Morgunblaðið - 30.10.1992, Side 1

Morgunblaðið - 30.10.1992, Side 1
88 SIÐUR B/C rcgniiIifftMto STOFNAÐ 1913 248. tbl. 80. árg. FOSTUDAGUR 30. OKTOBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins íhaldsmenn deila um Maastricht Major hyggst kveda niður uppreisnina London. Reutcr, The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hóf í gær sókn gegn þeim þingmönnum íhaldsflokksins sem andvigir eru samþykkt Maastricht- samkomulagsins um nánari samvinnu aðildarríkja Evrópubandalags- ins. Atkvæði verða greidd um samninginn í þinginu í næstu viku en Verkamannaflokkurinn hefur ákveðið að reyna að fella ríkisstjórn Majors með því að greiða atkvæði gegn samþykkt þótt flokkurinn styðji samninginn. „Við myndum glata áhrifum okkar í Evrópu. Við myndum missa af tæki- færinu til að beina þróun Evrópumál- anna í þá átt sem við æskjum — burt frá miðstýringu, í átt til mark- aðsstefnu, stækkunar bandalagsins og aukinnar valddreifmgar í því,“ sagði Major í þingræðu. „Við mynd- um gefa fjárfestum í Bandaríkjunum, Japan og fleiri löndum til kynna að ekki sé hægt að treysta því að við tökum framvegis þátt í Evrópusam- starfinu." Meirihluti íhaldsflokksins er 21 sæti en óljóst er hve klofningurinn í þingliðinu er víðtækur. Stjórnmála- skýrendur álíta að ákvörðun forystu Verkamannaflokksins geti snúist í höndum hennar; þótt Major hafí lýst yfír því að ekki sé um að ræða van- traust á stjórnina ef samningurinn fellur er ljóst að allmargir íhaldsþing- menn munu hika við að slást í hóp- inn með andstæðingunum ef hætta er á að slíkt leiði til nýrra kosninga. Reuter Perot heillar Hollywood Á hæð einni í kvikmyndaborginni Hollywood í Kaliforníu er frægt kennileiti; nafn borgarinnar á gríðarstór- um spjöldum. Óþekktir stuðningsmenn forsetaefnisins Ross Perots ákváðu að minna fólk á sinn mann í gær. í skjóli náttmyrkurs skiptu þeir um fyrstu bókstafina með því að stilla upp plastdúkum með nafni fram- bjóðandans fyrir framan fyrri hluta borgarheitisins. Margir árekstrar urðu á nálægri hraðbraut í gærmorg- un þegar bílstjórar störðu furðu lostnir á nýja nafnið og gleymdu að huga að akstrinum. Sjá einnig bls. 22-23. Everest bókað til aldamóta TINDALEYFI á hæsta fjall heims, Everest á landamær- um Tíbets og Nepals, eru nú uppseld til aldamóta. Leyfí til að klífa fjallið kostar um 1,5 milljónir skv. heimildum Mbl., en ekki aftrar það mönn- um frá því að reyna við tind- inn, því á síðasta vori reyndu jafnmargir að klífa hann og á 25 ára tímabili, frá því fjallið var fyrst klifið 1953 til 1978. Hefur hin aukna umferð valdið mörgum áhyggjum vegna um- hverfisspjalla. Sjá „Mount Everest. . .“ C-blað bls. 1 Jeltsín forseti segir mannréttindi brotin á minnihlutahópum Rússa Brottflutningi herliðs frá Eystrasaltslöndum hætt Moskvu. Reuter. BORÍS N. Jeltsín, forseti Rúss- lands, undirritaði í gær skipun um að brottflutningi herliðs frá Eystrasaltsríkjunum skyldi hætt, að sögn /íar-TASS-fréttastofunn- ar. Herliðið var áður setulið Sov- étríkjanna gömlu en lýtur nú stjórn Samveldisins. í fréttinni segir að Jeltsín hafi tekið þessa ákvörðun af ótta við að réttindi rússnesku minnihlutahópanna í löndunum þrem, Eistlandi, Lett- landi og Litháen, verði fyrir borð borin. Stjórnvöld í löndunum hafa sett skilyrði fyrir því að Rússar, búsettir í löndunum, fái kosninga- rétt og takmarkað réttindi þeirra með öðrum hætti. Varnarmálaráðuneytið í Moskvu sagði í síðustu viku að brottflutn- ingnum yrði frestað um hríð vegna þess að erfiðlega gengi að fínna • húsnæði handa hermönnunum og skylduliði þeirra í Rússlandi. Vitað Tókýóráðstefnan um stuðning við nýfrjáls ríki Austur-Evrópu Bandaríkjamenn og Japanar heita Samveldisríkjum aðstoð Tókýó. Reuter. STJÓRNVÖLD í Japan og Bandaríkjunum ætla að styðja Samveldis- ríkin eða sovétlýðveldin fyrrverandi með hundruðum milljóna doll- ara á vetri komanda. Var skýrt frá þessu á ráðstefnu í Tókýó um 'aðstoð við nýfijáls ríki. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands sagði i gær að stjórn sín gæti samþykkt að Alþjóðabankinn hefði yfirum- sjón með langtímaaðstoð við landið. Michio Watanabe, utanríkisráð- herra Japans, tilkynnti í gær á ráð- stefnunni, sem fulltrúar 70 ríkja og 20 alþjóðasamtaka sækja, að stjórn sín ætlaði að aðstoða sovét- lýðveldin fyrrverandi í vetur með 100 milljónum dollara (um 5,7 milljörðum ÍSK) en með aðal- áherslu á Kyrrahafssvæðin í Rúss- landi. Lawrence Eagleburger, starfandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, skýrði frá aðstoð Banda- ríkjastjómar en hún verður fólgin í 260 milljóna dollara matvælaað- stoð og í lyfjaaðstoð fyrir 14 millj. dollara. í ræðu sinni á ráðstefnunni sagði Eagleburger að efnahagsumbæt- umar í Samveldislöndunum hefðu haft miklar þrengingar í för með sér fyrir íbúana en lagði áherslu á að aðeins væri unnt að hjálpa þeim sem hjálpuðu sér sjálfír. Sagði hann að nauðsynlegt væri að koma á eðlilegri samkeppni í löndunum, setja lög um eignar- og samnings- rétt og skipa skattamálum með betra hætti. Alexander Shokhín, aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands, sagði í gær að stjórn sín gæti fallist á að Alþjóðabankinn hefði umsjón með langtímaaðstoð við landið en búist hafði verið við að Rússlandsstjóm Reuter Lawrence Eagleburger (t.v.), starfandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, ræðir við Kiichi Miyazawa, forsætisráðherra Japans, á ráð- stefnunni í Tókýó. væri því andvíg. Hann lagði hins vegar áherslu á að Rússar tækju þátt í starfínu sem jafnréttháir aðilar. í dag átti að birta á ráðstefnunni skýrslu Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um ástandið í sov- étlýðveldunum fyrrverandi og um áætlanir þessara stofnana um lang- tímaaðstoð við þau. er að margir ráðamenn rússneskra varnarmála hafa verið andvígir því að láta af hendi allar bækistöðvar í löndunum vegna mikilvægrar land- fræðilegrar legu þeirrar. Herfloti Rússa ræður aðeins yfír fáum flota- höfnum við Eystrasalt á rússnesku landi, helstar eru hafnimar í Péturs- borg og Kalíníngrad en hin síðar- nefnda er umlukin litháísku landi. Itar-TASS segir að brottflutning- ur hersins hefjist ekki á ný fyrr en stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum hafi undirritað samninga við Rússa um félagsleg réttindi hermannanna, sem flestir eru rússneskir, og skylduliðs þeirra. „Ákvörðun forsetans tengist þungum áhyggjum hans vegna ít- rekaðra mannréttindabrota á rúss- neskumælandi fólki í löndunum," sagði í fréttinni. Þar sagði einnig að Jeltsín hefði beðið utanríkisráðu- neytið að semja áskorun til Samein- uðu þjóðanna þar sem umheimurinn yrði hvattur til að kanna ástand mannréttindamála í Eystrasaltsríkj- unum. Haft var eftir forsetanum að Rússar myndu hafa í huga réttindi hermannanna er gerðir yrðu við- skiptasamningar við ríkin þijú sem öll em háð Rússlandi um orku, eink- um olíu, en einnig fleiri undirstöðu- vörur. Stjórnvöld í Moskvu mótmæltu harðlega er kosið var í Eistlandi nýverið og Rússum, sem eru um 30% íbúanna, var meinað að kjósa þar sem þeir hefðu ekki ríkisborgara- rétt. Þess skal getið að Rússar geta sótt um og fengið borgararétt í land- inu innan tveggja ára frá umsókn. I Lettlandi eru Rússar nú orðnir jafn- margir Lettum en í Litháen eru þeir um 10% landsmanna. Langflestir rússnesku íbúanna fluttust til land- anna eftir að þau voru innlimuð í Sovétríkin 1940 eða eru afkomendur innflytjenda frá þessu tímabili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.