Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 52
Göngudagurinn IÞROTTIR FVRIR RLLR ohtöber. MORGUNBLAÐIV, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVtK SÍMBRÉF------------------ StMl 691100, St» 691161, PÓSTHÖLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 65 FEMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Ungur mað- ur fórst með bát sínum út af Sandgerði UNGUR maður fórst þegar bátur hans sökk við innsigling- una til Sandgerðishafnar í gærmorgun. Maðurinn hét Halldór Sigurjónsson til heim- ilis að Ásabraut 25 í Sand- gerði. Hann var 25 ára, fæddur 24. janúar 1967. Halldór lætur eftir sig eiginkonu og þijú börn. Halldór hélt úr Sandgerðishöfn í róðUr um klukkan 9.30 í gær- morgun á bát sínum Sæfara RE 391 sem er rúmlega tveggja tonna opinn fískibátur. Veður var ágætt en þungur sjór. Þegar báturinn var í Hamarssundi að nálgast skerið Þorvald fékk hann á sig tvö brot og sökk við seinna brotið. Menn á bryggjunni í Sandgerð- ishöfn sáu atvikið. Skipveijar á Freyju GK sem voru að ganga frá bátnum eftir löndun héldu þegar á slysstað ásamt þremur mönnum á smábát. Félagar úr björgunarsveitinni Sigurvon fóru einnig af stað á björgunarbát sínum. Halldór náð- ist um borð í Freyju en var látinn. Björgunarbátur Sæfara var upp- blásinn þegar að var komið en Halldór, sem var í vinnuflotgalla, hafði af einhveijum ástæðum ekki komist í hann. Vísindamenn sóttu jarðskjálftamæla á Mýrdalsjökul í gærmorgim Myndin var tekin í gærdag og sést upp Kötlujökul, en hann var farvegur meginstraumsins í Kötlugosinu 1918. Morgunblaðið/RAX Óbreytt ástand við Kötlu ENGIN breyting hefur orðið á skjálftavirkn- inni við Kötlu þessa vikuna. Enn koma fram nokkrir skjálftar á dag, þeir stærstu um 3 stig á Richter. Vísindamenn fóru upp á Mýrdalsjökul í gærmorgun til að ná í skjálftamæla sem komið hafði verið fyrir víða á jöklinum. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur á Raunvís- indastofnun segir að skjálftamælunum hafi ver- ið komið fyrir á Goðabungu og sunnan til á jöklinum, yfir þeim svæðum sem skjálftavirknin er mest. Nú verður tekið til við að vinna úr þeim gögnum sem safnast hafa saman í þessum mælingum og segir Páll að niðurstöður ættu að liggja fyrir eftir um tvær vikur. Landsbankinn hefur kannað stöðu sjóða Fjárfestingarfélagsins Skandia hf Landsbréf hf. munu ekki yfirtaka sjóði félagsins LANDSBANKI Islands hefur af- ráðið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að verðbréfafyr- irtæki hans, Landsbréf hf., muni ekki yfirtaka rekstur sjóða Fjár- festingarfélagsins Skandia hf. Slík könnun hefur samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins farið fram á vegum bankans að undan- förnu að frumkvæði Fjárfesting- arfélagsins Skandia hf. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var það hald manna allt þar til í fyrradag að hér kynni að vera um hagkvæman kost að ræða Verðlagsstofnun óskar eftir greinargerð vegna hækkunar á farmgjöldum skipafélaganna Athugað hvort hækkunin er vegna minnkandi samkeppni VERÐLAGSSTOFNUN hefur óskað eftir skriflegri t.ilkynningu Eim- skipafélags íslands um fyrirhugaða farmgjaldahækkun á stykkjavöru ásamt greinargerð. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar yfirviðskipta- fræðings Verðlagsstofnunar er athugun þessi liður í samkeppniseftir- liti stofnunarinnar. Lagt verður mat á það hvort hækkunin sé vegna minnkandi samkeppni í skipaflutningum. Samskip tilkynnti í gær 6% hækkun á farmgjöldum milli landa en farmgjöld í strandsiglingum verða óbreytt. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði Ijóst að farmgjaldahækkunin væri alvarlegt fordæmi, jafnvel þótt hún ein og sér hefði ekki afgerandi áhrif á verðlag og framfærsluvisi- tölu. Talið er að verðlag innfluttrar vöru geti hækkað um Vi til 1% og að framfærsluvísitala hækki um allt að 0,3%. Guðmundur Sigurðsson sagðist búast við greinargerð Eimskips í dag. Sagði hann að athugunin væri til komin vegna aðstæðna í atvinnu- greininni. Þar væri fákeppni og Eim- skip leiðandi á markaðnum. Verð- lagsráð gaf verðlagningu flutnings- gjalda fijálsa 1. apríl síðastliðinn. Asmundur Stefánsson, sem situr í ráðinu, sagði þegar hann var spurður hvort hann myndi leggja til að flutn- ingarnir yrðu aftur teknir undir verð- lagsákvæði, að hann vildi sjá hvað út úr athugun Verðlagsstofnunar kæmi áður en hann tæki afstöðú til þess. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að fargjaldahækkun skipafé- laganna hefði komið á óvart. „En mér dettur ekki í hug að það sé hægt að stjórna verðlagi hjá einka- fyrirtækjum með tilskipunum frá rík- isvaldinu. Menn verða að treysta því að hér sé virk samkeppni og ef um óeðlilega hækkun sé að ræða leiði það til lækkunar á nýjan leik.“ Magnús Gunnarsson formaður VSÍ sagði augljóst að hækkunin kæmi mjög illa við þær viðræður sem ættu sér stað milli aðila vinnumark- aðarins og stjórnvalda um að létta gjöldum af atvinnurekstrinum til að styrkja rekstrarstöðu fyrirtækjanna. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips sagðist ekki gera ráð fýrir að 6% meðaltalshækkun á farmgjöld- um félagsins verði endurskoðuð þó það yrði niðurstaða af viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórn- valda að gjöldum verði aflétt af at- vinnurekstrinum. Hann sagði að þrátt fyrir þessa 6% hækkun yrðu farmgjöldin lægri en þau voru í upp- hafí ársins. Sjá einnig frétt á bls. 23. fyrir Landsbankann og hann gæti án mikils tilkostnaðar aukið veltu sína um tæpa þijá milljarða króna. Að vandlega könnuðu máli mun neikvæð ákvörðun bankans samt sem áðu- byggjast á því að of mikil áhætta sé fólgin í yfírtöku sjóða sem þessara. Álag vegna innlausna, sem myndi fylgja í kjölfar opnunar sjóð- anna, yrði líklega of mikið, að mati bankans, og gengisfall bréfa fyrir- tækisins einfaldlega meira en menn gerðu ráð fyrir. í viðskiptablaðinu í dag segir Leif Victorin, forstjóri Skandia Norden, um þær aðstæður sem nú hafa skap- ast: „Vissulega er það slæmt ef nú- verandi ástand ríkir lengi, en við stöndum frammi fyrir þeim mögu- leika að opnuðum við sjóðina of snemma gæti það væntanlega rýrt gildi sjóðanna fyrir eigendum þeirra.“ Hann segir hins vegar að verði opnað með viðskipti í sjóðunum hljóti gengi þeirra að falla þótt ekki sé ljóst hversu mikið þurfi að fella gengið. „Erfítt er að meta verðmæti hlut- deildarskírteinanna þar sem nú eiga engin viðskipti sér stað með þau. Það sem vekúr athygli mína þegar ég ber saman markaðinn á íslandi við aðra markaði er smæð hans. Það er í raun grunnvandamál sjóða líkt og þessa." Sjá ennfremur Af innlendum vettvangi á miðopnu og Við- skiptablað C4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.