund
á góðfáki og gleðin ljómaði þegar
góðir félagar áðu í grænum hvammi
og sopi af bijóstbirtu rann niður
kverkar og yljaði því litla sem eftir
var af maga Þórðar. Sælan, sem
slíkar stundir veittu, var sýnileg
hveijum manni sem sá.
Þó Þórður væri einhleypur og
alvörugefinn verkmaður þá var
hann mikill gleðimaður í góðvina-
hópi, hafði gaman af söng og bralli.
Uppáhaldssöngur Þórðar var ljóðið
um nafna hans Malakoff og tók
hann undir af kröftum þegar það
var sungið. Þórður tók virkan þátt
í tómstundalífi sveitunga sinna á
Mýrunum, bæði skipulagðri starf-
semi ungmennafélagsins og uppá-
komum augnabliksins. Hann var
t.d. einn af stofnfundarfélögum
Ungmennasambandsins Úlfljóts
fyrir sextíu árum. Eftir að hann
fluttist á Höfn var hann gjarnan
að spilum með fólki, þar sem stokk-
urinn beið. Sama átti við eftir að
aldurinn færðist yfir hann og hann
hætti störfum. Hann kom þá gjarn-
an í matsal gamla vinnustaðarins á
hafnarbakkanum í kaffitímum og
tók í spil með fyrrverandi vinnufé-
lögum.
Nú eru menn kallaðir hetjur og
afreksmenn ef þeir vinna til verð-
launa á keppnismóti eða drýgja eina
SC9I HH3ÖTHO .SS H JDA(IUTMMt,,I .
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 22. OKTóáÍR 1992*'
88
dáð á löngum lífsferli. Hvaða ein-
kunn á þá maður eins og Þórður
skilda, maður sem unnið hefur að
kalla má stanslaus afrek alla ævi
sína, afrek sem aldrei voru þó sett
á afrekaskrár eða hampað í fjöl-
miðlum. Mér vefst tunga um tönn
er ég leita þess orðs sem hér hæf-
ir. Með Þórði er fallinn maður sem
er utan við alla þá mælikvarða sem
nú tíðkast að leggja á menn og
afrek þeirra. Hans afrek eru stærri
og meiri en svo að þau rúmist inn-
an þeirra viðmiðunarmarka. Ef til
vill gerir það ekkert til, því Þórður
sóttist aldrei eftir slíkum viðurkenn-
ingum og öll hans afrek voru unnin
af öðrum hvötum en þeim að kom-
ast á afrekaskár eða í heims-
metabækur. En mikið hefur mat
manna á afrekum riðlast þegar
manna eins og Þórðar er ekki leng-
ur getið á slíkum skrám.
Mér er mikil eftisjá og þökk í
huga er ég kveð Þórð, svaramann
minn, vin og sveitunga. Hann var
ólíkur flestum öðrum mönnum en
í því fólst styrkur hans, enginn
vanmáttur. Vanmátt átti Þórður
ekki til.
Páll Imsland.
Þeim fækkar óðum mönnunum
sem settu svip á öldina, einn þeirra
var Þórður Bjömsson, er lést á
Skjólgarði fímmtudaginn 15. októ-
ber, að verða 84 ára gamall. For-
eldrar Þórðar voru Sigríður Jóns-
dóttir frá Efrivík í Landbroti og
Bjöm Þórðarson frá Kálfafelli í
Suðursveit. Foreldrar Sigríðar voru
Jón Þorkelsson og Guðríður Guð-
mundsdóttir, bæði ættuð úr Vestur-
Skaftafellssýslu. Foreldrar Bjöms
vom Þórður Þorsteinsson frá Kálfa-
felli og Ingibjörg Bjömsdóttir frá
Borgarhöfn, bæði úr Suðursveit.
Móðir Ingibjargar var Sigríður,
dóttir Þorsteins Tóls Gissurarsonar,
smiðs og skálds á Hofi í Öræfum,
og Sigríðar Snjólfsdóttur frá Keld-
unúpi á Síðu. Sigríður móðir Þórðar
mun hafa flutt úr heimahögum um
1892 að Kálfafelli í Suðursveit þar
sem hún kynntist Birni, giftust þau
1896. Fyrstu búskaparárin vom
þau á Kálfafelli en 1902 fluttu þau
að Sléttaleiti í sömu sveit, þar vom
þau í tvö ár. Árið 1903 fluttu þau
að Hömmm á Mýmm, þar bjuggu
þau síðan allan sinn búskap.
Björn var hygginn bóndi og með
samheldni tókst þeim hjónum að
komast vel af miðað við þeirra tíma
kröfur. Börn þeirra Bjöms og Sig-
ríðar voru Guðríður Ingibjörg, Sig-
urbjörg og Þórður. Þau Ingibjörg
og Þórður bjuggu með foreldrunj,
sínum á Hömrum en Sigurbjörg
flutti til Seyðisfjarðar með manni
sínum Haraldi Aðalsteinssyni, synir
þeirra em Leifur og Aðalbjöm, báð-
ir búsettir á Seyðisfirði. Sigurbjörg
og Haraldur em bæði látin.
Björn í Hömmm lést árið 1944
og bjuggu þau Ingibjörg og Þórður
áfram með móður sinni þar til Ingi-
björg andaðist í júní 1950, þá flutti
Þórður með móður sinni að Ein-
holti á Mýmm, þar andaðist hún
1951. Til Hafnar .fluttist Þórður
1954, þar stundaði hann almenna
verkmannavinnu meðan heilsa hans
entist.
Þórður var einn af stofnendur
USU fyrir 60 árum. Hann var mað-
ur félagslyndur, hafði mikið yndi
af hestum og átti jafnan afburða-
góða hesta. I Hestamannafélaginu
Hornfirðingi var hann traustur fé-
lági og lagði jafnan góðum málum
lið, var þar heiðursfélagi síðustu
árin. í gegnum hestana kynntist
hann mörgu ágætu fólki og var
jafnan velkominn í þeirra hóp.
Við sem þessar fátæklegu línur
ritum vorum svo lánsöm að njóta
samveru Þórðar um árabil. Við
minnumst með þakklæti allra góðu
útreiðartúranna um bjartar vomæt-
ur út í Skógey og einnig á tungl-
skinsbjörtum vetrarkvöldum á ísum
á Hornafjarðarfljótum, ferða í Flat-
ey um páska og fleira sem of langt
er upp að telja.
í febrúar 1982 flutti Þórður á
Skjólgarð, þar naut hann góðrar
aðhlynningar og öryggis. Þar sem
heilsa hans var farin að bila leit
hann á Skjólgarð sem heimili sitt
og talaði oft um hve lánsamur hann
hefði verið að vera þar.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigrún og Guðmundur.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
sambýlismanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR SNÆBJÖRNSSONAR,
Neðstaleiti 5,
Reykjavfk.
Sérstakar kveðjur og þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks á
krabbameinsdeild Landspítalans.
Laufey Árnadóttir,
Kristinn Magnússon, Auður Böðvarsdóttir,
María Magnúsdóttir, Tryggvi Tryggvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR
frá Braut,
Húsavík,
verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 24. október
kl. 14.00.
Benedikt Helgason, Anna Sigfúsdóttir,
Þorbjörg Helgadóttir, Friðjón Pálsson,
Þórhildur Helgadóttir, Þórir Hilmarsson,
Árni Þórhallur Helgason, Sólveig Kristmannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu
og samúð við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
HELGA NIKULÁSAR VESTMANN
EINARSSONAR.
Guðlaug Stefánsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
HJÓNAMINNING
Þau mistök urðu við vinnslu greinar í blaðinu í gær um Svavar Sigfinns-
son og Sigurbjörgu Magnúsdóttur að rangar myndir birtust. — Rétta
myndin birtist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar.
Ólafur Guðni Frið-
riksson — Minning
Þegar að við fréttum af láti
gamals bekkjarfélaga okkar, Ólafs
Guðna Friðrikssonar, var okkur
mjög brugðið. Við sorgarfréttir
sem þessar áttar maður sig á því
hversu lífið er hverfult.
Óli hafði verið með okkur í bekk
frá átta ára aldri til loka níunda
bekkjar. Þá skildu leiðir. Óli fór í
MK og var þar í tvo vetur. Þá tók
hann sér frí frá frekara námi. Við
það misstum við fregna af honum
þar til við fréttum af fráfalli hans.
Óli var hlédrægur og hafði sig
lítt í frammi, en þó var hann ávallt
hluti af bekknum. Hann var mikið
fyrir bókina og hafði dálæti á
Sherlock Holmes sögunum. En í
skólanum voru það raungreinarnar
sem áttu hug hans allan.
Ef bekkurinn lagði út í einhver
fagleg uppátæki var Óli ávallt
tilbúinn til þess að leggja fram sína
kunnáttu. Sérstaklega er okkur
minnisstætt þegar við komum fyr-
ir ljósaperu á skjólabjöllunni inni
í kennslustofunni. Perunni var
komið upp einn morguninn. Svo í
fyrstu frímínútunum var stofan
myrkvuð og allir biðu í ofvæni eft-
ir að bjallan hringdi. Og mikið rétt,
það kviknaði á perunni okkar þeg-
ar bjallan hringdi og fagnaðarlæti
brutust út.
Þessa og margar aðrar minning-
ar eigum við frá barnaskólaárum
okkar og kemur Óli þar ávallt við
sögu.
Við viljum votta fjölskyldu hans
og aðstandendum samúð og biðjum
Guð um að veita þeim styrk í sorg-
inni. Óli mun ávallt lifa í minning-
um okkar.
Biðjið og yður mun gefast,
leitið og þér munið finna,
knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.
Þvi að sérhver sá öðlast er biður
og sá finnur er leitar
og fyrir þeim mun upp lokið er á knýr.
(Matt. 7, 7-8.)
K-bekkurinn, 1981-1989,
Digranesskóla.
+ Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa okkur samúð og htýhug vegna andláts hjartkærs eiginmanns, sonar, bróður og tengdasonar, KRISTJÁNS MATTHÍASAR GUÐJÓNSSONAR, Barðaströnd 8, Seltjarnarnesi, sem lést þann 27. september sl. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk á deild 11-E á Landspítala fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju í veikindum hans, ekki hvað síst á brúðkaupsdaginn þann 19. september sl. Guð blessi ykkur öll. Hrafnhildur V. Garðarsdóttir, Hólmfriður Benediktsdóttir, Guðjón M. Jónsson, Magnús Benedikt Guðjónsson, Svanhvít Árnadóttir, Garðar Jóhannsson.
Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. -